Morgunblaðið - 12.03.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.03.2007, Qupperneq 17
|mánudagur|12. 3. 2007| mbl.is É g kom til landsins í sept- ember síðastliðnum,“ segir Josie, eigandi dansandi dalmat- íuhundsins Sofie. „Það var vegna manns,“ segir hún sposk á svip. „Við hittumst í dýralæknaskól- anum í Ósló, hann hafði búið þar í sex ár og vildi gjarnan flytja heim,“ segir Josie með klingjandi norskum hreim. Úr varð að parið flutti heim og hefur fram að þessu verið búsett í Borg- arnesi en hyggur á flutning til Reykjavíkur. Þó að Josie tali með talsverðum norskum hreim má telja það hreint afrek hversu vel hún talar íslenskuna því að hún fór fyrst að læra hana þeg- ar hún kom til landsins í september, þó að hún hafi áður skoðað einhverjar bækur og reynt að átta sig eitthvað á málfræðinni. Sofie fylgdi eiganda sínum til landsins, kom hingað í október. „Hún var 3–4 mánaða þegar ég fékk hana fyrst,“ segir Josie, sem hófst þegar handa við að þjálfa hana. Hundinum deilir hún með ræktandanum sem hún segir hafa gengið mjög vel, í upp- hafi fékk hún sér hundinn eftir skyndihugdettu og því kom það sér vel að deila ábyrgðinni með öðrum. Ræktandinn hefur að einhverju leyti séð um að sýna hundinn en Josie hef- ur þó líka komið að þeim málum. Kannski ég verði bara dýralæknir Sofie er átta ára og þegar Josie fékk hana á sínum tíma var hún ekki búin að ákveða hvaða menntun hún vildi tileinka sér. Sofie varð til þess að ákvörðun var tekin fyrir lífstíð, en Jo- sie er dýralæknir og starfar á Dýra- læknastofu Helgu Finnsdóttur í Skipasundi. „Þegar ég var lítil hafði ég mikinn áhuga á dýrum, en aðeins dró úr hon- um þegar ég varð eldri. Svo má eig- inlega segja að ég hafi endur- uppgötvað dýrin þegar ég passaði einu sinni kött fyrir vinkonu mína. Eftir það fór ég að fylgjast með hund- unum í skemmtigarðinum og í eitt skipti sá ég rosalega flottan dalmat- íuhund og hringdi í ræktanda og spurði hvort hægt væri að vera með slíkan hund í borg, ég bjó jú í Ósló.“ Af öllu þessu leiddi að Sofie kom til Josie og áhugi Josie fyrir dýrum jókst stig af stigi. „Þegar hún var lítil hugsaði ég; já, kannski ég verði bara dýralæknir!“ segir Josie sem sótti um og fékk pláss í dýralæknaskóla árið eftir. „Það hentaði mér svo full- komlega,“ segir Josie broshýr. Sofie er um margt merkilegur hundur. Hún dansar eftir tónlist og þær Josie komu fram í þætti sem sýndur er í norska ríkissjónvarpinu og svipar til þáttarins Út og suður sem sýndur hefur verið í íslenska rík- issjónvarpinu. „Ég er alltaf að reyna að kenna henni ný brögð og ný dans- spor, það þarf að þjálfa á henni höf- uðið,“ segir Josie og bendir á eigin koll. „Þetta væri samt ekki hægt ef við værum ekki báðar mjög áhuga- samar.“ Þær Sofie og Josie hafa tekið þátt í hlýðnikeppni saman nokkrum sinn- um og Sofie er farin að keppa í svo- kölluðum eðalflokki. Í þeim flokki keppa aðeins einn eða tveir aðrir dal- matíuhundar í Noregi segir Josie og af því megi sjá hversu góðum árangri þær hafi náð saman. Sofie er líka norskur meistari í svokallaðri villi- dýrasporaleit. Þær eru margar stundirnar sem hafa farið í það hjá Josie að kenna Sofie hlýðni, dansspor og öll hin nýju brögð. Josie eyðir þeim stundum í Sofie af mikilli gleði og hundurinn fylgist með henni allar stundir. Úps, nú var ég aftur eins og hundur „Ýmsir hafa hjálpað mér og ég hef farið á nokkur námskeið,“ segir hún hugsi yfir spurningunni um hvort hún hafi það í sér að kenna hundinum. „Ég held líka að það sé eitthvað í mér,“ bætir hún svo við með semingi. „Ég held að ég skilji hunda frekar vel og svo er eitthvað við Sofie, það er ekki svo auðvelt að þjálfa alla hunda. Þetta er þess vegna ekki bara mér að þakka, heldur henni líka, hún hefur mikinn áhuga á mér, meiri en öðrum hundum t.d.,“ segir Josie og hlær. „Hún hefur kannski svona mikinn áhuga á mér af því að ég læt stundum dálítið hundalega,“ segir hún kímin. „Við tölum saman á einhvern sér- stakan hátt. Þegar við leikum okkur saman er ég bara eins og hundur. Það hefur komið fyrir að ég hef verið að leika við hana, eins og í Ósló, og ein- hver hefur komið … og farið að horfa á mig … þá hugsa ég; úps, nú var ég aftur eins og hundur,“ segir Josie og skellihlær. Þetta segir hún vera vegna þess að mikilvægt sé fyrir þann sem þjálfar hund að vita hvað hundurinn hugsar og hvernig hundar hafa tjáskipti sín á milli. „Það er mis- jafnt hversu opið fólk er fyrir þessu.“ Josie segir misjafnt hversu mikla hreyfingu dalmatíuhundar þurfi, So- fie sé óvenjuróleg af tegundinni að vera. Þegar unnið er svo mikið við þjálfun hugarins þurfi hann þó minni hreyfingu, þó aldrei minna en hálf- tíma á dag og tvisvar í viku einn til tvo klukkutíma í göngutúr. Hopp hopp Sofie fylgir Josie hvert fótmál og kætin skín úr svip beggja í æfingum og dansi. Morgunblaðið/RAX Dansandi vinkonur Sofie og Josie í kátum leik við létta músík. Mörg stundin hefur farið í það hjá Josie að þjálfa Sofie en þeim stundum eyðir hún í hundinn með mikilli gleði. Hringur Leikandi létt stökk Sofie aftur og aftur í gegnum þröngan hringinn sem Josie myndaði með höndunum. Sofie tekur sporið Í ættbókinni stendur að hún heiti Spotnik’s Snap shot en eigandinn kallar hana Sofie. Sigrún Ásmundar hitti dans- andi dalmatíuhund og eiganda hans, Flora- Josephine Hagen Liste, kallaða Josie. daglegtlíf Skattskyldar tekjur ein- staklinga eru hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem meta má til peningaverðs. »18 fjármál Dansandi dalmatíuhundur VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.