Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Sverrir Glatt á hjalla Þær voru kátar og á öllum aldri, konurnar sem sátu iðnar með prjónana þar sem þær komu saman í Iðu og báru saman bækur sínar. |laugardagur|3. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Þ að er rosalega gaman að prjóna og það er líka frábær slökun. Þetta getur reyndar þróast út í það að verða hálfgerð fíkn, þannig er það alla vega hjá mér en það er kannski vegna þess að ég reyki ekki. Mér finnst ég alltaf svo örugg ef ég er með prjónana mína nálægt mér og helst vil ég ekki vera án þeirra,“ segir ein þeirra áttatíu kvenna sem komu saman síðastliðið fimmtudagskvöld í IÐU á fyrsta prjóna- kaffikvöldinu sem haldið er hérlendis. „Ég þekkti enga konu þegar ég kom hér inn, en ég er búin að heimsækja hvert borð og þetta er rosalega gaman og ég er staðráðin í að mæta á næsta prjónakaffi eftir mánuð,“ bætir sú prjónafíkna við. Leysum líka úr flækjum „Við renndum blint í sjóinn og þessi mikla þátttaka er óvænt ánægja og enn ein sönnun þess að prjón er á uppleið. Hér er fjöldi kvenna saman kominn á öllum aldri og það klingir í prjónunum þeirra. Þær fá sér kaffi, spjalla og bera saman bækur sín- ar, sýna hver annarri ólík hráefni, afurðir og aðferðir og læra hver af annarri. Þetta eru skemmtilega ólíkir einstaklingar, sumar eru byrjendur í prjónaskap, aðrar hafa prjónað frá því þær muna eftir sér og eng- ar tvær eru að gera það sama. Við bjóðum líka upp á leiðbeiningu, til dæmis ef einhver er fastur í miðri uppskrift getum við leyst úr flækjum,“ segir Védís Jónsdóttir, hönn- uður hjá Ístex, sem var með kynningu um íslensku ullina. Vilja fá karlana með Prjónakaffið er samstarfsverkefni Heim- ilisiðnaðarfélags Íslands, Handprjóna- sambands Íslands og Ístex. Fyrirmyndina segja þær koma erlendis frá. „Prjónakaffihús eru þekkt í Bandaríkj- unum en þar er líka verið að selja prjóna- vörur á prjónakaffihúsunum. En þetta form sem við erum með hér, að koma fyrst og fremst saman og prjóna og njóta fé- lagsskaparins, það er þekkt í Noregi og Danmörku. Prjónakaffið kom meðal annars til af því að okkur langaði til að gera eitt- hvað nýtt til að vekja athygli á Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, en félagið verður með mjög stórt þing heimilisiðnaðar- félaga á Norðurlöndum í haust hér á landi,“ segir Ásdís Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands. „Og það er gaman að geta þess að nú á að fara að gera kvikmynd byggða á bókinni The Friday Night Knitting Club, og stór- stjörnur í hlutverkunum, en bókin er um konur sem hittast á föstudagskvöldum og prjóna.“ Prjónakaffið íslenska mun vera fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. „Við hvetjum alla áhugasama til að mæta og karlarnir mættu endilega láta sjá sig líka, því við vitum að fjölmargir karlar prjóna.“ Morgunblaðið/Sverrir Vanir fingur Hún Þuríður hjá Handprjóna- sambandinu er vön með prjónana. Fjörugt prjónakaffi Afslöppun Prjónaskapur getur verið góð slökun. Prjónaskapur er vinsælt áhuga- mál hjá mörgum íslenskum kon- um og getur raunar orðið hálf- gerð fíkn. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti kátar konur á prjónakaffi. Þetta form sem við erum með hér, að koma fyrst og fremst saman og prjóna og njóta fé- lagsskaparins, það er þekkt í Noregi og Danmörku. Heklað Þessi fínlegheit vöktu undrun margra, enda líkt og unnið væri úr skýjum. khk@mbl.is Hvaða fyrirbyggjandi aðgerðum geta foreldrar beitt gagnvart mögulegri netfíkn unglingsins á heimilinu? » 23 uppeldi Munsturgleði, litagleði, glans og gljái er meðal þess sem mun setja svip sinn á fatatískuna næsta sumar. » 22 tíska Í fallegu húsi í norðurbæ Hafn- arfjarðar býr fimm manna fjöl- skylda sem hefur stækkað hús- ið að sínum þörfum. » 24 innlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.