Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 1

Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 33. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í PRJÓNAKAFFI KÁTAR KONUR Á FYRSTA PRJÓNA- KAFFIHÚSINU HÉR Á LANDI >> 20 TODD FIELD VILL ENG- IN ÓSKARSVERÐLAUN ENGA ATHYGLI LÍTIL BÖRN >> 40 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DÓMAR Hæstaréttar yfir kyn- ferðisbrotamönnum hafa þyngst á undanförnum árum. Það er þó langur vegur frá því að refsirammi vegna kynferðisbrota sé fullnýttur en það á við um fleiri afbrot þar sem ofbeldi er beitt, s.s. alvarlegar líkamsárásir. Þær Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari og Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá rík- issaksóknara, hafa einna mesta reynslu hér á landi af því að sækja kynferðisbrotamenn til saka. Þær segja augljós merki um að refsing- ar Hæstaréttar í kynferðisbrota- málum hafi þyngst á undanförnum 3–4 árum, bæði hvað varðar brot gegn fullorðnum og börnum. Refs- ingarnar séu nokkuð í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum. Ragnheiður nefnir sem dæmi að refsing fyrir nauðgun sé nú að meðaltali um tvö ár en hafi fyrir um áratug verið um eitt ár. Eins hafi dómar í sifjaspellsmálum þyngst og bendir á að fyrir skömmu hafi maður verið dæmdur í 5½ árs fangelsi fyrir slíkt brot. Þessi þróun hefur átt sér stað án þess að breyting hafi orðið á lögum sem hafa áhrif á þyngd refsinga, breytingin felst eingöngu í dóma- framkvæmdinni. Miðað við þetta hljóta að vakna spurningar um hvort dómur Hæstaréttar frá því á fimmtudag, þar sem refsing yfir manni sem hafði brotið gegn fimm stúlkum var milduð úr tveimur árum í 18 mánuði, sé á skjön við þróun und- anfarinna ára. Í dómnum er ekki vísað til einstakra dóma en líklegt má telja að Hæstiréttur hafi m.a. haft dóm frá 20. nóvember 2003 til hliðsjónar en þá dæmdi rétturinn mann til 18 mánaða fangelsis fyrir brot gegn sömu lagagreinum. Í því tilviki voru fórnarlömb hins seka reyndar þrjár stúlkur en ekki fimm líkt og í málinu sem dæmt var í á fimmtudag auk þess sem þær voru nokkuð eldri. Því hefði allt eins mátt búast við þyngri dómi á fimmtudag – eins og meiri- hluti í fjölskipuðum dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur taldi raunar við hæfi. Hvað álit almennings varðar er nokkuð víst að meirihlutinn hefði kosið að dómurinn væri enn þyngri. Nægir í því samhengi að benda á kannanir sem Helgi Gunn- laugsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, gerði 2002 og 2005 sem leiddu í ljós að 75% Íslendinga telja að herða þurfi refsingar. Þegar þessir einstaklingar voru spurðir við hvaða brotum nefndu 66% kyn- ferðisbrot en fæstir aðrir tiltóku sérstakan brotaflokk. Helgi segir að hvað sem sjónarmiðum um þyngd refsinga líði sé ljóst að dóm- arar þurfi að útskýra betur fyrir al- menningi hvers vegna dómar í kynferðisbrotamálum séu með þessum hætti. | 4 og 11 Refsingar eru að þyngj- ast án lagabreytinga Morgunblaðið/Kristinn Í HNOTSKURN »Fangelsisrefsing fyrirnauðgun er nú að meðal- tali um tvö ár en var eitt ár fyrir um áratug. »Samkvæmt könnunumHelga Gunnlaugssonar prófessors á árunum 2002 og 2005 telja 75% Íslendinga að herða þurfi refsingar og 66% aðspurðra nefna kynferðis- brot en fæstir aðrir tiltaka sérstakan brotaflokk. LIÐSMENN Vísinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, IPCC, segja í væntanlegri skýrslu sinni að gera megi ráð fyrir hækkun meðalhita- stigs fram að aldamótum er nemi 1,8–4 stigum á Celsíus. Gengið er lengra en í fyrri skýrslum IPCC og sagt að „mjög líklegt“ sé að menn eigi með brennslu jarðefnaeldsneytis mestan þátt í hlýnuninni. Trausti Jónsson veðurfræðing- ur segir spár um veðurfar í eðli sínu afar flókin vísindi og óvissuþætti marga. En skýrslur stofnunarinnar séu bestu tækin sem menn ráði nú yfir til að meta áhrif gróð- urhúsalofttegunda. Halldór Þorgeirsson á sæti í nefndinni. „Það sem mér finnst mikilvægast fyrir Ís- lendinga er að vísindanefndin telur ekki miklar líkur á meiri háttar röskun á Golf- straumnum. Hins vegar gera vísindamenn- irnir ráð fyrir því að hann geti veikst á öld- inni ef ekkert verður að gert. En það er ekkert sem bendir til þess að meiri háttar röskun verði á hafstraumnum eins og menn hafa haft áhyggjur af.“ Hlýnunin á Íslandi geti orðið minni en ella veikist Golfstraum- urinn. „Gert er ráð fyrir því að hlýnunin vegi upp hugsanlega veikingu á Golf- straumnum, þannig að það verði áframhald- andi hlýnun við Ísland.“ | 6 og 15 Menn valda hlýnandi veðurfari Halldór Þorgeirsson MINNST 19 manns týndu lífi er skýstrókur reið yfir Lake-sýslu í Flórída, um 80 kíló- metra norðvestur af Orlando, í gærmorgun. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið í fastasvefni. Þar af létust sex er fárviðrið lagði hús og hjólhýsabyggð í rúst í bænum Lady Lake, þar sem myndin er tekin. Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari lando. „Ég vaknaði klukkan fimm í [fyrri]- nótt að mínum tíma við óvenju miklar drunur. Hvassviðrið reið yfir þveran Flór- ídaskagann, St. Petersburg og Orlando. Skólafélagar mínir urðu ekki einu sinni var- ir við fárviðrið sem var á afmörkuðu svæði. Yfirvöld búast við meira óveðri og biðja fólk um að vera heima.“ er búsettur í bænum Clermont, um 35 kíló- metra frá Leesburg, bænum sem varð að hans sögn einna verst úti í fárviðrinu. „Það gekk á með miklum eldingum og þrumum í [fyrri]nótt,“ segir Hákon. „Fjölskyldan svaf og aðeins frúin vaknaði.“ Guðmundur Jóhannsson varð einnig var við fárviðrið þar sem hann er búsettur í Or- Reuters Mannskaði og eignatjón í fárviðri í Flórída BORIÐ hefur á því að foreldrar taki lögin í sínar hendur og beiti tálbeituaðferð til að komast í tengsl við kynferðisafbrota- menn, að sögn verkefnisstjóra hjá SAFT sem segist m.a. hafa fengið símtöl frá fólki sem hyggur á slíkar aðgerðir. Hann hvetur fremur til að foreldrar kenni börnum sínum að nota Netið. „Við höfum bæði fengið símtöl frá mæðrum sem hafa skráð sig inn á einka- mál.is með þessum hætti og einnig öðrum sem spyrja hvort þeir eigi að taka málin í sínar hendur,“ segir Guðberg Jónsson, verkefnisstjóri hjá SAFT – Samfélagi, fjölskyldu og tækni. Hann segist þó ekki vita til þess að aðgerðir foreldranna hafi borið árangur, þ.e. að gögnum hafi verið skilað til lögreglu. „Við höfum beðið þessa aðila að leiða hugann að því hvort þeir séu jafnvel að brjóta lög og hvetjum fólk til að nálgast málið frá annarri hlið, þ.e. að kenna börnum sínum að nota Netið. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, segist ekki hafa heyrt af slík- um málum. Hann segir lögregluna almennt mæla gegn því að fólk taki lögin í sínar hendur. „Lögreglan er alltaf tilbú- in að taka við upplýsingum um brota- starfsemi af öllu tagi en jafnvel þó að fólki gangi gott til er þetta fremur var- hugaverð leið.“ Taka lögin í sínar hendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.