Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MIKIL eftirvænting ríkti meðal viðstaddra þeg-
ar fyrstu steypunni var rennt í mót í grunni Tón-
listar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn í
Reykjavík við hátíðlega athöfn í gær að við-
stöddu fjölmenni.
Þeir Björgólfur Guðmundsson, stjórn-
arformaður Eignarhaldsfélagsins Portus hf., og
Stefán Þórarinsson, formaður verkefnastjórnar,
stýrðu steypunni í grunn að lyftustokki neðst í
byggingunni. Þeim til aðstoðar voru Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra,
auk aðalverktaka hússins, ÍAV. Framkvæmdir
við húsið hafa til þessa gengið mjög vel.
Morgunblaðið/Golli
Byrjað að steypa grunn Tónlistarhússins
NOKKUR dæmi
eru um að bíleig-
endur sem glatað
hafa bíllyklum
sínum, en verið
með dælulykil frá
Atlantsolíu á
lyklakippu sinni,
hafi endurheimt
lyklana eftir að
finnendur hafi komið þeim til lög-
reglu eða til Atlantsolíu. Þetta segir
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri
Atlantsolíu.
Hann nefnir dæmi um konu sem
var í skartgripaverslun í Smáralind í
ösinni fyrir jólin og varð fyrir því að
bíllyklar hennar lentu í poka annars
viðskiptavinar. Sá fann lyklana þeg-
ar hann tók upp úr pokanum heima-
við, sá að þar var dælulykill frá Atl-
antsolíu og hafði samband við
fyrirtækið. Atlantsolía gat fundið út
úr því hver átti lyklana og varð eig-
andinn afar sæll með að fá þá aftur í
hendur. Hann bætir því við að það
geti oft kostað fólk stórfé að end-
urnýja bíl- og húslykla og því sé fólk
ánægt með að endurheimta lyklana.
Hugi segir að inni í dælulyklinum
sé örgjörvi og inn á hann „er búið að
skjóta dulkóða og númeraseríu en á
henni eru hvorki kennitölur né
kortanúmer. Við lesum svo af dælu-
lyklinum“. Þá sjáist númeraröðin og
þannig sé hægt að hafa uppi á eig-
anda lykilsins.
Lyklar í
leitirnar
vegna
dælulykils
Hvammstangi | Magnús Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra opnaði í gær að
viðstöddu fjölmenni skrifstofu fæð-
ingarorlofssjóðs á Hvammstanga.
Sagði hann við þetta tækifæri að
hin nýlegu lög um fæðingarorlof
hefðu leitt af sér miklar breytingar
í launaréttindum landsmanna.
Þannig væri starfsemin, sem rekin
yrði á Hvammstanga, hluti af ára-
langri jafnréttisbaráttu.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, lýsti mikilli
ánægju með staðsetningu sjóðsins á
Hvammstanga. Minnti hann á að
Vinnumálastofnun væri með starf-
semi á átta stöðum á landinu, starf-
semin tengdist innbyrðis og ynnu
menn saman á mörgum sviðum. El-
ín R. Líndal, oddviti sveitarstjórnar
Húnaþings vestra, flutti árnaðar-
óskir til sjóðsins og ánægju sveit-
arstjórnar yfir staðarvalinu. Sagði
hún ákvörðun ráðherra djarfa en
rökrétta í þeirri stefnu sjórnvalda
að stuðla að fjölgun í opinberum
störfum á landsbyggðinni.
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
TR, sagði fæðingarorlofssjóð hafa
sannað sig. Sjálfur hefði hann á sín-
um tíma tekið þátt í því að leita eft-
ir rétti launafólks til að taka sér
einnar viku leyfi tengt barnsfæð-
ingu.
Leo Örn Þorleifsson, forstöðu-
maður fæðingarorlofssjóðs, kvaðst
fullur bjartsýni og eftirvæntingar
um framtíð sjóðsins. Sagði hann að-
stöðuna, starfsfólkið og viðmót
fólks vera samkvæmt björtustu
vonum. Hann þakkaði öllum sem
áttu þátt í ákvörðun um staðsetn-
ingu og framkvæmd við uppsetn-
ingu aðstöðunnar.
Mikilli ánægju lýst
með staðsetninguna
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Opnun Fæðingarorlofssjóðs Leo Örn Þorleifsson, Magnús Stefánsson og
Gissur Pétursson við opnun Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga í gær.
Fæðingarorlofssjóð-
ur á Hvammstanga
SJÚKRABÍLAR SHS voru kallaðir
út nærri 23 þúsund sinnum á síðasta
ári, samkvæmt ársyfirliti SHS. Er
þetta það mesta frá árinu 2000, eða
frá því að slökkviliðin á höfuðborg-
arsvæðinu voru sameinuð. Oft fara
fleiri en einn bíll í hvert útkall og má
áætla að sjúkrabílar séu kallaðir út í
sjúkraflutninga um 53 sinnum á sól-
arhring allan ársins hring. Er þetta
heldur meira en árið 2005 þegar
heildarfjöldi útkalla var 21.477.
Annasömustu mánuðirnir á ný-
liðnu ári, eins og svo oft áður, voru
janúar og desember. Ástæðu þess
má að einhverju leyti rekja til þess
að margir sjúklingar fá að dvelja
heima yfir jól og áramót hjá ætt-
ingjum og vinum.
Eins og áður eru útköll sjúkrabíla
einkum vegna sjúkdóma og slysa af
öllu tagi, s.s. í umferðinni, heima-
húsum og á opinberum stöðum. Um
er að ræða bæði neyðarflutninga og
flutninga t.d. milli sjúkrastofnana á
höfuðborgarsvæðinu, þegar sjúk-
lingar eru að fara í skoðanir eða
rannsóknir sem og flutninga út á
land til og frá sjúkrastofnunum.
Eldsútköll árið 2006 voru 1.440
talsins og hafa ekki verið fleiri frá
sameiningu slökkviliðanna. Flest út-
köllin voru í maí, eða 185, sem má að
nokkru leyti skýra með miklum
sinueldum á þeim tíma. Í marsmán-
uði var talsvert um sinuelda á Kjal-
arnesi, í Elliðaárdal, Grafarvogi,
Kópavogi, Hafnarfirði og víðar. Þá
má nefna hina gífurlegu sinuelda á
Mýrum sem SHS aðstoðaði við að
slökkva. Urðu eldsútköll 145 talsins í
þessum eina mánuði hjá SHS.
Útköll SHS aldrei fleiri en á árinu 2006
Annir Útköll vegna elda á höfuðborgarsvæðinu voru 1.440 á árinu 2006.
GREINARGERÐ Ríkisendurskoð-
unar um fjármál Byrgisins ses. verð-
ur afhent viðkomandi stjórnvöldum
næstkomandi mánudag, 15. janúar,
að því er fram kemur í frétt frá Rík-
isendurskoðun. Greinargerðin verð-
ur send fjölmiðlum síðar þann sama
dag.
Byrgis-
skýrsla á
mánudag
♦♦♦
OLÍUFÉLAGIÐ ESSO lækkaði
bensínverð í gærmorgun um 1,20
krónur hvern lítra. Eftir lækkunina
var algengasta verð á 95 oktana
bensíni hjá Olíufélaginu 111,50 krón-
ur á lítra í sjálfsafgreiðslu. Skýring
lækkunarinnar var sögð lækkandi
heimsmarkaðsverð í tilkynningu frá
Olíufélaginu. Skeljungur og Olís
fylgdu í kjölfarið með verðlækkun á
bílaeldsneyti. Algengt verð á bens-
ínlítra í sjálfsafgreiðslu var 111,50
krónur hver lítri.
Sjálfsafgreiðslustöðvarnar lækk-
uðu einnig eldsneytisverðið. Á EGO-
stöðvum kostaði bensínlítrinn 110
krónur, hjá Atlantsolíu 109,9 kr. og
algengasta verð hjá ÓB var 109,90
og hjá Orkunni 109,80 kr. lítrinn.
Ódýrast á Akranesi
Þess má geta að dyggum við-
skiptavinum býðst gjarnan aukaaf-
sláttur með notkun tryggðarkorta
og dælulykla. Þá eru ýmis sértilboð í
gangi á einstökum sölustöðum. Á
heimasíðu Félags íslenskra bifreiða-
eigenda kom t.d. fram í gær að ódýr-
asta bensínið fengist hjá ÓB á Akra-
nesi þar sem bensínlítrinn kostaði
104,40 kr. og dísilolíulítrinn kr.
106,40.
Bensínverð
lækkaði
RHnet, Rannsókna- og háskólanet
Íslands, hefur samið við Símann um
100 mb/s samband um Farice.
RHnetið mun þannig tryggja há-
skólum, rannsóknastofnunum og
Landspítalanum fjarskiptasamband
við útlönd á meðan viðgerð stendur
yfir á Cantat-3-sæstrengnum.
Á miðnætti í nótt átti að stöðva
alla umferð um sæstrenginn vegna
viðgerðar en áætlað er að hún taki
allt að tíu daga. RHnetið var ein-
göngu tengt í gegnum Cantat-3.
Samningurinn við Símann tryggir
RHneti samband um Farice og getur
starfsemin því haldið áfram án veru-
legra truflana, segir í tilkynningu.
RHnet semur
við Símann
♦♦♦