Morgunblaðið - 18.01.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 18.01.2007, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín ErlaBernódusdóttir fæddist í Reykjavík hinn 5. október 1933. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn. Fyrstu fimm ár ævinnar ólst hún upp hjá móðursystur sinni Guðlaugu Klem- enzdóttur og eig- inmanni hennar Hermanni Guð- mundssyni, sem þá bjuggu á Litla-Skarði í Borg- arfirði. Móðir Erlu var Dómhildur Klemenzdóttir frá Hvassafelli í Borgarfirði. Hún giftist árið 1938 Bernódusi Halldórssyni útgerð- armanni úr Bolungarvík sem ætt- leiddi Erlu og fluttist hún með þeim þangað vestur. Systkini Erlu eru: Halldór, f. 1939; Guðrún Lilja, f. 1941, d. 2004; Sigurður Viggó, f. 1944, d. 1993; Guðmundur Kristinn, f. 1948, og Svanur, f. 1952, d. 1956. Hinn 28. sept- ember 1965 giftist Erla eftirlifandi eig- inmanni sínum, Ágústi Sigurðssyni frá Kirkjubóli í Mos- dal í Arnarfirði. Erla hóf störf á Sjúkrahúsi Hvíta- bandsins á árinu 1949, hóf nám í Hjúkrunarskóla Ís- lands 1957 og lauk þaðan burtfar- arprófi 1. mars 1960. Starfaði hún við hjúkrun á ýmsum sjúkra- húsum, hér heima og erlendis, þar til hún hóf nám í Röntgen- tæknaskóla Íslands árið 1974 og lauk þaðan burtfararprófi. Starf- aði hún síðan á Röntgendeild Landakotsspítala og síðar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins uns hún lét af störfum þar á árinu 2002. Útför Erlu verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar ég sest niður til þess að skrifa örfá minningarorð um æsku- vinkonu mína Erlu Bernódusdóttur skartar Bolungarvík sínum fegurstu vetrarklæðum, „Víkin“ sem við báð- ar elskuðum. Minningarnar þyrlast upp og hugurinn hverfur til æskuár- anna. Á þeim árum fólust leikirnir í fallin spýtan, horfin, albolta og að leika sér í fjörunni, já, og síðar hand- bolta, en þar var Erla mjög liðtæk. Í minningunni var alltaf nægur snjór á veturna. Þá fórum við og renndum okkur á dragsleða niður hólinn eða skíðasleða, skautasvellið var í miðju þorpinu og gat orðið býsna stórt. Þar var oft mikið gaman, já, yndislegir og áhyggjulausir dagar. Í okkar orða- bók var ekki til orðið að láta sér leið- ast, við fundum okkur alltaf eitthvað til að gera. Stutt var á milli heimila okkar Erlu. Við fylgdumst gjarna í skólann enda alltaf saman í bekk. Erla var einstaklega ljúf og skapgóð, hún var dul og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Við áttum það sameig- inlegt að vera ættleiddar og ræddum stundum hvernig „réttir“ feður okk- ar litu út. Áður en varði skildu leiðir. Erla fór til Reykjavíkur í skóla, hún lærði hjúkrunarfræði, það átti vel við hana því hún var þolinmóð og blíðlynd. Síðar þegar ég fór í skóla í Reykjavík kynnti hún mig fyrir Hermanni og Laugu móðursystur sinni og þeirra börnum sem henni þótti mjög vænt um. Til þeirra var gott að koma, rétt eins og að koma í foreldrafaðm. Ég minnist þeirra með djúpu þakklæti. Erla var traustur vinur vina sinna. Þegar ég átti stórafmæli árið 2003 mætti hún. Það gladdi mig mikið. Erla og eiginmaður hennar Ágúst Sigurðsson áttu fallegt heimili og þar ríkti þetta rólega andrúmsloft eins og allt annað skipti ekki máli. Veik- indi hennar bar brátt að og eftir stutta legu er hún horfin úr þessum heimi. Ég sendi eiginmanni hennar, systkinum, þeirra fjölskyldum og frændfólkinu úr Miðtúni mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þú, sem gafst vorið, og þú, sem gafst sumarið blíða, þú, sem gafst blessun og hjálpræði liðinna tíða, samur ert þú. Syrgja hví skyldum við nú eða því komandi kvíða? (B. Jónsson frá Minna-Núpi) Far þú í friði, elsku vinkona, ég veit að margir taka á móti þér. Hittumst hinum megin. Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Bolungarvík. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir, og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Nú eru liðin nákvæmlega 50 ár síð- an við 22 stúlkur hófum nám við Hjúkrunarskóla Íslands, í janúar 1957. Í þrjú ár bjuggum við allar saman á heimavist skólans og vorum eins og ein fjölskylda. Þetta var glað- vær og skemmtilegur hópur, við ,,hollsysturnar“, eins og við kölluð- um okkur. Aðall Erlu var hógværð og lítillæti. Hvar sem hún vann var eftir því tekið hvað hún lagði mikla alúð í störf sín. Umhyggja hennar fyrir öðrum var einstök. Hún bar gæfu til að eignast góðan eiginmann, Ágúst Sigurðsson, og var sambúð þeirra einstaklega falleg. Á heimili þeirra ríkti ást og gagnkvæm virð- ing. Við vottum Ágústi, sem og öðr- um aðstandendum Erlu, einlæga samúð okkar. Hollsysturnar frá 1957. Kristín Erla hét hún vinkona mín sem nú er fallin frá eftir stutt en erfið veikindi. Erla kom til Bolungarvíkur fjögurra eða fimm ára gömul. Fljót- lega tókst góð vinátta með henni og Birnu systur minni, þær voru jafn- öldrur en ég tveimur árum yngri. Vinátta okkar Erlu varð svo meiri þegar við vorum komnar um tvítugt og hún komin í hjúkrunarnám. Hún hvatti mig til að koma í skólann, en ekki varð neitt úr því hjá mér. Þegar Erla fór að vinna á sjúkrahúsinu á Ísafirði 1961-’62, vann ég á sjúkra- skýlinu í Bolungarvík og á þeim tíma vorum við mikið saman. Erla var dul í skapi og flíkaði ekki tilfinningum sínum, en tryggari og traustari fé- laga var ekki hægt að hugsa sér. Á Ísafjarðarárunum átti Erla bíl, Volkswagen bjöllu. Það voru örugg- lega ekki margar ungar stúlkur sem áttu bíl á þessum árum. En Erla fór vel með sín laun, bruðlaði ekki í óþarfa og var mjög gætin. Sumarið 1962 lögðum við í langferð á bílnum hennar. Hvorug okkar hafði mikla reynslu af því að keyra bíl, en báðar tröllatrú á sjálfum okkur. Leið okkar lá norður á Húsavík, að heimsækja vinkonu okkar, Erlu Inga sem var hjúkrunarkona þar. Þaðan fórum við þrjár austur á Neskaupstað, þar sem Erla Bern hafði starfað sem hjúkr- unarkona. Við lentum í ýmsum æv- intýrum, en heim komum við glaðar, ánægðar og fullar af sjálfstrausti eft- ir þessa skemmtilegu ferð. Árið 1964 leigðum við íbúð saman í Reykjavík, Erla Inga, Erla Bern og ég. Á þeim tíma kynntust þær verð- andi mökum sínum. Foreldrum Erlu, Dómhildi og Bernódusi, kynntist ég vel og var ávallt velkomin á heimili þeirra. Einnig kynntist ég Guðlaugu móðursystur Erlu, Hermanni manni Guðlaugar og fjölskyldu þeirra hér fyrir sunnan. Var það mikið sóma- fólk. Ég veit að Erlu þótti mjög vænt um þessa fjölskyldu sem hún dvaldi hjá fyrstu ár ævi sinnar. Elsku Gústi, ég veit að þú hefur misst mikið og söknuður þinn er sár, en þú getur yljað þér við minning- arnar frá 42 ára sambúð með elsku- legri eiginkonu. Við hjónin vottum þér, systkinum Erlu, mökum, ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu sam- úð. Hvíl í friði, kæra vinkona. Kristín Sigurðardóttir Líkn með þraut. Hugprúð og heil- steypt kona er gengin, eftir harða baráttu við svipaðan sjúkdóm og hún sjálf helgaði starfskrafta sína gegn, árum saman. Erla Bernódusdóttir, röntgen- hjúkrunarfræðingur, var fullþroska kona og þrautreynd í starfi sínu og samskiptum við sjúklinga jafnt sem samstarfsfólk, þegar hún flutti sig frá Landakotsspítala yfir til okkar á Röntgendeild Krabbameinsfélagsins í maí 1992. Varð fljótt ljóst af stuttri viðkynningu, að hún hefði flesta þá kosti til að bera sem hæfðu vel því vandasama starfi að sinna röntgen- myndatöku á brjóstum kvenna, en það lærði hún á skömmum tíma. Hún varð fljótt fyrirmynd annarra, tók til dæmis yfirleitt óaðfinnanlegar myndir, sem er alls ekki sjálfgefið í mörgum tilvikum. Þurftum hvorki ég né félagið að sjá eftir þeirri ráðn- ingu. Erla varð fljótlega einn aðalburða- rásinn í starfsemi okkar, ekki sízt eftir fráfall Sigríðar Kristjánsdóttur, röntgentæknis, sem hafði unnið á deildinni allt frá stofnun 6. maí 1985. Einbeiting og vandvirkni voru aðals- merki Erlu, enda skildi hún vel mik- ilvægi starfs síns. Hygg ég að skjól- stæðingar okkar, hvort sem um var að ræða þær viðkvæmu og ótta- slegnu konur sem leituðu rannsókna vegna gruns um illkynja mein í brjósti, eða þátttakendur í almennri hópleit að brjóstakrabbameini, hafi skynjað það og skilið, þótt sjálf segði hún ekki alltaf margt. Sagt hefur verið að sönn menning sé fólgin í því að inna öll störf vel af hendi – þá menningu kunni Erla sannarlega. Samvinna hennar við okkur röntgenlæknana var líka með miklum ágætum, hún var fljót til verka og gat raunar illa verklaus verið, var næm á umhverfi sitt og fann yfirleitt einhverja vel þegna út- rás fyrir starfsorku sína ef um hægð- ist. Hún var þó hlédræg að eðlisfari og háttvís, en gat verið ákveðin á stundum. Ekki gleymist, hvernig hún stóð áfram sem klettur þegar starfsliði fækkaði tímabundið á deildinni. Að konu sem Erlu Bernódusdótt- ur er djúp eftirsjá, enda finnst okkur hún hafa farið alltof fljótt, hefði átt skilið að njóta fleiri eftirlaunaára við góða heilsu sem fyrr. Sem betur fer var henni vel ljóst, hve mikils ég mat hana, og alltaf var notalegt að hitta hana vel til hafða á förnum vegi með Erla Bernódusdóttir Ég mun aldrei gleyma þér. Ég man eftir miklu úr æsku. Mér fannst svo gaman að sjá þig um jólin. Hvað þú varst fínn og sætur. Ég tek þessari heimsókn sem kveðju, þetta var góð kveðja. En ef þér líður vel núna líður mér vel. Einn daginn munum við hittast aftur. Ég veit að mamma mín og litli bróðir þinn taka vel á móti þér og passa þig vel fyrir okkur. Það er sárt að horfa á eftir þér. Þú varst svo fallegur strák- ur, það var svo margt gott sem þú gerðir. Þessi endalausi fyndni húmor, ég á eftir að sakna hans. En við höld- um okkar striki, lifum okkar lífi áfram og höldum fast hvert utan um annað. En þú verður hjá okkur, bara í öðrum heimi. Góðum heimi þar sem við hitt- umst aftur. Hvíldu í friði og Guð geymi þig, Sævar. Fjóla Kristín Freygarðsdóttir. Með fáum orðum vil ég minnast frænda míns Sævars Sigurðssonar sem á svo sorglegan hátt yfirgaf þennan heim síðasta dag ársins 2006. Þegar ég hugsa til baka og velti fyrir mér hver mín sterkasta minning um Sævar er staldra ég við í spurn. Helst kemur upp í hugann kímnislega brosið og þá kannski sér í lagi hlát- Sævar Sigurðsson ✝ Sævar Sigurðs-son fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. des- ember 1984. Hann lést á heimili sínu 31. desember síð- astliðinn og var hann jarðsunginn frá Grindavík- urkirkju 12. janúar. urinn sem var skemmtilega smitandi og sérstakur. Það er sárt að skrifa minning- argrein um dreng sem er 15 árum yngri en maður sjálfur og manni fannst lífið blasa við, hörkuduglegan sjó- mann og eldkláran tölvuspekúlant, kom- inn í sína eigin íbúð, átti bíl og sjálfsagt hefði ekki liðið langur tími þar til næstu skref í líf- inu hefðu verið stigin. En það verður ekki á allt kosið í þessu blessaða lífi okkar sem oft er þyrnum stráð og sjálfsagt ekki alltaf létt að vera ungur maður í heimi sem er fullur af freistingum jafnt góðum sem slæmum. Því miður er það stað- reynd að alltof margir lenda út af sporinu í lengri eða skemmri tíma og alltof margir komast aldrei inn á það aftur. Því vil ég beina mínum orðum til ykkar, kæru vinir Sævars: Heiðr- um minningu um góðan, glaðværan og duglegan dreng með því að skoða okkur sjálf og styðja hvert annað í heimi okkar og hjálpa hvert öðru í að finna réttu leiðina. Lífið og lífslöng- unin eykst og batnar með hverju ári sem líður, aðalmálið er að líkami, sál og andi fylgist að. Með þessu litla ljóði kveð ég þig kæri frændi. Ertu horfin? Var þér lífið þetta þungt, þjáði kvöl svo hjartað ungt að ekkert benjar bætti? Fannst þér allt svo sárt og svart, sástu ekkert ljúft og bjart, var þér lífið helsi hart, hlaðið þungum mætti? Sástu enga aðra leið, ekkert sem að létti neyð, hlaustu að enda æviskeið ungur – með þessum hætti. Ertu horfin? Lífs á morgni brostin brá, búið allt, sem vakti þrá, mátti ekkert ylja? Gastu ei lengur gengið braut, gastu ei varpað af þér þraut, féll þér engin fró í skaut, fús ég reyni að skilja? Að mér sækir sálarkvöl, sýnist hvergi á huggun völ, þegar svona blóðugt böl bugar lífsins vilja. Ertu horfin? sveipuð dauðans þungu þögn, þjáðu hugann dularmögn, ofar öllu skyni? hurfu sjónum lífsins lönd, leið þér gæfan burt úr hönd, tengdu ekki blóðsins bönd börn af sama kyni? Hefði ég getað hjálpað þér, hefði gæfan skilað sér, ef þú hefðir mætt í mér meiri frænda og vini? (Rúnar Kristjánsson) Og hvatning til þeirra sem eftir sitja: Þú sem aldrei náðar nýtur, neyðarinnar kjörum lýtur, hefur mist þinn kraft og kjark. Þegar von og vilja þrýtur á þig feigðar fangamark. Þó að blási mjög á móti máttu ekki í sálar róti fleygja öllu fyrir borð. Lífs er erfið ganga á grjóti, gakktu ekki að heljarfljóti, það er sama og sálarmorð. Fram á veginn – fjörs í brýnu færast skaltu að marki þínu, enn þó bætist þraut við þraut. Lífið er í eðli sínu aðeins brot af silfurlínu sem að tengir skaut við skaut. (Rúnar Kristjánsson) Andri, Laufey og Eiríkur, Siggi og Sigga, Kolla frænka, vinir og ættingj- ar, megi Guð vera með ykkur í þess- ari miklu sorg. Ykkar einlægur Ingvar Guðjónsson. Jæja, Sævar minn, þegar ég fékk þessar hrikalegu fréttir á gamlárs- kvöld, að þú værir farinn frá okkur, vissi ég hreinlega ekkert hvernig mér átti að líða. Ég var staddur í útlönd- um, langt frá raunveruleikanum sem var að gerast heima, gat hreinlega ekkert gert nema að hugsa til þín og um hvað væri að gerast. Ég fer að rifja upp hvað við höfum brallað margt saman en geymi það bara hjá sjálfum mér. Í þessum heimi á maður ekki marga vini en, Sævar, þú varst einn af þeim fáu sem ég gat kallað vin. Við gátum stundum setið tveir tím- unum saman og rætt málin og þú gast alltaf spurt mig um eitthvað sem þér þótti óþægilegt að spyrja aðra um. Ég þekki engan annan sem gat haldið heilu partíunum á floti með ótrúleg- um sögum og fíflagangi. Sævar minn, þótt það sé erfitt þá verð ég að kveðja þig og minnast þín sem góðs vinar. Það verður alltaf pækillinn og krúsi. Ég kveð þig, vinur minn. Laufey, Siggi og Andri Páll, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Ásgeir Ásgeirsson. Þær hræðilegu fréttir að Sæsi væri látinn bárust okkur flestum á gaml- ársdag eða nýársnótt. Sæsi var fjör- ugur strákur og mikill prakkari sem sjaldan eða aldrei var ládeyða í kring- um. Þrátt fyrir prakkaraskapinn og uppátækjasemina vildi hann öllum vel og meiri ljúflingur var vandfund- inn. Sæsi var mjög ósérhlífinn og hug- rakkur eins og sást kannski best þeg- ar hann tók þátt í íþróttum og leikj- um. Þá gerði hann alltaf sitt besta og rúmlega það. Í okkar huga mun lifa minning um fjörugan, skemmtilegan en umfram allt ljúfan og góðan strák. Við viljum senda fjölskyldu Sæsa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samnemendur í Grunnskóla Grindavíkur (’84 árgangurinn). Ó, Sævar, elsku Sævar minn, ég vil ekki trúa að þú sért farinn. Þegar ég heyrði að þú værir látinn sveið mig í hjartað, ég náði varla andanum. Í sorginni öðlast maður skilning og fyr- irgefningu, það hjálpar manni smátt og smátt í gegnum þetta. Ég mun aldrei gleyma þínu ynd- islega brosi og þessum tæru augum þínum sem horfðu svo oft í mín. Ég hugsa alltaf um hvað þú varst alltaf langfallegastur nývaknaður, brostir til mín og kysstir mig góðan daginn, það var það besta í heimi, og svo að fá að kúra pínu meir. Þú komst mér allt- af til að hlæja og mér leið alltaf vel í kringum þig. Þú veist að þú hefur alltaf átt stór- an stað í hjarta mínu og þar mun ég geyma allar minningarnar sem ég á um þig. Sérstaklega allar þær minn- ingar sem ég og þú áttum saman. Ég vil þakka guði fyrir að hafa kynnst þér og fengið að njóta ástar þinnar og umhyggju. Þú varst hreinskilinn, fyndinn, skemmtilegur, hreint og beint æðisleg persóna. Ég mun aldrei kynnast neinum eins og þér, þú varst einstakur. Þú varst alltaf svo góður við Sesar og saknar hann þín sárt. Hann langar að þakka þér fyrir allar Lego-stund- irnar og sögulesturinn á kvöldin sem eru ógleymanlegar, eins og þú ert okkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.