Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÖLMENNI var á fundi Samtaka atvinnulífsins og Alcan í Hafnarborg í Hafnarfirði í gær þar sem farið var yfir helstu mál vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Á fundinum kom m.a. fram að skatt- tekjur bæjarfélagsins myndu nær þrefaldast vegna stækkunarinnar auk þess sem árlegar tekjur rík- isins vegna hennar myndu nema fjórum til fimm milljörðum króna. Forstjóri Alcan sagði ljóst að því betur sem íbúar bæjarins kynntu sér málið, því meiri líkur væru á að af stækkun yrði. „Framleiðslukostnaður hjá okkur er fremur hár miðað við það sem gengur og gerist í heiminum […] og við þurfum að minnka framleiðslukostnað á hvert tonn,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, m.a. á fundinum. Hún sagði jafnframt að þeim álverum, sem væru hvað dýrust í rekstri, væri lokað eða þau lögð niður. „Þannig má segja að með því að stækka ekki verksmiðjuna heldur halda óbreyttri stærð, á meðan aðrar verksmiðjur stækka og stærri verksmiðjur eru byggðar, ýtumst við ofar kúrfuna.“ Álverið yrði þannig óhagkvæmara í rekstri samanborið við önnur álver á heimsmark- aðnum. Rannveig gerði ráð fyrir að framkvæmdir við ál- verið gætu hafist árið 2008 og álið myndi byrja að streyma úr nýjum skálum tveimur árum síðar. Hún segir útboðsgögn langt komin og því lítið sem standi [út af] borðinu. „Spurningin snýst einnig um hvort fólk vill Straumsvík, Helguvík eða Húsavík, því það er kannski ljóst að það verða ekki allir þessi kostir,“ sagði Rannveig og bætti við: „Talað er um að ef greidd verði atkvæði gegn stækkun muni Hafnfirð- ingar bjarga Þjórsá en ég tel það nokkuð ljóst, þar sem mikil eftirspurn er eftir raforku, að þá færi raf- orkan til Helguvíkur.“ Að lokum sagði Rannveig framtíð fyrirtækisins og starfsmanna þess ráðast í kosningunum 31. mars nk. og hvatti hún alla til að kynna sér málið vel, því „eftir því sem fólk kynnir sér málin betur eru lík- urnar meiri á að þetta gangi eftir.“ Nærri þreföldun á tekjum bæjarfélagsins Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri SA, flutti erindi á fundinum um áhrif stækk- unarinnar á atvinnulíf í Hafnarfirði. Þar kom m.a. fram að tekjur bæjarins, sem tengjast starfsemi ál- versins, myndu stóraukast kæmi til stækkunar og myndu nema um 1,4 milljörðum króna á ári, en þær eru núna um 490 milljónir króna á ári. Hannes fór einnig yfir fjölda nýrra starfa í tengslum við stækkunina en þau eru um tólf hundr- uð, beint eða óbeint. Hann sagði að fyrir hvert starf í álverinu yrðu til 2,5 störf annars staðar. Einnig hvatti Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, fundargesti til að láta ekki Alcan sleppa frá sér heldur samþykkja deiliskipulagstil- lögu, sem fæli í sér stækkun álversins í Straumsvík. Tekjur myndu aukast um milljarð vegna stækkunar Hafnarfjörður fengi um 1,4 milljarða í tekjur árlega vegna starfsemi Alcan PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, segir það ekki fela í sér neina stefnu- breytingu þótt stofnunin kalli eftir liðsinni fyr- irtækja og ein- staklinga við að upplýsa um sam- keppnishömlur sem kunna að fela í sér brot á samkeppnislögum og veita markaðnum með því nauðsyn- legt aðhald. Þetta hefur SVÞ, Sam- tök verslunar og þjónustu, gagn- rýnt og telja samtökin að Samkeppniseftirlitið sé að hvetja starfsmenn í matvöruversluninni til að bregðast trúnaðarskyldu við at- vinnuveitendur sína. Þá hefur Fé- lag íslenskra stórkaupmanna sömu- leiðis gagnrýnt Samkeppniseftir- litið. „Við erum einfaldlega að leggja áherslu á mikilvægi þess að allir taki þátt í að móta skilvirka og góða samkeppni meðal annars á mat- vörumarkaði. Slíkt getur ekki ein- vörðungu verið á hendi hins opin- bera, heldur er oft þörf á stuðningi þeirra sem starfa á markaðnum. Það er ekki óeðlilegt að standa svona að málum. Að mínu mati ættu fyrirtæki að taka þessu vel því að þeir sem starfa á markaðnum vilja skilvirka samkeppni,“ segir Páll Gunnar. „Mér finnst því gagnrýnin endurspegla ákveðna þröngsýni.“ Gagnrýni byggð á þröngsýni Páll Gunnar Pálsson ÁSGEIR Eiríksson hefur í samráði við stjórn byggðasamlagsins ákveðið að láta af störfum sem framkvæmda- stjóri Strætós. Ásgeir hefur gegnt starfinu frá stofnun fyrirtækisins fyrir fimm og hálfu ári. Hans fyrsta verk var að sameina í eitt þau fyrirtæki sem sinntu almenningssamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu. Þá vann Ásgeir að þeirri heildarendurskoðun á leiða- kerfi borgarinnar sem lauk í mars á síðasta ári. Í fréttatilkynningu frá stjórn Strætós segir að nýtt og skilvirkt leiðakerfi hafi orðið til þess að far- þegum Strætós hafi nú fjölgað í fyrsta skipti frá stofnun fyrirtækis- ins og þakkar stjórnin honum vel unnin störf í þágu byggðasamlags- ins. Ásgeir hættir hjá Strætó bs. TVEIR karlmenn á þrítugsaldri voru á fimmtudag úrskurðaðir til gæsluvarðhaldsvistar í Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjór- ans á Selfossi vegna rökstudds gruns um aðild að innflutningi fíkniefna til landsins. Annar sakborninganna sætir gæsluvarðhaldi til föstudagsins 9. febrúar næstkomandi en hinn til 6. febrúar. Rannsókn málsins stendur yfir hjá lögreglunni á Selfossi og vildi hún ekki gefa frekari upplýs- ingar um tildrög málsins að svo stöddu, þ.e. um magn umræddra fíkniefna, haldlagningar eða tegund- ir. Í gæslu vegna fíkniefna VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jó- annes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Færeyja hins vegar um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja. Áður hafði Per Stig Møller, utan- ríkisráðherra Danmerkur, undirritað samninginn. Þar með er lokið með formlegum hætti afmörkun efnahags- lögsögu Íslands gagnvart lögsögu nágrannalandanna, en áður hafði verið gengið frá afmörkun efnahags- lögsögunnar gagnvart lögsögu Jan Mayen, Grænlands og Bretlands. Við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 sjómílur ár- ið 1975 ákváðu íslensk stjórnvöld m.a. að nota klettinn Hvalbak sem viðmiðunarpunkt við ákvörðun miðlínu milli Íslands og Færeyja. Dönsk stjórnvöld gerðu fyr- irvara við þessa ákvörðun fyrir hönd Færeyja og ákvörðuðu miðlínuna miðað við grunnlínur landanna án tillits til Hvalbaks. Þar með varð til umdeilt haf- svæði milli Íslands og Færeyja, um 3.700 km² að stærð. Samkomulag náðist um afmörkun hins umdeilda haf- svæðis 2002. Ákveðið var að gengið yrði frá formlegum afmörkunarsamningi, sem myndi ná til allrar lögsögu- línunnar milli Íslands og Færeyja þegar tæknilegri endurskoðun á grunnlínupunktum hvors lands um sig væri lokið. Hinni tæknilegu endurskoðun lauk nýverið og var samningurinn undirritaður í gær. Morgunblaðið/Ásdís Búið að afmarka hafsvæði landanna ♦♦♦ VEGAGERÐIN greiddi á liðnu ári 642 milljónir króna með rekstri far- þegaferjunnar Herjólfs. Ferðir voru samtals 725 þannig að hver ferð kostaði um 885.000 krónur. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni. Framlagi Vegagerðarinnar er annars vegar skipt í rekstrarkostnað og hins vegar í afborgarnir og vexti af lánum. Í fyrra nam rekstrarkostn- aður 290 milljónum en afborgarnir og vextir voru 352 milljónir. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því ekki er um eiginleg lán að ræða þar sem ríkið yfir- tók og greiddi öll lán af ferjunni en Vegagerðin greiðir ríkinu eins og um lán væri að ræða. Sé einungis tekið tillit til rekstrar- kostnaðar kostaði hver ferð ríkissjóð 400.000 krónur. Ferjan er rekin af Eimskip sem innheimtir gjöld fyrir flutning með ferjunni. Samningurinn var gerður á grundvelli útboðs og gildir frá 2006-2010, samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni. Hver ferð með Herjólfi á 400 þúsund kr. 642 milljóna kr. meðgreiðslurMORGUNBLAÐINU hefur boristeftirfarandi athugasemd frá Dóm- arafélagi Íslands vegna forsíðufrétt- ar í Morgunblaðinu í gær. „Á forsíðu Morgunblaðsins í gær voru birtar myndir af og nafn- greindir 5 dómarar Hæstaréttar fyrir ofan flennistóra fyrirsögn með heitinu „Milduðu dóminn“. Í milli- fyrirsögn með stóru letri segir „Hæstiréttur dæmdi karl á fimm- tugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlku- börnum en í undirrétti hafði hann hlotið tveggja ára dóm“. Er síðan fjallað um dóm þennan í forsíðu- fréttinni. Fréttaflutningur af dóms- máli með þessum hætti á sér enga hliðstæðu og fer langt út fyrir eðli- leg mörk og jaðrar við sorpblaða- mennsku, sem ekki hefur verið dæmigerð fyrir Morgunblaðið fram að þessu. Ekki er ljóst hvað fyrir blaðinu vakir með fréttaflutningi af þessu tagi og með engu móti verður skilið hvers vegna dómendur eru persónulega dregnir fram með myndbirtingum vegna umfjöllunar um dóminn. Öllum er frjálst að gagnrýna dóma og Morgunblaðið hefur hingað til gert það með mál- efnalegum hætti. Ritstjórn Morg- unblaðsins verður að gefa skýringu á því hvers vegna það gengur fram með svo ósmekklegum fréttaflutn- ingi í umfjöllun sinni um þennan dóm. Með dómi Hæstaréttar var breytt ákvörðun um refsingu, það hefur ótal sinnum gerst og í fjöl- skipuðum héraðsdómi í málinu var ágreiningur um refsinguna, þar sem tveir töldu 2 ár hæfilega refsingu og einn taldi 15 mánuði hæfilega refs- ingu. Það voru fleiri dómar kveðnir upp í kynferðisbrotamálum í Hæstarétti þennan sama dag. Í öðru máli var refsing þyngd og skil- orð tekið af. Ekki var minnst á það. Dómarafélag Íslands telur að vegið sé ómaklega að dómstólum og ein- stökum dómurum með fréttaflutn- ingi af þessu tagi og krefst þess að ritstjórn Morgunblaðsins svari því umyrðalaust hvað hér býr að baki. F.h. stjórnar Dómarafélags Íslands, Eggert Óskarsson formaður.“ Athugasemd frá Dómarafélagi Íslands LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu þurfti að flytja framhaldsskóla- nema á slysadeild Landspítalans vegna ótæpilegrar áfengisdrykkju fyrir skólaball á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu bar töluvert á ölv- un meðal gesta á tveimur skólaböll- um sem haldin voru á fimmtudag og var hringt í á fimmta tug foreldra og þeir látnir sækja börn sín. Einnig var ölvaður framhaldsskólanemi handtekinn vegna óláta. Sóttu ölvuð börn sín ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.