Morgunblaðið - 12.03.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 12.03.2007, Síða 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 19 Sé akstur í þágu launagreiðanda ekki meiri en tvö þúsund km á ári þarf ekki að sundurliða rekstrarkostnað og nægir þá að fylla út tiltekið eyðu- blað með skattframtalinu. Þá er heimilt að færa frádrátt á móti dag- peningum enda sé um að ræða ein- stakar, tilfallandi ferðir á vegum vinnuveitanda. Liggja þurfa fyrir í bókhaldi vinnuveitanda og hjá laun- þega gögn um tilefni ferðar, fjölda dvalardaga og fjárhæð ferðapeninga. Fjármálaráðuneytið gefur síðan út hve hár frádráttur er fyrir hvern dag vegna ferðar á vegum vinnuveitanda. Ferðir innanlands eru í sérstökum flokki og síðan eru fjórir flokkar vegna ferða erlendis og er heimilaður frádráttur mismikill eftir því til hvaða lands er farið þar sem borgir eru misdýrar heim að sækja. Einnig er heimilt að færa til frádráttar kostnað á móti styrkjum, t.d. frá stéttarfélögum. Kostnaður, sem heimilt er að færa, þarf að vera til öfl- unar styrksins, t.d. námskeiðskostn- aður og bækur. Ekki er heimilt að mynda tap með slíkum frádrætti og ekki má færa kostnað vegna eigna- kaupa. T.d. væri óheimilt að færa kostnað vegna tölvukaupa, en í skatt- framkvæmd er það ekki viðurkennt sem frádráttur á móti styrkjum. Styrkir vegna t.d. gleraugnakaupa og líkamsræktar eru skattskyldir og ekki er heimilt að færa frádrátt á móti slíkum styrkjum því litið er svo á að um persónulegan kostnað sé að ræða. Iðgjöld launþega í lífeyrissjóð eru frádráttarbær frá tekjum. Þá hefur nýlega verið heimilað að færa til frádráttar kostnað á móti ættleið- ingarstyrk. Einstaklingi er heimilt að sækja um svokallaða ívilnun, þ.e. lækkun á tekjuskattsstofni við til- teknar að stæður. T.d. geta foreldrar barna á aldrinum 16–21 árs sótt um lækkun vegna menntunarkostnaðar. Enn fremur er hægt að sækja um lækkun tekjuskattsstofn ef veikindi, slys eða ellihrörleiki hefur í för með sér verulega skert gjaldþol. Þetta á einnig við ef um langvinn veikindi barns er að ræða. Ennfremur er hægt að sækja um slíka lækkun hafi maður orðið fyrir eignatjóni, sem ekki fæst bætt eða að gjaldþol hafi skerst verulega vegna tapa á úti- standandi kröfum enda stafi þær ekki frá atvinnurekstri. Þetta þýðir m.a. að hafi maður skrifað upp á skuldabréf fyrir ættingja sinn og þurfi að greiða skuldina, getur hann sótt um lækkun á tekjuskattsstofni.“ Vaxtabætur vegna íbúðakaupa Á framtali skal gera sérstaklega grein fyrir vaxtagjöldum af lánum til íbúðarkaupa en slík vaxtagjöld geta verið grundvöllur greiðslu vaxtabóta til einstaklings. Hafi lán verið tekið að hluta til vegna íbúðarkaupa og að hluta til vegna annarra nota ber að hlutfalla lánið í samræmi við það, en vaxtabætur fást eingöngu vegna vaxtagjalda vegna lána til íbúðar- kaupa, segir Kristján. Skattlagning fjármagnstekna Fjármagnstekjur einstaklings ut- an atvinnurekstrar eru skattlagðar með 10% skatti. Stundi einstaklingur atvinnurekstur eru allar tekjur hans skattlagðar 35,72% skatti, t.d. vaxta- tekjur vegna reksturs. Hér þarf því að huga að því hvað teljist atvinnu- starfsemi, að sögn Kristjáns. „Ekki er skilgreint sérstaklega í skattalög- um hvað telst atvinnustarfsemi í skilningi skattalaga. Almennt má segja að slíkt sé ekki í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til skatt- lagningarheimildar, þ.e. að slíkar heimildir séu skýrar, ótvíræðar og fyrirsjáanlegar. Meginsjónarmið, sem ráða því hvort um atvinnu- starfsemi sé að ræða, felast í því að meta þarf hvort starfsemin sé reglu- bundin, í nokkru umfangi og í þeim efnahagslega til gangi að skila hagn- aði. Umboðsmaður Alþingis hefur sérstaklega tekið fram að þessi mörk væru vandfundin. Fjármagns- tekjuskattur er brúttóskattur, þ.e. al- mennt er ekki heimilaður frádráttur á móti slíkum tekjum. Til dæmis er óheimilt að færa til frádráttar yf- irdráttarvexti á móti inneign- arvöxtum. Þó er heimilt í tveimur til- vikum að færa frádrátt á móti fjármagnstekjum. Annars vegar er heimilt að færa greidda húsaleigu á móti húsaleigutekjum og hins vegar er heimilt að færa sölutap hlutabréfa á móti söluhagnaði hlutabréfa innan sama ársins. Ekki er heimilt að færa sölutap í verðbréfasjóði á móti hagn- aði í verðbréfasjóði þar sem tekjur af verðbréfasjóði teljast ávallt vaxta- tekjur og skiptir þá ekki máli hverjar undirliggjandi eignir verðbréfasjóðs- ins eru. Skattskyldur söluhagnaður er mismunur á kaupverði og sölu- verði að frádregnum kostnaði.“ vegna Framtalsgerðin Skilafrestur skatt- framtala einstaklinga er til 21. mars. Unnt er að sækja um aukinn frest á þjónustuvef skattstjóra og getur hann lengstur orðið til 30. mars. Í HNOTSKURN » Skatthlutfall tekna ein-staklings er 35,72% á árinu 2007 og skattleysismörk eru 90.005 kr. » Persónuafsláttur er 100%millifæranlegur milli maka. » Fjármagnstekjur teljastvextir, arður, söluhagnaður og leigutekjur. » Vextir og arður eru stað-greiðsluskyld, en skattur af söluhagnaði og leigutekjum er lagður á við álagningu hvert ár. TENGLAR ..................................................... www.skattur.is Morgunblaðið/Kristinn Ég er sífellt að reyna aðkoma löndum mínum ískilning um fegurð norð-ursins því þeim hættir í stórum stíl til að leita í suðurátt í frítímanum sínum. Þeir vita ekkert um fegurð Íslands og halda að hér sé ekki verandi eða búandi fyrir kulda. Það þarf því að leiðrétta mis- skilning í þjóðarsál Frakka og ég er alls óþreytandi, þegar ég fæ tæki- færi til, að tala fallega um Ísland eftir að ég uppgötvaði upp á eigin spýtur þann kraft og sögu, sem hér býr,“ segir Íslandsvinurinn Catherine Ulrich, forseti félagsins Alsace- Islande, sem stofnað var árið 2004. Markmið félagsins er að stuðla að auknum samskiptum Frakka og Ís- lendinga, meðal annars með ýmsum uppákomum á borð við sýningar, ráðstefnur, tónleikahald, námstefn- ur, kvikmyndagerð og ferðalög. Auk menningar- og listviðburða hvers kyns er félaginu líka ætlað að stuðla að ýmiss konar viðskiptum. Skemmtileg norðurljósavika Félagið stendur m.a. fyrir menn- ingar- og náttúruskoðunarferðum Frakka til Íslands og var Catherine að bíða eftir hópi landa sinna frá París þegar Daglegt líf hitti hana stuttlega að máli sl. föstudag. Hún er sjálf leiðsögumaður í Íslandsferð- unum, en 10–20 manna hópar ferðast þá um landið í rútu. Að þessu sinni var ætlunin að ferðast í viku um Suður- og Vesturland undir yfirskriftinni „Norðurljósavika“. „Við ætlum að kynnast töfrum vetr- arins í norðri þegar sólarupprás og sólsetur gleðja augað og gefa deg- inum gullna birtu og þegar norður- ljósin dansa í grænum og bleikum bjarma um nætur. Þetta er þúsund km ferðalag. Við komum við í Bláa lóninu, á Þingvöllum, við Gullfoss og Geysi. Síðan er ferðast meðfram Heklu í átt að ströndinni þar sem Suðurland er skoðað og lýkur ferð- inni með frjálsum degi í Reykjavík. Við skoðum söfn og förum í göngu- túra til að skoða hveri, fossa, svart- ar sandstrendur, stuðlaberg, litlar fiskihafnir, kirkjur, hraunbreiður og gróðurhús. Á hverju kvöldi flyt ég svo stuttan fyrirlestur um menning- artengd efni og gleymi mér stund- um í goðafræðinni,“ segir Cather- ine, sem auk vetrarferðarinnar stefnir að því að bjóða upp á hálfs- mánaðar sumarferð í nóttlausu sumri norðurhvelsins og svo tíu daga haustlitaferð um landið í hríf- andi náttúru, eins og hún orðar það. Tónlistarvika í uppsiglingu Catherine er nú að undirbúa ís- lenska tónlistarviku í Frakklandi dagana 5.–11. júní þar sem söng- konan Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú mun koma fram á fernum tónleikum ásamt Kammerkór Suð- urlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Strassborg og ná- grenni. Félagar í félaginu eru nú um sjö- tíu talsins og væntir Catherine að það fjölgi í kjölfar ýmissa menning- arviðburða sem hún beiti sér fyrir, auk þess sem hún sé öll af vilja gerð til að taka að sér þýðingar, til dæm- is fyrir söfn og aðra menning- arstaði, sem auðveldað gæti sam- skipti Frakka og Íslendinga. Heillaðist af landi og þjóð Catherine hafði lengi dreymt að koma til Íslands og hét því að láta drauminn rætast á fimmtíu ára af- mæli sínu, árið 1992. Síðan eru liðin fimmtán ár og á því tímabili hefur þessi Íslandsvinur sótt landið heim alls 31 sinni. „Ég bara heillaðist af landi og þjóð, öllum menning- arverðmætunum og náttúru lands- ins. Og nú elska ég allt sem íslenskt er. Mér hefur verið sagt að ég sé nú orðin meiri Íslendingur en margur Íslendingurinn,“ segir Catherine og brosir, en hún talar góða íslensku eftir að hafa sótt íslenskutíma hjá Margréti Helgu Hjartardóttur, stjórnanda kórs Kvennaskólans, á þeim árum þegar hún bjó úti í Strassborg. Catherine er sjálf tón- listarkennari að mennt og hefur stjórnað hljómsveitum og kórum víða um Evrópu. Hún kom árið 1994 með kór og sinfóníuhljómsveit barna til Íslands en fyrir störf sín á tónlistarsviðinu hefur hún hlotið bæði viðurkenningar og verðlaun. Hún segist elska allt sem íslenskt er Íslandsvinurinn Catherine Ulrich hef- ur komið til Íslands liðlega þrjátíu sinn- um á fimmtán árum Morgunblaðið/G.Rúnar Íslandsvinurinn Catherine Ulrich, sem búsett er í Strassborg, er óþreyt- andi við að fræða franska landa sína um íslenska menningu og sögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.