Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÆFILEIKAR KYNJANNA
Félag kvenna í atvinnurekstri,Samtök atvinnulífsins og iðn-aðar- og viðskiptaráðuneytið
stóðu í fyrradag fyrir glæsilegri og
fjölsóttri ráðstefnu undir yfirskrift-
inni „Virkjum kraft kvenna“. Um-
ræðuefnið var brýnt; hvernig hægt
sé að nýta hæfileika kvenna í við-
skiptalífinu betur. Allir vita að þar
er pottur brotinn; konur í forstjóra-
stólum stórfyrirtækja eru teljandi á
fingrum annarrar handar, sömuleið-
is stjórnarformenn. Konur í stjórn-
unar- og sérfræðingsstöðum eru
miklu færri en karlar og konum eru
greidd lægri laun en körlum. Við-
skiptalífið hefur ekki náð að nýta sér
hæfileika kvenna til jafns við hæfi-
leika karla.
Á ráðstefnuna mættu um 400
manns. Þar af voru um 380 konur og
20 karlar. „Þetta eru vonbrigði því
við viljum meina að það sé ekki bara
mál kvenna að þjóðfélagið nýti sér
hæfileika beggja kynjanna,“ sagði
Margrét Kristmannsdóttir, formað-
ur Félags kvenna í atvinnurekstri, í
Morgunblaðinu í gær.
Þetta er auðvitað rétt. Það er ekki
bara mál kvenna. Karlar, sem eru til
dæmis forstjórar, stjórnarformenn
og fjárfestar, hefðu átt að hafa fulla
ástæðu til að mæta á ráðstefnuna,
vegna þess að það eru þeirra hags-
munir – hreinir og klárir peninga-
legir og samkeppnislegir hagsmunir
– að ná að nýta mannauð kvenna
ekki síður en karla. En þeir létu ekki
sjá sig. Af hverju? Hafa þeir ekki
áhuga á peningum?
Hitt er svo annað mál, að ástæðan
fyrir því að ekki mættu jafnmargir
karlar og konur á ráðstefnuna, gæti
verið sú, að hinn stóri meirihluti
karla – þessir sem eru ekki forstjór-
ar, stjórnarformenn eða fjárfestar –
hafi ekki fundið neitt við sitt hæfi á
dagskránni.
Þegar rætt er um að nýta hæfi-
leika beggja kynja jafnt, er oftast
einblínt á hvernig auka megi hlut
kvenna í atvinnulífinu, í stjórnsýsl-
unni og í pólitík. En það er auðvitað
önnur hlið á málinu. Frá fornu fari
sitja konur uppi með meginábyrgð-
ina á börnum og heimili. Það er
ástæða þess að margar konur hafa
ekki sama svigrúm og karlar til að
keppa eftir frama og metorðum í at-
vinnulífinu. Það er vitlaust gefið.
Konur munu ekki njóta hæfileika
sinna á vinnumarkaðnum nema karl-
ar fái að njóta sinna á heimilinu og
innan fjölskyldunnar. Ef hæfileikar
kvenna eiga að geta nýtzt atvinnulíf-
inu, þurfa fjölskyldan og heimilið að
njóta hæfileika karla í auknum mæli.
Það er mikið af námskeiðum fyrir
konur um það hvernig þær geti orðið
betri stjórnendur og náð meiri ár-
angri í starfi. En er mikið af nám-
skeiðum fyrir karla um það hvernig
þeir geti orðið betri feður eða náð
nánari tengslum við fjölskyldu sína
með því að sinna henni betur? Karl-
ar þurfa að rýma til fyrir konum í at-
vinnulífinu og konur fyrir körlum á
heimilunum. Þannig er hægt að nýta
hæfileika beggja kynja á báðum víg-
stöðvum.
SKATTFÉ „RÁÐSTAFAГ
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað-ur Alþingis, hefur sett fram í
áliti sjónarmið um úthlutun styrkja
á vegum ráðuneyta, sem full ástæða
er til að stjórnvöld gefi gaum.
Tilefni álits umboðsmanns er
kvörtun tónlistarkonu, sem ekki
fékk styrk frá iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu vegna verkefnis erlend-
is. Á árabilinu 1999–2004 fékk 41
aðili styrki frá ráðuneytinu, samtals
39,5 milljónir, vegna þess sem kall-
að er efling markaðssóknar ís-
lenzkrar tónlistar erlendis. Þessir
styrkir voru ekki auglýstir.
Umboðsmaður telur ljóst að
þarna hafi verið um að ræða rík-
isstyrki, sem veittir hafi verið tón-
listarmönnum, sem voru í sam-
keppni við aðra íslenzka
tónlistarflytjendur um að koma sér
á framfæri erlendis og þar með að
styrkja fjárhagsgrundvöll tónlistar-
starfs síns. Í einhverjum tilvikum
væri um að ræða atvinnu viðkom-
andi.
Þær upphæðir, sem hér er um að
ræða, eru að mati ráðuneytisins litl-
ar. Engu að síður eru þær jafnháar
og jafnvel hærri en þeir styrkir,
sem úthlutað er úr ýmsum opinber-
um og einkareknum sjóðum sem
styðja listir. Slíkar upphæðir geta
skipt miklu um velgengni viðkom-
andi listamanns. Eins og umboðs-
maður bendir á hlýtur að vera
grundvallaratriði að fólk viti af því
að slíkir styrkir séu í boði með því
að þeir séu auglýstir, en að það ráð-
ist ekki af tilviljunum eða jafnvel
tengslum við ráðuneytið að fólk
sæki um slíka styrki. Sömuleiðis
hljóta að eiga að gilda einhverjar
verklagsreglur um slíka úthlutun.
Umboðsmaður segir í áliti sínu:
„Enn fremur bendi ég á að sé það á
annað borð vilji ráðherra að styrkja
tiltekið málefni, svo sem útrás ís-
lenskrar tónlistar, má ætla að það
að auglýsa fyrirhugaða styrkveit-
ingu þjóni ekki einungis hagsmun-
um tónlistarfólks í landinu, heldur
ekki síður hagsmunum ráðuneytis-
ins, enda er með því móti komið í
veg fyrir að það sé tilviljun háð
hverjir sæki um styrk og ráðuneyt-
inu gefst kostur á að velja úr stærri
hópi hæfileikafólks við ákvörðun
sína.“
Þetta liggur auðvitað í augum
uppi. Vegna þeirrar „almennu þýð-
ingar“ sem umboðsmaður telur mál-
ið hafa vekur hann einnig athygli
forsætisráðherra og fjármálaráð-
herra á því. Sú „almenna þýðing“ er
í því fólgin að í öllum ráðuneytum er
ennþá hinn illa skilgreindi liður
„ráðstöfunarfé ráðherra“, sem iðu-
lega er úthlutað til einstaklinga,
fyrirtækja og stofnana með geð-
þóttaákvörðunum, vegna þrýstings
eða kunningsskapar. Það er full
ástæða til að um þá ráðstöfun pen-
inga skattgreiðenda gildi einhverjar
almennar reglur, eins og um aðra
ráðstöfun almannafjár. Ráðherrarn-
ir ættu því að gefa gaum að áliti
umboðsmanns Alþingis.
Líkt og hjá öðrum lögreglu-embættum urðu miklarbreytingar á embætti rík-islögreglustjóra um ára-
mót. Skipuritinu hefur verið um-
bylt, greiningardeild er að taka til
starfa og miklar breytingar verða á
saksókn efnahagsbrota svo það
helsta sé nefnt. Haraldur Johann-
essen ríkislögreglustjóri segir að
breytingarnar séu gerðar til að
bregðast við nýskipan lögreglu-
mála, breyttri heimsmynd, breyttu
hlutverki embættisins og ábend-
ingum sem fram komu í nýlegri
stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð-
unar.
Breytingarnar sem gerðar eru á
skipuritinu eru þær að í stað fimm
löggæslusviða koma þrjár meg-
instoðir; löggæslu- og öryggisstoð,
stjórnsýslustoð og rekstrarstoð.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lög-
reglustjóri hefur verið skipuð að-
stoðarríkislögreglustjóri og er hún
yfirmaður löggæslu- og örygg-
isstoðar, Jónas Ingi Pétursson hag-
fræðingur hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri rekstrar og til
stendur að ráða lögfræðing til að
fara fyrir stjórnsýslustoðinni.
Auki skilvirkni og hagkvæmni
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Haraldur Johannessen að breyting-
unum á skipuritinu væri ætlað að
auka skilvirkni og hagkvæmni í
rekstri embættisins. Áður hefði
ákveðin starfsemi skarast á milli
sviða en með hinni nýju skipan væri
komið í veg fyrir það.
Ástæður væru í stuttu máli þær
að um áramót hefðu verið gerðar
miklar breytingar á skipan lögreglu-
mála og þær kölluðu á nýjar
áherslur hjá ríkislögreglustjóra.
Hlutverk embættisins við stjórnun
lögreglu í landinu hefði verið aukið
og það myndi í ríkari mæli koma að
stefnumótun, samræmingu og fram-
kvæmd löggæslu. Þetta aukna hlut-
verk kæmi einkum fram í löggæslu-
áætlun sem verið væri að undirbúa
fyrir Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra og myndi gilda til fjögurra
ára í senn, yrði hún samþykkt, og í
árangursstjórnunarsamningi milli
dómsmálaráðherra og ríkislögreglu-
stjóra annars vegar og hins vegar á
milli ríkislögreglustjóra og lögreglu-
stjóranna.
Breytingunum væri einnig ætlað
að koma til móts við tillögur sem
settar voru fram í stjórnsýsluúttekt
Ríkisendurskoðunar sem var birt í
október sl. „Við stóðumst vel þessa
úttekt og teljum rétt að bregðast við
þeim tillögum til úrbóta sem komu
fram,“ sagði Haraldur. Breyting-
arnar á skipuritinu og hlutverki
embættisins væru auk þess mjög í
takt við þróun hjá ríkislögreglu-
stjóraembættunum í Danmörku og
Noregi.
Brotthvarf varnarliðsins
Haraldur sagði ennfremur að al-
þjóðleg glæpastarfsemi, breytingar
á öryggismálum þjóðarinnar með
brotthvarfi varnarliðsins, aukið
frjálsræði í viðskiptum og á fjár-
málamarkaði sem og fjölgun útlend-
Koma í ríkari
stefnumótun
Greiningardeild „Þetta embætti hefur ekki rekið leyniþjónustu og
tekur til starfa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Á
inga hér á landi kölluðu á nýjar
áherslur hjá embættinu. Með brott-
hvarfi varnarliðsins hefði lögregla
t.a.m. þurft að taka yfir tiltekin
verkefni sem Bandaríkjamenn
hefðu áður komið að, s.s. samstarf
við alþjóðlegar stofnanir. Lögregla
þyrfti nú í auknum mæli að reiða sig
á eigin styrk og eigin sambönd og
m.a. af þeim sökum hefði verið
ákveðið að efla sérsveitina, setja
greiningardeild á laggirnar og auka
erlent samstarf. Þess vegna væri nú
lögð ríkari áhersla á öryggismál hjá
embættinu og væri sú stefna í sam-
ræmi við þróun hjá lögreglu um all-
an heim.
Aðspurður hvaða áhrif stækkun
útlendingasamfélagsins hefði á ör-
yggismál sagði Haraldur að frjáls-
ara flæði fólks á milli landa kallaði á
að lögregla, sem færi með eftirlit
með útlendingum, yrði að taka mið
af þessum breytingum. Útlendir
glæpamenn hefðu látið til sín taka
hér á landi og einnig hefðu íslenskir
glæpamenn átt í samstarfi við er-
lendar glæpaklíkur.
„National Security Unit“
Á ensku nefnist greiningardeild
ríkislögreglustjóra „National Secur-
ity Unit“. Samkvæmt lögum er hlut-
verk hennar að rannsaka landráð og
brot gegn stjórnskipan ríkisins og
jafnframt leggja mat á hættu á
hryðjuverkum og skipulagðri
glæpastarfsemi. Lög um meðferð
opinberra mála gilda um rannsókn-
araðferðir og starfsheimildir grein-
ingardeildarinnar og hefur hún því
ekki víðtækari úrræði en lögreglan
hefur almennt, að sögn Haraldar.
Haraldur benti á að ríkislögreglu-
stjóri hefði um langt árabil átt sam-
starf við erlend lögregluyfirvöld,
jafnt í einstaka löndum sem og al-
þjóðlegar löggæslustofnanir, sem
færu með viðkvæmar upplýsingar
um alþjóðlega glæpastarfsemi og
hryðjuverkastarfsemi. Þá bæri
embættið ábyrgð á öryggi æðstu
stjórnar ríkisins, erlendra sendi-
manna og þjóðhöfðingja sem hingað
kæmu og hefði af þeim sökum m.a.
þurft að vera í sambandi við leyni-
þjónustur viðkomandi ríkja.
Með því að setja á laggirnar sér-
staka greiningardeild væri verið að
efla þessa starfsemi og jafnframt
væri erlendum stofnunum á þessu
sviði nú fyllilega ljóst hver væri
þeirra samskiptaaðili á Ísl
ætti þó eftir að móta starfse
arinnar nánar og t.a.m. v
ljóst hversu margir sta
hennar yrðu.
Haraldur sagði mikilvæg
í huga að skýr lagastoð v
starfsemi deildarinnar og
ekki væri um leyniþjónu
semi að ræða. „Starfsemi
unnar hér er ekki í felum, e
er að trúnaður ríki um ými
lögreglan er að sinna en þe
ætti hefur ekki rekið leyn
og það breytist ekki me
greiningardeild tekur til
sagði hann. Markmið dei
væri fyrst og fremst að
greina hættu sem steðjaði
inu eða öðrum löndum, h
hún stafaði frá alþjóðlegum
samstökum, hryðjuverka
eða einhverju öðru, og re
öllum ráðum að koma í v
slíka starfsemi. „Það er e
hægt að aðgreina í fyrsta la
lagða glæpastarfsemi, í ö
hryðjuverkaógn og í þriðja
sem við myndum kalla hin v
afbrot. Ástæðan er sú að v
séð tengingu þarna á milli
hefur verið svokallaður ve
afbrotamaður getur allt í e
Breytingar á skipan
lögreglumála kalla á
breytingar hjá ríkis-
lögreglustjóra sem
mun framvegis koma
meira að stjórnun og
stefnumótun lögreglu.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
!
!$
!"
?
$
&3
.
)
<
* $3$
-01
;
2
3//
A! 9 ! %
#
&%
&
(&"4-
(
1
';
/
#
# /
$
<
/5 =
'/
7
8/8/
$; 8/:
&