Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 21
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 21
Hægt er að kaupa símann í verslunum Símans eða á vefversluninni á siminn.is
Sony Ericsson Z530i
14.900
Verð aðeins:
kr.
Kauptu þér glæsilegan Z530i farsíma eða skráðu þig í 0 kr. innan
fjölskyldunnar og þú gætir átt lúxussalinn!
Einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út og getur unnið forsýningu í
lúxussal fyrir allt að 28 manns á hina frábæru gamanmynd Music and Lyrics
með Hugh Grant og Drew Barrymore. Dregið verður 15. febrúar.
Nánari upplýsingar á siminn.is.
Þorrinn var í eina tíð hrellingarmánuður Ís-
lendinga en svo er ekki lengur. Í bæj-
arfélögum um landsbyggðina er þorrinn orð-
inn einn skemmtilegasti tími ársins. Það sem
veldur eru hin vinsælu þorrablót. Í Grund-
arfirði er það Hjónaklúbburinn sem haldið hef-
ur úti þorrablóti í tugi ára og til skamms tíma
var engum hleypt á þessi blót nema þeir væru
harðgiftir og í versta falli ekkjur eða ekklar. Í
dag hafa reglur verið rýmkaðar til muna og
geta allir einstaklingar gengið í Hjónaklúbb-
inn svo fremi þeir séu orðnir 25 ára og ekki eru
neinar reglur um klæðnað á þorrablóti en ekki
þykir verra að konurnar klæðist nýjum kjól-
um. Stjórn Hjónaklúbbsins kýs sér þorrablóts-
nefnd fyrir hvert þorrablót, áður sjö til átta
hjón, en nú 14–16 manns, og er það gjarnan í
desember sem ljóst er hverjir skipa nefndina.
Í nefndinni leggjast menn yfir atburði liðins
árs í bænum og reyna að sjá eitthvað skoplegt
við þá til þess að endursegja síðan með leik-
rænum tilburðum yfir súrum mat, hákarli og
brennivíni. Úr þessu verður ein allrabesta
skemmtun sem haldin er því hláturinn lengir
lífið og spjallið um þorrablótsglensið léttir
mönnum biðina eftir vorinu.
Byggingargleði ríkir nú í Grundarfirði og
er hér byggt sem aldrei fyrr, greint var frá því
á bæjarvefnum nýlega að 22 íbúðir væru nú
komnar á framkvæmdastig víðsvegar um bæ-
inn, eru þar að verki verktakar heima fyrir
sem og aðkomuverktakar sem sjá fyrir sér
sölumöguleika í ört vaxandi byggðarlagi.
Lausar lóðir eru því orðnar mjög af skornum
skammti en senn mun þess að vænta að ný-
skipulögð svæði fyrir íbúðabyggð komist á
framkvæmdastig. Þessi svæði eru tvö og eru
bæði fyrir ofan núverandi byggð vestanvert og
austanmegin.
Íþróttir eru stundaðar allan daginn og öll
kvöld í íþróttahúsi bæjarins og er það löngu
sprungið og ekki lengur í takt við þær kröfur
sem gerðar eru til notkunarmöguleika slíkra
húsa. Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar
íþróttamiðstöðvar er því hafinn og ætlaðar til
þess málaflokks 10 milljónir króna á þessu ári.
Skipaður verður sérstakur „Rýnihópur“ með
fulltrúum hagsmunaaðila undir stjórn sérstaks
hópstjóra og er það engin önnur en Hrönn
Pétursdóttir sem stýra mun því verki en hún
stjórnaði undirbúningsvinnu af svipuðum toga
áður en bygging Fjölbrautaskóla Snæfellinga
hófst með góðum árangri. Rýnihópurinn mun
skila áliti sínu fljótlega og þá verður hafist
handa við hönnun íþróttamiðstöðvarinnar.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Þorraveður Veðrið hefur verið að stríða
Grundfirðingum að undanförnu en eitt er
víst Kirkjufellið stendur af sér öll veður.
GRUNDARFJÖRÐUR
Gunnar Kristjánsson fréttaritari
Þættinum bárust vísur fráhöfundi sem vildi ekki láta
nafns síns getið, en sagði þó að
fyrsti stafurinn væri Erlingur
Hansen. Sú fyrri er öfugmælavísa:
Ál og gull er gott í bland
grær upp blóma svörður.
Ævintýra undraland
ert þú Reyðarfjörður.
Og svo yrkir hann um
stjórnmálaflokk:
Niðdimm færist nótt að beði
Nonni leiðir dapra hjörð;
flokkurinn er fúll í geði
fyrirlítur græna jörð.
Kristján Bersi Ólafsson orti
þegar skoðanakönnun sýndi að
meirihluti Hafnfirðinga væri
andvígur stækkun álversins í
Straumsvík.
Sólin á himni hækkar
og hlynnir að lyngi og trjám.
Og álverið ekki stækkar
eftir nýjustu spám.
Þau leiðu mistök urðu að vísa var
kennd Jóni Ingvari Jónssyni í
fyrradag, sem er eftir Einar
Kolbeinsson og hljóðar svona:
Þrungin harmi þjóðin grét,
því við neyðin blasti,
og andleg heilsa undan lét,
út af boltakasti.
VÍSNAHORNIÐ
Af áli og
Reyðarfirði
pebl@mbl.is
Það er ekki nauðsynlegt að japla
dægrin löng á ávöxtum og grænmeti
til að fá í sig þá hollustu sem þessum
matvælum fylgja. Ný rannsókn bend-
ir til þess að nægjanlegt sé að drekka
safann úr þeim.
Löngum hefur verið vitað græn-
meti og ávextir geti virkað sem fyrir-
byggjandi gegn sjúkdómum á borð
við krabbamein og hjartasjúkdóma.
Hópur breskra vísindamanna fór í
gegnum fjölda rannsókna á heilnæmi
ávaxta og grænmetis annars vegar og
hins vegar ávaxta- og grænmetissafa.
Niðurstöðurnar voru að hvort
tveggja skilaði tilætlaðri hollustu, að
því er fram kemur á forskning.no.
Þeir segja ekkert benda til að safinn
hafi minni áhrif en grænmetið og
ávextirnir sjálfir er kemur að því að
fyrirbyggja krabbamein og hjarta-
sjúkdóma, en undirstrika þó að ít-
arlegri rannsókna sé þörf.
Rannsókn frá árinu 2006 bendir
einnig til að safi hafi áhugaverð áhrif
á Alzheimer. Af henni má ráða að þeir
sem drekka a.m.k. þrjú glös af
ávaxta- og grænmetissafa daglega
séu í 76% minni hættu á að fá sjúk-
dóminn en þeir sem drekka safa
sjaldnar en einu sinni í viku.
Hreinn safi
og ávextir
jafn hollir
matur