Morgunblaðið - 18.01.2007, Page 23

Morgunblaðið - 18.01.2007, Page 23
Reuters Litur Ein af þeim fáu sem mættu í öðru en svörtu og hvítu var Reese Witherspoon. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LITLAUSIR og leiðinlegir mætti segja um kjólana sem Hollywood- leikkon- urnar klæddust á Golden Globe verð- launahátíðinni sem fór fram á mánu- daginn. Það virðist sem lágstemmdir klassískir og síðir kjólar séu málið í ár, helst svartir eða hvítir á lit með smá slaufu eða blúndu til skrauts. Allar vilja þær vera fágaðar og fallegar, engin þorir að taka áhættu og þær sem gera það komast iðulega á lista yfir verst klæddu konurnar á hátíðinni. Við skulum vona að þetta sé ekki það sem koma skal á Óskarsverðlaununahá- tíðinni en Golden Globe hátíðin gefur oft forsmekkinn að því sem þar verður að sjá á rauða dreglinum......geisp! Venjuleg People.com sagði Kate Winslet eina af þeim flottustu á há- tíðinni enda litlaus eins og fleiri. Gullgella Beyonce Knowles hristi aðeins upp í þessu með einum gyllt- um sem virkaði samt ekki vel. Dúskar Babel-leikkonan Rinko Ki- kuchi tók nokkra áhættu enda var hún sögð ein af þeim verst klæddu. Fágað og fallegt eða litlaust og leiðinlegt? Pífur Á perezhilton.com er Cameron Diaz sögð hafi komist í fataskáp Bjark- ar og klæðst efnisbútum þaðan. Svana- kjóllinn virðist ekki ætla að gleymast. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 23 Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com             Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Vel staðsett 2ja herbergja íbúð sem þarfnast töluverðrar endur- nýjunar í góðu húsi við rólega íbúðargötu. Eignin er laus til afhendingar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Heimilis fasteignasölu sími 530 6500 GLAÐHEIMAR GOTT TÆKIFÆRI FYRIR LAGHENTA Í HJARTA Evrópu, um 50 kílómetr- um sunnan við Prag í Tékklandi, hafa hjónin Jórunn Friðjónsdóttir og Thor Thors staðið í stórræðum við að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Um er að ræða fjóra 90 m² heils- ársbústaði sem byggðir voru á ný- liðnu ári og lítið hús frá þarsíðustu aldamótum. „Þegar dóttir okkar fór til Tékk- lands í leiklistarnám eltum við hana þangað út,“ útskýrir Jórunn en þau hjón verja stórum hluta ársins ytra. „Þegar við komum urðum við svo hrifin af landi og þjóð að það endaði með því að við ákváðum að fara út í þetta ævintýri.“ Húsin fimm eru staðsett í Cejko- vice í Bóhemíu, rétt ofan við Sazava ána. Skammt frá stendur elsti kastali landsins, Èeský Šternberk sem er frá 14. öld en enn er búið í honum að sögn Jórunnar. „Þetta er eitt af fallegustu svæðum í Tékklandi að okkar mati,“ segir hún. „Tékkar eru miklir útivist- armenn og þarna eru frábærar göngu- og hjólaleiðir og hægt er að fara í kajakróður á ánni. Stærsti golf- völlur Tékklands er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá húsunum og sömuleiðis er stutt í stærstu versl- unarmiðstöð í Mið-Evrópu.“ Hús í anda Hans og Grétu Sem fyrr segir voru bústaðirnir fjórir byggðir á síðasta ári og inni- halda „allan þann lúxus sem Íslend- ingar vilja hafa,“ eins og Jórunn orðar það. „Þeir eru með þremur góð- um svefnherbergjum auk stofu og svo er 20 fermetra verönd við hvert hús. Gamla húsið, sem við gerðum upp á sama tíma er miklu minna og í svona „Hans og Grétu“ stíl. Þar er eitt svefnherbergi og stofa með eldhús- aðstöðu og baði og hentar til dæmis pari eða hjónum með lítið barn.“ Þau hjón eru með enn frekari upp- byggingu á prjónunum og vinna nú að því að innrétta ráðstefnuhúsnæði og veitingasal fyrir allt að 30 manns sem stefnt er að því að verði tilbúið fyrir næsta sumar. „Síðan eru fleiri byggingar á svæðinu sem bíða betri tíma,“ bætir Jórunn við. Húsin eru til leigu yfir styttri eða lengri tíma á veturna en í viku og viku í senn yfir sumarið. Íslensk lúxusgist- ing í Tékklandi Gróið Húsin eru við Sazava-ána í Bóhemíu og flest byggð í fyrra. Nýtt Húsin eru með nauðsynlegum húsbúnaði og húsgögnum. Gamalt Elsta húsið er nýuppgert. www.czechlodging.com www.gcko.cz

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.