Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 328/29
Staksteinar 8 Bréf 29
Veður 8 Kirkjustarf 37
Viðskipti 16 Minningar 30/36
Erlent 18 Myndasögur 44
Árborg 20 Dagbók 44/45
Akureyri 20 Víkverji 48
Suðurnes 21 Staðurstund 46/49
Daglegt líf 22/25 Velvakandi 48/49
Menning 19,41/44 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Flensan er komin til landsins.
Engin ástæða er til að ætla að hún
verði sérlega slæm í ár, enda hafa
ekki borist neinar viðvaranir frá ná-
grannalöndum okkar. » Forsíða
Landlæknir hefur skrifað LSH
bréf þar sem óskað er eftir upplýs-
ingum um mál Sigurlínar Margrétar
Sigurðardóttur, varaþingmanns
Frjálslynda flokksins. » Baksíða
Erlent
Danska verslanakeðjan Irma,
sem rekur 73 verslanir, hefur fjar-
lægt úr hillum sínum hakk með
meira en 12% fitu og vill banna eða
skattleggja fitandi mat. Fulltrúar
sumra stjórnmálaflokka taka vel í
hugmyndina og einnig næring-
arfræðingurinn Arne Astrup. En
ráðherra neytendamála, Carina
Christensen, segist ekki vilja ákveða
hvað Danir setji í innkaupakörfuna.
» Forsíða
Margir bandarískir þingmenn
gagnrýna hart þá stefnu George W.
Bush forseta að ætla að fjölga um lið-
lega 20.000 manns í bandaríska her-
liðinu í Írak. Kom þetta einkum fram
þegar Condoleezza Rice utanrík-
isráðherra kom fyrir hermálanefnd
öldungadeildarinnar. Demókratinn
Joe Biden sagði áætlun forsetans
vera „hörmuleg mistök“ og repúblik-
aninn Chuck Hagel sagði áætlunina
vera „mesta utanríkismálaklúður“
frá dögum Víetnamstríðsins. » 18
Viðskipti
Verðbólgan á síðasta ári mældist
6,9% samkvæmt mælingu Hagstofu
Íslands. Vísitala neysluverðs í janúar
hækkaði um 0,26% frá fyrra mánuði,
sem er nokkuð yfir spám greining-
ardeilda bankanna. Þær höfðu gert
ráð fyrir 0,0–0,2% hækkun vísitöl-
unnar. Þá spá þær því að tólf mánaða
verðbólgan verði komin niður í um
4% í mars. » 16
Íslenskt atvinnulíf bíður eftir því
að heyra hvort halda eigi áfram eða
aftur á bak í skattamálum, að sögn
Vilhjálms Egilssonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs-
ins. Hann sagði á skattadegi Deloitte
í gær að atvinnulífið þyrfti að fá skýr
skilaboð frá öllum stjórnmálaflokk-
um um það hvert þeir ætluðu að
stefna í skattamálum. » 16
GUÐNI Ágústs-
son landbúnaðar-
ráðherra segist
sannfærður um
að á næstu dög-
um náist sam-
komulag um
sauðfjársamning
sem verði góður
samningur fyrir
sauðfjárbændur
og neytendur.
„Ég vil ekki ræða einstök atriði
sem eðlilega eru á trúnaðarstigi
bænda og ríkisvalds. Ég get hins
vegar vegna umfjöllunar Morgun-
blaðsins í [gær] staðfest að útflutn-
ingsskylda í höndum landbúnaðar er
til umræðu í þessu samningaferli
ásamt fleiri atriðum sem orka tví-
mælis. Ég er sannfærður um að
næstu daga næst samstaða um mjög
góðan samning fyrir sauðfjárbænd-
ur og neytendur í leiðinni,“ sagði
Guðni.
Útflutn-
ingsskylda
til umræðu
Guðni Ágústsson
Samningur í höfn á
næstu dögum
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands
hefur dæmt rétt rúmlega tvítuga
konu til níu mánaða fangelsisvistar,
en þar af eru sjö mánuðir skilorðs-
bundnir, fyrir rangar sakargiftir
með því að hafa með rangri tilkynn-
ingu og framburði fyrir lögreglu
leitast við að karlmaður yrði sak-
aður um kynferðisbrot. Henni er að
auki gert að greiða 264 þúsund
krónur til skipaðs verjanda síns.
Konan tilkynnti lögreglu á
Vopnafirði að sér hefði verið nauðg-
að um borð í skipi sem lá við höfn í
nóvember 2005. Við tilkynninguna
hélt lögregla af stað frá Egilsstöð-
um auk þess sem stúlkan var flutt á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
þar sem teymi var til staðar til að
taka við henni og annast réttar-
læknisfræðilega skoðun. Skipverj-
inn var handtekinn og færður í
fangaklefa á Egilsstöðum en hann
neitaði ávallt staðfastlega. Bar þeim
hins vegar saman um hvað gerst
hefði um kvöldið, þ.e. að þau hefðu
hist á krá á Vopnafirði og farið sam-
an í káetu mannsins síðar um kvöld-
ið. Þau höfðu engin samskipti haft
fyrir umrætt kvöld.
Á við geðræn
vandamál að stríða
Í desember sama ár gaf stúlkan
skýrslu hjá lögreglu og sagðist þá
hafa tilkynnt ranglega um nauðg-
unina. Sagðist hún hafa átt erfitt
uppdráttar og átt við andlega erf-
iðleika að stríða um langa hríð. Fyr-
ir dómi var lagt fram vottorð frá
lækni sem staðfesti að stúlkan ætti
við geðræn vandamál að stríða og
væri á biðlista vegna vistar á
áfangaheimili.
Ragnheiður Bragadóttir dóm-
stjóri kvað upp dóminn. Ragnheiður
Harðardóttir vararíkissaksóknari
sótti málið af hálfu ákæruvaldsins
en Eva Dís Pálmadóttir hdl. varði
konuna.
Ranglega sakað-
ur um nauðgun
Kona dæmd til níu mánaða fangels-
isvistar fyrir rangar sakargiftir
Ljósmynd/Ellert Grétarsson
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UM ÁTTATÍU manns sóttu opinn
kynningarfund um fyrirhugað álver í
Helguvík sem samtökin Sól á Suð-
urnesjum héldu í Svarta pakkhúsinu
í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Að sögn
forsvarsmanna samtakanna var mik-
ill einhugur í mönnum og andstaða
við álverið greinileg.
„Þetta er í raun byrjunin því það
hefur engin umræða verið í sam-
félaginu um fyrirhugað álver í
Helguvík og við vitum ekki hvernig
staðan er eða hvort íbúar á Suður-
nesjum séu almennt fylgjandi eða
andvígir stóriðjuáformum,“ segir
Elvar Sævarsson, einn forsvars-
manna Sólar á Suðurnesjum. „Þetta
hefur allt farið fram fyrir luktum
dyrum og umræðan er ekki sýnileg.
Það sem við viljum gera er að koma
af stað umræðu.“
Eftir að fundi lauk var samþykkt
yfirlýsing þar sem þess er krafist að
fallið verði frá áformum um álver í
Helguvík og virkjanir á Reykjanes-
skaga þar til vilji íbúa hefur verið
kannaður með kosningu. „Hafnfirð-
ingar einir fá að kjósa um hugsan-
lega stækkun álvers í Straumsvík
jafnvel þótt virkjanir vegna stækk-
unarinnar verði í öðrum landshluta.
Öll mannvirki vegna stóriðjuáforma í
Helguvík verða hins vegar á Reykja-
nesskaganum og því er réttur Suð-
urnesjamanna augljós,“ segir m.a. í
yfirlýsingunni.
Samræmist ekki ferðaþjónustu
Elvar segir að virkjanir, með til-
heyrandi umhverfisraski, muni rísa í
landi Grindavíkur, Voga og Hafnar-
fjarðar og háspennulínur fara um
þessi sömu sveitarfélög og þar að
auki um Stafnes og Ósabotna í landi
Sandgerðis. Slíkar framkvæmdir
samræmist ekki langtímaáformum
ferðaþjónustunnar þar sem fjöl-
margar fornar þjóðleiðir liggi um
skagann og þar eru gríðarleg tæki-
færi til útivistar.
„Áform um álver snerta íbúa allra
sveitarfélaga á Suðurnesjum og
ótækt væri af stjórnvöldum að fallast
á framkvæmdir nema að undan-
gengnum kosningum,“ segir Elvar
og bætir við að sér hafi komið veru-
lega á óvart að sveitarfélögin
Reykjanesbær og Garður skuli hafa
samþykkt samkomulag um legu lóð-
ar álvers í Helguvík. Elvar tekur
einnig fram að atvinnuástand á Suð-
urnesjum sé gott og ekki nauðsyn að
fá þangað um þúsund ný störf.
Vilja að íbúar á Suður-
nesjum fái að kjósa
Opinn fundur var haldinn í Svarta pakkhúsinu í gærkvöldi
þar sem rætt var um fyrirhugað álver sem rísa á í Helguvík
laugardagur 13. 1. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Fimmtán badmintonlandslið á leiðinni til Íslands >> 4
LOKAPRÓF GEGN TÉKKUM
ALFREÐ GÍSLASON SEGIR AÐ STÖÐUGLEIKA VANTI
Í ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDKNATTLEIK >> 2–3
ftir Sigmund Ó. Steinarsson
os@mbl.is
latini, 51 árs, fyrrverandi leikmað-
r St Etienne og Juventus – og fyr-
rliði og þjálfari franska landsliðsins,
efur fyrir löngu tilkynnt að hann
ætlaði sér í framboð eftir að Joh-
nsson ákvað að hætta og reiknaði
ann með að kosið yrði á milli hans
g Þjóðverjans Franz Beckenbauer,
em Johansson sagðist ætla að
tyðja.
Þegar Beckenbauer, sem margir
egja að ætli sér forsetastarfið hjá
lþjóða knattspyrnusambandinu,
FIFA, í framtíðinni, ákvað að gefa
kki kost á sér sem formaður
UEFA, tilkynnti Johansson, 77 ára,
llum á óvart, að hann ætlaði að gefa
ost á sér á ný sem formaður.
Platini sagði að ákvörðun Johans-
son hefði komið flatt upp á hann.
„Ég hreinlega átta mig ekki á því
hvers vegna hann tók þessa ákvörð-
un – að fara í kosningu gegn mér.
Hann var búinn að segja öllum að
hann myndi hætta. Johansson fór að
leita að eftirmanni sínum og þegar
hann fann engan til að fara gegn
mér, ákvað hann að gera það sjálfur.
Það var ljóst að hann ætlaði sér að
Franz Beckenbauer tæki við starfi
hans og þess vegna var ákveðið að
halda ársþingið í Düsseldorf í
Þýskalandi, þar sem átti að krýna
keisarann.
Ég skil ekki í vinnubrögðum Jo-
hannsson. Ég er ákveðinn í að láta
hann ekki slá mig út af laginu – fer
óhræddur í kosningu gegn honum,“
sagði Platini, sem var kjörinn knatt-
spyrnumaður Evrópu þrjú ár í röð á
sínum tíma. Hann er vanur harðri
baráttu og hefur verið sigursæll.
Fulltrúar frá 52 þjóðum senda
menn til leiks í Düsseldorf og er beð-
ið með mikilli spennu eftir kosning-
um sem verða tvísýnar. Það verða 52
atkvæði í sjóðandi pottinum.
Johansson hefur verið forseti
UEFA í sautján ár og telja margir
sparkfræðingar að það sé kominn
tími til að yngri maður taki við skút-
unni.
Alþjóðleg samtök atvinnuknatt-
spyrnumanna, FIFPro, hafa sent út
stuðningsyfirlýsingu við Platini, þar
sem sagt er að UEFA þurfi á kraft-
miklum formanni að halda, en ekki
manni úr fortíðinni.
Sepp Blatter, forseti alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA,
sagði í gær að framkoma Johansson
væri einkennileg. „Hann var búinn
að segja að það væri kominn tími á
að nýr maður með nýjar hugmyndir
tæki við af honum. Hann var búinn
að leggja spilin á borðið. Þess vegna
er ákvörðun hans vægast sagt furðu-
leg,“ sagði Blatter.
Reuters
Félagar Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Frakkinn Michel Platini íbyggnir á svip á sundi hjá UEFA.
Platini ekki
sáttur við
Johansson
RANSKI knattspyrnukappinn
yrrverandi, Michel Platini, sem
íður sig fram sem forseta Knatt-
pyrnusambands Evrópu, UEFA, á
rsþingi sambandsins í Düsseldorf
6. janúar, hefur deilt harðlega á
orseta UEFA, Lennart Johansson
fyrir að hafa ákveðið að gefa kost
sér á ný til endurkjörs, eftir að
ann hafi tilkynnt að hann ætlaði
kki að gefa kost á sér aftur.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
MEIÐSLI Guðjóns Vals Sig-
urðssonar, landsliðsmanns í
handknattleik og íþrótta-
manns ársins 2006, reyndust
minniháttar. Hann fór í óm-
skoðun í gær eftir að hafa
meiðst á fæti á æfingu lands-
liðsins á miðvikudaginn. Þar
kom ekkert alvarlegt í ljós.
Guðjón Valur æfði með
landsliðinu í gærkvöldi og
Guðjón Valur
í góðu lagi
Í GÆR voru stofnuð samtök stuðningsmanna hand-
boltalandsliðsins en heimsmeistaramótið í handbolta
hefst í Þýskalandi 19. janúar. Í heiðursstjórn stuðnings-
samtakanna Í blíðu og stríðu er m.a. Geir H. Haarde
forsætisráðherra og var hann viðstaddur formlega
stofnun samtakanna í Laugardalshöll í gær ásamt ís-
lenska landsliðinu.
Skráningum í samtökin er safnað á vef þeirra,
www.ibliduogstridu.is, og með skráningu er viðkom-
andi að skuldbinda sig til að styðja landslið Íslands í
handbolta, í blíðu og stríðu – ekki bara þegar vel geng-
Á þriðja þús-
und skráningar
laugardagur
13. 1. 2007
börn
STAFIR Í RUGLI
Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR KOMA SNIÐUGIR
KRAKKAR REGLU Á ÓPRÚTTNA STAFI >> 2
„Reykingar drepa.“ Kannski vill hann bara deyja. » 3
Hvað er það sem flýgur í skamma stund
og er þá lítið og rautt? Um leið og það
fellur er það dautt.
Hann verður gráðugri eftir því sem
hann fær meira. Þegar hann hefur hám-
að allt í sig deyr hann. Hver er hann?
Hvað er hægt að sjá greinilega í
myrkri?
Hvað heyrir allt en segir ekkert?
Þú ert skipstjóri á sjóræningjaskipi. Þar
er einn gargandi páfagaukur, 15 dimm-
raddaðir hásetar, einn einfættur stýri-
maður og tveir skíthræddir laumufar-
þegar. Hvað er skipstjórinn gamall?
Ég lagði út net en fékk ekki einn einasta
fisk í það. Samt var ég mjög ánægð með
árangurinn. Hver er ég?
Tveir feður og tveir synir fóru út að
veiða. Þeir skutu hver sinn fugl, samt
komu þeir bara með þrjá fugla heim.
Hvernig getur staðið á þessu?
Hvaða höfuð hafa hvorki munn, eyru,
augu eða nef?
Hvað er líkt með Englendingum og bý-
flugum?
Hvaða ungi er fjaðralaus?
Hvaða viska er best?
Glúrnar
gátur
Nú boðar Barnablaðið til samkeppni um:
besta ljóðið
Þema er kærleikur, vinátta eða fjölskylda.
Allir krakkar eru hvattir til þátttöku. Sestu nú nið-
ur, semdu eða dragðu út skúffuna sem geymir ljóðin
þín og sendu í keppnina. Í verðlaun eru veglegar
bókagjafir. Þú hefur tvær vikur til að senda afrakst-
urinn en síðasti skiladagur er 27. janúar.
Mundu að merkja vel það sem þú sendir.
born@mbl.is
eða
Samkeppni – Barnablaðið
Morgunblaðið
Hád i ó 2
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hvers vegna er
sjórinn saltur?
Ríkt hugarflug Arndís Lóa Magnúsdóttir hefur þrisvar unnið til
verðlauna í sögukeppni Barnablaðsins. Hún er mjög frjó og hef-
ur gaman af að skapa sérstaka hugarheima. Hún segir að fatl-
aðir séu oft misskildir. Ókunnir komi stundum fram við hana
eins og hún sé andlega fötluð en hún býr við líkamlega fötlun.
Samkeppni
lesbók Laugardagur 13. 1. 200
81. ár
TÍMAMÓTASÝNINGAR LR
FJÓRAR SKYNDIMYNDIR ÚR SÖGU LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR
Í TILEFNI AF 110 ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS Í VIKUNNI » 4-5
ámur og Skrámur í sjöunda himni ein skemmtilegasta íslenska platan » 13
Frelsun litarins Margir afbragðsmálarar eru nú á sýningu Listasafns Íslands, meðal annarra Henri Mat-
isse og þetta verk hans, Portrett af Bevilacqua (1905, olía á striga, ©Erfingjar Matisse). » 8-9
efnislausar typpasýningar, hvort sem
mur piss úr typpinu eða ekki, hafa nefni-
a ekkert með list að gera,“ segir Trausti
afsson leiklistarfræðingur í grein í Lesbók
ag þar sem hann svarar skrifum Magnúsar
rs Þorbergssonar í Lesbók fyrir skömmu
íslenska leiklist og leiklistargagnrýni.
efni skrifa Magnúsar Þórs var meðal ann-
þvaglátsgjörningur nemenda við leiklist-
deild Listaháskóla Íslands síðastliðið haust
Trausti telur að sá atburður hefði betur
ið í þagnargildi.
„Vonandi hefur enginn beðið neinn var-
egan skaða af þessum þvaglátagjörningi
klistarnema, en ég dreg það í efa að nokk-
hafi vaxið af honum, hvort heldur sem
amaður eða manneskja,“ segir Trausti og
tir við að hann leyfi sér að efast um að
ta tiltæki nema í leiklist verði til þess að
ka út leiklistarumræðuna á Íslandi eins og
agnús Þór virðist gera sér vonir um.
„Í grunninn sýnist mér nefnilega að allt
m ég hef heyrt og lesið um margnefnd
aglát bendi til þess að þau hafi borið að í
afti ungæðislegs húmors sem fór úr bönd-
um. Með öðrum orðum virðist hafa verið
einhvern barnaskap að ræða. Þannig
rður gjörningi leiklistarnemanna best lýst
af stillingu fjallað um þetta atvik. Í hlut-
rki gagnrýnanda sem slær um sig með
ryrðum yrði dómurinn hins vegar að
rna hafi ótrúlega hallærisleg lágkúra átt
stað,“ segir Trausti sem telur hins vegar
æðu til þess að efla fræðilega umfjöllun
leiklist í landinu.
þeirri viðleitni telur hann affarasælast að
a til rótanna, að treysta þær og rækta.
nn vitnar til orða Grotowskys um að við
num geta fært listina inn í hátækniöldina
þess að missa sjónar á grundvallargildum
nnar og tilgangi með því að þekkja og
rðveita rætur hennar. » 6-7
Tilefnislausar
yppasýning-
ar ekki list
eilt um hlandgjörning og
iklistina í landinu
Ísland er mikilvægt sögusvið í
nýrri skáldsögu bandaríska rithöf
undarins Thomasar Pynchons,
Against the Day. Annar hluti bók
arinnar gerist að hluta til á Ísa-
firði en aðallega í höfuðborginni.
Ljóst er af skrifum Pynchons að
hann hefur kynnt sér staðhætti v
ásamt sögu landsins. Hjá Rithöf-
undasambandi Íslands hafði þó
ekki frést af komu hans hingað.
Í grein Björns Þórs Vilhjálms-
sonar bókmenntagagnrýnanda
segir að Pynchon fari mikinn í um
fjöllun sinni um Ísland sem hann
segir hafa verið numið af vík-
ingum á flótta undan norsku ofrík
en sé byggt í samtímanum af þjóð
sem lifi í nánu samneyti við huldu
fólk.
Norræn goðafræði vekur sér-
stakan áhuga Pynchons, ekki síst
hið sögufræga ginnungagap en þv
lýsir Pynchon meðal annars sem
svartholi þaðan sem ljós eigi sér
engrar undankomu auðið.
Annar hluti bókarinnar, af
fimm, heitir „Iceland Spar“, sem
er litlaus tegund af kristölluðu
kalsíti sem landið er ríkt af og er
eftirsótt í sögunni. » 2 og 11
Pynchon
um Ísland
Against the Day Pynchon fer mik
inn í umfjöllun sinni um Ísland.
Ég var að ræða um hugarástand sem aðmínu mati er andbókmenntalegt,“ segirEinar Már Guðmundsson rithöfundur í
sbók í dag en hann svarar skrifum Ástráðs
steinssonar prófessors í seinasta blaði.
Upphaf skrifa þeirra er viðtal við Einar Má í
éttablaðinu fyrir jól þar sem hann hélt því
m að Ástráður hefði gert atlögu að sér sem
höfundi og hann sé annar tveggja andlegra
verið fram í umræddu viðtali. „Þess í stað reynir
hann að sálgreina mig, mótlætisþörf mína,“ en
þar beiti Ástráður „vasabókarsálfræði af ódýr-
ari gerðinni“.
Einar Már segist ekki kvarta yfir viðtökum
við verkum sínum í viðtalinu, enda væri það út í
hött. Hann sé að ræða andbókmenntalegt hug-
arástand, „til dæmis að það sé röksemd gegn
sögu hvar hún gerist og ef því er að skipta um
dóm í Morgunblaðinu um nýjustu skáldsögu
sína Bítlaávarpið sem hafi orðið „uppspretta
allsherjar fagnaðarláta“ á vef bókaforlagsins
Bjarts, síðum Fréttablaðsins og DV. „Þarna er
það sem menn kalla tossabandalagið að verki o
þegar ég tala um Ástráð og Helgu sem andlega
arkitekta „þeirrar múgsefjunar sem stundum
er kallað tossabandalagið“ á ég nákvæmlega vi
þetta hliðstæðuna á milli síðdegisblaðamental
Andbókmenntalegt hugarástand
laugardagur 13. 1. 2007
íþróttir mbl.is
! "#$%"$$&
ALLT Á FULLU
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR
12.45 Watford-Liverpool
15.00 Man Utd-Aston Villa
15.00 Chelsea-Wigan S2
15.00 West Ham-Fulham S3
15.00 Bolton-Man City S4
15.00 Charlton-Middlesbrough S5
17.15 Blackburn-Arsenal
19.30 Torino-Inter Milan
Í BEINNI Á SKJÁSPORTI UM HELGINA
enski boltinn
korar Heiðar Helguson fyrir stjórnarmenn KSÍ? >> 2
RONALDO SÁ BESTI
PAUL SCHOLES SEGIR AÐ RONALDO SÉ BESTI
KNATTSPYRNUMAÐUR HEIMS UM ÞESSAR MUNDIR >> 2
Í fyrradag sakaði Mourinho forráða-
menn Chelsea um að styðja ekki við
bakið á sér með því að láta fé af hendi
rakna til leikmannakaupa nú í janúar.
„Ég hef sett saman lista með nöfnum
leikmanna sem ég vil fá í þessum
mánuði. Því miður kemur enginn
þeirra til okkar núna. Það er ekki
ákvörðun mín heldur stjórnenda fé-
lagsins að þannig sé í pottinn búið,“
sagði Mourinho og greinilegt virðist
að heldur er farið að kólna á milli
hans og Abramovich sem hingað til
hefur ekki verið spar á peninga til
leikmannakaupa. Þykir þetta renna
frekari stoðum undir þær kenningar
að starfsdögum Portúgalans á Stam-
ford Bridge fari fækkandi hver sem
uppskeran verður í lok keppnistíma-
bilsins.
Leitar að húsnæði í Mílanó
Cesar Peixoto, sem lék undir
stjórn Mourinho hjá Porto en leikur
nú með Espanyol, segir í viðtali við
fjölmiðla í Barcelona í gær að Mour-
inho sé að leita að húsnæði í Mílanó
en Mourinho hefur sterklega verið
orðaður við Inter Mílanó og eins Real
Madríd Spáni.
Enskir fjölmiðlar, sem eyddu
miklu plássi í umfjöllun um Chelsea
og Mourinho í gær, segja að Portú-
galinn sé afar ósáttur við hversu
miklu Frank Arnesen er farinn að
ráða, en Arnesen, sem er titlaður yf-
irmaður knattspyrnumála hjá félag-
inu, gekk manna lengst fram í að selja
William Gallas til Arsenal í septem-
ber sem féll Mourinho afar illa í geð.
Þrátt fyrir að Mourinho láti oft
vaða á súðum í viðtölum við breska
fjölmiðla vill hann opinberlega ekkert
gefa út á hvort dagar hans hjá
Chelsea séu brátt taldir. „Staða mín
hjá félaginu skiptir ekki meginmáli
um þessar mundir. Það sem öllu máli
skiptir er hvernig Chelsea vegnar á
knattspyrnuvellinum á næstu vikum
og mánuðum,“ sagði Joes Mourinho,
knattspyrnustjóri Chelsea.
Eru dagar Jose
Mourinho á Stam-
ford Bridge taldir?
Er ósáttur við að fá ekki peninga til leikmannakaupa
Reuters
áttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þungur á brún.
FORRÁÐAMENN Chelsea neita að
tjá sig um ummæli sem höfð eru eftir
knattspyrnustjóranum Jose Mour-
inho í bresku blöðunum í gær. Í þeim
er greint frá því að Mourinho hafi
tjáð nánum vini sínum að hann ætli
að hætta hjá Chelsea eftir tímabilið.
Fjölmiðlar greindu frá því á dög-
unum að ósætti væri á milli Mour-
inho og eigandans Romans Abramo-
vich og einnig framkvæmdastjórans
Peters Kenyon og gerðu fjölmiðlar
því skóna að Portúgalinn myndi yf-
irgefa Englandsmeistarana í sumar
og Hollendingurinn Guus Hiddink
landsliðsþjálfari Rússa tæki við
starfi hans.
Gegn álveri Um áttatíu manns mættu á kynningarfund Sólar á Suðurnesjum og sáu m.a. Ómar Ragnarsson sýna
myndskeið þar sem sjá má spjöll sem orðið hafa á náttúrunni vegna jarðhitarannsókna á Trölladyngjusvæðinu.