Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 37

Morgunblaðið - 03.02.2007, Page 37
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.11 í hátíðarsal Álftanesskóla undir stjórn Kristjönu Thorarensen. Allir vel- komnir. NJARÐVÍKURKIRKJAk (Innri-Njarðvík) | Sunnudagaskóli sunnudaginn 4. febrúar kl. 11. Umsjón hafa Laufey Gísladóttir , Dagmar Kunáková og Elín Njálsdóttir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Sunnudaga- skóli sunnudaginn 4. febrúar kl. 11. Um- sjón Natalía Chow Hewlett, Ástríður Helga Sigurðardóttir, María Rut Baldursdóttir og Hanna Vilhjálmsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónustan verður með fjölbreyttu sniði. Kl. 12 verður fræðsla um forvarnir gegn fíkniefnum fyrir fermingarbörnin. Kl. 20 Samfélag um Guðs borð. Organisti Hákon Leifsson, meðhjálpari Helga Bjarnadóttir. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl 11.15. Messa kl 14. Sókn- arprestur AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Akureyr- arkirkju minnist aldarafmælis Jakobs Tryggvasonar organista og söngstjóra. Súpa og brauð eftir messu. Sunnudaga- skóli kl. 11. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa og sr. Sólveig Halla. Mikill söngur og tónlist. Kaffisopi eftir messu. GLERÁRKIRKJA | Barnasamvera og messa kl. 11. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Ferm- inarbörn og foreldrar þeirra hvött til þátt- töku í helgihaldinu. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri | Sunnu- daginn 4. feb. kl. 11 Sunnudagsskóli, kl. 17 Almenn samkoma, Níels Jakob Erlings- son talar. Allir velkomnir. EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Börn sem verða 5 ára á árinu og fjöl- skyldur þeirra, heiðursgestir. 5. feb. (mánudag) Kyrrðarstund kl. 18. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum | Guðsþjón- usta sunnudaginn 4. febrúar kl 11. Ferm- ingarbörn taka þátt í athöfninni. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór Selfoss og Jörg E. Sondermann. Hjónin Þorsteinn Pálsson og Jónína Kristjáns- dóttir lesa ritningarlestra. Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu kl. 11.15. Léttur málsverður á eftir. Foreldrar og ferming- arbörn sérstaklega velkomin. Sr. Gunnar Björnsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Mánudagur 5. febrúar: Alfa-námskeið kl. 19. Þriðjudagar kl. 10: Mömmumorgnar. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Guðsþjón- usta nk. sunnudag kl. 13.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Glúms Gylfa- sonar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 37 KIRKJUSTARF Kvenfélagsmessa í Hafnarfjarðarkirkju. SUNNUDAGINN 4. febrúar munu konur í Kvenfélagi Hafnarfjarð- arkirkju standa fyrir messu í kirkju sinni kl. 11 og bjóða síðan til sam- sætis og létts hádegisverðar í Há- sölum safnaðarheimilisins Strand- bergs. Þær munu lesa ritningarorð og leiða bænir í messunni, gegna kirkjuþjónsstörfum og auðvitað taka vel á móti þeim sem í kirkju koma.Guðrún Árný Karlsdóttir syngur einsöng í messunni, en hún fermdist á sínum tíma í kirkjunni og hefur oft sungið í henni. Báðir prestar kirkjunnar munu þjóna við messuna. Aðalheiður Þorsteins- dóttir leikur á orgelið og stjórnar kirkjukórnum. Kvenfélagskonur halda fjóra meginfundi árlega í Strandbergi auk þess sem þær koma saman til verkefnafunda. Þær hafa liðsinnt kirkju sinni á ómetanlegan hátt gegnum tíðina með alúð sinni og fórnfúsum störfum og búið hana og Strandberg vel að dýrmætum og gagnlegum munum. Þær gera sér margt til uppbyggingar og gleði á fundum sínum, hlýða t.d. á fyr- irlestra og eru með skemmtiatriði. Þær fara reglulega í ferðalög. Svo dæmi sé tekið fóru þær í mjög skemmtilega ferð á liðnu hausti til Stokkseyrar og Eyrarbakka. Kven- félagskonur hafa myndað með sér gönguklúbb og ganga saman um Fjörðinn sinn fagra fyrir messur á sunnudögum og síðan til kirkju og taka þátt í messunum. Þær hafa uppi ýmis fleiri áform til að efla starf félagsins. Allar konur sem eru 18 ára og eldri eru velkomnar í Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju. Magnea Þórsdóttir, formaður fé- lagsins, veitir frekari upplýsingar um það í síma 847 8081. Ánægjulegt væri að sem flestir sæktu messuna á sunnudaginn kemur í Hafnarfjarðarkirkju, bæði konur og karlar, og tækju síðan þátt í samsætinu og hádegisverð- inum sem kvenfélagskonur bjóða til í Hásölum Strandbergs. Dómkirkjan – fermingarfræðslan FRÆÐSLUFUNDUR verður kl. 11–12.30 á laugardag með ferming- arbörnum. Þar verða með fræðslu af hálfu tollstjóraembættisins Ragnheiður Guðmundsdóttir toll- vörður og fíkniefnahundurinn Skuggi. Ragnheiður mun sjá um hið talaða mál en Skuggi sinnir emb- ætti sínu með þeim hæfileikum sem honum eru búnir. Fermingarbörn, verið velkomin Forsætisráðherra talar á þorragleði Hin árlega þorragleði eldri borgara verður haldin þriðjudaginn 6. febr- úar og hefst skemmtunin kl. 12. Þorramatur, grín og gaman. Geir H. Haarde talar á léttum nótum. Þorvaldur Halldórsson söngvari spilar og syngur. Að lokum verður stiginn dans. Aðalfundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju AÐALFUNDUR Safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn mánudaginn 5. febrúar kl. 20 í safn- aðarsal kirkjunnar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikn- ingar. Kosning stjórnar. Önnur mál. Kristín Kristjánsdóttir hómó- pati og ráðgjafi hjá versluninni „Maður lifandi“ fjallar um heilsu- vakningu, heilsuvörur og fyrstu skrefin að bættri heilsu. Kaffiveit- ingar og fyrirspurnir. Stjórnin. Kvöldmessa um glím- una við efann í Frí- kirkjunni í Reykjavík KVÖLDMESSA kl. 20, Eva og Fermingar-Ásurnar, þær Ásgerður og Áshildur eru með söngatriði og fermingardrengurinn Jón Atli les ritningarlestra. Guðfræðineminn og kirkjuvarðan okkar, Nanda María, er með vitnisburð um glím- una við efann. Anna Sigga og Carl Möller leiða almennan safn- aðarsöng, en Ása Björk Ólafsdóttir leiðir messuna og þjónar fyrir alt- ari. Altarisganga. Barnaguðsþjón- usta kl 14. Nanda María, Pétur Markan og Ása Björk leiða stund- ina með söng, helgisögu og bænum. Biblíumyndirnar og límmiðarnir eru á sínum stað. Leikbrúðurnar koma í heimsókn og öll sameinumst við eftir stundina og gefum fugl- unum á Tjörninni brauð. Hraungerðiskirkja GUÐSÞJÓNUSTA nk. sunnudag kl. 13.30. Söngkór Hraungerði- sprestakalls leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Glúms Gylfa- sonar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Kristinn Ágúst Friðfinns- son. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju SUNNUDAGINN 4. febrúar kl. 14 verður Kirkjuleg sveifla í Bústaða- kirkju. Um árabil hefur Bústaða- kirkja staðið fyrir fjölbreyttu helgi- haldi. Kirkjulega sveifla er hluti af þeirri fjölbreytni. Innan hennar rúmast ýmsir stílar tónlistarinnar. Næstkomandi sunnudag kl. 14 kem- ur fram Kór Bústaðakirkju og stjórnandi hans, Guðmundur Sig- urðsson, ásamt hljómsveit hússins. Hljómsveitina skipa Sigurgeir Sig- mundsson, gítar, Birgir Bragason, kontrabassi, og Einar Valur Schev- ing, trommur. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Í sveiflunni er áhersla lögð á nýjar útsetningar ýmissa fjörugra laga í bland við annað efni. Fólk er hvatt til að fjölmenna í Kirkjulega sveiflu í Bústaðakirkju nk. sunnudag kl. 14. Þetta er síð- asta kirkjulega sveiflan sem Guð- mundur Sigurðsson stjórnar, þar sem hann hverfur nú til annarra starfa, eftir góða og ötula þjónustu í Bústaðakirkju. Barnamessa er klukkan 11 og þar leikur hljómsveit ungmenna undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Þetta er sam- verustund fyrir alla fjölskylduna með mikilli þátttöku barnanna. Er fyrirgefningin raunhæfur valkostur? NÆSTU tvö þriðjudagskvöld, þ.e. 6. og 13. febrúar að loknum kvöld- söngnum í Laugarneskirkju, sem hefst kl. 20, mun Sigurbjörn Þor- kelsson rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju efna til umræðna um fyrirgefn- inguna. Áleitnum spurningum verður varpað fram og boðið verð- ur upp á spjall. Er fyrirgefningin raunhæfur valkostur? Hver á að fyrirgefa og þá hverjum, hvenær og hvernig? Tekið skal fram að um jafningja- fræðslu verður að ræða og því end- anleg svör því ef til vill vandfundin og jafnvel ófyrirséð því að sitt sýn- ist hverjum? Ef það fást þá nokkur svör? Allir velkomnir að koma og taka þátt í að dýpka skilning sinn á hug- takinu fyrirgefning og þeim illskilj- anlega leyndardómi sem henni fylgir. Á sama tíma að loknum kvöld- söngnum í Laugarneskirkju þriðju- daginn 6. febrúar verður síðasti opni 12 spora fundurinn áður en hóparnir lokast og halda síðan áfram sinni vinnu. 12 sporin eru andlegt ferðalag til uppbyggingar og sjálfshjálpar, til að rækta trúna og kærleikann hið innra með og í samfélagi með öðr- um. Fyrir þau sem vilja kynna sér 12 sporin í Laugarneskirkju er þetta lokatækifærið á þessu ári. Allir eru velkomnir á mannrækt- arkvöld í Laugarneskirkju á þriðju- dagskvöldum sem hefjast kl. 20 með lofsöng og bæn. Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson leika undir og leiða sönginn og Sig- urbjörn Þorkelsson segir nokkur orð og leiðir bæn. Alla fimmtudaga er svo boðið upp á kyrrðarstund í Laugarnes- kirkju hádeginu, kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur ljúfa tóna á org- el kirkjunnar og sr. Hildur Eir Bolladóttir eða Sigurbjörn Þorkels- son flytja Guðs orð og leiða bæna- stund. Að stundinni lokinni eða um kl. 12.30 er síðan hægt að kaupa léttan en kjarngóðan og samfélags- eflandi hádegisverð á kr. 500, í notalegu umhverfi í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Laugarneskirkja er fyrir alla, konur, börn og karla, öryrkja og aldraða, ríka og fátæka. Alla sem vilja tilheyra fjölskyldu Guðs, vera bræður og systur Jesú Krists og samferða í lífinu. Toshiki Toma prédikar PRESTUR innflytjenda er Toshiki Toma. Hann hefur skrifstofuað- stöðu í Neskirkju við Hagatorg, þjónar við helgihaldið, en hefur aldrei prédikað í kirkjunni. Það mun hann gera í messunni sunnu- daginn 4. febrúar. Sr. Toshiki er líka kunnur fyrir skrif sín um mál- efni innflytjenda, fyrir næmi í greiningu íslensks samfélags og fyrir ljóðagerð. Messan hefst kl. 11 og oftast hægt að finna laus sæti. Hrafnista í Reykjavík GUÐSÞJÓNUSTA klukkan 10.30 í samkomusalnum Helgafelli 4. hæð. Organisti Kári Þormar en kór Hrafnistu og kórfélagar úr kirkju- kór Áskirkju syngja. Prestur sr. Svanhildur Blöndal. Gunnar Hersveinn og fimm ára bókin í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 4. febr- úar, hefjast að nýju Fræðslumorgn- ar í Hallgrímskirkju. Það er Gunn- ar Hersveinn rithöfundur sem ríður á vaðið með erindi sem hann nefn- ir: Hugleiðingar um lífsgildi Ís- lendinga. Gunnar Hersveinn hefur nýlega gefið út bókina Gæfuspor, þar sem hann fjallar um dyggðir og gildi á einstaklega aðgengileg- an og lærdómsríkan hátt. Fyr- irlesturinn hefst kl. 10 og allir eru velkomnir. Í messunni kl. 11 pre- dikar sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjón- um. Organisti er Hörður Áskels- son og félagar úr Mótettukórnum leiða safnaðarsöng. Fimm ára börn eru sérstaklega boðin vel- komin til messunnar og verður þeim afhent bók að gjöf frá kirkj- unni. Fjölskylduguðs- þjónusta og skóla- stjóra þakkað. SUNNUDAGINN 4. febrúar verð- ur fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Vídalínskirkju. Í upphafi guðs- þjónustunnar verður Hilmari Ing- ólfssyni, fyrrverandi skólastjóra Hofsstaðaskóla, þökkuð góð störf fyrir bæjarfélagið og gott sam- starf við þau sem hafa leitt starfið í Garðasókn á undanförnum árum. Sr. Bragi Friðriksson, fyrrverandi sóknarprestur, flytur stutt ávarp við það tilefni. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson leiðir guðsþjónustuna ásamt Jóhönnu Guðrúnu Ólafs- dóttur djákna og Hjördísi Rós Jónsdóttur leiðtoga í sunnudaga- skólanum. Kór Hofsstaðaskóla leiðir lofgjörðina undir stjórn Hildar Jóhannesdóttur og Unnar Þorgeirsdóttur. Jóhann Baldvins- son organisti sér um undirleik. Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Sama dag er messa í Garðakirkju kl. 14, þar þjóna sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga djákni. Kór Vídalínskirkju leiðir lofgjörðina undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Allir velkomnir. Sjá www.gardasokn.is Málþing um hlutverk Þjóðkirkj- unnar á 21. öld. ÞAÐ er mikilvægt fyrir íslensku Þjóðkirkjuna jafnt sem hreyfingu og stofnun að iðka naflaskoðun. Nú langar okkur í Garða- prestakalli að vera með í þeirri skoðun og bjóðum til málþings miðvikudaginn 7. febrúar kl. 17.30–20 í safnaðarheimili Vídal- ínskirkju. Yfirskriftin er ,,Hlut- verk Þjóðkirkjunnar á 21. öld“. Þar munu dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson og cand. theol. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir frá Bisk- upsstofu flytja erindi. Einnig munu fulltrúar stjórnmálaflokk- anna fimm vera með innlegg, en þau eru: Ögmundur Jónasson frá VG, Jón Kristjánsson frá Fram- sóknarflokknum, Guðjón Arnar Kristjánsson frá Frjálslynda flokknum, Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokknum, Árni Páll Árnason frá Samfylkingunni. Þá verða leyfðar fyrirspurnir til frummælenda. Fundarstjóri er dr. Gunnar Kristjánsson prófastur. Aðgangur ókeypis. Sjá www. gardasokn.is Góðir gestir í Veginum HELGINA 8.–11. febrúar verðum við með góða gesti í Veginum að Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Hjónin Kevin og Cheril Upton frá Aber- deen í Skotlandi. Þau tilheyra Christian Outreach Center sam- tökunum sem Alhley Schmierer veitir forstöðu í Englandi. Sjá www.coc.org.uk. Cheril mun tala á kvennastund fimmtudagskvöldið 8. febrúar kl. 20. Kevin predikar á unglingasamkomu föstudags- kvöldið 10. febrúar kl. 20. Einnig munu þau þjóna á fjöl- skyldusamkomunni 12. febrúar kl. 11 og um kvöldið kl. 19. Kevin hef- ur komið hingað nokkrum sinnum og flutt okkur góðan og upp- byggilegan boðskap. Eftir sam- komu er boðið upp á kaffi og sam- félag. Allir hjartanlega velkomnir. Hafnarfjarðarkirkja ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hvetur fólk til að taka þátt í óvenjulegri undirskriftaher- ferð AI og krefjast lokunar fanga- búðanna í flotastöð Bandaríkja- manna við Guantánamo-flóa. Undirskriftaherferðin fer fram á netinu á slóðinni: http://www.amn- esty.org/guantanamoflotilla/ „Aðeins þremur vikum eftir opn- un undirskriftasíðunnar hafa um ellefu þúsund einstaklingar frá rúmlega 90 löndum lagt upp í net- leiðangur til Guantánamo. Rúmlega 300 einstaklingar hafa farið frá Ís- landi,“ segir í frétt frá Amnesty á Íslandi. Ferðalangarnir taka þátt í nýj- ustu netherferð Amnesty Inter- national til að krefja bandarísku ríkisstjórnina um að loka Guantánamo. Herferðin stendur til 26. júní sem er alþjóðlegur dagur til verndar fórnarlömbum pynd- inga. Þeir sem ganga til liðs við flotann geta valið útlit, hárgreiðslu, föt og farartæki, allt frá sjóræningjaskip- um til höfrunga og dreka. Þegar flotinn nálgast Kúbu verður þátt- takendum boðið að skrifa undir bænaskrár fyrir hönd þeirra sem haldið er í Guantánamo. Krefjast lokunar Guant- ánamo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.