Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 29
Skráning hefst kl. 8.30.
FYRIR HÁDEGI
9.00 Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra
Ávarp
9.15 Jón Kristinsson
arkitekt, Hollandi
Horft til framtíðar í
hönnun íbúðarhúsnæðis
10.00 Bjarni Reynarsson
skipulagsfræðingur
Hvernig vilja
Reykvíkingar búa?
10.20 Kaffihlé
10.40 Salvör Jónsdóttir
skipulagsfræðingur, Alta
Hverjir stjórna
uppbyggingunni?
11.00 Steindór Guðmundsson
verkfræðingur
Góð hjóðvist – meiri lífsgæði
11.20 Magnús Jónsson
veðurfræðingur
Hönnun húsa og veðurfarsáhrif
11.40 Sigurður Helgi Guðjónsson
hrl. formaður Húseigendafélagsins
Þak eins er annars gólf
12.00 Matarhlé
EFTIR HÁDEGI
13.00 Ola Nylander
arkitekt, Svíþjóð
Huglæg gæði í
hönnun íbúða
13.40 Pétur H. Ármannsson
arkitekt
Blokkin –
barn síns tíma?
14.00 Hermann Georg
Gunnlaugsson
landslagsarkitekt
Fjölbýlishúsalóðin –
einskis manns land?
14.20 Hugleiðing
Andri Snær Magnason
rithöfundur
14.40 Kaffihlé
15.00 Pallborðsumræður
Umræðustjóri:
Jóhannes Þórðarson
Arkitektafélags Íslands,
Byggingafræðingafélags Íslands,
Félags íslenskra landslagsarkitekta,
Skipulagsfræðingafélags Íslands,
Tæknifræðingafélags íslands og
Verkfræðingafélag Íslands
í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavíkurborgar og Umhverfisráðuneytið.
FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR 2007
Stjórnandi málþings:
Hákon Ólafsson
forstjóri
Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins.
Stjórnandi pallborðs:
Jóhannes Þórðarson
deildarforseti
Hönnunar- og
arkitektúrdeildar LHÍ.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
formaður skipulagsráðs
Reykjavíkur
Guðmundur Oddur Víðisson
framkvæmdastjóri Þyrpingar
Brynjar Harðarson
viðskiptafræðingur,
verkefnastjóri Hanza hópsins
Árni Ólafsson
arkitekt, Teiknistofa arkitekta,
Gylfi Guðjónsson og félagar ehf
Magnús Sædal Svavarsson
byggingafulltrúi Reykjavíkur
Ásgeir Jónsson
hagfræðingur,
forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings
MÁLÞING Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK
HÖNNUN ÍBÚÐA OG SKIPULAG BYGGÐAR MEÐ TILLITI TIL LÍFSGÆÐA
FJÖLBÝLI TIL FRAMTÍÐAR
Þátttökugjald: 5.000 fyrir félagsmenn, 7000 fyrir aðra.
Kaffiveitingar og hádegisverður eru innifalin.
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
Skógarhjalli
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
Nánari upplýsingar veitir
Magnús í 865 2310.
284,2 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 32 fm bílskúr. Sér 2ja
herbergja íbúð á jarðhæð. Glæsileg ca 100 fm verönd með skjól-
vegg og heitum potti til suðurs. Á efri hæð er forstofa, tvö svefn-
herbergi, baðherbergi, stofur og eldhús. Á neðri hæð er sjón-
varpshol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, saunaklefa og þvotta-
hús. 8048. V. 68,0.
UNDANFARIÐ hafa búsetumál
aldraðra verið í brennidepli og er
það vel. Sá hópur sem vill gleymast
í umræðunni um búsetumál er fólk
á aldrinum 18–67 ára sem haldið er
alvarlegum langvinnum sjúkdóm-
um, eða hefur hlotið alvarlega
áverka vegna slysa. Skylda sam-
félagsins er að sjá ein-
staklingum sem til-
heyra þessum hópi
fyrir hentugu búsetu-
úrræði í samráði við
þá sjálfa.
Leiguíbúðir Ör-
yrkjabandalags Ís-
lands og SEM
Sú jákvæða þróun
hefur átt sér stað á
undanförnum árum að
fólk sem er fatlað og
þarf mikla þjónustu
hefur getað búið leng-
ur heima en áður. Í fjölbýlishúsum
(leiguíbúðum) ÖÍ og SEM (Sam-
taka endurhæfðra mænuskaddaðra)
við Sléttuveg fær fólk þjónustu frá
heimahjúkrun og félagsþjónust-
unni. Jafnframt fæst þjónusta frá
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra.
Þannig hafa einstaklingarnir getað
hringt eftir þjónustu þar sem
starfsmenn eru á vakt á staðnum, í
stað þess að hafa stöðuga viðveru
þjónustufólks hjá sér.
Langur biðlisti
Sá hængur er á að ekki hafa allir
aðgang að þessum leiguíbúðum, og
oftast er langur biðlisti eftir þeim.
Leiguíbúðir SEM eru fyrir fólk
sem hefur lent í alvarlegum slys-
um.
Aðeins þeir öryrkjar sem eiga
eignir eða fjármagn 2.711.000 kr.
eða minna geta sótt um leiguíbúðir
hjá ÖÍ, sem eru byggðar fyrir fólk
sem er líkamlega fatlað og kemst
oft ekki um nema í hjólastól. Dæmi
eru um að fólk hafi þurft að fara á
hjúkrunarstofnun, þar sem það átti
ekki kost á þessu búsetufyr-
irkomulagi vegna of hárra tekna.
Áðurnefndar íbúðir henta mörgum
vel og fólk getur hald-
ið lengur heimili en
ella. Um getur verið
að ræða ungt fólk með
börn.
Hvíldarpláss
Tryggja þarf þess-
um einstaklingum sem
búa heima aðgang að
hvíldarplássi (skamm-
tímaplássi), en ein-
göngu eru í boði 2
hvíldarpláss (Sjálfs-
bjargarheimilið) á höf-
uðborgarsvæðinu sem
eru allt of fá pláss til að fullnægja
þörfinni. Dæmi eru um að fólk hafi
orðið að fara út á landsbyggðina í
hvíldarpláss þar sem þau áð-
urnefndu 2 voru upptekin. Hvíld-
arpláss geta lengt dvölina heima og
eru oft nauðsynleg t.d. ef fólk er í
dagvist sem lokar ákveðið tímabil
yfir sumartímann og þarf þá að
brúa ákveðið tímabil. Makar eða
aðstandendur geta beinlínis gefist
upp ef þeir fá ekki tækifæri til að
hvílast, því eru hvíldarpláss mjög
mikilvægt úrræði. Flestir makar
eða aðstandendur stunda fulla
vinnu auk þessarar umönnunar. Að
sjálfsögðu þarf að huga vel að ein-
staklingum sem dvelja í hvíld-
arplássi og bjóða upp á góða dag-
skrá svo þeim líki dvölin.
Hvað er til ráða?
Brýnt er að taka á þessum mál-
um sem allra fyrst og vinna áætlun
í samráði við notendurna sjálfa sem
eru í þörf fyrir búsetuúrræði. Gera
þarf úttekt á hve margir ein-
staklingar bíða eftir búsetuúrræð-
um og kanna hvaða skoðanir not-
endurnir hafa um æskilegt
búsetuform. Nauðsynlegt er að
marka stefnu fyrir framtíðina í bú-
setumálum þessa hóps og bjóða
upp á fjölbreytni á borð við sam-
býli, stoðbýli, leiguíbúðir og rúm-
góðar, heimilislegar hjúkr-
unardeildir. Stofnun
aðstandendafélags fyrir þennan
hóp væri gagnlegt úrræði. Þessa
einstaklinga vantar góða málsvara
sem geta haft áhrif á að tekið verði
af festu á þessum málaflokki og
honum fylgt eftir. Mikilvægt er að
ákvörðun um ásættanlega áætlun í
búsetumálum verði tekin og henni
hrint í framkvæmd sem fyrst. Ég
skora á Siv Friðleifsdóttur heil-
brigðisráðherra að kanna málið og
skýra frá áformum um búsetumál
þessa hóps hið fyrsta.
Gleymdi hópurinn
Margrét Sigurðardóttir fjallar
um búsetuúrræði þeirra sem
haldnir eru alvarlegum lang-
vinnum sjúkdómum
»Mikilvægt er aðákvörðun um ásætt-
anlega áætlun í búsetu-
málum verði tekin og
henni hrint í fram-
kvæmd sem fyrst.
Margrét Sigurðardóttir
Höfundur er félagsráðgjafi hjá Land-
spítala á Grensási, MS-félagi Íslands
og Dagvist MS-félags Íslands.
FLESTUM ætti að vera kunnugt
að álfyrirtækin áforma umtalsverða
uppbyggingu á suð-
vesturhorni landsins.
Til þess að áætlanir
þeirra geti gengið eftir
þarf gríðarlegt viðbót-
armagn af raforku.
Áform um álver í
Helguvík og stækkun í
Straumsvík kalla á 8,2
TWst af raforku á ári
en til viðmiðunar má
benda á að heildar raf-
orkunotkun á Íslandi í
dag er um 8,6 TWst á
ári. Þá er ótalin orku-
þörf hugsanlegs álvers
í Þorlákshöfn og rétt er
að halda því til haga að
einnig eru uppi áform
um álver á Húsavík
sem myndi þurfa um
3,8 TWst.
Orkuþörf stóriðjuá-
forma á suðvest-
urhorninu samsvarar
fjórum nýjum vatnsaflsvirkjunum í
Þjórsá, frá Búðarhálsi að Urriðafossi,
og fimm til sjö nýjum jarðvarma-
virkjunum á svæðinu frá Hengli og út
á Reykjanes. Þrátt fyrir að ramma-
áætlun um verndun og nýtingu jarð-
varma sé enn ólokið er horft til há-
hitasvæða eins og Seltúns og
Austurengja í Krýsuvík, Trölla-
dyngjusvæðisins austan Keilis. Einn-
ig hefur verið horft til orkuöflunar í
Brennisteinsfjöllum en nýlega lýsti
Hitaveita Suðurnesja vilja sínum til
þess að afturkalla umsókn sína um
rannsóknarleyfi þar. Brennisteins-
fjöllum er þó ekki borgið því Orku-
veita Reykjavíkur og Landsvirkjun
horfa enn til orkuöflunar þar. Það
segir sig sjálft að þessi orkuöflun
myndi valda stórkostlegu raski og
fjölmargar háspennulínur myndu
rísa á svæðum sem í dag eru án slíkra
mannvirkja.
Djúpborun og skynsemi
Djúpborun hefur ver-
ið nokkuð til umræðu á
undanförnum árum en
með henni er ætlunin að
bora dýpra niður á heit-
ara vatn en gert er í dag.
Nái djúpborunin fram
að ganga gæti orku-
vinnslugeta starfandi
jarðvarmavirkjana e.t.v.
fimmfaldast. Þannig
mætti eftir atvikum
auka orkuvinnslu starf-
andi jarðvarmavirkjana
á suðvesturhorninu um
10 TWst eða svo án þess
að virkja á nýjum svæð-
um með tilheyrandi um-
hverfisspjöllum, uppi-
stöðulónum og nýjum
línuleiðum. Til þess að
svo megi verða þurfa
orkufyrirtækin, ál-
framleiðendur og yf-
irvöld til lands og sveita
þó að gæta hófs og sýna biðlund.
Ef marka má ummæli Júlíusar
Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suð-
urnesja, og Guðmundar Ó. Friðleifs-
sonar, verkefnisstjóra djúpbor-
unarverkefnisins, á fréttastöðinni
NFS á síðasta ári má ætla að djúp-
borunarverkefnið kunni að skila af
sér orku eftir 6–15 ár. Ótímabær upp-
bygging stóriðju mun hafa gríðarleg
áhrif á samfélag, umhverfi og náttúru
svæðisins um ókomin ár. Í því sam-
hengi eru nokkur ár ekki langur tími
en biðlund skynseminnar gæti bjarg-
að mörgum af náttúruperlum lands-
manna.
Orkuþörf stóriðju-
áforma og biðlund
skynseminnar
Bergur Sigurðsson fjallar um
orkuþörf, stóriðju og nátt-
úruvernd
Bergur Sigurðsson
» Ótímabæruppbygging
stóriðju mun
hafa gríðarleg
áhrif...
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landverndar.