Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 43 UPPÁTÆKI Georges Martin og sonar hans að endurhljóðblanda vel valin Bítlalög hefur heldur betur fallið í kramið hjá tónlistarunn- endum. Platan sem kallast ein- faldlega Love hefur slegið í gegn víðast hvar og nú síðast tók hinn heimsfrægi sirkus Circue de Soleil upp á því að sýna sérstaka Love-fjöllistasýningu sem þykir einstök. Að sjálfsögðu eru sumir sem vildu heldur að Martin hefði látið lögin vera í friði, því varla heldur nokkur maður að hann geti bætt Bítlana. Og er þá ekki betur heima setið en af stað farið , eins og maðurinn sagði? Eða hvað? Ástin allra á Bítlunum! ÞÓRHALLUR Sig- urðsson sem er jafnan kallaður Laddi heldur upp á sextugsafmæli sitt á laugardaginn. Laddi hefur verið einn dáðasti grín- isti landsins um árabil en því verður heldur ekki neitað að hann hefur verið ákaflega afkastamikill á tónlistarsviðinu þótt það hafi sannarlega fallið í skuggann af gríninu. Hver er sinnar kæfu smiður er safnplata með öllum helstu perlum Ladda, alls 47 talsins á tveimur geislaplötum og má þar nefna lög á borð við „Austurstræti“, „Hvítlaukurinn“, „Í Vesturbænum“ og fleiri og fleiri. Skyldueign fyrir alla aðdáendur Ladda. Magnaður ferill Ladda! ÞJÓÐLÖG Ragnheiðar Gröndal detta af toppn- um frá því í síðustu viku en platan selst jafnt og þétt eftir jólavertíðina. Ragnheiður stundar söngnám í Bandaríkj- unum en hana mátti þó sjá og heyra á tónlist- arknæpunni Domo í gær- kvöldi. Hið sama má segja um plötuna sem situr í þriðja sæti, Björgvin ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands og gestum og það þrátt fyrir að hafa fengið vafasama umfjöllun tengda álverinu í Straumsvík. Pottþétt 42 stekkur svo úr níunda sæti upp í það fjórða og rekur fleyg á milli Bo og Sálarinnar sem dettur niður um tvö sæti. Þar á eftir koma U2 og Justin Timber- lake, sú síðarnefnda var á fjölmörgum topp- listum þegar plötuárið 2006 var gert upp. Hræringar í efstu sætum! NÝJASTA breiðskífa rokk- sveitarinnar Incubus kemur ný inn á Tónlist- ann þessa vikuna og stekkur beint í 10. sæt- ið. Light Grenades kall- ast gripurinn og eftir því sem best verður séð er sveitin við svipað hey- garðshorn og áður. Þeir félagar í Incubus halda tónleika hér á landi í Laugardalshöll 3. mars næstkomandi og verða þeir tónleikar liður í tónleikaferð hljómsveitarinnar til að kynna breiðskífuna. Incubus var meðal þeirra hljómsveita sem ruddu nýrri hugsun leið í rokkinu vestan hafs fyrir áratug og er gjarnan nefnd í sömu andrá og hljómsveitir á borð við Deftones og Korn. Styttist óðum í Incubus!                           !"                             #$  %! % %"%& '(% ) * +) ,"% -.(%/% 0 % )%!  %1 /" (%!  %2 *( !  %-#(% /3," (%.+%4 %0!  (%&!%50 4(%%#$%4 %56*!                             #  ) *  .8"! 9"&    -!! 7 3! ) %8 , -,  %2$ 4 90 1+ %4 %84 *! $ %7  : ;  %# 0<!  ! =%4> 90 ?< 90 ;0! %.4 4 0*4* % 4 @!! 1 A %1! 4 -<< B "% 0 . %1/ . ! AC&+%DCE %F  0 !%7 ?!  ) %G%H%I$ %=+ 50 !0 1 ! = ;$3%;$3 4 8) A%8%4 % ) %D -4<%  2 A%4 %2! ) %! =4! I$), -,  (%1 "$%4 % !  &4JK% 1+ %4 %84 *! %1  !  ! !6C=4! 4 &! !%4L%2!%0! 1$ %  %  = 3%8 !! 74 /"%/%%+ : ?4! ! 1 %4%3!%.44 1 !0* ! & 0%M4!? 4 1! /  %N3! %M* . %1/%   %.!  -? %24! %H%7!! 4 I)% % * C- , %D2  F" %4 %", 50 !0%& ! ! %3!%7!O:* !%-! !%O 2! %! %  % P"% 0 ) -.%Q%%: ! L %. 8$)% !00 .4! %# 0! &4*,                        5. %$ 1! 1! 1! : !  14C-.8 MN %. ? 1! 14C-.8 1! : !  1! 14C-.8 5. %$ 1! : !  -  R ! %$ R ! 1! : !  : !  1! %$ 1! 14C-.8 #      Enn hangir hinn glænýi Bondinni í íslenskum kvik-myndahúsum, og virðist þar mikill aufúsugestur. Ekki að undra, myndin er bráðgóð og vel það, a.m.k. afskaplega mikil fram- för frá síðustu myndum sem voru orðnar hálfgerðar teiknimyndir, innantómt froðusnakk sem undir lokin skildu mann ekki eftir ham- ingjusamlega heilalausan (það ástand sem maður er í eftirá þegar þannig myndir eiga í hlut) heldur þvert á móti pirraðan yfir vitleys- unni og hinu alltumlykjandi hug- myndaleysi.    Nýi Bond, leikinn af DanielCraig, er harður nagli og virðist svo gott sem húmorslaus. Craig stóð sína plikt mjög vel í þessari fyrstu mynd sinni, Bond- mynd sem var meira eins og … ja … alvöru mynd einhvern veginn. Hún var meira að segja smá list- ræn, samanber svarthvíta, kornótta atriðið þegar Bond myrðir ein- hvern aumingjans þorparann með látum. Viðbrögð við myndinni hafa enda verið einróma. Gagnrýnendur og almenningur sameinast í gleðinni og það er eins og heims- byggðinni hafi hreinlega létt við þessi umskipti öll sem eftir á að hyggja voru bráðnauðsynleg.    Hver er besti Bondinn eða hververður næsti Bondinn er eilíf umræða í poppmenningunni, og alltaf jafn gild virðist vera. Á þessu hafa ALLIR skoðun, þetta eru um- ræðupunktar sem hægt er grípa til þegar enginn hefur neitt að segja í einhverju vandræðalegu matarboð- inu. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en ræðandi þessa hluti (fæddur 1974) en fyrir mig er bara einn sannur Bond. Roger Moore. Con- nery hefur ekkert gildi fyrir mig þannig, þar sem hann rennur ekki um æðar mér líkt og Moore, ef mér leyfist að nota svo klúðurslega myndlíkingu. Ef við spáum í þetta aðeins, þá er Moore langsvalasti Bondinn. Það lék um hann svona „ég er ekki að leika“-Seinfeld bros, sem gaf til kynna að hann væri í raun yfir allt þetta hafinn.    En það er enginn Bond sem fer í taugarnar á mér. Connery gerði sitt vel, og margir eru að sjá hann í Craig. George Lazenby stendur vanalega utan við svona umræður, en mynd hans (On Her Majesty’s Secret Service) er um margt sér- stæðasta myndin um ævintýri njósnarans. Timothy Dalton gerði aðeins tvær myndir og er án efa óvinsælasti Bondinn en ég er alls ósammála þeim hrakyrðum sem hann hefur þurft að þola. The Li- ving Daylights og Licence To Kill eru frábærar myndir! Brosnan kom þá sterkur inn, með „fullkomið“ út- lit og kímnigáfu í anda Moore. Þannig hefur þetta gengið í bylgj- um. Alvarlegir Bondar (Connery, Dalton, Craig) skiptast á við gal- gopalega Bonda (Moore, Brosnan). En svona í lokin, hvar var Q? (Já, ég veit. Myndin er byggð á upp- runalegri sögu eftir Fleming og er ekki í henni. Ég saknaði hans samt. Cleese er flottur Q … og hér höfum við reyndar efni í aðra umræðu.). Hinn eini sanni Bond er … Roger Moore! Flottur „Ef við spáum í þetta aðeins, þá er Moore langsvalasti Bondinn.“ AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen » Þannig hefur þettagengið í bylgjum. Alvarlegir Bondar (Connery, Dalton, Craig) skiptast á við galgopalega Bonda (Moore, Brosnan). arnart@mbl.is Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Sinfónía og fiðlukonsert Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari Einleikari ::: Judith Ingólfsson rauð tónleikaröð í háskólabíói Wolfgang Amadeus Mozart ::: Fiðlukonsert nr. 5 Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 7 í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar Sinfónían fagnar komu góðra gesta til að flytja með hljómsveitinni hinn dramatíska fiðlukonsert Mozarts og þekktasta verk Bruckners. í Sunnusal Hótels Sögu kl. 18.00. Halldór Hauksson kynnir efnisskrá kvöldsins. Boðið verður upp á súpu og kaffi. Aðgangseyrir er 1.200 kr. tónleikakynning vinafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.