Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag viðskiptifimmtudagur 18. 1. 2007 viðskipti mbl.is Rúna í Bergís á tímamótum og segist ætla að lifa, njóta og brosa » 16 SAMRUNAR ALDREI MEIRI Á SÍÐASTA ÁRI VAR SLEGIÐ MET Í SAMRUNUM OG YFIRTÖKUM EN SKIPTAR SKOÐANIR ERU UM FRAMHALDIÐ >> 6 Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is. *Nafnávöxtun í ISK, EUR, USD og GBP á ársgrundvelli fyrir tímabili› 30/11/06-29/12/06. E N N E M M / S ÍA Kynntu flér kosti peningamarka›ssjó›a Kaupflings í ISK, USD, EUR og GBP. Haf›u samband vi› rá›gjafa okkar í síma 444 7000. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R Ávaxta›u betur – í fleirri mynt sem flér hentar 4,0%* ávöxtun í evrum 6,2%* ávöxtun í dollurum 13,8%* ávöxtun í krónum 4,6%* ávöxtun í pundum Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EIGENDUR Bláa Lónsins hf. und- irbúa nú stórsókn á erlenda markaði með sérverslanir sínar og vöru- merki. Um miðjan næsta mánuð verður fyrsta verslunin opnuð í Ma- gasin du Nord í Kaup- mannahöfn og í lok febrúar verður önnur opnuð í stórri verslana- miðstöð í Stokkhólmi. Þaðan er stefnan sett á Noreg, með dreifingu á vörum fyrirtækisins í huga og í byrjun sum- ars verður verslun opn- uð hjá Selfridges á Ox- ford Street í London. Að sögn Gríms Sæ- mundsen, forstjóra Bláa Lónsins, hefur þetta verkefni verið í undirbúningi í meira en ár. Um stórt skref sé að ræða og sérstaklega sé opnun versl- unar hjá Selfridges spennandi verk- efni. Fáar verslanir í heiminum selji meira af snyrtivörum og fróðlegt verði að sjá viðbrögðin þar. Sérstakt dótturfyrirtæki verður stofnað um starfsemina í Bretlandi en litið er á Selfridges sem stökkpall inn á þann markað. Eigendur Bláa Lónsins ætla ekki að láta Norðurlöndin og Bretland duga í sínum útrásará- formum. Eru Bandaríkin lengst á veg komin af öðrum mörkuðum sem eru til skoðunar. Undirbúningur vestanhafs er í fullum gangi og verð- ur unnin samfara útrásinni á Norð- urlöndunum og Bret- landi. „Þessi vinna er öll unnin í samræmi við stefnumótun frá árinu 2005 og áætlun um al- þjóðlegan vöxt sem við lögðum fyrir eigendur okkar í janúar 2006. Ef fyrstu viðbrögðin á markaðnum verða okk- ur hagfelld er hægt að halda áfram af krafti, en til slíks vaxtar mun þurfa mikið fjármagn,“ segir Grímur í umfjöll- un um útrás fyrirtækisins í miðopnu blaðsins í dag. Bláa Lónið er að stærstum hluta í eigu lykilstjórnenda fyrirtækisins og Hitaveitu Suðurnesja. Starfsmenn eru allt frá 150 til 200, mismargir eft- ir árstíðum. Auk heilsulindar við Svartsengi eru þrjár verslanir rekn- ar hér á landi; í Leifsstöð, á Lauga- vegi 15 og í Bláa Lóninu. » 8–9 Bláa Lónið í er- lenda stórsókn Sérverslanir opnaðar hjá Selfridges á Oxford Street og í Magasin du Nord Grímur Sæmundsen HÉRAÐSDÓMSTÓLL í Amst- erdam hefur úrskurðað að sjóð- urinn Stichting Stork geti ekki nýtt sér atkvæðisrétt vegna hluta- fjáraukningar til að hindra hlut- hafafund í að fara fram á afsögn stjórnar Stork en fundurinn verð- ur í dag. Marel hefur lýst áhuga á að kaupa hluta Stork, Stork Food Systems, og stórir hluthafar hafa viljað selja rekstrarhluta sem ekki snúa að kjarnastarfsemi sem er flugiðnaður en stjórnin hefur stað- ið gegn því. „Þetta eru tvímælalaust jákvæð- ar fréttir fyrir Marel. Fyrirtækið hefur haft áhuga á að kaupa eitt af dótturfélögum Stork og sjóð- irnir tveir sem höfðu betur í dómsmálinu vilja að Stork selji þetta dótturfélag sitt. Það er því óhætt að segja að Marel hafi færst nær þessu markmiði sínu, þó að enn sé vissulega óvíst hvernig fer,“ segir Haraldur Johannessen hjá greiningardeild Landsbankans. Marel færist nær Stork Food ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallarinnar, OMX á Íslandi, lækkaði um 0,6% í gær og er loka- gildi hennar 6.845 stig. Af þeim 15 félögum sem eru í Úr- valsvísitölunni þá varð lækkun á gengi átta þeirra, hækkun á gengi fjögurra en þrjú stóðu í stað. Mest lækkun varð á bréfum Landsbank- ans, 2,7%, og þá lækkuðu bréf 365 hf. um 2,1%. Mest hækkun varð hins vegar á bréfum FL Group, 0,7%, og Atlantic Petroleum, 0,5%. Úrvalsvísitalan lækkaði í gær Reuters Airbus Louis Gallois, forstjóri Airbus, var í þungum þönkum á blaða- mannafundi í París í gær, er fjallað var um metframleiðslu síðasta árs en þrátt fyrir það varð tap vegna tafa á afhendingu A380 ofurþotunnar. » 4 fimmtudagur 18. 1. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Capello opnar fyrir endurkomu Beckhams >> 3 TÆPT HJÁ FULHAM BIRMINGHAM SKELLTI NEWCASTLE Á ST.JAMES PARK Í 3. UMFERÐ ENSKU BIKARKEPPNINNAR » 2 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Setning Evrópukeppni B-þjóða í badminton var sett í Laugardalshöll í gær. Alls taka 16 þjóðir taka þátt í mótinu og er þetta stærsta alþjóðlega mótið í badminton sem haldið hefur verið hér á landi. Íslendingar hófu mótið með glæsibrag en þeir lögðu Króata, 4:1, í 1. umferðinni en næsti leikur íslenska landsliðsins er gegn Ítalíu á morgun kl. 18:00. » 4 „Hann er spennandi leikmaður með góða eiginleika en ég veit ekki hvort það er mögulegt að losa hann frá Leeds núna. Það yrði kannski auðveldara þegar tíma- bilinu lýkur í Englandi. Tore hefur hrósað honum mikið,“ sagði Flo við Drammens Tidende í gær. Bróðir hans, hinn gamalkunni Tore Andre Flo, leikur með Leeds um þessar mundir. Strömsgodset, sem er frá Drammen, vann 1. deildina á sannfærandi hátt í fyrra og er spáð góðu gengi í norsku úrvals- deildinni á kom- andi tímabili. Gylfi sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri með allt önnur markmið. „Núna stefni ég fyrst og fremst að því að komast í leikform eftir langvar- andi meiðsli og reyna að komast í lið Leeds. Umboðsmaðurinn minn er norskur og hefur sagt mér af áhuga norskra liða en ég hef eig- inlega bara áhuga á að spila með Leeds í augnablikinu og einbeiti mér að því. Það eru alltaf ein- hverjar svona vangaveltur í gangi. Ég er Leeds-leikmaður og á eitt ár eftir í viðbót af mínum samningi, en auðvitað er alltaf gaman að vita til þess að einhverjir fylgist með manni,“ sagði Gylfi. Hann er að búa sig undir leik gegn WBA í ensku 1. deildinni um helgina og vonast til að verða í leikmannahópnum í fyrsta skipti í langan tíma. „Ég er allavega loks- ins kominn í hóp þeirra sem koma til greina og það er fyrsta skrefið,“ sagði Gylfi Einarsson. „Ég hef bara áhuga á Leeds“ JOSTEIN Flo, framkvæmdastjóri norska knattspyrnuliðsins Strömsgodset, hefur mikinn áhuga á að fá Gylfa Einarsson, leikmann Leeds í Englandi, í sínar raðir fyrir komandi tímabil. Gylfi er aftur á móti ekki sérlega spenntur fyrir því að snúa aftur til Noregs þar sem hann lék með Lilleström í fjögur ár. Jostein Flo hjá Strömsgodset vill fá landsliðsmanninn Gylfa Einarsson til liðs við sig Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Gylfi Einarsson Yf ir l i t                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Umræðan 28/31 Staksteinar 8 Bréf 31 Veður 8 Minningar 32/38 Úr verinu 13 Menning 41/43 Erlent 14/16 Leikhús 42 Menning 16/17 Myndasögur 44 Höfuðborgin 18 Dægradvöl 45 Akureyri 18 Bíó 46/47 Austurland 19 Staður og stund 46 Landið 19 Víkverji 48 Daglegt líf 20/25 Velvakandi 48 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Nái tillaga stjórnarskrárnefndar fram að ganga verða þjóðaratkvæða- greiðslur um stjórnarskrárbreyt- ingar mögulegar. Fyrst þyrftu þó 2⁄3 hlutar þingmanna að samþykkja til- lögu þess efnis. Um er að ræða breytingu á 79. gr. stjórnarskrár- innar sem kveður á um að tvö þing, með kosningum á milli, þurfi að sam- þykkja allar breytingar sem gerðar eru á stjórnarskrá. » Forsíða  Heimilt verður að flytja árlega til landsins tæplega 900 tonn af land- búnaðarvörum, þar af 650 tonn af kjötvörum, samkvæmt samkomulagi sem Ísland og Evrópusambandið hafa náð um viðskipti með landbún- aðarvörur. Jafnframt fær Ísland að flytja út tollfrjálst til ESB 850 tonn af skyri, smjöri og pylsum og 1.350 tonn af lambakjöti. » Forsíða  Umræður um breytt rekstr- arform Ríkisútvarpsins hafa nú þeg- ar tekið 100 klst. frá því að frumvarp þess efnis var fyrst lagt fram í mars 2005. » 10  Margrét Sverrisdóttir lýsir von- brigðum sínum með afdráttarlausan stuðning Guðjóns A. Kristjánssonar við Magnús Þór Hafsteinsson sem varaformann Frjálslynda flokksins. Segist hún hafa talið eðlilegast að Guðjón væri hlutlaus í baráttunni og leyfði þeim Margréti og Magnúsi að takast á sem jafningjar. Segist hún þurfa að endurmeta stöðu sína og útilokar ekki að hún bjóði sig fram til formanns flokksins. » Baksíða Erlent  Hillary Rodham Clinton, öld- ungadeildarþingmaður og líklegt forsetaefni demókrata í Bandaríkj- unum 2008, vill að fjölgað verði í herliðinu í Afganistan. Hins vegar er hún andvíg áætlun George W. Bush forseta um að senda fleiri her- menn til Íraks. Segir hún að stefna forsetans í málum Íraks sé „stefna ósigurs“. » Forsíða  Fréttaskýrendur í Ísrael segja líklegt að Amir Peretz varn- armálaráðherra muni senn segja af sér embætti en Dan Halutz, forseti herráðsins, sagði af sér í gær vegna gagnrýni á styrjaldarreksturinn í Líbanon í fyrra. Einnig stendur Ehud Olmert forsætisráðherra höllum fæti vegna ásakana um spill- ingu. Fær hann aðeins stuðning 14% kjósenda í skoðanakönnunum og 85% telja að ríkisstjórn hans sé spillt. » 14 Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Handbók HM í Þýskalandi. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DANSKI herinn hefur boðist til að gefa Landhelgisgæslunni töluvert magn af herrifflum og vélbyssum sem herinn er að skipta út fyrir nýrri og fullkomnari vopn. Dóms- málaráðuneytið hefur ákveðið að taka boðinu en vopnin eru þó ekki komin til landsins þar sem eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eiga vopn af ýmsum gerðum Í gær fengust hvorki upplýsingar um gerð rifflanna og vélbyssanna né magn. Vopnin verða væntanlega til taks í varðskipum Landhelgis- gæslunnar og víðar. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Danir aðstoða Landhelg- isgæsluna við að útvega vopn og skotfæri. Einnig hefur Gæslan fengið sprengjueyðingarbíla og ró- bóta sem þeim fylgja frá danska hernum. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, vildi í gær ekkert segja um hvort slíkt boð hefði borist eða hvort því hefði verið tekið. Hann sagði einungis að Landhelg- isgæslan ætti vopn af ýmsum gerð- um, bæði nýleg sem eldri. Í nýjum lögum um Landhelgis- gæslu Íslands, sem tóku gildi 1. júlí 2006, segir að starfsmenn Land- helgisgæslunnar, sem hafi lögreglu- vald og starfi við löggæslu, þ.m.t. siglingavernd og sprengjueyðingu, hafi heimild til að beita skotvopnum við störf sín samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur. Í nýju lögunum voru tekin af öll tvímæli um að starfsmenn Gæslunnar hefðu heimild til að beita skotvopnum við störf sín. Lögum samkvæmt ættu þeir að geta tekist á við smyglara, hryðjuverkamenn, mengunarvalda og veiðiþjófa og yrðu því að vera vopnum búnir. Þá hefði Gæslan að sjálfsögðu heimild til að grípa til annarra vopna en skotvopna til að ná árangri við störf sín, t.d. hafi togvíraklippum verið beitt með góð- um árangri í landhelgisdeilum. Landhelgisgæslunni gefin dönsk vopn Eiga lögum samkvæmt að geta tekist á við smyglara, hryðjuverkamenn, mengunarvalda og veiðiþjófa EINBEITINGIN skein úr augum þessa unga drengs þar sem hann horfði út um gluggann á mannlífið í miðbæ Reykjavíkur. Hvort það voru bílarnir sem runnu löturhægt niður Laugaveginn eða kappklæddir gang- andi vegfarendur sem gripu athygli drengsins skal ósagt látið en hann virtist una sér vel í hlýjunni. Morgunblaðið/Ásdís Horft á mannlífið í miðbænum VINNA við gerð Héðinsfjarðar- ganga hefur gengið vel undanfarna viku. Þetta segir Sigurður Oddsson, yfirmaður nýrra framkvæmda Vega- gerðarinnar á norðaustursvæðinu og fulltrúi verkkaupa að gerð Héðins- fjarðarganga. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að sl. mánudag var lengd ganga frá Siglufirði um 666 metrar og Ólafs- fjarðarmegin um 357 metra. Samtals er því búið að sprengja 1.023 metra sem er um 9,6% af heildarlengd ganganna. Að sögn Sigurðar er bergið í fjall- inu gott. Bendir hann á að ávallt í upphafi jarðgangagerðar fari menn sér rólega meðan þeir eru að venjast berginu en þegar þekking á fjallinu liggi fyrir að nokkrum tíma liðnum þá fari hlutirnir að ganga hraðar. „Nú þegar menn eru farnir að slípast til og farnir að þekkja fjallið þá fer þetta að ganga betur og hraðar,“ segir Sigurður. Sem kunnugt er var verksamning- ur um gerð Héðinsfjarðarganga milli Vegagerðarinnar, sem verkkaupa, og Metrostav-Háfells, sem verktaka, undirritaður á Siglufirði í maí á síð- asta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hófust framkvæmdir á verkstað síðla í júní sl. við gröft á for- skeringu við gangamunna Siglu- fjarðarmegin. Síðan var unnið að for- skeringum, bæði í Siglufirði og Ólafsfirði og gangagreftri Siglu- fjarðarmegin og 1. nóvember hófst gangagröftur frá Ólafsfirði. Enn- fremur hefur verið unnið að al- mennri aðstöðusköpun og m.a. er risin steypustöð á Ólafsfirði. Vega- gerð er hafin á báðum stöðum en fremur lítið hefur verið unnið við vegagerð utan ganga að undanförnu vegna tíðarfars. Við verkið starfa alls um 80 starfsmenn. Umsjón framkvæmda og eftirlit er í höndum GeoTek ehf. Vinnu við Héðinsfjarð- argöng miðar ágætlega Í HNOTSKURN »Héðinsfjarðargöng verða um3,7 km á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Heildarlengd steyptra vegskála við alla fjóra gangamunna er um 450 m. Samtals verða því göngin tæplega 11 km á lengd. »Áætlað er að verkið taki þrjúog hálft ár og fram- kvæmdum verði lokið í árslok 2009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.