Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 43 menning ÓSKUM EFTIR FASTEIGNUM FYRIR A.M.K. 10 MILLJARÐA Traustur fjárfestir hefur beðið Eignamiðlun ehf. að útvega góðar fasteignir svo sem: skrifstofuhúsnæði, verslunarpláss, ýmiskonar atvinnuhúsnæði og hótel. Eignirnar þurfa helst að vera í útleigu til traustra aðila. Lágmarksfjárfesting í hverju tilviki væri um 100 milljónir króna. Kaup á fasteignafélagi koma einnig til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. IÐNAÐARPLÁSS ÓSKAST – KAUP EÐA LEIGA Traustur aðili óskar eftir u.þ.b. 350 fm iðnaðarplássi til kaups eða leigu. Lofthæð um 3,5 metrar. Æskileg staðsetning: Kópavogur, Vogar (Rvk). Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Geir Sigurðsson lögg. fasteignasali. Íbúðir á Akureyri óskast Óskum eftir tveimur „lífeyrissjóðs-íbúðum” á Akureyri. Önnur 2ja herbergja u.þ.b. 60 fm. En hinni 3ja–5 herb., 100-140 fm. Íbúðirnar þurfa að vera í blokkum með húsverði og góðri sameign. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Til sölu nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir í grónu hverfi 2ja og 5 herbergja • Tveggja herbergja 80 m² • Fimm herbergja 143 m² Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum. Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum. Stofurnar eru 30-40 m². Á gólfum eru flísar og gott eikarparket. Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni. Stutt í golfvöll. Hrauntún ehf. byggir Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari, í símum 896 1606 og 557 7060. Dæmi um 2ja herbergja íbúð Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÓPERUDEILD Söngskólans í Reykjavík frumsýnir í dag óperett- una Algjör draumur í Iðnó. Í sýning- unni er fléttað saman söng, dansi og leiklist, en höfundur verksins og leik- stjóri er Austurríkismaðurinn Anton Steingruber. „Þetta er ekki beint frumsamið, en hann samdi nýja óper- ettu með tónlist úr þekktum óper- ettum,“ segir Sibylle Köll, danshöf- undur og aðstoðarleikstjóri. „Þetta er vínartónlist og hann tengir þetta allt saman með samtölum. Hann samdi söguna á milli og setti stykkið svo saman svo það myndar eina heild. Það er allt sungið á þýsku nema loka- kórinn, hann er á íslensku. Samtölin eru svo öll á íslensku,“ segir Sibylle, en sagan segir frá fallegum, ólofuðum systrum sem hitta fræga bræður sem eru bráðmyndarlegir tenórar. Alls taka 23 nemendur óp- erudeildar Söngskólans í Reykjavík þátt í uppfærslunni, auk þess sem Ja- net Haney leikur undir á píanó. Finnst gaman á Íslandi Anton Steingruber er tenórsöngv- ari sem komið hefur fram í óperum og á vínartónleikum í flestum löndum Evrópu, auk Japans. Að sögn Sibylle hefur hann snúið sér meira að kennslu á undanförnum árum, en hann syngur þó enn á hinum ýmsu sumarhátíðum. „Hann er búinn að fást við kennslu í um það bil tíu ár og hefur kennt söngvurum sem þekktir eru í heimi óperunnar í dag,“ segir Sibylle. Steingruber kom hing- að til lands í fyrsta skipti árið 1989 þegar hann söng með Signýju Sæ- mundsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Þá kom hann hingað til lands á síðasta ári þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar setti upp Nótt í Feneyjum, en Steingruber var þá raddþjálfari. „Honum fannst svo gaman á Íslandi að hann hefur komið hingað aftur og aftur auk þess sem nemendum hefur líkað mjög vel við hann.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Óperetta Janet Haney, undirleikari, Anton Steingruber, leikstjóri og höf- undur og Sibylle Köll, aðstoðarleikstjóri og danshöfundur. Algjör draumur í Iðnó Algjör draumur í Iðnó. Frumsýning í dag kl. 14. Önnur sýning annað kvöld kl. 20. Miðaverð er 1.500 kr. Miðasala á midi.is. ÞRIÐJI riðill Söngvakeppni Sjón- varpsins fer fram í kvöld þegar átta lög verða flutt í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Líkt og síðast hafa þónokkrir lagahöfundar og flytjendur áður komið við sögu í Söngvakeppni Sjónvarpsins og því ber að minnast á lag Dr. Gunna sem hingað til hefur ekki talist líklegur til að taka þátt í forkeppni Sjón- varpsins til Evróvisjónþátttöku. Lögin eru annars þessi: Riðill 3 „Örlagadís“ Lag: Roland Hartwell Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Símanúmer 900 2001 „Villtir skuggar“ Lag: Ingi Gunnar Jóhannsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Alexander Aron Guðbjartsson Símanúmer 900 2002 „Júnínótt“ Lag og texti: Ómar Þ. Ragnarsson Flytjandi: Soffía Karlsdóttir Símanúmer 900 2003 „Leiðin liggur heim“ Lag: Elvar Gottskálksson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Davíð Smári Harðarson Símanúmer 900 2004 „Bjarta brosið“ Lag: Torfi Ólafsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Andri Bergmann Símanúmer 900 2005 „Vetur“ Lag og texti: Magnús Guðmann Jónsson Flytjandi: Helgi Rafn Ingvarsson Símanúmer 900 2006 „Ég og heilinn minn“ Lag: Dr. Gunni og Ragnheiður Eiríksdóttir Texti: Dr. Gunni Flytjandi: Ragnheiður Eiríksdóttir Símanúmer 900 2007 „Þú tryllir mig“ Lag: Hafsteinn Þórólfsson Texti: Hafsteinn Þórólfsson og Hannes Páll Pálsson Flytjandi: Hafsteinn Þórólfsson Símanúmer 900 2008 Símakosning Hægt að kjósa fimm sinnum Eftir að símakosning er hafin gef- ast um 35 mínútur til þess að kjósa. Einungis þau atkvæði sem greidd eru innan tímarammans eru gild. Eitt atkvæði er gefið ef hringt er eða sms sent í viðkomandi símanúmer. Enginn texti þarf að fylgja sms- skilaboðum. Heimilt er kjósa fimm sinnum úr hverju símanúmeri en gjaldfært er fyrir öll símtöl. Hvert símtal/SMS kostar 99 kr. Keppnin er haldin í nýja Base- Camp-verinu á Seljavegi 2 og er hægt að taka á móti 600 gestum. Sætin eru númeruð og eru miðar fá- anlegir í forsölu á www.midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og í verslunum BT utan Reykjavíkur. Söngvakeppni Sjónvarpsins Síðasti riðillinn í kvöld Morgunblaðið/Eggert Smart Jónsi fór áfram um síðustu helgi með laginu Segðu mér. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.