Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 20
|fimmtudagur|18. 1. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Í nágrenni Prag í Tékklandi hafa
hjónin Jórunn Friðjónsdóttir og
Thor Thors komið upp gisti-
aðstöðu fyrir ferðamenn. » 23
tékkland
Lágstemmdir, klassískir, síðir
kjólar, helst í svörtu eða hvítu,
voru málið á Golden Globe-
hátíðinni í ár. » 23
tíska
Í Egyptalandi eru verð-
miðar ekki teknir jafn-
alvarlega og á Íslandi.
»22
egyptaland
Þorrinn er á næsta leiti en
nærri lætur að um 60 tonn af
súrmat hafi verið framleidd fyr-
ir þorravertíðina. » 24
neytendur
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Þetta er ein af mínum gloríu-hugmyndum,“ segir Krist-inn L. Aðalbjörnsson, bú-fræðingur, pípulagninga-
meistari og fyrrverandi togara-
sjómaður sem nú starfar sem bygg-
ingafræðingur og viðurkennir
fúslega að hafa alltaf verið uppfinn-
ingasamur. „En þessi varð að veru-
leika með góðri hjálp tengdasonar
míns, Jóhanns Breiðfjörð, sem er al-
vöruuppfinningamaður og sá að
mestu um tæknilegu hliðina,“ segir
hann.
Í gloríuhugmyndinni sem um ræð-
ir sameinar Kristinn aldagamla hefð
kaffilesturs og nútímatækni. ,,Mann-
skepnan hefur verið að lesa í allan
andskotann frá því að elstu menn
muna og reyna þannig að spá um
framtíðina, bæði sér til gagns og
gamans. Indjánar köstuðu stein-
völum og sígaunar hafa spáð í spil í
margar aldir. Sjómenn til forna lásu í
skýjafarið og íslenskir bændur í
garnir og gera enn, þeir sem það
kunna. Það hefur verið vinsælt að spá
í bolla í aldaraðir og er sennilega upp-
runnið í Egyptalandi. Sjálfur gerði ég
það oft áður en ég fór á sjóinn og
reyndi þannig að spá um fiskiríið í
túrnum. Ég hvolfdi þá kaffibollanum
með dreggjunum á undirskál eða
setti hann á ofn eftir að hafa drukkið
úr honum, til að láta kaffið þorna, og
las svo úr táknunum sem ég sá. Svei
mér þá ef ég reyndist stundum ekki
sannspár,“ segir Kristinn og brosir.
„Kvöld nokkurt fyrir fjórum árum
flaug sú hugmynd niður í kollinn á
mér hvort ekki væri hægt að selja
slíkan kaffilestur á netinu. Ég nefndi
hana við Jóhann sem tók vel í og sam-
an lögðum við af stað í leiðangur.“
Gott viðskiptatækifæri
Kristinn segist hlæjandi ekki hafa
fengið nein skilaboð í kaffibollanum
sínum um að setja upp slíka síðu.
„Nei, nei, en þegar maður er uppfinn-
ingasamur verður maður sjálfur að
reyna að koma hugmyndum sínum í
framkvæmd. Það er næsta víst að
það gerir það enginn fyrir mann. Ég
sé gott viðskiptatækifæri í þessari
heimasíðu, sem getur vaxið og dafn-
að, og er íslenskt hugvit frá a-ö. Þess
vegna ákvað ég að fá frænku mína,
Gunnhildi Stefánsdóttur, löggiltan
skjalaþýðanda, til að þýða íslenska
textann yfir á ensku því það þýðir svo
miklu stærri markað. Ég stefni að
sjálfssögðu á útrás eins og fleiri í við-
skiptum. Það sitja milljónir manna og
kvenna fyrir framan tölvuskjáinn á
hverjum degi. Það hljóta einhverjir af
þeim að vera tilbúnir að greiða sann-
gjarnt gjald fyrir að lesa með aðstoð
vefsíðunnar í persónulegan kaffiboll-
ann sinn, alveg eins og það les
stjörnuspeki og jafnvel greiðir fyrir
hana á sambærilegum vefsíðum.“
Og hvernig virkar þessi kaffilestur
á netinu? „Þegar fólk er komið inn á
síðuna, www.kaffilestur.com, þá skrá-
ir það sig annað hvort í SMS, þar sem
hægt er að fá og greiða fyrir stakan
lestur eða áskrift en þá er greitt fyrir
aðgang að síðunni í ákveðinn tíma. Á
síðunni er sýnt með myndum og sagt
frá í texta tvenns konar aðferðum við
kaffilestur, það er með korgi og án
korgs. Notandinn les í táknin í boll-
anum sínum og velur þau sem eru
sambærileg í táknalista á síðunni og
setur inn í leitarvél. Hugbúnaðurinn
veitir síðan kaffilesturinn.
Uppfinningamaðurinn vill ekki
gera lítið úr gagninu sem hafa má
spám sem þessum. „Það fer vitaskuld
eftir innsæi hvers og eins en það er
mín skoðun að við ættum ekki að van-
meta það sem við sjáum ekki en höf-
um á tilfinningunni. Kaffilestur eins
og þessi er þó hugsaður sem dægra-
dvöl og fólk ætti að taka honum sem
slíkum.“
Morgunblaðið/RAX
Uppfinning Kristinn sameinaði aldagamla hefð kaffilesturs og nútímatækni.
Spáir í kaffibolla á netinu
www.kaffilestur.com
STARFSMENN, sem fá reglulega hrós
og þakklæti frá yfirmönnum sínum, eru
tilbúnir til að leggja harðar að sér í vinnu
en aðrir. Afköstin geta fyrir vikið orðið
allt að þrisvar sinnum meiri en hjá öðr-
um.
Danska vefritið Business.dk greinir frá
rannsókn sem bandaríska greiningarfyr-
irtækið Jackson Organization gerði og
teygði anga sína út um allan heim. Hún
stóð yfir í 10 ár en þátt tóku um 200.000
undir- og yfirmenn.
„Fyrirtæki gera oft þau mistök að
standa fyrir stórri veislu eða ferðalagi
einu sinni á ári en gleyma að sýna starfs-
mönnum þakklæti fyrir framlag sitt frá
degi til dags,“ segir Chester Elton, einn
af höfundum rannsóknarinnar.
Hann segir mikilvægt að hrósið sé á
persónulegum nótum. „Yfirmaður sem
kaupir miða á íshokkíleik fyrir alla starfs-
menn sína af því að hann hefur sjálfur
áhuga á leiknum ætti fremur að reyna að
komast að því hverju hver og einn starfs-
maður hefur áhuga á. Þannig er þakkað
fyrir með persónulegum hætti.“
Vilja viðurkenningu
Önnur dæmigerð mistök yfirmanna er
að ganga út frá því að bestu starfsmenn-
irnir fái nægilegt hrós. Hins vegar er
mikilvægt að gleyma þeim ekki heldur.
„Staðreyndin er sú að góðir starfsmenn
vilja fá viðurkenningu fyrir störf sín,“
segir Elton.
Á hinn bóginn þarf að þjálfa þá starfs-
menn sem standa sig ekki eins vel og hin-
ir og láta þá vita þegar þeir hafa átt góð-
an dag í vinnunni. Jafnvel væri hægt að
launa þeim með bíómiðum eða álíka.
Elton telur einnig jákvætt þegar fyr-
irtæki borga fyrir þátttöku maka í ferða-
lögum á vegum vinnunnar. „Það er gott
að tekið sé eftir manni á vinnustaðnum en
þegar fjölskylda manns færi líka við-
urkenningu sýnir það að vinnuveitandinn
kann að meta tímann sem viðkomandi er
frá fjölskyldu sinni vegna vinnunnar.“
Hrós eykur afköstin
Reuters
Hrós Starfsmenn sem fá reglulega hrós frá yf-
irmönnum sínum eru til í að leggja harðar að sér.
Staðreyndin er sú að góðir
starfsmenn vilja fá viður-
kenningu fyrir störf sín.
Dæmi um tákn sem lesin voru í bolla:
Land, Sporðdreki, flugdreki, fugl.
Niðurstöður kaffilestursins:
Hérna er spáin þín. Þetta getur allt tengst saman. Reyndu því að lesa á
milli línanna:
Þú hefðir gott af því að vera meira úti í náttúrunni og fara í gönguferðir.
Það er gott bæði fyrir líkama og sál.
Það er hætta á ferðum og einhver er að leggja á ráðin um að vinna þér
mein. Ef það er eitthvert tákn sem stingur sporðdrekans í bollanum þínum
bendir á þá getur það gefið vísbendingu um hvað þú þarft að varast og í
hverju þessi hætta felst.
Þú þarft að varast það að flýja raunveruleikann og sökkva inn í
dagdrauma og ef þú hefur verið eirðarlaus þá er rétti tíminn fyrir þig
að finna þér ný viðfangsefni.
Þér munu berast góðar fréttir og þú munt fá mörg ný tækifæri. Það gæti
einnig verið von á gestum.
Kaffilestur