Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elínborg Mar-grét Jónsdóttir fæddist á Más- stöðum í Vatnsdal 30. júní 1921. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi 7. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Kristmundur Jónsson, f. 1867, d. 1947 og Halldóra Gestsdóttir, f. 1890, d. 1977. Hálfsystur Elínborgar sam- feðra voru 1) Þorbjörg, f. 4. jan- úar 1900, d. 1952, gift Halldóri Jónssyni, þau eiga þrjú börn, El- ínborgu Margréti, f. 1920, d. 1999, Hannes, f. 1921 og Guðrúnu Jón- ínu, f. 1935, 2) Guðrún, f. 25. nóv- ember 1900, d. 1995, gift Pálma Zophoniassyni, þau eiga þrjá syni, Jón, f. 1930, Zophonias, f. 1931 og Ellert, f. 1938 og 3) Oddný, f. 1902, d. 1989. Uppeld- isbróðir Elínborgar var Þorsteinn Guð- mundsson, f. 1926, d. 1996, kvæntur Fjólu Steinþórs- dóttur. Þorsteinn átti þrjú börn, Huldu, f. 1946, Ragnar, f. 1951 og Halldór Gunnar, f. 1954, d. 1969. Elínborg ólst upp í foreldrahúsum á Másstöðum. Um 1950 flutti hún til Skagastrandar og bjó þar til dauðadags. Hún var kennari við Höfðaskóla á Skagströnd frá 1945–1995. Útför Elínborgar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég eignaðist stóran hlut í Ebbu við það að vera fyrsta barn Þor- steins, uppeldisbróður hennar. Breytti engu þó ég ælist ekki upp með honum, þessi prinsessa var hans og að henni skyldi hlúð og fylgst með uppvexti hennar. Í bernsku minni fóru samskipti mest fram með bréfaskriftum, fylgdi því mikil eftirvænting að fá bréf að norð- an og voru þau auðþekkt vegna fág- aðrar rithandar Ebbu. Sjaldan brást að ég fengi gjöf og símhringingu á afmælisdegi mínum, oftast var það bók, enda var Ebba bókhneigð. Vegna fjarlægðar hafði ég ekki hitt Ebbu og Halldóru móður hennar oft en um fermingu skyldi bætt úr því, buðu þær mér að dvelja hjá þeim í nokkra mánuði veturinn þar á eftir. Illa gat sveitastelpan, sem hafði alist upp í stórum systkinahópi við ærsl og störf, sætt sig við dvölina á Skagaströnd. Þótti nokkuð stífar umgengnis- og útivistarreglur og sótti ég í að fylgja gömlum manni í fjárhúskofa sem þar var nálægt, taldi þeim trú um að hann þyrfti á hjálp að halda. Veitti þetta mér meira frelsi en seta við vefinn, org- elið eða skriftir og lestur. Ég veit Ebba mín, að þetta var vel meint og það var lúpulegt stelpuskott sem fékk leyfi til heimferðar eftir ör- stutta dvöl en aldrei létuð þið á ykk- ur finna að ég hefði brugðist ykkur og hélduð uppteknum hætti við að hvetja mig og styðja. Umhyggja Ebbu yfir velferð minni færðist svo yfir á dætur okkar, sama með barna- börnin, þar var fylgst vel með og var henni umhugað að öllum liði vel og hvergi væri ósætti. Ebba var mikill náttúruunnandi og dýravinur. Var gaman að fara með henni inn að Má- stöðum og hlusta á hana lýsa þeim gróðri sem þær höfðu ræktað. Fuglasöngurinn var henni kær enda alinn upp við Flóðið þar sem allt yð- ar af fuglalífi. Margar ánægjustund- irnar átti hún með okkur í Eilífsdal, gengum við oft í kringum tjörnina og kom fyrir að hún fleygði sér í grasið bara til þess eins að hlusta á náttúr- una eins og hún orðaði það. Ebba naut þess að ferðast og hafði komið víða en einn var sá staður sem hana langaði að koma til, austur á hérað, þangað fórum við haustið 2005. Sölvi frændi tók á móti okkur, ferðaðist með okkur og fræddi en við nutum. Það voru forréttindi að fá að fara þessa ferð sem mátti ekki vera seinna farin því Sölvi dó í vor. Ég minnist þess í sumar þegar við Heiða komum og settum saman bekkinn sem átti að veita þér ánægjustundir við að geta setið úti og horft yfir sjóinn. Hvað við hlógum að klaufaskap okkar, en manstu, við sátum allar í honum, þá var nú gam- an. Vonandi fá vinir þínir á Sæborg að njóta hans á góðviðrisdögum. Það var sárt að horfa upp á hvernig veik- indi þín skertu vitund þína.Sá tími sem þú dvaldir á Sæborg, innan um allt það góða fólk sem þú þekktir svo vel, en skynjaðir ekki, var stuttur og dvölin á sjúkrahúsinu á Blönduósi þér óraunveruleg. Hvíldin var kærkomin. Þakkir færi ég þeim sem önnuðust þig af kærleika og nærgætni á kveðju- stundu, Ebba mín. Ég þakka fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni og varðveiti minningu þína í hjarta mér. Hulda. Hún Elínborg, sem ég kallaði æv- inlega Ebbu frænku, er látin. Hún lést eftir stutta sjúkrahúsdvöl á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Elínborg var fædd og uppalin á Másstöðum í Vatnsdal í A-Húna- vatnssýslu. Hvergi kunni hún betur við sig eða leið betur en á Másstöð- um. Hún var alin upp í ást á landinu og náttúrunni og Másstaðir voru hennar líf og yndi. Óvíða er náttúran fallegri en á Másstöðum. Fjallið bratt og skriðurunnið og Flóðið og hólmarnir fullir af lífi. Þetta var draumalandið hennar Ebbu. Másstaðir voru menningarheimili þar sem mikið var um bóklestur og gömul og góð lífsgildi voru í háveg- um höfð. Rækt var lögð við að kenna börnunum vísur og annan þjóðlegan fróðleik um leið og þau voru virkir þátttakendur í daglegu amstri. Elínborg var alla sín tíð afar fróð- leiksfús og kunni sérstaklega góð skil á þjóðlegum fróðleik og náttúru- fræði. Hvergi unni hún sér betur en í náttúruskoðun í fjallinu fyrir ofan Másstaði eða hlustandi á fagran fuglasöng á bökkum Flóðsins. Ég var svo heppinn sem ungur drengur að vera í allmörg sumur í sveit hjá Ebbu á Másstöðum og fá að njóta þekkingar hennar á náttúru og stað- háttum á þessum fallega stað. Það uppeldi verður seint fullþakkað. Ebba hafði unun að kveðskap og las alla tíð mikið af ljóðum og ótrú- legt var hvað hún kunni og gat farið með af lausavísum og öðrum skáld- skap þótt árin færðust yfir og dag- legu minni hennar hrakaði. Öll sín fullorðinsár hafði hún gríðarlegan áhuga á ættfræði og var það hennar helsta áhugamál. Upp úr tvítugu fór Elínborg í Kennaraskólann og kenndi fyrsta kennsluárið sitt við Barnaskólann á Eyrarbakka. Næsta skólaár var hún ráðin í farkennslu í Vestur-Húna- vatnssýslu og 1945 hóf hún kennslu- störf við Höfðaskóla á Skagaströnd. Hún starfaði við Höfðaskóla í 50 ár og lét af störfum 1995. Árið 1947 lést Jón Kristmundur, faðir Elínborgar og þær mæðgur fluttu þá búferlum og byggðu sér hús á Skagaströnd. Fram til 1961 dvöldust þær á sumrin á Másstöð- um. Másstaðir hafa verið í eyði um árabil. Elínborg reisti sér lítið sum- arhús á Másstöðum sem hún kom oft í á síðari árum. Kennsla er skemmtilegt og gef- andi starf sem krefst mikillar þol- inmæði og þrautseigju. Elínborg hafði alla tíð mikinn áhuga á kennslu og uppeldi og trúði alla tíð á að menntun æskunnar væri undirstaða farsældar þjóðarinnar. Í 50 ár gekk hún til kennslu sinnar á Skagaströnd hvern dag með þá von í brjóst að með starfi sínu væri hún að leggja sitt af mörkum til að sérhver nem- andi hennar fengi þá grunnmenntun sem byggja mætti á. Elínborg hafði trú á fólki, var mik- ill mannvinur sem ekkert aumt mátti sjá. Hún var hjartahlý og hjálpleg við alla sem til hennar leituðu. Elsku Ebba, ég vil við leiðarlok færa þér hjartans þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu og þá sérstaklega vil ég þakka þér fyrir sumrin mín á Másstöðum, sem munu alltaf verða mér minnisstæð. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu Ebbu frænku minnar. Ragnar Þorsteinsson. Elínborg var kennari við Höfð- askóla á Skagaströnd nánast allan sinn starfsferil. Þar kynntumst við henni, fyrst sem kennara okkar í barnaskóla og síðar sem samkenn- ara og vinnufélaga. Á hálfrar aldar starfsævi kenndi hún hverri kyn- slóðinni á fætur annarri og þeir sem nutu tilsagnar hennar fyrst gátu ver- ið orðnir afar og ömmur þeirra sem síðastir komu. Elínborg giftist ekki eða eignaðist börn en hélt lengst af heimili með móður sinni. Heimili þeirra var ávallt opið börnum sem áttu erfitt með nám og iðulega tók hún að sér sérkennslu í sínum eigin tíma og án nokkurs endurgjalds. Elínborg var víðlesin og alls staðar vel heima enda minnið óbrigðult en fyrst og fremst var hún kennari af lífi og sál sem ekki mátti vamm sitt vita. Hún bar umhyggju fyrir nemendum sínum og setti oft velferð þeirra og hamingju framar eigin þörfum. Hún var kenn- ari af gamla skólanum í jákvæðustu merkingu þess orðs en fylgdist samt með nýjungum í kennslu- og uppeld- ismálum og tileinkaði sér það sem hún taldi til bóta. Var hún óþreyt- andi að taka upp umræður um skóla- mál á kennarastofunni. Rökræðurn- ar gátu orðið heitar en aldrei bitnaði skoðanaágreiningurinn á nokkrum manni. Þrátt fyrir að hafa sterka pólitíska sannfæringu og vel rökstuddar skoð- anir á flestum málum lagði hún ekki illt til nokkurs manns. Hún lét þó vandlætingu sína gjarnan í ljós á því sem hún taldi ósiðlegt eða ómann- úðlegt en gerði það á almennum nót- um og festi það ekki við persónur. Þegar slíkt bar á góma var hún oft brúnaþung og talaði af nokkrum hita svo öllum var ljóst að það var af hjartans einlægni sagt. Segja má að ættfræði hafi verið ástríða Elínborgar í lífinu. Ef ein- hvern vantaði að vita um skyldleika manna eða ættir var nóg að tala við hana. Þá sjaldan hún var ekki viss tók hún sér gjarnan smáfrest til að kanna málið og kom síðan með svar- ið daginn eftir. Þá þurfti ekki að gá að því meir því ekkert var henni jafn illa við og ónákvæmni eða hálfsann- leik í sambandi við ættfræðina. En Elínborgu nægði ekki að hafa ættfræðina sem tómstundagaman heldur stóð hún fremst í flokki við útgáfu bókanna Ættir Austur-Hún- vetninga. Þótt útgáfan væri á ábyrgð og í nafni Sögufélags Húnvetninga er ekki á neinn hallað þótt hennar sé getið sem helsta drifkrafts í efnis- öflun og útgáfu. Lagði hún þar fram ómældan tíma, þekkingu og jafnvel fjárhagslegan stuðning til að af út- gáfunni gæti orðið. Með Elínborgu Jónsdóttur er gengin vönduð sæmdarkona sem hafði áhrif á lífsviðhorf okkar eins og svo margra annarra. Hún var eft- irminnilegur persónuleiki sem við erum þakklátir fyrir að hafa notið samvista við. Aðstandendum Elínborgar send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Ingibergur Guðmundsson, Magnús B. Jónsson, Ólafur Bernódusson. Undir fríðum og tignum fjöllum Vatnsdalsins fæddist Elínborg Jóns- dóttir. Hún hleypti ung heimdrag- anum og kom norður, ekki bara með kennaraprófið sitt heldur einnig kennslureynslu frá einum elsta skóla landsins, á Eyrarbakka. Þar kenndi Elínborg einn vetur og hittist svo á að þar voru meðal nemenda hennar Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri og Jón Ingi Sigurmundsson söng- stjóri. Elínborg var ekki orðin hálfþrítug þegar hún hóf kennslu á Skaga- strönd 1945 og kenndi þar æ síðan. Hús sitt reisti hún þar og nefndi Röðulfell, nafn sem kallaðist nett- lega á við Spákonufell, stórbýlið forna við rætur fjallsins, sem rís yfir Húnaflóann sjálfan, byggðir Skag- ans og fiskiþorpið á Skagaströnd. Elínborg var einbirni móður sinn- ar en átti þrjár hálfsystur frá fyrra hjónabandi föður síns og Þorstein fóstbróður sinn minntist hún oft á. Halldóra móðir hennar hélt heimili með dóttur sinni á Skagaströnd og fyrst kom ég á heimili mæðgnanna í fylgd kennarans Þorbjargar Berg- þórsdóttur á Blönduósi og manns hennar Jónasar Tryggvasonar. Ég var ekill þeirra góðu hjóna, varð því kvöldgestur mæðgnanna í Röðulfelli og þannig hófust kynni okkar Elín- borgar fyrir meira en aldarfjórð- ungi. Svo liðu einhver ár og haustið 1980 varð ég tónlistarkennari á Skagaströnd í eitt ár undir þaki og í skjóli Elínborgar. Þetta ár kynntist ég fórnfúsu starfi kennarans og upp- alandans Elínborgar sem fór klukk- an átta niður í skóla að kenna og starfaði með einum eða öðrum hætti við fræðslu- og menningarstörf það sem eftir lifði dags. Nýir kennarar á staðnum áttu vís kvöld- eða síðdeg- isboð hjá Elínborgu, seinfærir nem- endur komu heim í Röðulfell eftir skóla að stauta nokkra stafi til við- bótar þeim sem lesnir voru á skóla- bekknum og smökkuðu í leiðinni smákökur Elínborgar. Sagnir, bækur, höfundar, kennar- ar, fjöll og blámi Flóans, þessi gátu verið viðfangsefni í samtölum þess- arar traustu, hæglátu og trúföstu konu. Hún var maður róttækra skoð- ana og hvikaði lítt frá þeim. Hún naut þess þegar upp hófst skemmti- tal og hafði af ýmsu að miðla þegar rifjuð voru upp forn minni. Útsýni frá litla eldhúsglugganum á efri hæðinni var fagurt og frá þeim sjónarhóli spratt mörg umræðan sem teygðist m.k. yfir á Strandafjöll- in. Handan þeirra lá Dýrafjörðurinn þar sem móðir hennar var uppfædd. Héraðssagan naut þrautseigju og þekkingar Elínborgar þegar hún kom áleiðis útgáfu á austur-hún- vetnskum ættum í fjórum glæsileg- um bindum. Hún var formaður sögu- félagsins um árabil. Hún vandaði málfar sitt, gætti þess að ganga á einskis hlut og skipaði vel sæti sitt í samfélagi Húnvetninga. Um slíka konu geymast aðeins góðar minning- ar. Ingi Heiðmar Jónsson. Kveðja frá Höfðaskóla Með þessum fáu línum vil ég þakka Elínborgu Jónsdóttur óeigin- gjarnt starf hennar við Höfðaskóla í áratugi. Framlag hennar lagði að mörgu leyti grunninn að því starfi sem unnið er við skólann um þessar mundir. Aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Hildur Ingólfsdóttir skólastjóri. Elínborg Margrét Jónsdóttir ✝ Sigurður Frið-geir Helgason fæddist í Súðavík 20. nóvember 1917. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 8. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Jón Jónsson verkamaður og skáld í Súðavík, f. 23. júní 1880, d. 21. febrúar 1959 og Pálína Sigurð- ardóttir verkakona og húsmóðir þar, f. 23. september 1889, d. 6. september 1967. Systk- ini Sigurðar eru: Símon, f. 28. apr- Rannveig Benediktsdóttir. Börn Sigurðar og Sesselju eru: 1) Frið- rik, f. 30. maí 1945, maki Sigríður María Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Helga Kristín, Gunnar Hólm og Sigurður Friðgeir. 2) Rannveig Þuríður, f. 28. september 1947, maki Hólmgeir Hreggviðsson. Dætur þeirra eru Sigrún, Bára og Hrafnhildur. 3) Páll Helgi f. 28. október 1957, d. 3. júní 1960. 4) Pálína, f. 10. maí 1961, maki Guðni Geirsson. Börn þeirra eru Geir, Garðar og Helga. Sigurður ólst upp í Súðavík, gekk þar í skóla og sótti sjóinn frá fermingaraldri. Lauk svo vél- stjóraprófi frá Ísafirði 1944 og stundaði sjómennsku bæði hjá öðr- um og á sínum eigin bátum, þar til hann slasaðist við þau störf og varð að hætta. Eftir það vann hann á Vörubílastöðinni. Sigurður verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. íl 1909, d. 16. febrúar 1988, Soffía, f. 28. nóvember 1910, d. 2. janúar 1986, Snorri, f. 1912, d. 1914, Frið- rikka, f. 1913, d. 1914, Friðrik, f. 1915, d. 1942, Guðmunda, f. 15. jan. 1921, Anna, f. 29. ágúst 1929, d. 15 júlí 2001 og Heið- rún, f. 7. maí 1931, d. 24 júní 1997. Hinn 28. maí 1944 gekk Sigurður að eiga Sesselju Olgeirs- dóttur, f. 16. janúar 1922, d. 21. janúar 2006. Foreldrar hennar voru Olgeir Gunnar Jónsson og Elsku pabbi, það kom margt upp í hugann þegar við fjölskyldan sett- umst niður til að rifja upp minn- ingar um þig og ekki annað hægt en að hugsa til baka með bros á vör. Þú fylgdist alltaf vel með því sem við vorum að gera og studdir okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var gott að treysta á þig og fá upplýsingar um nánast hvað sem var, því að þú varst með mikið af upplýsingum á hreinu. Við gátum alltaf treyst á þig þegar við vorum að ferðast, um upplýsingar um færð og veður. Þú varst hrein- skilinn, ákveðinn og með þín mál á hreinu eins og endurspeglaðist í verkum þínum í gegnum lífið en einnig gastu komið fólki oft á óvart með stríðni og beinskeyttri kímni- gáfu. Þegar þú starfaðir sem vélstjóri var umtalað hvað það var alltaf snyrtilegt í kringum þig, en snyrti- mennska einkenndi þig, hvort sem það var vélarrúmið, bíllinn eða aðrir hlutir í kringum þig. Þú hefðir orðið níræður á þessu ári og þú varst mjög skýr fram á síðasta dag, reiknaðir í huganum eins og þú gerðir svo vel á yngri ár- um. Þrátt fyrir háan aldur var hægt að ræða við þig um heims- og þjóð- málin, en pólitík var eitt af því sem þér þótti skemmtilegt að ræða og hafðir þú ákveðnar skoðanir á þeim málum. Þú hafðir oft kveikt á sjón- varpinu, fylgdist vel með Schumac- her í formúlunni og Liverpool í bolt- anum en þrátt fyrir að rauði liturinn hefði einkennt þig í íþróttum þá var það sterkur blár litur sem ein- kenndi þig í pólitíkinni. Minningarnar um þig munu ávallt lifa í hugum fjölskyldu þinnar. Þinn sonur Friðrik, tengdadóttir, barna- börn og barnabarnabörn. Sigurður Friðgeir Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.