Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 21 Örn Ingi Gíslason listamaður fagn- aði 30 ára „útgönguafmæli“ úr Landsbankanum í gær, en eins og kom fram í blaðinu voru þá liðin nákvæmlega 30 ár síðan hann hætti þar störfum upp á þá fjárhagslegu von og óvon sem því fylgir að vera listamaður. Í tilefni dagsins var skemmtileg samkoma á Amts- bókasafninu í hádeginu þar sem Örn Ingi ræddi m.a. um menning- armál.    Klukkan rúmlega tíu í gærmorgun heimsótti Örn Ingi gamla starfs- félaga í bankanum og þar var glatt á hjalla. Síðan fór hann á Heilsu- gæslustöðina, bankaði uppá hjá heimilislækninum sínum og færði honum rauðvínsflösku að gjöf í til- efni þess að hann hefur aldrei þurft að leita til læknisins á þessum þrjá- tíu árum. Ekki eru ýkjur að Frið- rik Vagn Guðjónsson var undrandi þegar gestinn bar að garði! En Friðrik tók auðvitað við gjöfinni.    Ekki varð undrun starfsmanna Svæðisvinnumiðlunar minni þegar Örn Ingi stormaði þangað inn með blómvönd og konfektkassa og færði fólkinu að gjöf. Tilefnið var að þrátt fyrir að hafa verið „atvinnu- laus“ í 30 ár hefur honum aldrei dottið í hug að nýta sér þjónustu stofnunarinnar.    Ólafur Árnason sem er 102 ára, elsti íbúi Akureyrar og elsti áskrif- andi staðarblaðsins Vikudags, setti formlega í gang nýjan fréttavef Vikudags – www.vikudagur.is – síð- degis í gær. Um það bil eitt ár er liðið síðan nýir eigendur tók við út- gáfu blaðsins og fréttaþjónusta á Netinu bætist nú við þjónustuna.    Hnútuköst Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, fráfarandi bæjarstjóra, og Sigfúsar Ólafs Helgasonar, for- manns og framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Þórs, hafa vakið athygli undanfarið. Sigfús lýsti því yfir á fundi að hann væri mótfallinn hugmyndum um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á svæði Þórs en bærinn hefur stefnt að því fyrir Landsmót UMFÍ 2009. Í kjölfar þessara ummæla Sigfúsar sagði Kristján Þór í Vikudegi að sér virt- ist sem Sigfus væri að beita bæinn fjárkúgun. „Ef við ætlum inn á svæði Þórs, þá verðum við að borga það fyrir það,“ var haft eftir bæj- arstjóranum.    Framkvæmdastjórn Þórs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Kristjáns Þórs var harðlega mót- mælt, „er hann sakar formann Þórs um fjárkúgun […] enda á sú stað- hæfing sér enga stoð í veru- leikanum. Það er með ólíkindum hvernig fráfarandi bæjarstjóra tekst að setja fjárkúgun í samhengi við innihald ummæla formanns Þórs sem birtust í Vikudegi hinn 4. janúar“. Þórsarar benda einnig á að aðal- fundur félagsins 2003 hafi sam- þykkt að veita aðalstjórn þess heimild til að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs, en ekki hafi verið samþykkt þar að í slíkar framkvæmdir yrði ráðist eins og sagt var í Vikudegi. „Formlegar viðræður hafa ekki far- ið fram milli félagsins og bæjaryf- irvalda um málið þrátt fyrir ítrek- aða beiðni félagsins þar um. Persónuleg skoðun formanns Íþróttafélagsins Þórs þarf ekki að endurspegla afstöðu aðalstjórnar né annarra félagsmanna,“ sagði í yfirlýsingu Þórs.    Eitt lítið orð vantaði í texta með mynd í blaðinu á þriðjudaginn og skemmdi frásögnina; myndin var tekin við vígslu glæsilegrar sund- laugar á Hrafnagili og þar klipptu á borða Úlfar Hreiðarsson, fyrrver- andi húsvörður, og Rósa Árnadóttir frá Höskuldsstöðum í Eyjafjarð- arsveit, sem kennt hefur sund í áratugi. Orðið hún féll niður þannig að halda mátti að Úlfar hefði bæði verið húsvörður og kennt sund. Það skal ítrekað að Rósa hefur kennt sund í Eyjafjarðarsveit, og raunar víðar, í áratugi. Hér með er beðist innilega afsökunar á mistökunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hestaheilsa Örn Ingi og Friðrik Vagn Guðjónsson heimilislæknir. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Margreynd Rósa Árnadóttir á Höskuldsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Guðmundur G. Halldórssonhorfði á fréttir í liðinni viku. Þar var Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri kvaddur. Og Guðmundur orti: Akureyrar hækkar hagur hlær við sól hver Eyfirðingur; Kristján Þór er myndarmaður meira að segja Dalvíkingur. Í skoðanakönnun kom fram að Valgerður Sverrisdóttir næði ein inn af lista Framsóknar í Norðaust- urkjördæmi. Guðmundur orti: Birtist alltaf björt og hrein baðar vængjum framagjörn; skyldi hún verða eftir ein álftin fagra á Lómatjörn? Loks fylgdist hann með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur lýsa áhuga á inngöngu í ESB og orti „kannski ekki alveg eins vinsam- lega vísu“: Mörgum finnst hún körg og köld, kratans fúna rætur þegar önug Ingibjörg Össur fjúka lætur. VÍSNAHORNIÐ Af fréttum og pólitík pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.