Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 22
ferðalög 22 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Elsayed Ahmed Nassarstígur út úr búðinnisinni, brosir og býðurvegfarendum gott kvöld. Líður þeim vel? Jú, alveg ljómandi, takk. Hvað heita fallegu börnin? Sóley og Sæmundur heita þau. Það eru skrítin nöfn, en það er viðbúið að falleg börn frá fjarlægu landi beri skrítin nöfn. Væri ekki vel til fundið að þiggja svolítið te? Íslendingarnir afþakka enda þykjast þeir vita að egypskir kaupmenn séu slyngir sölumenn og hafa ekki hugsað sér að falla í gildru þeirra á fyrsta kvöldi. Seigur kaupmaður heldur sínu striki Kaupmaðurinn ungi leggur sam- an lófana og grátbiður um að fá að færa börnunum litla gjöf. Það er samþykkt og þau fá litlar hand- blásnar glerflöskur, ætlaðar undir ilmolíur. Egyptinn biður okkur svo að koma og þiggja af sér te þegar betur stendur á hjá okkur. Daginn eftir stígur hann aftur út úr búðinni sinni, spyr hvort fólkinu líði ennþá vel og hvort nú megi bjóða te. Öllum líður ennþá vel og samþykkt er að drekka saman te síðar um daginn. Sóley, Sæmundur, falleg börn, segir hann í kveðjuskyni og brosir breitt til foreldranna. Rauðrunnate er borið fram í litlum glösum og bragðast vel. Litla búðin er björt og ilmolíur í fallegum flöskum prýða hillurnar. Vita gest- irnir að egypskar ilmolíur eru róm- aðar um allan heim? Jú, eitthvað rámar þá í að hafa lesið um að egypskar kjarnaolíur þyki þær bestu í heimi. Og að Egyptar eru mjög stoltir af olíunum sínum? Það finnst ferðafólkinu ekki skrítið. Kaupmaðurinn er kvaddur og honum lofað að aftur verði drukkið með honum te síðar. Að kvöldi þriðja dags liggur fyrir ákvörðun um að kaupa dálítið af gæðaolíum af Elsayed, en fullorðna fólkið sammælist um að láta þó ekki okra á sér. Kameldýr fyrir rauðhærða stúlku Sælt veri fólkið, segir kaupmað- urinn og býður te. „Ég verð að spyrja ykkur,“ segir hann um leið og fjölskyldan hefur hlammað sér í sófann hjá honum, „hversu mörg kameldýr mynduð þið sætta ykkur við fyrir fallegu rauðhærðu stúlk- una, Sóleyju?“ Hann viðurkennir að- spurður að þetta sé „túrista-trikk“, ferðamenn hafi gaman af umræðum um stúlkur og kameldýr. Eftir spjall um stúlkur, háralit, augnalit, kyssi- legar varir og te er umræðunni snú- ið að kjarna málsins; olíum. Ljóst er að egypskar kjarnaolíur eru dýrar, rándýrar. Því er hikstalaust logið að kaupmanninum að fjölskyldan sé á leið til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hægt sé að fá fínar olíur á miklu betra verði og samstundis lækkar verðið hjá vininum. Fyrsti hluti viðskiptasamningsins er í höfn og Íslendingarnir kátir. Þeir leyfa Egyptanum að kynna hverja ilmolíuna á fætur annarri. Hann færir þeim glas með möluðu kaffi og biður þá að þefa af kaffinu milli þess sem þeir lykta af olíunum. „Kaffið afeitrar skynfærin,“ út- skýrir hann og heldur langan fyr- irlestur um olíurnar sínar. Að fyrirlestrinum loknum standa ferðamennirnir upp, staðráðnir í að láta ekki taka sig í bólinu í við- skiptum við eygpskan ilmolíukaup- mann, og segjast ætla að hugsa mál- ið. „Þakka ykkur fyrir að koma til mín og þiggja af mér te,“ er það eina sem hann segir og brosir í kaupbæti. Hann ætlar greinilega að taka okkur á sálfræðinni. Næsta dag er ilmolíukaupmað- urinn hunsaður. Við kinkum til hans kolli en látum eins og við höfum engan áhuga á viðskiptum. Hann heldur áfram að brosa og segja að Sóley og Sæmundur séu falleg börn með skrítin nöfn. Biður þau líka að þiggja af sér litlar styttur af skjald- bökum, sérstaka verndargripi egypsku þjóðarinnar. Börnin fá leyfi til að þiggja gjafirnar. Olían betri en nokkurt krem Þegar líða fer að brottför er ákveðið að kaupa olíur af kaup- manninum indæla. Besta olía fyrir húðina er blanda af möndlu- og kók- osolíu, segir hann og hellir dálitlu í flösku fyrir okkur. „Prófið olíuna. Húðin verður mjúk, silkimjúk. Bera olíu á andlit, sofa með olíu, þvo olíu af daginn eftir,“ voru fyrirmælin og í ljós kom að olían virkaði betur en nokkurt krem frá hátískuhúsunum. „Ég veit,“ sagði sá egypski þegar honum var sagt frá árangrinum. „Nú blanda spes ilm fyrir þig.“ Að sjálfsögðu lauk viðskiptum okkar á þann veg að prúttað var dágóða stund, keypt voru býsn af ilmolíum bæði fyrir fjölskylduna og til gjafa. Góðar ilmolíur er hægt að nota í stað ilmvatna og kjarnaolíurnar eru sannarlega góðar og nærandi fyrir húðina, í það minnsta blanda af möndlu- og kókosolíu frá Elsayed í Ilmhöllinni. Upphaflega hugmyndin var sú að láta ekki plata sig til viðskipta, en sá egypski sá við okkur og seldi okkur meira af olíum en til stóð að kaupa og þótt endanlegt verð væri töluvert lægra en upphaflegt verð sá ég ekki betur en að hann glotti þegar við kvöddum hann. Við vorum ánægð, hann greinilega líka og var þá ekki tilgangi viðskiptanna náð? Ljósmynd/ Brynja Tomer Sól og sandur Marsa Alam er vinsæll egypskur baðstrandabær sem liggur sunnarlega við Rauða hafið, skammt frá Súdan. Prúttað um ilmolíur Verðmiðar eru ekki alls staðar teknir jafn alvarlega og á Íslandi. Brynja Tomer hefur mikla ánægju af því að prútta og skemmti sér því konunglega þegar hún var á ferð í Marsa Alam í Egyptalandi. Lykt Ilmolíur eru blandaðar á staðnum ef eftir því er óskað og kaupmað- urinn ungi telur ekki eftir sér að halda langa fyrirlestra um olíurnar. Uppbygging Kraftur er í uppbyggingu á Marsa Alam-svæðinu. 10.01. 2007 Erum komnar „heim“ til La Paz eftir þriggja daga ferð til Titicacavatns. Lögðum af stað á sunnudag til Copacabana og vorum þar eina nótt. Fórum þar að djamma med argentískum strákum sem voru á hótelinu okkar og við „bonduðum“ svona líka svakalega að þeir buðu okkur gistingu þegar við komum til Argentínu. Fórum svo á mánudagsmorguninn til Isla del Sol sem myndi útleggjast á íslensku sem Sól- areyjan. Þegar við komum þangað sáum við að öll hótelin voru upp á fjalli þannig að við þurft- um að labba í 30 mínútur í brennandi sól og tæplega 4.000 m hæð. Vorum nær dauða en lífi þegar við komumst upp þannig að við tókum því bara rólega það sem eftir var dagsins. Daginn eftir vöknuðum við endurnærðar og ákváðum ad fara í „smá“ göngutúr yfir í hitt þorpið hinum megin á eyjunni. Við lögðum í hann og þar sem við erum þekktar fyrir ein- staka ratvísi tókst okkur að labba óvart framhjá göngustígnum og upp á eitt fjall (hól) og þar sáum við sem betur fer hinn rétta göngustíg. Svo löbbuðum við og löbbuðum og komum loks- ins að gatnamótum. Þar sem engar vegamerk- ingar voru á staðnum ákváðum við að láta eðl- isávísunina ráða. Það hefðum við hinsvegar ekki átt að gera því við löbbuðum í staðinn í kringum eitt fjall meðan við leituðum að þorpinu. Og þar kláraðist vatnið. Á þessum tímapunkti vorum við búnar að vera að labba í fimm tíma eða svo þannig að við ákváðum bara að snúa til baka til að vera komn- ar fyrir myrkur. Og við löbbuðum og löbbuðum með pásum á fimm metra fresti þar sem þolið sem ekki var mikið fyrir verður að engu í svona mikilli hæð. En svo komum við að einni sjoppu sem seldi allt vatnið á okurverði en þar sem við vorum a þurrksmörkum létum við það ekki á okkur fá. Loksins komum við svo upp á hótel eftir átta klst. göngu, skaðbrenndar og æðislega þreytt- ar. ferðablogg | Írena Sólveig Steindórsdóttir og Unnur Lilja Bjarnadóttir blogga frá Suður-Ameríku Útstáelsi á heimaslóðum Æskuvinkonur Unnur Lilja Bjarnadóttir og Írena Sólveig Steindórsdóttir ætla að ferðast um Suður-Ameríku næstu átta mánuðina. Æskuvinkonurnar Unnur Lilja Bjarnadóttir og Írena Sólveig Steindórsdóttir lögðu upp í átta mánaða flakk um Suður-Ameríku í janúar- byrjun. Írena hefur verið skiptinemi í Bólivíu og Unnur starfað sem sjálfboðaliði í Gvate- mala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.