Morgunblaðið - 12.03.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 12.03.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 70. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÍR Í HUNDRAÐ ÁR SAGA FÉLAGSINS GERIR MENN STOLTA OG MARGIR HAFA KOMIÐ AÐ STARFINU >> 9 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR 150 SINNUM VELGENGNI HRÆRT Í HJÖRTUM >> 15 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ er grundvallaratriði varð- andi almenna ferðamennsku, og eitt af meginatriðunum áður en maður leggur á fjöll, að kanna hvernig veð- urútlit er,“ segir Þorsteinn Þorkels- son, í landsstjórn björgunarsveita, um þá ákvörðun hóps vélsleðamanna að leggja á Langjökul á laugardag þrátt fyrir afar slæmt veðurútlit. Ljóst sé að þeir hefðu sloppið við vandræði með því halda heim á leið áður en spáð var aftakaveðri. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Stefán Jónsson, einn vélsleðamannanna þriggja, þá hafa verið sannfærða um að þeir næðu til byggða í tæka tíð. Fjallamenn eru ekki skyldaðir til að gefa upp ferðaáætlun en nýr bún- aður gæti þýtt að mun betri upplýs- ingar fengjust um ferðir þeirra. Fyrr um daginn var lýst eftir fimm jeppum sem tilkynntu svo af sjálfs- dáðum að þeir þyrftu ekki á aðstoð að halda. Jeppamaður, sem lenti í vand- ræðum við Klakka um fimmleytið á laugardag, hefði hins vegar þurft hjálp, sem og hópur fjallabíla á Kaldadal og ökumaður jeppa við Hagavatn. Alls voru 43 björgunarhópar kall- aðir til og TF-LIF send á loft klukk- an 05.53 en afturkölluð 11 mín. síðar, þegar vélsleðamennirnir fundust. Reynslan af sektum ekki góð Líkt og aðrir viðmælendur Morg- unblaðsins vill Þorsteinn ekki gera tilraun til að áætla kostnaðinn við björgunaraðgerðirnar. Hann upp- lýsir þó að tveir vélsleðar hafi laskast og að bilanir hafi orðið í tveimur snjó- bílum og björgunarjeppa. Jeppamennirnir hafi haft samband sjálfir en ættingjar vélsleðamann- anna hringt í lögregluna. „Veðurspáin var sú að það yrði suð- austanátt á hálendinu og vitlaust veð- ur. Ég veit um menn, sem voru að fara á fjöll, sem ákváðu að fara fyrr heim út af því,“ segir Þorsteinn og játar að björgunarmenn leggi sig ávallt í nokkra hættu í slíkum aðgerð- um. Þeir séu þó afar vel búnir. Sú ákvörðun ferðalanganna að leggja á fjöll þrátt fyrir afleitt veð- urútlit hefur enn á ný vakið þá um- ræðu hvort beita eigi sektum gagn- vart þeim taka slíkar ákvarðanir. Reikningur björgunarsveita hljóði upp á milljónir króna og ábyrgð- arhluti að binda sjálfboðaliða við verkefni sem væri hægt að forðast. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, segist andvígur slíkum sektum, reynsla annarra ríkja sýni að þær geti leitt til þess að ekki sé kallað á hjálp fyrr en í algert óefni sé komið. Sérstakt tryggingargjald, sem þekkist víða erlendis, sé í fljótu bragði ákjósanlegri leið. Inntur eftir því hvort fjallamenn séu skyldaðir til að gera grein fyrir ferðaáætlunum sínum segir Kristinn svo ekki vera. Langflestir láti þó ætt- ingja eða ferðafélög vita. Spurður út í þá hugmynd Sig- urgeirs Guðmundssonar, formanns Landsbjargar, að stuðla að útbreiðslu neyðarsenda segir Kristinn ekki hafa fengist leyfi fyrir sölu þeirra hér. Búnaðurinn kosti nú 50–100 þús. kr. og að margir vélsleðamenn sem komi erlendis frá hafi slíkan búnað með- ferðis. Lögðu á fjöll þrátt fyrir viðvaranir                                                        ! " #    "  "     $     %   "  %  "  "          Á þriðja hundrað björgunarmenn tóku þátt í aðgerðum við Langjökul  Ef maður gæti | 2 Eftir Andra Karl og Silju Björk Huldudóttur FJÖLMENNUR borgarafundur sem haldinn var á Ísafirði í gær í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarð- ar, krefst þess að stjórnvöld standi við margítrekuð loforð og stefnumót- un um uppbyggingu Ísafjarðar sem eins þriggja byggðakjarna utan höf- uðborgarsvæðisins og beinir því til frambjóðenda flokka í Norðvest- urkjördæmi að mæta til kosningabar- áttunnar í vor með haldbærar tillögur um framtíð byggðar á Vestfjörðum. Greinilega ólgu mátti finna meðal vestfirskra íbúa sem mættu á fundinn og ljóst að flestir skelltu skuldinni á stjórnvöld. Lína Björg Tryggvadótt- ir, þjónustu- og svæðisstjóri Intrum á Ísafirði, vísaði m.a. í skýrslu um þró- un hagvaxtar í einstaka landshlutum á árabilinu 1998–2004, og unnin var af Byggðastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Í henni kom fram að hagvöxtur á höfuðborgarsvæðinu hefði verið 49% en hagvöxtur að með- altali á landinu öllu tæp 30%. „Þegar hagvöxtur á Vestfjörðum er hins vegar skoðaður kemur í ljós að sá landshluti hefur orðið algjörlega út undan í þessari hagsveiflu. Á þess- um árum mældist hann neikvæður um sex prósent og aðeins í ljósi þeirr- ar niðurstöðu hlýtur það að vera eðli- leg krafa til stjórnvalda að setja Vest- firði í forgang, hvað varðar framkvæmdir, fjárfestingar og aðra uppbyggingu sem eykur hagvöxt og tryggir byggð,“ sagði Lína. Til fundarins var boðað af því til- efni að ótíðindi hafa borist und- anfarnar vikur frá Vestfjörðum, síð- ast þegar Marel ákvað að loka starfsstöð sinni á Ísafirði. Ólína Þor- varðardóttir fundarstjóri segir nýj- ustu tíðindin vera þau að fjárfesting- arfélögin Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í 3X Stál og reikna margir með því að það muni hljóta sömu ör- lög og ísfirska hátæknifyrirtækið Póls, sem Marel keypti fyrir þremur árum. „Við óttumst að það sama end- urtaki sig þrátt fyrir fullyrðingar um annað, og það er afar sorglegt þegar hér hefur átt sér stað þekking- arþróun í samstarfi fyrirtækja á svæðinu, að hún sé keypt upp og sog- uð burtu,“ segir Ólína.  Eðlileg krafa | Miðopna Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Fjölmennt Borgarafundurinnn á Ísafirði var vel sóttur, m.a. af þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Stjórnvöld standi við margítrekuð loforð Vilja tillögur um framtíð byggðar á Vestfjörðum Í HNOTSKURN »Fullt var út úr dyrum áborgarafundi um búsetu- og atvinnumál á Vestfjörðum á Ísafirði í gær. »Þingmenn allra flokka íkjördæminu, nema stjórn- arflokkanna, voru meðal fund- argesta. »Framsögumenn vorunokkrir íbúar af svæðinu. „ÉG FÉKK boð um þennan fund með fárra daga fyr- irvara og var þá þegar löngu búinn að skuldbinda mig til að mæta á öðr- um fundum í kjör- dæminu,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra og 4. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Einar Oddur Kristjánsson, 9. þingmann NV-kjördæmis, sagði skamman fyrirvara einnig ástæðu þess að hann hefði ekki séð sér fært að mæta á fundinn. Samkvæmt upp- lýsingum Morg- unblaðsins er Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra og 1. þingmaður NV- kjördæmis, stadd- ur í Bandaríkj- unum þar sem hann tekur þátt í al- þjóðlegri ráðstefnu um útgerð og þjónustu við skemmtiferðaskip. Magnús Stef- ánsson, félags- málaráðherra og 3. þingmaður NV- kjöræmis, hafði boðað komu sína á fundinn en gat ekki mætt sökum veikinda. Magnús bað hins vegar fyrir kveðju sem les- in var upp af fundarstjóra, Ólínu Þorvarðardóttur. Of skammur fyrirvari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.