Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.02.2007, Qupperneq 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ H jónin voru nokkuð viss í sinni sök þeg- ar þau leituðu að húsnæði í Hafn- arfirðinum. Eigin- maðurinn reyndar ekki uppalinn þar en húsfreyjan fæddur og upp- alinn Gaflari. Eftir nokkur ár í Breiðholtinu fannst henni hún því vera komin aftur heim er þau festu kaup á fallegu húsi í norð- urbæ Hafnarfjarðar. Gróið hverfið er líka bæði barnvænt og rólegt sem kemur sér vel fyrir fimm manna fjölskyldu þar sem yngsti meðlimurinn er ekki nema fimm mánaða. Húsið var byggt um miðjan átt- unda áratuginn og þegar þau keyptu húsið í árslok 2001 var það í sinni upprunalegu mynd. Í stað þess að henda öllu út ákváðu þau að mála eldhúsinnréttingu og gluggakarma hvíta og það breytti heilmiklu – allt varð bjartara og léttara. Þau létu þar við sitja í nokkur ár, enda húsið bæði fallegt og notalegt. Á síðasta ári hófu þau hins vegar stórtækar breytingar sem fólust meðal annars í því að byggja við húsið og tengja við bíl- skúrinn. Þannig fengu þau kær- komna 65 fermetra í viðbót fyrir stækkandi fjölskyldu og hús- freyjan drauma-þvottahúsið. Hún kímir og segist vera mjög dugleg við að þvo þvott, enda sé meira en nóg af honum. Var efins í fyrstu Þremur árum áður höfðu þau fengið Rut Káradóttur innanhús- arkitekt til að hanna tvö baðher- bergi fyrir sig og það tókst svo vel að engin spurning var að fá Rut aftur. Hún teiknaði allskyns snið- ugar lausnir í sambandi við hirslur og útfærslu og ráðlagði þeim með eldhúsinnréttinguna sem er HTH frá Bræðrunum Ormsson. Hús- freyjan segist hafa verið mjög ef- ins um hvíta háglans-innréttingu og hélt að það yrði of kuldalegt en er í dag hæstánægð með þetta val. Innréttingin er stílhrein og ákaf- lega auðveld í þrifum, fingraför eftir unga fjölskyldumeðlimi sjást varla. Hún segir það líka lítið mál að koma með hlýleikann í skraut- munum og öðrum eldhúsmunum. Borðplatan er úr graníti og þau eru sérlega ánægð með hana. Starfsmenn Steinsmiðjunnar Rein fengu helluborðið sem þau hjónin höfðu valið sér og vaskinn og fræstu úr granítplötunni til að bæði vaskur og helluborð pössuðu Draumahúsið varð enn b Í fallegu húsi í grónu hverfi í norðurbæ Hafn- arfjarðar býr fimm manna fjölskylda sem ný- lega flutti út í hálft ár á meðan að húsið var stækkað og því breytt að þeirra þörfum. Katrín Brynja Hermannsdóttir brá sér í heimsókn. Morgunblaðið/Golli Óvenjulegir gluggar Horft úr eldhúsinu yfir í borðstofuna sem háir gluggarnir setja óneitanlega skemmtilega svip á. Fallegt herbergi Hér sést inn í herbergi fjögurra ára prins- essunnar. Hún er mjög snyrtileg og vill hafa allt í röð og reglu og í réttu litunum herberginu sínu. Glæsilegt Arininn er óvenjulegur og sérlega flottur en Rut fékk alveg frjálsar hendur með hönnun hans. Skenkurinn hægra meginn er úr versluninni Heima. Draumur allra kvenna Fataherbergið af svefnherberginu er óvenju rúmgott og húsfreyjan segist raunar vera í mestu vandræðum með að fylla upp í allt skápaplássið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.