Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 15

Morgunblaðið - 03.02.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 15 ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BIRTUR var í gær í París 20 síðna útdráttur úr nýrri, viðamikilli skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um hnattrænar loftslags- breytingar (IPCC), sjálf skýrslan kemur út í áföngum síðar á árinu. IPCC telur nú að líkurnar á að lofts- lagsbreytingar séu að miklu leyti til komnar vegna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna séu „meiri en 90%“ en í skýrslunni árið 2001 voru lík- urnar metnar „yfir 66%“. Spáð er hækkun hitastigs við yfirborð jarð- ar, um 1,1–6,4 gráður á Celsius, fram að næstu aldamótum. Árið 2001 voru nefndar tölurnar 1,4–5,8 gráður. Mestar líkur eru nú taldar á að yf- irborðshitastig hækki um 1,8–4 gráður fram að aldamótum. Það sem m.a. skýrir þessar ólíku tölur og víðu vikmörk er að í spánum er gert ráð fyrir mismunandi forsendum, jafnt eðlisfræðilegum sem hagfræðilegum og pólitískum. Er um að ræða nokkrar tilgátur; ef reiknað er með geysimikilli losun gróðurhúsaloft- tegunda er gert ráð fyrir mikilli hækkun hitastigs, sé gert ráð t.d. fyrir öflugum mótvægisaðgerðum er hækkunin mun minni. Skýrsluhöf- undarnir segja að sé miðað við hóf- samar spár um hækkun gæti hita- stigið við lok aldarinnar verið orðið jafnhátt og það var fyrir 125.000 ár- um, á óvenju heitu skeiði milli tveggja ísalda. Um hækkun sjávarborðs segir að aukinn hiti valdi því að sjórinn þenj- ist út og því hækki sjávarborð. En einnig hefur það nokkur áhrif á sjáv- arhæð að jöklar munu víða bráðna og sumir hverfa. Í skýrslunni er spáð að sjávarborð heimsins geti hækkað um allt að 43 sentimetra fram til 2100 sem er lægri tala en í síðustu skýrslu er hún var 88 sentimetrar. Hundruð vísindamanna, þar af all- margir loftslagsfræðingar en einnig embættismenn frá yfir 100 löndum, komu að gerð skýrslunnar en sætta þarf mjög ólík sjónarmið þegar kem- ur að túlkun gagna. Susan Solomon, einn af ritstjórum skýrslunnar, segir afleiðingar loftslagsbreytinga koma mishart við íbúa heims eftir því hvar þeir búi. Hún neitaði aðspurð á blaðamannafundi í París að segja hvernig henni fyndist að ætti að bregðast við þróuninni. „Ég tel í ein- lægni að það sé mun betra að ég skilji á milli persónulegra skoðana minna og þess sem ég get lagt fram sem vísindamaður,“ sagði hún. Ekki er allir sannfærðir um nið- urstöður IPCC. Richard Lindzen, prófessor í loftslagsfræði við MIT- háskóla í Bandaríkjunum, benti ný- lega á að samkvæmt mælingum Hadley-stofnunarinnar bresku, sem tekur þátt í rannsóknum IPCC, hafi meðalhitastig á jörðunni ekki hækk- að í átta ár og spyr hvernig það komi heim og saman við kenningar IPCC. Telur Lindzen að liðsmenn IPCC fullyrði allt of mikið, í reynd vaði þeir um í blindni. Ákveðnara orðalag en áður Skýrsluhöfundar nota mun ákveðnara orðalag um áhrif manna á loftslagið en áður hefur verið gert. Fyrir sex árum var talið að sólin gæti haft veruleg áhrif á veðurfars- sveiflur en nú eru þau áhrif talin minni en menn héldu þá. Ágreining- ur er þó mikill um áhrif sólbletta og gammageisla frá sólinni á veður- farsþróun. Þannig segir dr. Nigel Weiss, fyrrverandi prófessor í stærðfræðilegri stjarneðlisfræði við Cambridge-háskóla í Bretlandi, að gróðurhúsaáhrif vegna notkunar kola og olíu hafi valdið einhverri hlýnun síðustu áratugina. En í við- tali við kanadíska blaðið The Nation- al Post í janúar spáir hann að næstu áratugi fari í hönd minnkandi virkni sólar. Traustar vísbendingar, m.a. niðurstöður rannsókna á ísótópum, séu um það aftur í aldir að slík sveifla valdi veðurfarskólnun og fólk geti farið að búa sig undir þau um- skipti. Að sögn IPCC er ekki talið að vís- bendingar séu nú um að íshellan á Suðurskautslandinu muni bráðna á öldinni, er jafnvel hugsanlegt að hún eflist vegna aukinnar snjókomu. Gert er ráð fyrir að Grænlandsjökull muni halda áfram að minnka og eiga sinn þátt í hærra sjávarborði. Grænlandsjökull nokkur þúsund ár að bráðna Verði meðalhitastig 4–5 gráðum hærra næstu árþúsundin en núna myndi það bræða að mestu Græn- landsjökul og myndi þá sjávarborð heimsins hækka um sjö metra, segir í skýrslunni. Mikil óvissa ríki varð- andi áhrifin á hitastig ef skyndilega losnuðu út í andrúmsloftið gróður- húsalofttegundir sem nú eru bundn- ar í jarðvegi. Reikna megi með aukn- um öfgum í veðurfari og líklegt sé að fellibyljir verði öflugri en áður en ekki sé hægt að fullyrða neitt um breytingu á tíðni þeirra. Ítreka spár um hækkandi meðalhita á jörðinni Reuters Mengun Raflínumöstur við orkuverið Niederaussem, vestan við Köln í Þýskalandi. Það er knúið brúnkolum. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SLÓVENSKI sundkappinn Martin Strel hefur sigrast á Dóná, Miss- issippi-fljóti og Yangtze-fljóti en nú hyggst hann synda niður vatnsmesta stórfljót veraldar, Amason. Fæstir myndu þora að synda á milli bakka Amason en Martin Strel hyggst synda niður allt fljótið þótt hann eigi á hættu að verða fyrir barðinu á ránfiskum, snákum, hættu- legum sýklum eða sníklum, krókódíl- um eða jafnvel hákörlum. Strel ætlar að synda alls 5.430 metra á 70 dögum og slá eigið heims- met í langsundi. Sundið hófst í fyrra- dag í frumskógarbænum Atalaya í Perú, nálægt upptökum Amason, og sundkappinn vonast til þess að ljúka þrekrauninni við Atlantshafsströnd Brasilíu 11. apríl. Tuttugu manna hópur aðstoðar- manna fylgir Strel á bátum. Aðstoðarmenn- irnir verða með fötur fullar af blóði sem þeir ætla að hella út í fljótið til draga at- hygli ránfiska frá sundkappanum geri þeir sig lík- lega til að ráðast á hann. „Yangtze er mjög hættulegt fljót fyrir sundmenn, en í Amason lifa líka nokkur af hættulegustu og grimm- ustu dýrum, fiskum og pöddum ver- aldar,“ sagði Strel áður en hann hóf sundið. „Ég ætla að synda niður fljót- ið eða deyja í þeirri tilraun. Það er þó ekki ætlun mín að deyja.“ „Mig langar til að sanna hvers maðurinn er megnugur,“ hafði frétta- stofan AP eftir Strel. „Ég vil sanna að hið ómögulega er mögulegt.“ Í fylgdarliði sundmannsins eru læknar sem fylgjast grannt með líð- an hans því auk líkamlegu áreynsl- unnar eru hætturnar margar. Strel þarf til að mynda að varast að míga í fljótið vegna þess að það gæti laðað að hættulegan smáfisk sem nefnist kandiru og líkist tannstöngli. Ella er hætta á að fiskurinn syndi inn í op líkamans til að nærast á blóði eða vefjum hýsilsins. Strel er því í froskbúningi og ber á sig sérstök smyrsl sem vernda hann fyrir slíkum sníklum. Sundmann- inum stafar og hætta af snákum á borð við anakonda, risastóra kyrki- slöngu sem getur orðið sjö metra löng. Í Amason eru einnig sting- skötur, grimmir ránfiskar á borð við píranafiska og jafnvel hákarlar sem synda upp fljótið. Sundkappanum getur stafað hætta af frumbyggjum, sem lifa í af- skekktum frumskógum, og Amason er gróðrarstía sýkla sem valda mal- aríu, beinbrunasótt, gulu og fleiri sjúkdómum. Í lok sundsins þarf Strel að var- ast allt að fjögurra metra háar flóð- öldur sem ganga upp mynni fljóts- ins. „Þær eru stórhættulegar,“ sagði Strel. „Þær eru mjög góðar fyrir brimbrettabrun en slæmar fyrir sundmenn.“ Martin Strel er 52 ára Slóveni og var gítarkennari áður en hann gerð- ist atvinnumaður í langsundi 1978. Hann setti fyrst heimsmet í lang- sundi sumarið 2000 þegar hann synti niður Dóná, rúma 3.000 kíló- metra á 58 dögum. Tveimur árum síðar bætti hann metið og synti niður Mississippi- fljót, 3.797 km á 68 dögum. Sumarið 2004 setti hann þriðja heimsmetið þegar hann synti niður Yangtze, lengsta fljótið í Kína, 4.003 km á 51 degi. Hyggst sigrast á Amason Martin Strel TRAUSTI Jónsson veðurfræðingur hefur lengi fylgst með rannsóknum IPCC. Hann segir að almennt sé nú orðið samkomulag um að hlýnun sé í gangi og að menn eigi þar hlut að máli. Óvissan sé minni, skýrslan beri þess merki, framfarir hafi á orðið á ýmsum svið- um þessara rannsókna, m.a. áhrifum efnis- agna úr iðnaði og frá samgöngutækjum og spálíkön séu orðin betri. „Menn sjá með líkönunum að sé veður- kerfið látið eiga sig verða sveiflur ekki jafn miklar og þær hafa orðið í reynd, eitthvað utanaðkomandi hefur gripið inn,“ segir Trausti. „Það eru komin betri eðlisfræðileg rök fyrir því að þáttur manna sé meiri en aðrir. Hugsanlegt er að eitthvað í veðurkerf- inu sem við þekkjum ekki nú komi við sögu en við notum einföldu skýringarnar meðan við höfum ekki aðrar. Þessi skýrsla er það besta sem við höfum.“ „Það besta sem við höfum“ FJÖLMIÐLAR í Tyrklandi fóru hörðum orðum um liðsmenn ör- yggissveitanna, sem halda Ogun Samast á bak við lás og slá en Samast, sem er 17 ára, hefur ját- að á sig morðið á blaðamanninum Hrant Dink. Gagn- rýnin stafar af því að lekið var í fjöl- miðla myndum sem sýndu þá með Samast fyrir framan dagatal þar sem tyrkneska fánann getur að líta og tilvitnun í Ataturk, stofnanda tyrkneska ríkisins, þess efnis að fósturjörðina verði að verja, hún sé heilög. Þykir myndin benda til þess að öryggissveitarmenn hafi samúð með Samast; en hann er talinn hafa myrt Dink vegna umfjöllunar hans um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum. Morðingi í há- vegum hafður? Hrant Dink BORÍS Tadic, forseti Serbíu, segir Serba aldrei geta samþykkt tillögur Martti Ahtisaari, sérlegs útsendara framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, varðandi framtíð Kosovo. Þær marki leiðina að sjálfstæði Kosovo- Albana. Serbar ósáttir STASI, leyniþjónusta Austur- Þýskalands, hafði á sínum snærum yfir 500 njósnara í Póllandi eftir að Jóhannes Páll II. varð páfi, þrátt fyrir samvinnu ríkjanna, að sögn þýsks sérfræðings í gær. 500 á mála Stasi TONY Blair forsætisráðherra Bret- lands sagðist í gær ekki mundu láta af embætti þrátt fyrir háværar kröfur þar um í kjölfar ásakana um spillingu innan Verkamannaflokks- ins í lánamálinu svokallaða. AP Ákveðinn Tony Blair segir það mundu vera rangt að hætta núna. Blair keikur Birmingham. AFP. | Leiðtogar músl- íma í bresku borginni Birmingham hvöttu í gær fólk til að sýna still- ingu eftir að níu múslímar voru handteknir í vikunni vegna gruns um að þeir væru að undirbúa rán á hermanni. Þeir sitja nú í gæslu- varðhaldi. Mohammad Naseem, talsmaður helstu mosku borgarinnar, sagði um 2.000 trúbræðrum sínum að Bretland færðist nú í átt til „lög- regluríkis“. Þetta væri öfugþróun sem minnti á hvernig nasistar hefðu hamrað á við Þjóðverja að þeim stafaði ógn af gyðingum. Mikil spenna er í borginni vegna málsins en talið er að ætlunin hafi verið að afhöfða manninn og dreifa myndum af ódæðinu á Netinu. AP Spenna Breska lögreglan vinnur að rannsókn óvenjulegs máls. Lægja öldur í Birmingham

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.