Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 13 FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BRÁÐAVÁRKERFI vegna jarð- skjálfta er nú í þróun hér á landi, að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings og prófessors í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. Viðvörunarkerfið byggist á fjölþættum rannsóknum sem stundaðar hafa verið hér á landi. Þar er safnað saman upplýsingum m.a. frá jarðskjálftamælingum, landmælingum og þenslumæl- ingum. Ragnar segir að kerfið lúti meira að því að nýta niðurstöður rannsókna en að rannsóknunum sjálfum. „Við byrjum á að finna hvar lík- legt er að jarðskjálfti verði. Síðan einbeitum við okkur að staðnum með rannsóknum ýmiss konar, líkt og við gerðum á Suðurlandi þegar við sögðum fyrir báða stóru skjálft- ana með tíu ára fyrirvara. Mæl- ingar sem við nýtum til viðvarana eru margvíslegar, en hver um sig sýnir mjög óljósa vísbendingu.“ Erlend fréttastofa, AHN, greindi frá því nýlega að vísindamenn hefðu þróað nýjar aðferðir til að segja fyrir jarðskjálfta. Sagt var að þær byggist m.a. á jarðskjálfta- rannsóknum hér á landi. Sænski jarðskjálftafræðingurinn Ragnar Slunga, sem leiðir verkefnið fyrir hönd rannsóknastofnunar sænska hersins, segir að samkvæmt reynslu frá Íslandi megi segja fyrir möguleg upptök jarðskjálfta, jafn- vel með löngum fyrirvara. Í frétt- inni er m.a. greint frá því að vökt- un smáskjálfta sé mikilvægur þáttur í því að segja fyrir stærri skjálfta. Mikilvægar íslenskar rannsóknir Ragnar Stefánsson hefur leitt fjölþjóðlegar rannsóknir um jarð- skjálftaspár hér á landi í um tutt- ugu ár. „Það hafa sex til átta Evr- ópuþjóðir verið með í þessu verkefni og Ragnar Slunga hefur verið með frá upphafi,“ sagði Ragn- ar. „Við höfum verið að þróa að- ferðir til að spá um jarðskjálfta með þeirri nákvæmni sem möguleg er. Ragnar Slunga hefur mest unn- ið að rannsóknum á mjög litlum jarðskjálftum, sem eru mjög mik- ilvægir í verkefninu. Starf hans hefur verið mikilvægt frumherja- starf á sviði smáskjálftarannsókna. Niðurstöður hans eru á meðal þess mikilvægasta sem komið hefur út úr rannsóknarverkefninu í heild sinni.“ Ragnar nefndi að hinn sænski nafni hans Slunga hafi einn- ig verið tímabundið prófessor við Háskólann í Uppsölum, kostaður af fjármagni rannsóknarverkefnanna okkar. Viðvaranir um jarðskjálfta eru byggðar á mörgum þáttum og mjög nákvæmu eftirliti. Ragnar sagði að í svonefndu bráðaváreftirliti væru teknar til greina allar þekktar vís- bendingar um að jarðskjálfti kynni að vera að nálgast. Með þessum að- ferðum væri leitast við að finna lík- leg upptök stórs skjálfta, mögulega stærð hans og hvenær hans væri helst að vænta. Nýlega var auglýst staða jarð- skjálftafræðings á Veðurstofu Ís- lands til að vinna við yfirstandandi rannsóknaverkefni í jarðskjálfta- fræði. Samkvæmt auglýsingu mun starfið „einkum felast í vinnu við þróun og aðlögun hugbúnaðar til jarðskjálftaviðvarana og úrvinnslu á fyrstu mínútum eftir stór- skjálfta.“ Það mun einnig tengjast vinnu við önnur verkefni, eins og Transfer-verkefnið sem snýr að undirbúningi þróunar tsunami- viðvörunarkerfis fyrir Evrópu og Volume-verkefnisins sem fæst við rannsóknir á kvikuhreyfingum í eldfjöllum. Ragnar sagði að um væri að ræða ný verkefni sem vörðuðu mjög viðbrögð við jarðskjálftum, og væru mjög tengd bráðavárverkefn- inu. „Hér á landi hefur orðið mikil framþróun í tækni og á vísindasvið- inu út frá jarðskjálftaspárverkefn- unum. Við getum gert miklu meira en áður og sárvantar mannskap til að vinna í þessum málum. Þessi nýja staða er kær viðbót við rann- sóknar- og þróunarstarf okkar,“ sagði Ragnar. Bráðavárkerfi vegna jarðskjálfta í þróun Innlendir og erlendir vísindamenn hér á landi hafa unnið að þró- un aðferða til að segja fyrir um mögulega jarðskjálfta, hvar og hvenær þeirra sé von. Morgunblaðið/Kristinn Viðvörun Vöktun jarðskjálfta, ekki síst smáskjálftahreyfinga, er mikilvægur þáttur í viðvörunarkerfinu. Rann- sóknir á því sviði hér á landi hafa reynst mjög mikilvægar í þróun kerfisins. Mikil framþróun hefur orðið í tækni. Í HNOTSKURN »Í viðvörunarkerfi vegnajarðskjálfta er safnað upp- lýsingum m.a. frá jarð- skjálftamælingum, landmæl- ingum og þenslumælingum. »Samkvæmt hérlendrireynslu má segja fyrir um möguleg upptök jarðskjálfta, jafnvel með löngum fyrirvara. »Hér á landi hefur orðiðmikil framþróun í tækni og á vísindasviðinu út frá jarð- skjálftaspárverkefnunum. FRAMBOÐSHÓPUR aldraðra mun á fundi sínum í dag að öllum líkindum taka fyrir samþykkt átakshóps ör- yrkja um sameig- inlegt framboð til Alþingiskosninga í vor. Átakshóp- urinn samþykkti á 40–50 manna fundi á þriðjudag, með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, að hefja viðræður við framboðshóp aldraðra og segir Arnþór Helgason, sem mun leiða viðræðurnar, að m.a. hafi komið fram á fundinum að menn væru orðnir langþreyttir á að berjast fyrir málum innan stjórnmálaflokka, sem hafi litlum árangri skilað. „Athuganir fræðimanna eins og Stefáns Ólafssonar og Hörpu Njáls hafa sýnt svo ekki verður um villst að undir núverandi stjórn hefur al- mannatryggingakerfið verið eyði- lagt, kostnaðarhlutdeild öryrkja og aldraðra, s.s. vegna lyfja, stórhækk- að og fólk er farið að greiða skatta af lágum bótum sem það gerði ekki áð- ur. Það er því mun fleira sem sam- einar aldraða og öryrkja í sameig- inlegu framboði en það sem hugsanlega getur skilið þá að.“ Vilji til framboðs Arnþór Helgason Barátta innan flokka litlum árangri skilað HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að borða á veitingahúsi fyrir 10 þús- und kr. og stinga síðan af. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða veit- ingastaðnum upphæðina. Ákærði á nokkurn sakaferil að baki og rauf hann skilorðsdóm með brotinu. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði algerlega snúið við blaðinu, farið í vímuefnameðferð og væri nú í eftirmeðferð. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Stakk af frá reikningnum ♦♦♦ Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „HEYRÐU, ég held ég fari bara að hífa. Ég er kominn með skammtinn, 150 til 200 tonn. Við frystum um 100 tonn á sólarhring og meðan verið er að frysta getur maður litið eitthvað í kringum sig. Það mætti vera meira að sjá hérna. Þetta er engin mok- veiði, bara nudd,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, þegar Verið náði tali af honum á loðnu miðunum í gær. Verðið á milli 50 og 60 krónur Þeir voru þá nýkomnir á miðin eft- ir að hafa landað 500 tonnum af frystri loðnu í Neskaupstað. Loðnan er nú fryst fyrir markaðinn í Rúss- landi og ekki liggur enn fyrir hvert verðið á henni er, en það fer reyndar eftir stærð. Guðmundur Huginn taldi að verðið gæti verið á bilinu 50 til 60 krónur, sem þýddi að fyrsti túr- inn hefði gefið 25 milljónir. „En mað- ur veit aldrei og oftast verður maður fyrir vonbrigðum, þegar verðið kem- ur.. Það er hins vegar ljóst að það er mikil eftirspurn eftir loðnunni núna, enda engin loðna á markaðnum fyrr en nú. Ég er því að vona að þetta fari fljótlega,“ segir hann. Skipin voru í gær að veiðum um 45 mílur norðaustur af Langanesi og voru 12 íslenzk skip þar þá. Eitt grænlenzk skip hefur verið á mið- unum og von er á norsku skipunum fljótlega. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var einnig á miðunum í gær. Um borð er verið að rannsaka áhrif trollveiða á loðnuna, einkum svo kallað smug. Bræluskítur mest allan tímann Guðmundur Huginn sagði að það hefði verið bræluskítur mest allan tímann síðan veiðarnar hófust. Nú væri kaldafýla en hann ætti svo að hvessa aftur með kvöldinu. Það hefði því lítið verið um það að hægt væri að leita eitthvað að ráði. Það væri bara lítill friður út af veðri. „Bátarnir eru að nudda svona á þessu, eru að fá 150 til 200 tonn eftir þriggja til fimm tíma tog. Það þykir ekkert sérstakt, en er allt í lagi fyrir okkur sem erum að frysta. Svo var einhver áta að koma í þetta og þá er ekkert hægt að frysta. Menn fara sér bara hægar ef svo er. Menn eru ekkert eyða þessu í bræðslu þótt verðið sé líka hátt þar. Þeir sem hafa verið að fara með loðnuna í land eru að landa í vinnslu þar. Vinnslan stoppar svo bara bátana sína meðan átan er í loðnunni, en það tekur einhverja daga fyrir hana að hreinsa sig,“ segir Guðmundur Huginn. Norðmenn fá að veiða 21.225 tonn Samhliða reglugerð um loðnuveið- ar íslenzkra skipa á vetrarvertíð 2007 hefur sjávarútvegsráðuneytið, með reglugerð nr. 13/2007, heimilað erlendum skipum loðnuveiðar í ís- lenzkri lögsögu. Norskum skipum er heimilað að veiða alls 21.225 tonn en mest mega 25 skip stunda veiðarnar í einu og veiða skal á svæði fyrir norðan 64°30’N. Veiðitímabili norskra skipa lýkur 15. febrúar. Færeyskum skipum er heimilað að veiða alls 9.000 tonn og mest mega 10 skip stunda veiðarnar í einu. Grænlenzk skip mega veiða alls 5.940 tonn. Veiðitímabili færeyskra og grænlenzkra skipa lýkur 30. apríl. Erlendum skipum eru einungis heimilar loðnuveiðar með nót. Landaði loðnu fyrir um 25 milljónir króna Veiðar Loðnan fryst um borð í Hugin VE. Sigurbjörn Árnason vinnslustjóri tekur prufu af framleiðslunni. Loðnan er seld á markaðinn í Rússlandi. Tólf skip á miðunum norðaustur úr Langanesi í gær í kaldafýlu ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.