Morgunblaðið - 12.03.2007, Page 14

Morgunblaðið - 12.03.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT París. AFP, AP. | Jacques Chirac, for- seti Frakklands, lýsti því yfir í sjón- varpsávarpi til þjóðarinnar í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum í apríl. „Ég mun ekki óska eftir atkvæðum ykk- ar fyrir eitt kjörtímabil enn,“ sagði Chirac, sem gegnt hefur embættinu í 12 ár. „Kæru landar mínir, nú þegar kjörtímabilinu sem þið fóluð mér er að ljúka er kominn tími fyrir mig til að þjóna ykkur með nýjum, hætti,“ sagði Chirac sem orðinn er 74 ára gamall. Hann hét því að vinna áfram að framgangi þess sem hann sagði líf sitt hafa snúist um, að tryggja „réttlæti, framfarir, frið og tign Frakklands“. Chiracs verður að líkindum helst minnst fyrir harða andstöðu við innrásina í Írak 2003 en einnig fyrir að koma því til leiðar að haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórn- arskrá Evrópusambandsins. Frakk- ar felldu hana, honum til mikillar gremju. Stuðningur við Chirac er nú afar lítill, Frakkar eru ósáttir við efnahagsástandið, viðvarandi atvinnuleysi og lítinn hagvöxt og kenna stefnu forsetans um. Svo get- ur farið að hann verði er hann læt- ur af embætti ákærður fyrir spill- ingu í borgarstjóratíð sinni í París. Chirac lét í ræðu sinni hjá líða að lýsa yfir stuðningi við forsetaefni hægriflokks síns, Nicolas Sarkozy dómsmálaráðherra. Chirac Frakklandsforseti býður sig ekki fram á ný Hættir Jacques Chirac Frakklandsforseti eftir að hafa flutt ávarp sitt í gær. Harare. AFP. | Einn var skotinn til bana af lögreglu í Harare, höfuðborg Simbabve, í gær þegar stjórnvöld hindruðu stjórnarand- stæðinga í að efna til útifundar gegn rík- isstjórn Roberts Mugabe forseta. Lýðræð- ishreyfingin, MDC, sem er helsti flokkur stjórnarandstæðinga, sagði manninn hafa verið félaga í flokknum og hann hefði verið myrtur með köldu blóði. Áður hafði lögreglan handtekið leiðtoga MDC, Morgan Tsvangirai en hann var í hópi nokkurra tuga flokksmanna sem hugðust hunsa bann stjórnvalda við fundahöldum í borginni. Ætlaði Tsvangirai að heimsækja nokkra félaga sínu á lögreglustöð skammt frá fundarstaðnum en var þá sjálfur hand- tekinn, að sögn talsmanns MDC. Auk Tsvangirais voru fjórir aðrir þingmenn flokksins handteknir í gær. Að útifundinum stóðu samtök kirkjudeilda, mannréttindahópa og flokka er nefndu sig Baráttan fyrir að bjarga Simbabve og hefði fund- urinn getað markað þáttaskil í samstöðu stjórnarandstæðinga. MDC klofnaði árið 2005 vegna deilna um þátttöku í kosningum til öld- ungadeildar þingsins. Efnahagur Simbabve er á vonarvöl, talið er að um milljón tonna af ma- ís, helstu fæðu landsmanna, skorti til að koma í veg fyrir hungursneyð. Leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar í Simbabve handtekinn Í haldi Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Washington, Teher- an. AFP, AP. | Sendiherra Bandaríkjanna í Írak, Zalmay Khalilzad, telur að samskipti við fulltrúa Írans og Sýrlands á ráð- stefnunni á laug- ardag í Bagdad hafa verið með ágætum. „Þeir sjá að þeir eiga sameiginlega hagsmuni með okkur um að tryggja uppbyggingu í Írak,“ sagði Khalilzad. Auk gestgjafanna Íraka og al- þjóðastofnana áttu Bandaríkin, Bretland og grannríki Íraks full- trúa á fundinum. Íranar lýstu einnig í gær ánægju sinni með fundinn og sögðu hann hafa verið fyrsta skrefið og það hefði tekist vel. „Ef haldin yrði önnur ráð- stefna í Bagdad með þátttöku ut- anríkisráðherra ríkjanna myndu vonir enn aukast um að framhald yrði á þessari jákvæðu þróun,“ sagði talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Teheran, Mohammad Ali Hosseini. Segja ráðstefnuna í Bagdad hafa verið jákvæða Zalmay Khalilzad IAN Paisley, hin áttræði leiðtogi stærsta flokks mótmælenda á Norð- ur-Írlandi, neitar enn að gefa upp hvort hann muni mynda stjórn með erkifjendum sínum í Sinn Fein, helsta flokki kaþólskra. Héraðinu er nú stjórnað beint frá London. Paisley hikar FJÖGURRA daga gömul stúlka, Mychael Darthard-Dawodu, sem rænt hafði verið af sjúkrahúsi í Texas í Bandaríkjunum, fannst í gær heil á húfi í Nýju-Mexíkó. Kona, sem grunuð er um að hafa rænt barninu, var handtekin. AP Heimt úr helju ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn hafa hótað að gera árásir á Þýskaland og Austurríki dragi ríkin ekki her- lið sitt frá Afganistan. Hótunin kom fram í yfirlýsingu sem var birt í gær á vefsíðu uppreisnarmanna sem tengjast al-Qaeda. Hóta árásum RÚMLEGA 40.000 óbreyttir borg- arar hafa flúið heimili sín á austur- hluta Srí Lanka undanfarna daga vegna átaka stjórnarhersins og uppreisnarsveita Tamíl-Tígranna. 33 hafa fallið í átökunum. Flýja heimili sín MIKLAR efasemdir eru í Banda- ríkjunum um gagnsemi meðferðar fyrir kynferðisafbrotamenn eftir af- plánun en rannsóknir gefa til kynna að gagnið að þeim sé yfirleitt lítið eða ekki neitt, segir í grein í The New York Times. Opinber könnun sem gerð var í Kanada bendir til þess að 15% umræddra afbrotamanna brjóti aftur af sér innan fimm ára og menn sem beiti börn ofbeldi séu enn lík- legri til þess en hinir. Könnun sem gerð var í Kaliforníu 1985–2001 sýndi jafnvel að þeir sem fengu meðferð voru ívið líklegri til að brjóta aftur af sér en þeir sem enga meðferð fengu. Dómarar og kvið- dómar vestra hneigjast æ oftar til þess að úrskurða að kynferðisaf- brotamaður skuli áfram vera í fang- elsi þótt hann sé búinn a afplána. The New York Times hefur eftir sérfræðingum að afar erfitt sé að mæla árangurinn af meðferð eftir fangelsisvist, venjulega séu brota- mennirnir tregir til að tala. Og oft reynist erfitt að kveða niður hjá þeim ranghugmyndir eins og þær að börnunum líki vel að eiga kynmök við þá. Aðrir telja líklegt að fang- arnir séu oft slungnir að blekkja sér- fræðingana og fá þá til að mæla með lausn úr haldi. En sumir brotamenn- irnir eru þó örvæntingarfullir og dæmi eru um að fangi hafi gelt sjálf- an sig með rakblaði. Gerðar hafa verið tilraunir með lyfjafræðilega geldingu en þær eru umdeildar vegna aukaverkana auk þess sem erfitt er að tryggja að mennirnir haldi áfram að taka lyfin. Kynórar brotamanna halda áfram enda þótt nær ekkert testósterón mælist lengur í blóði þeirra. Blaðið ræddi við Bill Price, sem er 59 ára og fyrrverandi sunnudaga- skólakennari. Hann hefur viður- kennt brot gegn alls 21 fórnarlambi, þau yngstu voru aðeins þriggja ára. „Þetta var eins og veiðar fyrir mig,“ sagði hann. „Ég hélt áfram að velja börn af því að þau voru auðveld bráð, auðveldara að fást við þau en konur.“ Hann segist vera hræddur við sjálf- an sig. „Ég er ekki eins hættulegur og ég var en ég finn svo sannarlega að ég er hættulegur.“ Deilt um ráð gegn kynferðisglæpum Rannsóknir gefa til kynna að 15% kynferðisafbrotamanna brjóti aftur af sér innan fimm ára frá lausn úr haldi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍHALDSFLOKKURINN breski hyggst nú taka frumkvæðið í til- lögum um aðgerðir gegn loftslags- breytingum og leggja til sérstakan skatt á þá sem ferðast með flug- vélum. Útblástur frá vélunum á sök á verulegum hluta alls koldíoxíðs sem menn senda út í andrúmsloftið og talið er geta valdið hlýnun. George Osborne, talsmaður fjár- mála í skuggaráðuneyti íhalds- manna, segir koma til greina að leggja sérstakan, „grænan“ skatt á þá sem ferðast mikið með flugvélum. Einnig sé hægt að skattleggja allt flug innan Bretlands. En hann vill lækka aðra skatta á móti, ekki standi til að auka heildarskattbyrði fólks. „Þetta sýnir að við erum reiðubú- in að taka erfiðar ákvarðanir sem við teljum nauðsynlegar til að fást við vaxandi losun koldíoxíðs,“ sagði Os- borne. Umræður eru einnig hafnar í Þýskalandi um breyttar neysluvenj- ur ferðamanna vegna ótta við lofts- lagsbreytingar. „Í allra næstu fram- tíð mun fólk gera sér æ betur grein fyrir því að flugvélar spúa geysilegu magni af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, miklu meira en bílar eða lestir,“ segir Manfred Stock, sérfræðingur á hjá rannsókn- arstöð loftslagsmála í Potsdam við Berlín. „Ef við bætum við þeirri staðreynd að á næstu áratugum munu sumrin okkar verða stöðugt hlýrri verður hentugra fyrir sum- arleyfisfólk að fara til Sylt [lítillar eyjar vestan við nyrsta hluta Þýska- lands] en að fljúga til Seychelles- eyja [á miðju Indlandshafi].“ Þjóðverjar verja mestu fé allra þjóða í ferðir til útlanda. En skoð- anakönnun N24-sjónvarpsstöðv- arinnar á miðvikudag gefur til kynna að 68% landsmanna vilji með ánægju halda sig heima til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Og 45% sögðust reiðubúin að borga auka- skatt á farmiða lággjaldaflugfélaga. Peter Hauptvogel, talsmaður Air Berlin, segir að tal um að ferðamenn skuli halda sig á heimaslóðum sé fá- ránlegt og líkist sefasýki. „Orkuver sem brenna jarðefnaeldsneyti gefa frá sér meira af gróðurhúsaloftteg- undum en við og þar auki eru vél- arnar okkar að verða stöðugt um- hverfisvænni,“ segir hann. „Grænir skattar“ á flug til að sporna við hlýnun? Reuters Skaðvaldur? Þotuhreyflar spúa miklu af koldíoxíði út í loftið. Breskir íhaldsmenn vilja taka frumkvæði í loftslagsmálunum PALESTÍNUSTÚLKA í brunnu her- bergi stöðva Fatah í Beit Hanoun á Gaza í gær. Til skotbardaga kom milli liðsmanna Fatah og Hamas í borginni í gærmorgun og féll einn en sjö særðust. Voru þetta hörðustu átök fylkinganna eftir að samið var um að flokkarnir tveir myndu skipta með sér völdum í heimastjórninni. Fatah og Hamas berjast á Gaza

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.