Morgunblaðið - 12.03.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.03.2007, Qupperneq 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 T ilteknar tekjur ein- staklinga, sem til- greindar eru í skattalög- um, teljast ekki til tekna og í ýmsum tilvikum er heimilt að færa frádrátt á móti tekjum áður en skattur er reiknaður, sagði Kristján Gunnar Valdimarsson, skattasérfræðingur LÍ, á fjár- málakvöldi um skattamál sem bank- inn hélt í Vesturbæjarútibúi sínu sl. fimmtudagskvöld. Um fimmtíu manns nýttu sér skattafræðsluna og spunnust í kjöl- far fyrirlesturs Kristjáns talsverðar umræður um eitt og annað er lýtur að framtalsgerðinni, svo sem um arf, persónuafslátt, barnabætur, húsa- leigubætur, vaxtabætur, meðlög, gjafir, ökutækjastyrki, dagpeninga, iðgjöld í lífeyrissjóði, ívilnanir og fjármagnstekjur. Fram kom hjá Kristjáni að eigna- auki vegna arfs og fyrirframgreiðslu arfs telst ekki til tekna, enda hafi 5% erfðafjárskattur verið greiddur. Eignaauki vegna greiðslu líftrygg- inga, dánarbóta, miskabóta og bóta vegna varanlegrar örorku telst ekki til tekna enda séu bætur þessar ákveðnar í einu lagi til greiðslu. Hann sagði að bætur vegna tímabundinnar örorku væru þó skattskyldar. Per- sónuafsláttur, sjómannaafsláttur, barnabætur, vaxtabætur og húsa- leigubætur væru ekki skattskyldar tekjur og ekki heldur barnalífeyrir frá Tryggingastofnun, meðlög og framfærslueyrir til maka. Þó ber að greiða skatt af meðlagi ef það er ákvarðað meira en tvö- faldur barnalífeyrir og framfærslueyrir er skattlagður ef hann er umfram grunnlífeyri almannatrygginga. Þá eru styrkir til foreldra eða forráðamanns barns frá sveitarfélagi til að annast barn heima frá lokum fæð- ingarorlofs fram að leikskólavistun eða grunnskólanámi ekki skattskyldir. Gjafir teljast skatt- skyldar, þó ekki tæki- færisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt ger- ist um slíkar gjafir. Sérstaklega er tekið fram í skattalög- um að beinar gjafir til nákominna ættingja teljist skattskyldar nema um fyrirfram- greiddan arf sé að ræða. Ekki er þó, að sögn Kristjáns, að finna við- mið í skattalögum hvert verðmæti gjafar má vera án þess að teljast til skattskyldra tekna. Hlunnindi eru líka skattskyld Fái einstaklingur greiðslu í öðru formi en peningum og unnt er að meta greiðsluna til pen- ingaverðs eru slíkar tekjur skattskyldar, að sögn Krist- jáns. „Hér getur verið um að ræða húsnæðishlunnindi, bifreiðahlunn- indi, fatahlunnindi og fæðishlunnindi. Fjármálaráðuneytið gefur út skatt- mat á hverju ári þar sem umrædd hlunnindi eru metin til peningaverðs. Fái launamaður t.d. frítt húsnæði skal meta 5% af fasteignamati hús- næðis honum til tekna, þ.e. sé fast- eignamatið 10 milljónir króna, telst skattstofninn 500 þúsund og greiðist 35,72% skattur eða 178.600 kr. og ber því mánaðarlega að halda eftir stað- greiðslu 14.883 kr. vegna hlunnind- anna. Vafamál kunna að rísa um hlunnindi, sem starfsmaður kann að njóta ef ekki er getið um hlunnindin í skattmati fjármálaráðuneytis en al- menna reglan er að sé um hlunnindi að ræða skuli þau metin til verðs á gangverði eða markaðsverði. Hafi komið greiðsla fyrir hlunnindi er mis- munur á greiðslu og matsverði talið til skattskyldra tekna.“ Frádráttur á móti tekjum Til að unnt sé að draga frá kostnað á móti tekjum einstaklinga utan at- vinnurekstrar þarf að vera til staðar sérstök lagaheimild í skattalögum, að sögn Kristjáns. „Einstaklingi er heimilt að draga frá kostnað á móti fengnum ökutækjastyrk. Frádrátt- urinn má þó ekki vera hærri en feng- inn ökutækjastyrkur. Halda þarf ut- an um kostnað við rekstur ökutækis og halda sérstaka akstursdagbók til að sýna fram á kostnað og akstur í þágu vinnuveitanda. Ekki er heimilt að færa kostnað vegna aksturs milli heimilis og vinnustaðar þar sem slík- ur kostnaður telst vera í einkaþágu. Óheimilt er að færa kostnað tölvukaupa á móti styrkjum Skattskyldar tekjur ein- staklinga eru hvers konar gæði, arður, laun og hagn- aður sem þeir fá og metin verða til peningaverðs. Skiptir þá ekki máli hvað- an tekjurnar stafa eða í hvaða formi þær eru. Jóhanna Ingvarsdóttir fékk ásamt fleirum skatta- fræðslu hjá Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, skattasérfræðingi LÍ. Skattasérfræðing- urinn Kristján Gunnar Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.