Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 49
/ ÁLFABAKKA
THE PRESTIGE kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 .ára.
THE PRESTIGE VIP kl. 5:20 - 8 - 10.40
EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
STRANGER THAN FICTION kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára.
CHILDREN OF MEN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16.ára.
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:20 - 5:40 LEYFÐ
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:20 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12
STRANGER THAN FICTION kl. 8:10 - 10:30 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:50 - 8:10 LEYFÐ DIGITAL
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 DIGITAL
ÁHRIFARÍK OG ÓVENJU-
LEG SPENNUMYND
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
HÖRKFÍN MYND
eeee
RÁS 2
eeee
H.J. MBL.
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL.
eeee
KVIKMYNDIR.IS
SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR
AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI
eeee
L.I.B. TOPP5.IS
eee
Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
S.V. MBL.
FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD
eeee
RÁS 2
eee
A.Ó. SIRKUS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
WILL FERRELL SÝNIR Á SÉR
NÝJA HLIÐ Í FRÁBÆRRI MYND
SEM SKILUR MIKIÐ EFTIR SIG.
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
ÞRÆLHRESS TEIKNIMYND
Þ.Þ. Fréttablaðið.
eeee
H.J. Mbl.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
eee
LIB, TOPP5.IS
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
GOLDEN GLOBE TILNEFNING
BESTI LEIKARI : WILL FERRELL
Laugavegi 54
sími 552 5201
Áramóta-
kjólar
30%
afsláttur
af öllum kjólum
st. 34-48
Mikið úrval
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Allir glíma við bakslag, en hrúturinn
stendur alltaf eins og skot upp aftur.
Hrúturinn er til í að reyna eitthvað
nýtt því hann veit að hann jafnar sig
alltaf á byltunum sem hið óþekkta
getur haft í för með sér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er af mörgum kynslóðum.
Innra með því búa sex ára, þriggja
ára og 72 ára persónur sem berjast
um það í dag, hvað það merkir að
haga sér í samræmi við aldur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er svo sannarlega ekki auð-
veldur í taumi þessa dagana, ekki síst
gagnvart sjálfum sér. Ekki það að
hann sé þrjóskur. Hann hefur bara
áhuga á svo mörgum hlutum að þetta
er spurning um einbeitingu. Vertu
staðfastur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn hefur notað seinlæti sem að-
ferð til þess að fást við sum svið lífs
síns, en langar ekki til þess lengur.
Hann er til í að koma sviði sem legið
hefur í láginni á hreyfingu á ný.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ef vinna ljónsins er ekki fullkomin,
sýnir það bara að það er mannlegt.
Meðtaktu stöðu þína. Það er meiri-
háttar að þú skulir ekki hafa komist
að því hvernig maður fer að því að
hafa alltaf rétt fyrir sér. Engum líkar
við þann sem veit allt best.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ekki hika við að monta þig. Áberandi
stíll gerir þig sjálfgefna í ákaflega
svalt starf. Heppnin verður með þér
ef þú hefur samband við systkini eða
einhvern sem er eins og systkini í
kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin vinnur ástir með því að skyggja
á samkeppnina, ekki með afbrýði.
Aðrar vogir og sporðdrekar laðast
þegar í stað að þér. Beittu áhrifum
þínum varlega til þess að fyrirbyggja
tilfinningaflækju í framtíðinni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Málefni hjartans ráðast á hægum og
ljóðrænum hraða. Varleg skref í rétta
átt koma sambandi þínu smátt og
smátt til fyrirheitna landsins. Vertu
sterka, þögla manngerðin á meðan
aðrir láta dæluna ganga í kvöld.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Himintunglin varpa ljósi á takmark
sem bogmaðurinn hefur ekki einu
sinni tekið eitt skref í þá átt að upp-
fylla. Það sem hann veit ekki, er að
takmark er í sjálfu sér fyrsta skrefið.
Verðlaunaðu sjálfan þig fyrir að þora
að láta þig dreyma.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hluti af aðdráttarafli steingeitarinnar
er viðleitnin til þess að bæta sjálfa
sig, en það er líka í lagi að gera sig
ánægða með allt sem þú áorkar. Með-
taktu það með viðhöfn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberanum finnst hann kannski
líða skort, eins og hann sé annað
hvort sívinnandi eða vinni ekki nóg.
Mundu að það er undir þér komið að
gera rútínuna þína nógu skemmtilega.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn hefur bara tvo valkosti. Sá
rétti er hvorki augljós né auðveldur.
Það er allt í lagi að vera óákveðinn. Ef
þú ert ekki viss, skaltu ekki gera
neitt. Annars ertu bara að búa til
vandamál.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Tunglið er myrkvað og hyl-
ur ásjónu sína á meðan
það veltir fyrir sér næsta
leik. Það er eins og leik-
kona sem er að byrja á
nýrri senu. Það sama get-
um við gert núna, farið bakvið svörtu
leiktjöldin í huganum og skoðað persón-
urnar sem standa okkur til boða.
Kannski velur einhver að klæðast ekki
búningi heldur vera hann sjálfur, með
smávegis lagfæringum þó.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
MYNDLIST má vefa úr ýmsum
þráðum eins og sjá má í Graf-
íksafni Íslands nú um stundir.
Anna María Lind er myndlist-
arkona, veflistarkona og fjalla-
kona og nú leitast hún við að
tengja þessa þætti lífs síns í list-
inni. Undanfarinn áratug hefur
hún framkvæmt fjallaklifurgjörn-
ing er byggist á því að bera rokk
á fjallatinda, sitja þar um stund
og spinna og ljósmynda spunann
enátta ljósmyndir frá mismunandi
fjallatindum má sjá á sýning-
unni.Í salnum situr síðan lista-
konan sjálf við rokkinn og spinn-
ur af leikni. Fleiri þættir byggja
upp sýningu hennar, fjármörk og
útlit þeirra hafa heillað Önnu og
hún sýnir form fjármarka unnin í
ullarflóka settan fram á járn-
plötum, einnig stórt rýjateppi
unnið úr endurnýttu efni.
Af ofangreindu má ráða að efni
sýningarinnar er fjölþætt. Gallinn
getur verið sá að erfitt verði fyrir
áhorfandann að tengja þessa
þætti, merkingarlega og ekki síð-
ur sjónrænt, eða átta sig á því
hver meginþráður sýningarinnar
sé. Handverkið er í aðalhlutverki
á ljósmyndum og í gjörningi
Önnu í salnum en um leið rænt
því skapandi hlutverki sem er
þess eðli – afrakstur spunans,
þráðurinn, er ekki unninn frekar
í nytsamar flíkur eða listaverk.
Hér birtist handverkið sem hug-
mynd, hefðbundin kvenímynd við
rokkinn er nú komin á fjallatinda.
Í texta með sýningunni bendir
Anna á þennan skort á fram-
leiðsluvöru sem þarna myndast,
ljósmyndirnar eru einu afrakst-
urinn. Hugmyndin um að sleppa
framleiðsluvörunni á þennan
máta birtist þó aðeins í þessum
þætti sýningarinnar og fyrir vikið
missir hún
nokkuð mátt
sinn.
Það má líkja
því saman sjón-
rænt í huga sér
hvernig fjall-
göngumaðurinn
fetar sig áfram
langa leið og
skilur eftir sig
sýnileg eða ósýnileg spor líkt og
langan þráð, hann nær takmark-
inu aðeins með þrautseigju og
endurtekningu, fet fyrir fet, fót-
stig fyrir fótstig, á endanum er
tindinum náð en spuni rokksins
heldur áfram án toppa eða dala.
Ef til vil má líka lesa hér ádeilu
og ósk um annars konar iðju á
fjöllum en nú tíðkast. Fjármörkin
og form þeirra minna á fjalla-
tinda, skorna og snævi þakta,
eins rýjateppið, hvítt og brotið
upp af bláum línum. Ákveðinn
orðaleikur tengir verkin á sýning-
unni saman, margþætt sýning og
þráður spunninn úr þáttum, rýja-
teppi og rúning kinda. Ekki síst
er orðið spuni mikilvægt í þessu
samhengi, spuninn á rokkinn og
sá lífsins spuni sem sýningin birt-
ir í heild.
Eftir stendur að helsti tengilið-
ur hinna ýmsu þátta sýning-
arinnar er listakonan sjálf sem
hefur í lífi sínu samtvinnað ástríð-
ur sínar. Anna María vinnur hér
undir áhrifum hugmyndalistar
síðustu aldar þegar myndræn
framsetning var oft í formi heim-
ilda og upplýsinga frekar en
hreinnar sjónrænnar upplif-
unar.Hér er hún jafnt í hlutverki
sögumanns sem segir af ferðum
sínum sem og í hlutverki mynd-
listarmanns, handverkskonu, nátt-
úruverndarsinna og unnanda
þjóðlegra hefða – allt þættir sem
eiga við marga myndlistarmenn
samtímans.
Lífsspuni
MYNDLIST
Grafíksafn Íslands
Til 19. janúar. Opið fimmtudag til sunnu-
daga frá kl. 14-18. Síðasti sýningardagur
fös. 19. jan.
Anna María Lind
Ragna Sigurðardóttir
Anna María Lind.