Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRJÁLSLYNDIR Á VEGAMÓTUM Frjálslyndi flokkurinn er ávegamótum. Verulegar líkureru á, að framtíð hans ráðist á landsfundi flokksins eftir rúma viku. Þar munu takast á tvær fylkingar. Önnur er undir forystu Margrétar Sverrisdóttur, sem hefur starfað að málefnum flokksins frá stofnun hans. Hin á vegum forystusveitar flokks- ins, Guðjóns Arnar Kristjánssonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Margrét Sverrisdóttir tilkynnti í fyrrakvöld, að hún myndi bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundinum. Í gær skýrði Guðjón Arnar formaður flokksins frá því, að hann myndi styðja Magnús Þór til áframhaldandi varaformennsku. Við þau tíðindi lýsti Margrét Sverrisdótt- ir því yfir, að hún myndi þá íhuga framboð til formennsku enda hefði sáttaviðleitni hennar verið hafnað. Víglínurnar á landsfundinum eru skýrar. Staðan innan Frjálslynda flokksins er bæði áhugaverð og spennandi. Margrét Sverrisdóttir er augljóslega í hópi efnilegustu stjórn- málamanna sinnar kynslóðar og það hefur verið ljóst í allmörg ár, að hún myndi láta að sér kveða á vettvangi stjórnmálanna. Það er óvenjulegt ef ekki einsdæmi að kona rísi upp í stjórnmálaflokki og skori karlaveldið á hólm eins og Margrét Sverrisdóttir hefur nú gert. Styrkur Margrétar í þessum átök- um er sá, að hún hefur starfað að mál- efnum Frjálslynda flokksins frá stofnun hans og hefur verið í sterkum tengslum við almenna flokksmenn auk augljósra leiðtogahæfileika. Hún nýtur trausts. Frjálslyndi flokkurinn nýtur tölu- verðs fylgis í skoðanakönnunum, þótt skiptar skoðanir séu um tilurð þess. Hins vegar er alveg ljóst, að sam- staða innan flokksins er forsendan fyrir því, að hann geti nýtt sér þá stöðu. Þess vegna hefði verið skyn- samlegt fyrir forystumenn flokksins að ná sáttum við Margréti eftir átök síðustu mánaða. Þeir hafa kosið að fara aðra leið, sem getur orðið til þess, að þeir klúðri þeim möguleikum, sem flokk- urinn hefði hugsanlega haft í kosn- ingunum í vor. Frjálslyndi flokkurinn varð til sem klofningsbrot út úr Sjálfstæðis- flokknum. Stuðningur við flokkinn kemur fyrst og fremst frá kjósend- um, sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti ella að ná til. Ef uppgjör innan Frjálslynda flokksins, sem nú stefnir í, leiðir til klofnings innan flokksins er augljóst, að hann á ekki framtíð fyrir sér. Af þessum sökum hefði ver- ið hyggilegra fyrir Guðjón Arnar að leita sátta frekar en að láta sverfa til stáls. Það er ekki mikið af framtíðarleið- togum á vettvangi stjórnmálaflok- anna. Þó er einn og einn að finna í öll- um flokkum. Í Frjálslynda flokknum er það þessi galvaska unga kona. Hún á margra kosta völ en Frjálslyndi flokkurinn hefur greinilega átt hug hennar allan. ÓÖLDIN Í ÍRAK Tilkynnt var um lát tveggja banda-rískra hermanna í Írak í gær. Annar féll á mánudag og hinn í gær. Samkvæmt því hefur nú 3.021 banda- rískur hermaður fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið í mars 2003. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðun- um þar sem kemur fram að rúmlega 34 þúsund óbreyttir borgarar hafi týnt lífi í ofbeldinu í Írak árið 2006 og margir hafi verið pyntaðir áður en þeir voru myrtir. Reyndar er erfitt að ná saman áreiðanlegum upplýsingum um mannfall í landinu vegna að- stæðna þar og er talið að líklega hafi það verið enn meira. Þó er þetta þre- falt hærri tala, en írösk stjórnvöld hafa gefið upp um fall óbreyttra borg- ara. Verst er ofbeldið í höfuðborginni, Bagdad, sem í raun er löglaus borg og algengt er að þar finnist tugir líka, sem mörg eru hrikalega útleikin eftir pyntingar. Að auki liggur nú straumur al- mennings frá Írak. Hundruð þúsunda hafa flúið land, um hálf milljón manna hefur verið hrakin að heiman, þar af 40 þúsund í Bagdad þar sem sjítar hreinsa nú tiltekin hverfi með því að flæma súnníta brott úr þeim. Augljóst er að Bandaríkjamenn hafa enga stjórn á atburðum í Írak og ekki er að sjá að neinar forsendur séu fyrir því að þeir geti snúið atburða- rásinni í landinu sér í hag. Í liðinni viku flutti George W. Bush forseti ræðu um framtíðaráætlanir í landinu. Þessarar ræðu hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nokkru áður hafði nefnd undir stjórn James Bak- er, sem var utanríkisráðherra í stjórn föður núverandi forseta, skilað skýrslu um ástandið í landinu og þá kosti, sem bandarísk stjórnvöld hefðu í Írak. Í skýrslunni var ástandið í Írak ekki fegrað. Bush tilkynnti að hann hygðist senda rúmlega 20 þúsund her- menn til Íraks. Þetta er að minnsta kosti tíu þúsund hermönnum færra en þeir, sem enn hafa trú á að Banda- ríkjamönnum gæti tekist ætlunar- verk sitt í Írak, telja að þurfi til að hafa áhrif á ástandið. Bandaríkjamenn bera ábyrgð á ástandinu í Írak og þess vegna hlýtur það að vera Bush og samstarfsmönn- um hans ofarlega í huga að þeir geti ekki gengið frá hálfkláruðu verki. Það væri hrikalegt ef brottför Banda- ríkjamanna leiddi til þess að út bryt- ust enn meiri blóðsúthellingar. Ýmsir eru hins vegar þeirrar hyggju að vera Bandaríkjamanna geri illt vera og brottför þeirra myndi verða til þess að bæta ástandið. Enginn vafi leikur á því að Bandaríkjamenn ráða ekki við verkefnið. Þeir geta ekki tryggt al- menningi lágmarksöryggi. Fall rúm- lega 30 þúsund óbreyttra borgara ber því glöggt vitni að í Írak ríkir borg- arastyrjöld. Stefna George Bush í Írak nýtur ekki stuðnings heima fyr- ir. Hún nýtur ekki stuðnings í Írak. Forsetinn getur ekki einu sinni verið viss um stuðning kjörinna stjórnvalda í Írak við markmið sín. Ekkert bendir til þess að ofbeldinu muni linna í bráð. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Undirbúningur að nýjumHvalfjarðargöngum erekki langt á veg kominnen samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni þykir líkleg- ast að hin nýju göng muni liggja innar í firðinum en núverandi göng og er framkvæmdatími áætlaður um 2½ ár. Spölur ehf. hyggst safna fyrir hluta af kostnaðinum við göngin með því að lækka ekki veggjald um núverandi göng eins og svigrúm hefði annars verið til. Rétt er að taka fram að enn hefur ekkert verið ákveðið um hvenær framkvæmdir hefjast en verði Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar, að ósk sinni verður byrjað að grafa árið 2009 og ný göng tekin í notkun árið 2011 eða 2012. „Alls ekki seinna,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. Umferðin fram úr áætlunum Hvalfjarðargöng voru tekin í notk- un sumarið 1998 og þó að sumir hefðu þá þegar haft á orði að forsendur væru fyrir því að grafa önnur göng við hliðina, hefur væntanlega fáa órað fyrir að það myndi gerast svo snemma, eða hugsanlega 13–14 árum eftir að göngin voru opnuð. Ljóst er að umferðin hefur aukist mun hraðar en menn gerðu ráð fyrir og nægir að benda á að í apríl í fyrra fór 10 millj- ónasti bíllinn um göngin, heilum ára- tug fyrr en ráð var fyrir gert. Það er einnig athyglisvert að meðalumferð á sólarhring (svonefnd ársdagsumferð) er að nálgast 5.100 bíla og er þar með komin upp fyrir þá 5.000 bíla há- marksumferð sem gefin var upp í þeim norsku stöðlum sem voru í gildi og miðað var við þegar göngin voru tekin í notkun, skv. upplýsingum frá Speli. Umræddum stöðlum var seinna breytt og er nú miðað við 7.500 bíla hámarksumferð. Auðvitað er ljóst að umferð um göngin einstaka daga og vikur er margfalt meiri en meðalumferðin seg- ir til um og telur Gísli raunar hæpið að meðalumferð á sólarhring geti með góðu móti orðið meiri en 6.000 bílar á sólarhring. Vegur og göng tvöfölduð Gísli og Spölur hafa um nokkra hríð þrýst á að undirbúningi að tvöföldun Hvalfjarðarganga verði hraðað og í vetur fól Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra Vegagerðinni að taka upp viðræður við fyrirtækið. Þeim viðræðum lauk 9. janúar sl. með sam- komulagi „um niðurstöður viðræðna“. Í samkomulaginu kemur m.a. fram að Vegagerðin og Spölur lögðu til grundvallar að Vesturlandsvegur yrði tvöfaldaður frá Kollafirði að Hval- fjarðargöngum, göngin yrðu tvöföld- uð og verðgildi þess veggjalds sem innheimt er í Hvalfjarðargöngum héldist í megindráttum óbreytt frá því sem það verður vorið 2007, eftir að virðisaukaskattur lækk 7%. Jafnframt varð að s að Spölur greiddi Vegag baka 150 milljóna króna Vegagerðin leggi sjálf fr ónir til að vinna að undir gerð ganganna og tvöfö urlandsvegar. Rukkað til 2018 Hvalfjarðargöng eru göngin á landinu þar sem veggjalds og undanfarin margir lýst þeirri skoðu væri að lækka gjaldið eð jafnvel alveg niður. Mið komulag Spalar og Veg er á hinn bóginn ljóst að af þessu, fyrir utan þá læ hlýst af lækkun virðisau Gísli Gíslason, stjórna Spalar, sagði að miðað v veggjald og að umferð h aukast hefði Spölur svig lækka veggjaldið um 15 fram þá lækkun sem ver isaukaskattinum í vor. E segja að fyrirtækið gæt borga af lánum árið 201 þar sem lánasamningar fyrir að afborgunum lyk væri það ekki raunhæfu spurður hversu miklum Speli myndi takast að sa um hætti sagði Gísli að þ ljóst en upphæðin færi e hversu mikil umferð yrð Spölur safnar upp því að lækka ekki Ný göng yrðu væntanlega innar í Hvalfirði og áætlað e Önnur göng Umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist mun hraðar en ráð var fyrir gert. Til þess að an Fréttaskýring | Í við- ræðum Vegagerð- arinnar og Spalar var komist að þeirri nið- urstöðu að Spölur lækk- aði ekki veggjaldið til 2018 eins og svigrúm er til heldur mun verða safnað upp í ný göng. 5163'" $+ $ #$ +%% +"# +""$ + ! +"" !!( !(  ( #( !( !( (   $%   ) "  &     ! " ! 2" %  $ ""       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.