Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ VilhjálmurÓlafsson fæddist á Hlaðhamri í Bæj- arhreppi í Stranda- sýslu 31. júlí 1922. Hann lést á heimili sínu, Safamýri 44, mánudaginn 8. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóna Jónsdóttir, f. 9. október 1888, d. 30. október 1974, og Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, f. 23. júní 1891, d. 7. mars 1972. Systkini Vilhjálms eru: Sig- urjón, f. 17. júní 1915, Ingibjörg Gunnlaug, f. 22. ágúst 1917, d. 15. maí 2004, Þorsteinn, f. 6. október 1919, Kjartan, f. 5. maí 1924, Krist- ín, f. 24. desember 1926, d. 23. júní 2001, og Jón Bjarni, f. 29. nóv- ember 1930, d. 27. desember 2005. Vilhjálmur kvæntist hinn 16. apríl 1949 eftirlifandi eiginkonu þeirra er Sindri Snær. Eyþór, f. 12. maí 1983. 3) Ingi Björn, f. 20. júní 1952, d. 3. desember 1954. 4) Atli, f. 12. júlí 1961, kvæntur Álfheiði Vil- hjálmsdóttur. Börn þeirra eru: Harpa, f. 27. september 1984. Vil- hjálmur, f. 16. febrúar 1988, unn- usta Nína María Gustavsdóttir, og Íris, f. 19. febrúar 1991. 5) Birna, f. 1. október 1963, sonur hennar og Árna Grétarssonar er Elfar Hrafn, f. 15. apríl 1983, unnusta hans er Matthea Oddsdóttir. 6) Ingibjörg Ólöf, f. 17. september 1970, eig- inmaður Sólon Lárus Ragnarsson. Vilhjálmur vann mestan sinn starfsaldur við búskap. Um tíma starfaði hann einnig sem ýtumaður í Strandasýslu. Hann var bóndi í Hrútafirði, fyrst á Fjarðarhorni ár- in 1949 til 1954 er hjónin fluttu að Kollsá II. Vilhjálmur og Ólöf brugðu búi árið 1995 og fluttu að Safamýri 44 í Reykjavík. Vilhjálmur verður kvaddur í Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hann verður jarðsung- inn frá Prestbakkakirkju í Hrúta- firði á morgun, 19. janúar, klukkan 14. sinni Ólöfu Björns- dóttur frá Reynihólum í Miðfirði, f. 14. des- ember 1926. Börn þeirra eru: 1) Bene- dikt Sævar, f. 13. sept- ember 1948, kvæntur Guðrúnu Elísabetu Bjarnadóttur. Börn þeirra eru: Bjarni, f. 13. apríl 1970, sonur hans og Lilju Krist- ínar Ólafsdóttur er Benedikt Októ. Ólöf, f. 25. október 1972, eig- inmaður Böðvar Kári Ástvaldsson. Dætur þeirra eru Bjartey Líf og Eygló Dögg. Dagný, f. 8. júlí 1980, sambýlismaður Gustaf Ullberg. 2) Jón Ólafur, f. 20. júní 1952, kvæntur Ester Jónsdóttur. Börn þeirra eru: Eyrún, f. 14. janúar 1976, sambýlismaður Bogi Arason. Börn þeirra eru María og Daníel. Sóley, f. 20. febrúar 1981, sambýlis- maður Ólafur Jóhannsson, sonur Mig langar að minnast föður míns sem lést að morgni 8. janúar síðastlið- ins. Hann fæddist á Hlaðhamri í Hrútafirði. Pabbi ólst upp í torfbæ fyrstu sautján ár ævi sinnar. Foreldr- ar hans voru fyrstu búskaparár sín leiguliðar á Hlaðhamri og þurftu lengi vel að greiða 40 hesta af heyi í leigu fyrir jörðina, sem var nánast öll túnslægjan á bænum. Pabbi ólst því ekki upp í allsnægtum. Hann var ungur þegar hann fór fyrst til sjós með föður sínum og bræðrum. Í þá daga var mikill fiskur í Hrútafirðin- um. Þeir reru út á fjörðinn á árabát til þess að ná í nýmeti í soðið, einnig söltuðu þeir og hertu fisk til matar. Það var ekki fyrr en í kringum 1942 að pabbi og Sigurjón bróðir hans keyptu trilluna Tanna sem var mikil bylting frá því að veiða á árabát. Þeir notuðu Tanna til veiða fram á síðari hluta ársins 1948 en þá má segja að fiskurinn hafi horfið úr firðinum. Á hernámsárunum var breski her- inn með bækistöð á Reykjum (Reykjaskóla) og var þá allt skóla- hald lagt niður. Margir ungir menn fengu vinnu hjá hernum og var pabbi einn þeirra. Hann hreifst mjög af tækjum, nýjungum og tækni sem þeir höfðu yfir að ráða og hefur það án nokkurs vafa haft mótandi áhrif á hann. Pabbi talaði um að í Bretavinn- unni hefði hann fyrst séð peninga. Hann hafði unnið í vegavinnu og fleira en ekki haft eins mikil laun og hjá hernum. Þegar hernáminu lauk var faðir minn við nám í Héraðsskólanum á Reykjum í einn vetur. Eftir það starf- aði hann í eldhúsi héraðsskólans og fékk þar góða tilsögn í matargerð hjá Pétri yfirkokki sem hann bjó að alla tíð síðan. Pabbi var alla tíð liðtækur við eldamennsku og önnur innanbæj- arstörf. Hann vann meðal annars í Reykjavík við verkamannavinnu en á þeim árum langaði hann til þess að læra að verða kokkur. Hann sagði mér frá því að hann hefði verið lagður af stað í viðtal við yfirkokkinn á Hótel Borg en snúið við og hætt við allt saman. Árið 1946 keypti hann Willys- jeppa með Sigurjóni bróður sínum. Jeppinn var notaður til allra verka sem hægt var. Heyvinnutækjum sem og öðrum tækjum var breytt til að hægt væri að láta jeppann draga þau og auðvelda bústörfin. Sama ár fór hann að læra á ýtu á Selfossi og fór síðan að vinna á jarðýtu í Stranda- sýslu allt frá Brú í Hrútafirði norður að Drangsnesi. Ég held að hann hafi verið fyrsti ýtumaðurinn í sýslunni. Á þessum tíma voru jarðýtur ekki með neinu húsi og því kalsasamt að vinna á ýtunni hvernig sem viðraði, en á þessum árum var hann heilsuhraust- ur og kappsfullur og lauk því sem hann byrjaði á. Foreldrar mínir kynntust á Reykj- um. Þau bjuggu saman fyrsta árið á Hlaðhamri með afa og ömmu. Þar fæddist Benedikt Sævar. Svo fluttu þau inn að Fjarðarhorni og bjuggu þar í tvö ár og eignuðust tvíburana Jón Ólaf og Inga Björn. Síðan fluttu þau út að Kollsá II. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar dundi sorgin yfir og Ingi Björn greindist með hvítblæði og lést í byrjun desember sama ár. Ekki létu ungu hjónin bugast en héldu ótrauð áfram og byggðu upp jörðina og eignuðust þrjú börn til við- bótar. Pabbi var alla tíð mikill áhugamað- ur um íþróttir og tók virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Hörpu í Hrútafirði. Hann, ásamt bóndanum á Kollsá I, gaf land fyrir íþróttavöll sem notaður er enn í dag. Hann hafði einnig áhuga á enska boltanum og ósjaldan hagaði hann verkum sínum þannig að hann gæti horft á boltann í sjónvarpinu, þá gekk nú mikið á. Hann lifði sig inn í boltann með hróp- um og köllum, eins og hann væri stjórnandi annars liðsins. Pabbi hafi mikinn áhuga á ferða- lögum bæði erlendis og hérlendis. Foreldrar mínir fóru í sína fyrstu ut- anlandsferð 1987. Þá ferð varð föður mínum tíðrætt um síðar, meðal ann- ars vegna þess hve farið var víða og hve ólíka menningarheima hann sá. Eftir þetta fóru þau mamma í margar ferðir og þá síðustu í mars síðastliðn- um. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með þeim í tvær ferðir, aðra til Manchester 1998 og hina til Dan- merkur 2002. Í þessum ferðum sá ég hvað hann hafði mikinn áhuga á að fræðast um land og þjóð og sjá eins mikið og kostur var. Pabbi ferðaðist einnig vítt og breitt innanlands og hafði gaman af. Þegar foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur keyptu þau sér sum- arbústað sem þau fengu land undir á Kollsárnesinu. Þar dvöldu þau öll sumur við að rækta og lagfæra í kringum sig. Síðastliðið sumar komst pabbi ekki norður vegna heilsuleysis en hugur hans var þar engu að síður. Faðir minn fékk berkla 1963 og hefur það án nokkurs vafa sett mark sitt á hann. Heilsa hans var aldrei söm og aftur sjö árum síðar fékk hann slæma lungnabólgu sem hann náði sér aldrei fullkomlega af. Upp frá því fór hann nokkrum sinnum á Vífilsstaði til að ná betri heilsu. Fyrir nokkrum árum fékk pabbi súrefni sem hann var með allan sólarhring- inn. Hann hélt þó áfram að gera allt það sem hann langaði til og lét það ekki hefta sig. Kominn er tími að kveðja kvöldið svo blátt og hljótt. Minningar gærdagsins gleðja. Góða og friðsæla nótt. (Hilmir Jóhannesson) Elsku pabbi hafðu þökk fyrir allt, megi minningin um þig lifa. Birna. Elsku pabbi. Vinnuhrjúf hönd þín leiðir yngstu dótturina út í fjós, fjárhús, að gefa hestunum, að hjálpa til við útiverkin. Snemma treystir þú mér fyrir öllum mögulegum verkum. Það var lær- dómsríkt að þurfa að standa undir væntingum, takast á við ný verkefni og læra strax það sem ég seinna fékk staðfestingu á að væri óhefðbundin verkaskipting milli kynjanna. Þið mamma genguð bæði í næstum öll verk. Þú varst duglegur, traustur og ósérhlífinn, mikill keppnismaður, dulur á tilfinningar þínar en máttir ekkert aumt sjá. En þú varst líka mjög þrjóskur og óhagganlegur þeg- ar þú varst búinn að taka ákvörðun, maður þurfti að fara stóran hring til að fá þig til að skipta um skoðun, þá var samningatæknin æfð. Bóndi varstu af lífi og sál þrátt fyr- ir að hafa aldrei ætlað þér bænda- starfið sem ævistarf. Þú lagðir þig all- an fram við það sem þú tókst þér fyrir hendur og gerðir ekkert af hálfum hug. Það fylgdi þér eldmóður og þú sýndir það m.a. við ræktun og end- urnýjun húsakosts á jörðinni. Keppnisandinn var ávallt til staðar t.d. þegar kom að því að koma heyi á hús og við innlegg dilkanna að hausti. Það var ávallt glatt á hjalla þegar verkin voru frá og útreiðartúrar, spilakvöld og heimsóknir til ættingja og vina eru ógleymanlegar stundir. Enski boltinn var líka í uppáhaldi hjá þér og þú skipulagðir útiverkin eins og kostur var í kringum hann, það sama var með handboltann og oft varstu kominn hálfur inn í sjónvarpið af spenningi. Þjóðmálin voru alltaf á dagskrá og rædd í þaula. Við kosningar var ávallt vakað þar til úrslitin lágu fyrir. Póli- tíkin, miklar rökræður um hina einu réttu stefnu. Eftir að þið mamma hættuð bú- skap beindust áhugamál ykkar m.a. að uppbyggingu og ræktun í kringum bústaðinn fyrir norðan og ferðalög erlendis. Eins fylgdist þú vel með barnabörnunum og barnabarnabörn- unum vaxa úr grasi. Þú varst sáttur við Guð og menn og ánægður með hópinn þinn. Þú varst stoltur og tókst veikindum þínum af mikilli reisn. Að leiðarlokum var það mamma og hópurinn þinn sem umkringdi þig. Hlutverkin breytt, höndin mín sem hélt um vinnuhrjúfa hönd þína. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, öll lífsgildin og allar ógleymanlegu samverustundirnar sem verða aldrei nógu margar. Mað- ur er heldur aldrei tilbúinn til að kveðja. En eitt sinn verða allir menn að deyja eins og þú minntir mig á við kveðjustund. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Ingibjörg Ólöf (Inga Lóa). Það er með örfáum orðum sem mig langar að minnast Vilhjálms Ólafs- sonar tengdaföður míns sem féll frá mánudaginn 8. janúar sl. Það var haustið 1996 sem leiðir okkar Villa lágu saman þegar Inga Lóa kynnti mig fyrir tilvonandi tengdaforeldrum mínum og voru þau kynni jafn ljúf og samskipti okkar hafa verið alla tíð síðan því vandfundið er jafn yndislegt fólk og Villi og Lóa. Held ég að Villi hafi haft lúmskt gaman af því þegar ég tveimur árum síðar bað um leyfi til að biðja um hönd yngstu dóttur þeirra hjóna að góðra manna sið, sem hann góðfúslega gaf. Villi var eins og unglingur á vorin þegar hann var farinn að huga að því að fara norður í Hrútafjörð, í Skolla- lund eins og bústaður þeirra hjóna er nefndur, en þar undi hann sér einna best. Þá er gaman að rifja upp þá tíma sem við áttum saman í Hrúta- firðinum, eins góðu stundirnar í Safa- mýrinni, bústaðnum okkar í Lands- veitinni sem og í Manchester hér um árið. Það er með söknuði sem ég kveð hann Villa, þetta voru ánægjuleg kynni og óskandi að þau hefðu getað varað aðeins lengur en það er víst að himnafaðir ætlar þér annað hlutverk héðan í frá. Tíminn líður furðu fljótt, fölna hár á vanga, söngvar þagna, nálgast nótt, nóttin hljóða langa. Ljósið dvín og lokast brá, lætur vel í eyrum þá ómur æsku söngva. (Fr. G.) Takk fyrir samverustundirnar elsku Villi, Guð varðveiti þig. Sólon Lárus Ragnarsson. Ef allir eiga eða hafa átt jafn góða afa og ég, er guð góður, eins og Bubbi segir í textanum sínum. Núna hafa báðir mínir einstaklega góðu afar yfirgefið þennan jarðheim með þeirri reisn sem alltaf einkenndi þá. Villi afi var bóndi alla sína tíð og gegndi því starfi með miklum sóma. Ég efast um að margir hafi rekið jafn hagstætt og gott bú. Ég var í sveit hjá afa og ömmu á Kollsá á hverju sumri frá 13 ára aldri og þangað til þau brugðu búi 1995. Síðustu árin var ég meðan á heyskap stóð og síðan var farið í fjárrag um helgar á haustin. Þess á milli var gjarnan rennt Hrúta- fjörðinn um helgar sér til skemmt- unar. Okkur afa gekk alltaf vel að vinna saman, við vissum vel hvað hvor ann- ar var að hugsa. Afa féll sjaldan verk úr hendi og yfirleitt var það þannig að hann var kominn á fætur á undan öll- um og farinn seinastur í rúmið. Á sumrin í slættinum var það gjarnan þannig að afi laumaði sér út seint á kvöldin til að klára daginn. Hann hnýtti þá lausu enda sem eftir lágu. Þannig þurfti að setja maurasýruna í votheyið, fylla vélarnar af olíu og gjarnan sló hann á nóttunni. Oft var það þannig að heilu stykkin lágu flöt eftir næturvinnuna. Eitt sinn spurði ég hann að því hvenær hann svæfi og hvíldi sig, hann var snöggur til svars og sagðist gera það á veturna, þá væri nægur tími. Svona var afi og þennan háttinn hafði hann líka á í sauðburðinum, var í fjárhúsunum að snudda í kringum lambféð lungann úr sólarhringnum. Í þeim þrem törnum sauðfjár- bænda sem eru sauðburður, sláttur og smalamennskur var ekki margt sem trufla mátti vinnuna. Hjá afa var samt alltaf skilningur á því er fót- bolti var annars vegar. Ef góður leik- ur var í sjónvarpinu horfði afi nema þeim mun meira lægi við. Að sama skapi hafði hann alltaf skilning á því ef við krakkarnir vildum fara á frjálsíþróttaæfingar uppá völl. Ég man bara einu sinni eftir því að okk- ur hafi verið neitað um íþróttaæfingu og þá lágu nokkuð margir hektarar af þurrheyi undir og rigning í aðsigi. Þó mikið væri stundum að gera var stutt í glensið og ærslin hjá afa, þannig man ég eftir nokkrum atvik- um þar sem glensið yfirtók alvöruna. Eitt sinn man ég eftir því að við vor- um báðir inná Gamla Kollanes- túninu. Ég var á gamla Nallanum með ámoksturstækin og afi á yngri Nallanum og stefnan var tekin heim, upp öll túnin og útá þjóðveg. Strax upphefst einhver keppni í okkur um það hvor yrði fyrstur uppá þjóðveg. Þó traktorar af þessari kynslóð hafi nú almennt ekki farið mjög hratt að, þá er rétt að taka það fram að túnin voru misslétt ásamt lélegum troðn- ingum. Rétt þegar við vorum að koma upp að hliði, samsíða á túninu var hristingurinn og hoppið á vélun- um orðið það mikill að hljóðkúturinn á vélinni sem afi var á brotnaði og endaði þar með keppnin. Við ákváðum það á staðnum að vera ekki mikið að hafa orð á því hvernig hljóð- kúturinn brotnaði og eyddum jafnan öllum spurningum sem sneru að því. Eins og áður er minnst á tel ég að afi hafi rekið gott bú. Afi fylgdist ávallt vel með öllum nýjungum og skoðaði þær með gagnrýnum huga. Ef hann sá not af þeim tileinkaði hann sér þær, annars ekki. Það skipti hann ekki máli hvað aðrir gerðu, hann gerði það sem hann taldi rétt og hagkvæmast. Þannig var hann ekki að skipta um vinnuaðferð- ir þó aðrir gerðu það í kringum hann. Gott dæmi er þegar hann var að kaupa vélar. Hann keypti hagstæðar vélar sem nýttust honum og ekkert meira en það, það var ekki hans stíll að eyða í óþarfa. Í nútíma rekstri væri hann með 10 í kostnaðarað- haldi. Eftir því sem ég hef lært meira um stjórnun sé ég alltaf betur og betur hvað afi var góður stjórnandi. Þann tíma sem ég var vinnumaður hjá honum gaf hann mér alltaf mikið rými og sýndi mér fyllsta traust. Hann var fljótur að sjá hvað maður gat og leiðbeindi manni vel með ann- að. Hann stjórnaði ekki með látum enda var það aldrei hans háttur að segja mikið meira en hann þurfti. Það var einhvern veginn áran í kringum hann sem sagði allt sem segja þurfti. Þegar ég tala um traust leyfði hann manni og studdi í næsta skref. Hann kenndi manni að vinna á vélarnar og keyra bílana þó enn væri langt í þann aldur sem sýsli vildi miða við, þegar kom að akstri. Hvort heldur maður var 15 ára á traktor, fólksbílnum eða vörubílnum fannst honum alltaf betra að maður færi gamla veginn inná tún frekar en þjóðveginn en akstrinum virtist hann alveg treysta. Ein var sú regla sem afi var ófáan- legur til að fara á svig við og það var að leggja netin í sjóinn um helgar. Það var oft freistandi í góðu veðri að láta netin liggja yfir helgarnar, sér- staklega þegar veiðin hafði verið góð en það lá blátt bann við því á Kollsá. Það er gjarnan mikið að gerast á unglingsárunum og eitt af því er að feta fyrstu sporin í skemmtanalífi fullorðna fólksins. Í fyrsta sinn sem ég fékk að fara á sveitaball fór ég með afa og ömmu á bændahátíð á Sævang. Þetta var eins og sagt er al- vöru sveitaball og ég hefði ekki viljað Vilhjálmur Ólafsson ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN RAFN VIGNIR ÞÓRARINSSON, (Stjáni Þór) frá Hrauni í Keldudal, Brekkugötu 40, Þingeyri, sem lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði föstudaginn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Hulda Friðbertsdóttir, Marteinn E. Viktorsson, Sigríður M. Gestsdóttir, Guðmundur Magnús Kristjánsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Ólafur Benoný Kristjánsson, Barði Kristjánsson, Matthildur B. Gestsdóttir, Friðbert Jón Kristjánsson, Ásta G. Kristinsdóttir, Birkir Kristjánsson, Hildur Hilmarsdóttir, Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hafliði Þór Kristjánsson, Alda Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.