Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 2

Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,              Í dag Sigmund 8 Umræðan 28/29 Veður 8 Bréf 29 Staksteinar 8 Kirkjustarf 36/37 Úr verinu 13 Minningar 30/35 Viðskipti 14 Myndasögur 44 Erlent 215/16 Dagbók 44/49 Akureyri 18 Víkverji 48 Suðurnes 19 Staður og stund 48/49 Árborg 19 Velvakandi 48 Daglegt líf 20/25 Bíó 46/49 Menning 17/41/44 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 * * * Innlent  Dómar Hæstaréttar yfir kyn- ferðisbrotamönnum hafa þyngst á undanförnum árum. Það er þó langur vegur frá því að refsirammi vegna kynferðisbrota sé fullnýttur en það á við um fleiri afbrot þar sem ofbeldi er beitt, s.s. alvarlegar lík- amsárásir. » 1  Tveimum nýjum fiskiskipum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum var í gær gefið nafn í Póllandi. Jafn- framt undirrituðu eigendur Dala- rafns samning um smíði á nýju skipi. Bergur-Huginn hefur nú á tveimur árum varið 2,8 milljörðum króna til skipa- og kvótakaupa. Veiðiheimildir félagsins eru orðnar ígildi 6.500 þorsktonna og nema 1,6% af öllum úthlutuðum veiðiheimildum á land- inu. » 13  Skatttekjur Hafnarfjarðar myndu nær þrefaldast vegna stækk- unar álvers Alcan í Straumsvík auk þess sem árlegar tekjur ríkisins vegna hennar myndu nema fjórum til fimm milljörðum króna. Forstjóri Alcan sagði ljóst að því betur sem íbúar bæjarins kynntu sér málið, því meiri líkur væru á að af stækkun yrði. » 4  Kostnaður við lagningu jarð- strengja getur verið allt að níu sinn- um meiri en við loftlínur miðað við sömu flutningsgetu. Sem dæmi má nefna að 420 kílóvolta (kV) jarð- strengur sem flytja þarf rúm 1.600 MVA (mega volt amper), kostar um 360 milljónir króna á hvern kíló- metra (mkr/km) en sambærileg loftlína kostar um 40 milljónir mkr/ km. » 12 Viðskipti  FL Group er komið í hóp þeirra fjármálafyrirtækja sem skiluðu met- hagnaði á síðasta ári. Hagnaður eftir skatta jókst um 158% á milli ára og var 44,6 milljarðar króna. Heildar- eignir félagsins nær tvöfölduðust og voru 262,9 milljarðar króna undir lok síðasta árs. » 14  Íslenska krónan er ofmetnasta mynt í heimi samkvæmt Big Mac- vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal 131% hærra en það ætti að vera, þ.e. ef Big Mac kostaði jafnmikið og í Bandaríkjunum. » 14 laugardagur 3. 2. 2007 íþróttir mbl.is                         ! "#$%"$$& enski boltinn Leikur Hermann Hreiðarsson sama leikinn og 2003? » 2 MILLJARÐAKAUP FÉLÖGIN Á ENGLANDI EYDDU 40,5 MILLJÖRÐUM KRÓNA Í LEIKMANNAKAUP Á KEPPNISTÍMABILINU >> 2 Leikurinn gegn Spánverjum fer fram á Old Trafford í Manchester á miðvikudag en enska landsliðið hef- ur ekki náð þeim árangri á stórmót- um sem stuðningsmenn liðsins hafa krafist. Valið á Barton vakti mesta athygli í gær þar sem hann hefur m.a. í blaðaviðtali gagnrýnt leikmenn á borð við Frank Lampard og Steven Gerrard. Og efaðist Barton um að þeir félagar væru uppteknir af því að bæta sig sem knattspyrnumenn. Lampard hefur m.a. svarað Bar- ton í blaðaviðtali og sagði Chelsea leikmaðurinn m.a. að það væri varla hægt að svara slíkum ásökunum frá manni sem hefði það á samviskunni að hafa drepið í sígarettu í auga á ungum leikmanni Man. City í jóla- boði félagsins og ráðist á ungan stuðningsmann Everton á bar í Tæl- andi. Engin vandamál McClaren sagði í gær er hann til- kynnti lið sitt að hann hefði engar áhyggjur af liðsandanum. „Það verða engin vandamál. Leik- menn enska landsliðsins geta barist sín á milli á laugardegi og verið mikli óvinir en um leið og þeir mæta á æf- ingu landsliðsins eru vandamálin úr sögunni. Þetta eru atvinnumenn,“ sagði McClaren. Kieron Dyer leikmaður Newcastle og Gareth Barry, úr Aston Villa, fá einnig tækifæri eftir langt hlé. Owen Hargreaves leikmaður Bay- ern München var valinn en hann hef- ur verið að jafna sig eftir fótbrot frá því í september á síðasta ári. Það var búist við því að hinn 24 ára gamli Barton myndi fá tækifæri gegn Spánverjum en hann hefur þótt leika vel með Man. City í vetur og sýnt meiri þroska í sínum aðgerðum. Micah Richards, hinn ungi bak- vörður City, var á ný valinn í liðið en hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum í desember. Richards var ánægður með valið á Barton. „Joe á þetta skilið og hann hefur sýnt það í leikjum okkar í vetur hve vel hann getur leikið,“ sagði Rich- ards. Woodgate með á ný Jonathan Woodgate miðvörður Middlesbrough segist aldrei hafa gefið upp vonina um að öðlast sæti í ensku landsliðinu á nýjan leik. Þessi 27 ára gamli varnarmaður sem er í láni hjá Middlesbrough frá Real Ma- drid lék síðast með enska landsliðinu gegn Svíum í mars 2004 en meiðsli hafa mjög sett strik í reikninginn hjá honum undanfarir ár. ,,Ég hætti aldrei að trúa því að ég fengi kall í landsliðið á nýjan leik. Ég hélt í trúna að ég yrði valinn aftur ef ég kæmist á skrið. Ég finn að ég er tilbúinn í baráttuna með landsliðinu og hef ekki kennt mér meins þrátt fyrir að spila oft tvo til þrjá leiki í viku," sagði Woodgate sem hefur leikið sérlega vel í vörn Middles- brough á tímabilinu. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir:Paul Robinson (Totten- ham Hotspur), Chris Kirkland (Wig- an Athletic), Ben Foster (Watford). Aðrir leikmenn: Jonathan Woodgate (Middlesbrough), Rio Ferdinand (Manchester United), Phil Neville (Everton), John Terry (Chelsea), Gary Neville (Manchester United), Jamie Carragher (Liverpool), Wayne Bridge (Chelsea), Micah Richards (Manchester City), Mich- ael Dawson (Tottenham Hotspur), Owen Hargreaves (Bayern Münc- hen), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Stewart Downing (Middlesbrough), Michael Carrick (Manchester United), Scott Parker (Newcastle United), Shaun Wright-Phillips (Chelsea), Kieron Dyer (Newcastle), Jermaine Jenas (Tottenham Hotspur), Aaron Len- non (Tottenham Hotspur), Gareth Barry (Aston Villa), Joey Barton (Manchester City), Wayne Rooney (Manchester United), Andrew John- son (Everton), Peter Crouch (Liver- pool), Jermain Defoe (Tottenham Hotspur). Það vekur athygli að John Terry, Owen Hargreaves og Andrew John- son eru í hópnum þrátt fyrir að hafa verið meiddir undanfarnar vikur. Leikurinn gegn Spánverjum er síð- asti leikur Englands fyrir leik liðsins gegn Ísrael í undankeppni Evrópu- mótsins. Hinn umdeildi Joe Barton fær tækifæri til þess að sanna sig með enska landsliðinu Reuters Góður Joey Barton hefur leikið mjög vel með Manchester City að undanförnu. Bland í poka hjá McClaren JOEY Barton miðvallarleikmaður Manchester City var í gær valinn í landsliðshóp Englands sem leikur vináttuleik gegn Spánverjum á miðvikudaginn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Barton er val- inn í enska landsliðið og Jonathan Woodgate varnarmaður Middles- brough var einnig valinn - í fyrsta sinn frá árinu 2004 en Steve McCla- ren þjálfari enska liðsins tilkynnti val sitt í gær. laugardagur 3. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Eiður Smári ekki áhyggjufullur vegna stöðu sinnar hjá Barcelona >> 4 STÓRIR STRÁKAR HSÍ, SEGIR AÐ SAMBANDIÐ ÆTLI AÐ BEINA SJÓNUM AÐ HÁVAXNARI LEIKMÖNNUM >> 3 KSÍ, knattspyrnusamband Íslands, birti í gær ársreikning sinn fyrir árið 2006. Hagnaður ársins var rétt tæp- lega 100 milljónir króna. Heildar- tekjur KSÍ-samstæðunnar voru 516,5 milljónir króna og heildargjöld voru 417,2 milljónir króna. Hagnaður sam- bandsins varð því 99,3 milljónir króna. Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðild- arfélaga af hagnaði, alls 16,1 milljón króna. Niðurstaða ársins varð því já- kvæð sem nemur 83,2 milljónum króna. Rekstrarhagnaður af reglu- legri starfsemi var 19,3 milljónir k ón Rek t tekj o 377 illj 7% umfram áætlun en rekstr- argjöldin voru 2% umfram áætlun. Eins og mörg undanfarin ár voru fjármunatekjur stór liður í afkomu KSÍ. Á árinu 2006 námu þær 103,8 milljónum króna en fjármagnsgjöld voru 14,3 milljónir króna. Þriðja árið í röð voru lagðir fjár- munir í sparkvallagerð vítt og breitt um landið. Á árinu 2006 voru lagðir 12 vellir og þá hafa alls verið lagðir 76 vellir. Kostnaður KSÍ við sparkval- laátakið er nú alls rúmlega 180 millj- ónir króna og hefur KSÍ fengið um 80 milljónir króna frá ríkissjóði í það verkefni, um 50 milljónir króna frá UEFA og 50 illjóni k ón f á 76 sem nú eru til staðar er áætlaður um 800 milljónir króna. Afkoma KSÍ-samstæðunnar er sú besta í sögu sambandsins og eigið fé hennar var í lok árs 2006 orðið 280,6 milljónir króna. Eins og fram hefur komið mun KSÍ verja 100 milljónum króna af eigin fé í mannvirkjasjóð. Til samanburðar má nefna að hagnaður KSÍ árið 2005 var 27 millj- ónir króna og eigið fé sambandsins í árslok 2005 var 197,4 milljónir króna. Árið 2003 var hagnaður KSÍ 38,2 milljónir króna og eigið fé sambands- ins á þeim tíma var 131 milljón króna. Árið 2002 var hagnaður KSÍ 4 illjóni k ón og eigið fé KSÍ Methagnaður hjá KSÍ Þeir leikmenn sem geta veitt honum keppni eru Rússinn Edu- ard Koksharov, sem hefur skorað 55 mörk og Pólverjinn Karol Bie- lecki, sem hefur skorað 53 mörk. Koksharov meiddist í leiknum gegn Íslandi strax í byrjun leiks og náði ekki að skora. Það er óvíst hvort að hann leiki með Rússum gegn Króötum í dag. Bielecki, sem hefur skorað jafnt og þétt fyrir Pólverja í síð- ustu leikjum, leikur með þeim úr- slitaleikinn gegn Þýskalandi í Köln á morgun og má reikna með að Þjóðverjar hafi góðar gætur á honum. Fjórir aðrir leikmenn íslenska liðins eiga mikla möguleika á að verða í hópi tíu markahæstu leik- manna HM. Þeir eru Snorri Steinn Guðjónsson, sem hefur skorað 48 mörk, Ólafur Stefáns- son, sem hefur skorað 45 mörk, en hann er sá leikmaður sem hef- ur átt langflestar sendingar á HM sem gefa mörk, eða 46. Næstur á blaði er Króatinn Ivano Balic með 39. Logi Geirsson og Alexander Petersson hafa báðir skorað 43 mörk. Þess má geta til gamans að Gunnlaugur Hjálmarsson varð fjórði markahæsti leikmaðurinn á HM í Þýskalandi 1961 er hann skoraði 22 mörk, en markahæstir voru Rúmeninn Petre Ivanescu og Tékkinn Rada með 24 mörk og í þriðja sæti var Rúmeninn Ion Moser með 23 mörk. Morgunblaðið/Günter Schröder Fagnað Guðjón Valur Sigurðsson fagna marki í leik gegn Rússum á HM. Guðjón Valur marka- kóngur? GUÐJÓN Valur Sigurðsson á mjög góðan möguleika á að verða fyrsti Íslendingurinn til að verða markakóngur á heims- meistaramótinu í handknattleik. Þegar aðeins fjórir leikir eru eftir á HM er hann markahæst- ur með 58 mörk – hefur skorað einu marki meira en Tékkinn Fi- lip Jicha, sem hefur lokið keppni. Guðjón Valur á gegn Spánverjum í dag kl. 13 í Köln. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SÆNSKA úrvalsdeildarliðið Hels- ingborg ætlar að gera tilboð í Ólaf Inga Skúlason og hafa forráðamenn félagsins sett sig í samband við um- boðsmanns hans, Ólaf Garðarsson, en Ólafur Ingi hefur fengið grænt ljós frá forráðamönnum liðsins um að hann megi fara án kaupverðs. Ólafur kom til Englands frá S- Afríku í gær en þar var hann í æf- inga- og keppnisferð með Helsing- borg og náði þar að heilla þjálfara liðsins, Stuart Baxter. Hann lék einn leik með liðinu – gegn Santos sem Hels- ingborg tapaði, 2:0. Í umsögn á heimasíðu Helsingborg þótti Ólafur Ingi einn besti maður liðsins. Baxter talaði meðal annars við Ar- sene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, áður en hann bauð honum að koma til reynslu og fékk hann góð meðmæli frá Wenger en Ólafur Ingi var undir stjórn Frakkans í fjögur ár. Ólafur er 23 ára gamall miðjumað- ur. Hann hefur verið í herbúðum Brentford í eitt og hálft ár en hann kom til liðsins frá Arsenal sumarið 2005. Hann missti nánast alveg af síðasta tímabili eftir að hann sleit krossband í ágústmánuði en hefur leikið talsvert í vetur með Brenford. Samherji Henrik Larssons Helsingborg varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og gangi Ólafur Ingi í raðir félagsins mun Henrik Larsson verða samherji hans en Larsson, sem er frægasti knattspyrnumaður Svía, er í láni hjá Manchester United fram til vors. Helsingborg vill semja við Ólaf Inga BRYNDÍS Bjarnadóttir, leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í knatt- spyrnu, verður ekki dæmd í keppn- isbann frá UEFA, Knattspyrnu- sambandi Evrópu, fyrir að mæta ekki í lyfjapróf í október sl. Bryndís var boðuð í lyfjapróf eft- ir síðari leik Breiðabliks og Arsenal í átta liða úrslitum Evrópukeppn- innar í London í október sl. en mætti ekki þar sem hún hafði ekki hugmynd um að hún hefði átt að mæta í prófið Aganefnd UEFA var yrði ekki úrskurðuð í keppnisbann og fær hún áminningu frá UEFA vegna atviksins. Breiðablik fær einnig áminningu frá UEFA. Bryndís lék ekki umræddan leik vegna meiðsla. Hún sat í áhorf- endastúkunni og fylgdist með leiknum þaðan en var samt á leik- skýrslu Breiðabliks. Sjö varamenn eru leyfðir í Evrópukeppninni og þar sem ekki voru 18 leikfærir leik- menn með í för var Bryndísi bætt á skýrsluna án hennar vitundar og Bryndís sleppur við keppnisbann laugardagur 3. 2. 2007 börn HITTU SKOPPU OG SKRÍTLU VINKONURNAR SUNNA BJÖRK OG REGÍNA SJÖFN FENGU AÐ SYNGJA MEÐ SKOPPU OG SKRÍTLU » 3 Skemmtileg myndakrossgáta í verðlaunaleik vikunnar » 2 Mörgæsirnar í mörgæsakórnum syngja eins og englar en þessar sniðugu mörgæs- ir hafa samt aldrei kynnst því að syngja með hljóðnema. Ef þú leiðir þær í gegnum völundarhúsið geta þær prófað nýja hljóð- nemann. La, la, la, la! Asnar eru líkir hestum en hafa lengri eyru en þeir. Asn-ar eru ekki stórir en mjög duglegir og sterkir. Asnareru einstaklega rólegir og stundum er sagt að þeir séu A a ASNI Krakkarnir á leikskólanum Holtaborg eru rosalega dug-leg að syngja og æfa sig á hverjum degi. Það komsamt upp óhapp hjá þeim um daginn í söngstund, þá sungu þau og sungu en það heyrðist ekkert í þeim. Fallegu tónarnir sem frá þeim komu ákváðu að stríða þeim og földu Það heyrist ekkert í okkur! Halló krakkar! Mig langar til að þakka ykkur fyrir öll frábæru bréfin sem þið eruð búin að senda mér. Ég mun nú vinna í því næstu vikur að birta allar teikningarnar ykkar, óskir um pennavini, ljóð og sögur næstu vikur. Ef ykkur langar til að senda mér eitthvað meira eftir ykkur þá verð ég innilega þakklátur. Heimilisfangið mitt er: Morgunblaðið Patti póstkassi – Barnablaðið Hádegismóum 2 110 Reykjavík Bless krakkar! Takk fyrir bréfin! Morgunblaðið/G.Rúnar Pollapönk Heiðar, úr Botnleðju, gaf nýlega út barnageisladiskinn Pollapönk ásamt vini sínum Halla. Hér sjáum við Heiðar rokka með börn- unum á leikskólanum Engjaborg. Við hittum Heiðar og Halla og ræddum við þá um leikskólalífið og tónlistina. » 3 Ljósmynd/Paul Tahon og R. Bouroullec Bouroullec-bræður slá í gegn Ronan og Erwan Bouroullec eru franskir bræður um þrítugt sem hafa á skömmum tíma orðið meðal skærustu stjarnanna á himni alþjóðlegrar hönnunar. Rætt er við þá um hönnun í Lesbók í dag en þeir segja að einn af höfuðgöllum hönnunar nú sé bókstafstrúarnálgun. Á myndinni er sófi þeirra sem kallast Late og í baksýn er angmynstur. » 8-9 Laugardagur 3. 2. 2007 81. árg. lesbók SÉRKENNILEIKI BANDARÍKJANNA DAVID FOSTER WALLACE HEFUR SKRIFAÐ GREINASAFN SEM LÝSIR SÉRKENNILEIKA BANDARÍKJANNA OG HANS SJÁLFS » 11 Í birtu og við fyrstu sýn er Caracas, þessi sjö milljóna borg, skelfileg » 6-7 Rithöfundar eru lykilpersónur í grátbroslegum eldhúsróman jóla-bókaflóðsins en án áhrifa, segir Ari Trausti Guðmundsson semhefur reynslu af flóðinu bæði sem rithöfundur og útgefandi. Í grein í Lesbók í dag telur hann til nokkur atriði sem hann segir ein- kenna flóðið. Telur hann að þegar útgefendur kynni 600 til 700 bækur á fjórum til sex vikum myndi það ógagnsæja holskeflu sem sé fáum til gagns en til þess fallin að valda ringulreið og áhugaleysi vegna of- hleðslu. Í erindispistli er svo tekinn upp þráðurinn í fyrirlestri Þorgerðar E. Sigurðardóttur gagnrýnanda á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í vikunni en hún hélt því fram að jólabókaflóðið hefði að þessu sinni verið mikið ljóðabókaflóð. Augljóst væri að ljóðið rataði nú til fleiri en sinna og væri góð sala á bók Ingunnar Snædal, Guðlausir menn: hug- leiðingar um jökulvatn og ást, til marks um það. Þorgerður hélt því enn fremur fram að tími innbundinna þýddra bók- mennta gæti verið liðinn hér á landi, að minnsta kosti í bili, en aðeins þrjár þeirra voru meðal fimmtíu mest seldu bóka síðasta árs samkvæmt lista Eymundson. Hún var einnig á þeirri skoðun að gildi bókmennta- Grátbroslegur eldhúsróman Börn eru svo auðnýtanleg fyrir mál-stað kristninnar. Ég get leitt þautil drottins á svo stuttum tíma. Augnabliki síðar eru þau farin að sjá sýn- r og heyra rödd guðs,“ segir Becky Fis- her en hún stýrir kristilegum sum- arbúðum í Bandaríkjunum sem nefnast Kids on Fire. Sumarbúðirnar eru umfjöll- unarefni heimildamyndarinnar Jesus Camp sem tilnefnd er til óskarsverðlauna og hefur vakið miklar deilur í Bandaríkj- unum. Myndin sýnir hvert dæmið á fætur öðru þar sem börn frá sex upp í fimmtán ára aldur umfaðma Krist, tala tungum, gráta af gleði yfir fagnaðarerindinu og virðast afskaplega einlæg, jafnvel róttæk, í trúarhita sínum. En það er einmitt róttæknin sem hefur vakið áhorfendur til umhugsunar. Stríðsbörn guðs Á vegum guðs Róttæk trúuð börn. Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÞAÐ Á AÐ BURSTA TENNURNAR TVISVAR Á DAG! ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 35 91 1 01 /0 7 TÆPLEGA 10% landsmanna voru með tekjur undir lágtekjumörkum árin 2003 og 2004, eins og þau mörk eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Mörkin voru tæplega 103 þúsund krónur fyrir einstakling og tæp 216 þúsund fyrir tvo fullorðna með tvö börn. Þetta kemur fram í lífskjararann- sókn Hagstofu Íslands, en hún er lið- ur í samræmdri rannsókn Evrópu- sambandsins á lífskjörum. Flestir voru undir lágtekjumörkum í yngsta aldurshópnum, þ.e. 16–24 ára eða 15,4%, en fæstir í aldurshópnum 50– 64 ára þar sem hlutfallið var 5,9%. Þá voru hlutfallslega fleiri sem bjuggu einir undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu með öðrum og það sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði í samanburði við þá sem bjuggu í eigin húsnæði. Af 31 Evrópuþjóð er aðeins ein þjóð með lægra lágtekjuhlutfall en hér. Það eru Svíar, en tvær voru með sama hlutfall og við, Slóvenía og Tékkland. Langhæsta hlutfallið var hins vegar í Tyrklandi. Fimmtungsstuðullinn 3,5 Í könnuninni er einnig gerður samanburður á launamun, þ.e.a.s. þess fimmtungs þjóðarinnar sem er með lægstar tekjurnar í samanburði við þann fimmtung sem er með hæstar tekjurnar. Í ljós kom að tekjuhæsti fimmtungurinn var með 3,5 sinnum hærri tekjur en tekju- lægsti fimmtungurinn. Í einungis tveimur löndum er þessi stuðull lægri en hér á landi, þ.e.a.s. í Svíþjóð og Slóveníu. Hann er litlu hærri en hér á landi í Danmörku og Finnlandi, en nokkru hærri í Noregi eða rúm- lega fjórir. Hann er hins vegar hæst- ur í Portúgal þar sem hann er rúm- lega áttfaldur og í Tyrklandi þar sem hann er nær tífaldur. Tæp 10% landsmanna undir lágtekjumörkum Ein þjóð af 31 í Evrópu með lægra hlutfall en Íslendingar Í HNOTSKURN »Svonefndur Gini-stuðullvar 0,25 á Íslandi árið 2004 og var lægri hjá þremur þjóð- um og hærri hjá 27 þjóðum sem rannsóknin tekur til. » Hann var lægri hjá Svíum,Dönum og Slóvenum en hæstur hjá Portúgölum og Tyrkjum. »Gini-stuðullinn er mæli-kvarði á jöfnuð og eftir því sem stuðullinn er lægri er jöfnuðurinn meiri. GÖNGUEFTIRLIT lögregluþjóna hefur verið snar þáttur í lögreglustarfi um aldir hérlendis og hefur sýni- legra göngueftirlit verið boðað með sameiningu lög- regluembættanna á höfuðborgarsvæðinu nýlega. Í gær viðraði sæmilega til starfans í miðbæ Reykjavíkur en þar var á ferð Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ásamt varðstjóra LRH. Lögregluþjónar á röltinu gætu þurft að setja upp loð- húfurnar eftir helgi því að þá er spáð nýjum frostakafla langt fram eftir vikunni. Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Við göngueftirlit í miðbænum STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur kvartað til Umboðsmanns Al- þingis fyrir hönd Réttindaskrifstofu stúdentaráðs HÍ vegna ítrekaðra einkunnavanskila sumra kennara við HÍ. Kennarar hafa þrjár vikur til að skila einkunnum samkvæmt reglum skólans en mega á haustönn skila eftir fjórar vikur, að sögn Sigurðar Arnar Hilmarssonar, formanns stúdentaráðs. Því miður séu þessar reglur brotnar ítrekað af kennurum skólans, þótt flestir standi sig vel. Hins vegar fari einstaka kennarar langt yfir leyfileg mörk og eru dæmi um eftir jólaprófin í desember sl. að tekið hafi 45 daga að skila einkunn úr prófi og enn séu einkunnir í einstaka námskeiðum ókomnar. Telur stúd- entaráð þessi vanskil skaða stúdenta með þrennum hætti, en í fyrsta lagi setji það námsframvindu nemenda á vorönn í óvissu enda geti margir þeirra ekki gengið frá skráningu í námskeið fyrr en einkunnir liggja fyrir. Í öðru lagi geti vanskilin rask- að stöðu námsmanna á stúdenta- görðum en þeir verða að sýna fram á tiltekinn námsárangur til þess að halda húsnæði á görðunum. Í þriðja lagi hafi tafir á einkunnaskilum áhrif á námslán, en lánin eru greidd eftir á. Við þetta ástand verði ekki unað og telur Sigurður með ólíkindum að kennarar taki ekki ábyrgð á tjóni nemenda sinna. Kvarta til umboðsmanns FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur gengið til samn- inga við Capacent ehf. um ráðgjöf varðandi fyrirhugaða sölu á 15,2% hlut ríkissjóðs í Hitaveitu Suður- nesja hf. Tilboð bárust einkavæðingar- nefndinni frá fjórum innlendum ráð- gjafarfyrirtækjum. Var það mat nefndarinnar að tilboð Capacent ehf. væri hagstæðast. Þekking og reynsla til staðar Við mat á tilboði Capacent ehf. voru vegnir saman matsþættir sem vörðuðu verðtilboð frá fyrirtækinu ásamt þekkingu og reynslu þess og starfsmanna þess á sviði innlendra og erlendra fjármála- og orkumark- aða, segir í fréttatilkynningu frá framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu. Semur við Capacent

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.