Morgunblaðið - 12.03.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2007 25
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir
og afi,
PÁLMI GUÐMUNDSSON,
Blikahólum 2,
Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi að morgni mánu-
dagsins 5. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
14. mars kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent
á Krabbameinsfélagið.
Lilja Þorleifsdóttir,
Fríða Pálmadóttir, Guðfinna Ingimarsdóttir,
Hrund Pálmadóttir, Halldór Már Sæmundsson,
Hörður Hinriksson, Inga Þórhalla Njálsdóttir,
Valgerður Anna Sigurðardóttir, Guðni Hjartarson
og afabörn.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð frá kl. 14.00 í dag, mánudag, vegna
jarðarfarar EDDU RAGNARSDÓTTUR.
JURIS lögmannsstofa,
LEGALIS innheimtuþjónusta.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN GUÐJÓNSSON
vélvirki,
Víðiteigi 30,
Mosfellsbæ,
sem andaðist laugardaginn 3. mars, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
14. mars kl. 13.00.
Haraldur Þórðarson, Málfríður Haraldsdóttir,
Gunnar Skarphéðinsson, Svanhvít Jakobsdóttir,
Erla Skarphéðinsdóttir, Jón Gunnar Harðarson,
Garðar Skarphéðinsson, Sædís Gísladóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Elskulegur vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLI BERGVIN HREINN PÁLMASON,
Vesturbergi 144,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
mánudaginn 5. mars.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 14. mars kl. 15.00.
Þóra S. Erlendsdóttir,
Erlen S. Óladóttir, Björn Vigfússon,
Aðalheiður S. Óladóttir, Sverrir Benónýsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma
HANNA HELGADÓTTIR,
Ásholti 2,
Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 9. mars.
Ragnhildur Ásmundsdóttir,
Sigrún Ásmundsdóttir, Guðbjartur Hannesson,
Helgi Ásmundsson,
Ásmundur Páll Ásmundsson,
Magnús Þór Ásmundsson, Soffía Guðrún Brandsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
bróðir,
TORFI B. TÓMASSON
stórkaupmaður,
Tjarnarbóli 10,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsugninn frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 14. mars kl. 15:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag
nýrnasjúkra.
Anna Ingvarsdóttir,
Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen,
Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir,
Anna Marsý, Rakel, Jens Pétur, Torfi,
Ásthildur Tómasdóttir Gunnarsson.
✝ Kristbjörg NínaHjaltadóttir
fæddist á Hólmavík
8. október 1925.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hjalti
Einarsson, trésmið-
ur, f. 1889, d. 1952
og Helga Frímanns-
dóttir, húsmóðir, f.
1896, d. 1955. Systk-
ini Nínu eru Lúðvík
f. 1924, d. 1953 og
Guðrún f. 1936.
Lúðvík: maki Elsa
Theódórsdóttir f.
1929, synir þeirra eru Hjalti f.
1951 og Theódór f. 1952. Guðrún:
maki Jón Kristinsson, f. 1935, d.
1985, börn þeirra eru Helga, f.
1956, Lúðvík, f. 1959 og Kristinn,
f. 1964.
Nína fæddist og ólst upp á
Hólmavík. Hún fór
til Reykjavíkur 1944
og hóf nám í kjóla-
saum en varð frá að
hverfa þar sem hún
veiktist af berklum.
Hún var á Vífils-
stöðum í mörg ár.
Nína bjó um 30 ár á
heimili systur sinn-
ar Guðrúnar í
Reykjavík, en síðar í
húsakynnum Ör-
yrkjabandalagsins í
Hátúni og síðasta
árið á hjúkr-
unarheimilinu Droplaug-
arstöðum. Eftir dvöl sína á Vífils-
stöðum starfaði Nína m.a. í
Þjóðleikhúsinu, skrifstofu SÍBS
og síðar á vinnustofu Múlalundar.
Útför Nínu verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag kl. 15.
Elsku systir
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Elsku Nína, mig langar að þakka
þér alla þá hlýju, ómetanlegan
stuðning og vinskap í gegnum öll
okkar ár saman. Þín er sárt saknað.
Þín systir,
Guðrún Hjaltadóttir.
Mig langar til að minnast elsku-
legrar ömmusystur minnar, Nínu í
örfáum orðum. Minningarnar um
Nínu er margar og þær mun ég
varðveita eins og gimstein. Það sem
er einna sterkast í mínum huga er
frá því að ég var lítil og við bjuggum
saman á Otrateignum. Þá fannst
mér alltaf spennandi að fara upp í
herbergi til Nínu til að spjalla og fá
mandarínur. Nína var mikil spila-
kona og var henni mikið í mun að
kenna manni hin ýmsu spil, allt frá
einföldum spilum og upp í bridge. Í
seinni tíð einkenndust samveru-
stundir okkar einna helst af því að
ræða ættfræðina út í gegn, skoða
gamlar myndir og allt upp í hundrað
ára gömul bréf. Enda var ekki að
spyrja að því að Nína var með allt á
hreinu, enda mikil áhugamanneskja
um þessi efni. Nína var mikil fé-
lagsvera og sóttist mikið í það að
vera á meðal fólks, hún hafði einnig
mikinn áhuga á því að fara í leikhús
og ljómaði hún öll af gleði við það.
Elsku Nína mín, ég veit að lífið var
ekki alltaf dans á rósum hjá þér en
ég mun alltaf virða það hversu dug-
leg þú varst, það er hreinlega aðdá-
unarvert. Eljusemin og atorkan var
svo mikil að engin orð fá því lýst. Þó
að rósin hafi fölnað mun hún alltaf
blómstra í hjörtum okkar út frá
minningunni. Elsku besta amma
mín, missir þinn er mikill og bið ég
guð að styrkja þig á þessum erfiðu
tímum.
Elsku frænka mín, góða ferð í
Guðs gengi.
Þín
Berglind Jóna.
Elsku Nína okkar. Nú sitjum við
systur hér og hugsum til baka. Þá
rifjast upp margar góðar sögur og
minningar um þig, elsku Nína. Allt
frá okkar fyrstu skrefum hefur þú
verið stór hluti af okkar lífi. Þú varst
dugleg að gæta okkar systra og
segja okkur seinna frá mörgum
skemmtilegum atvikum. Minningar
af Otrateignum eru sterkar og þar
varst þú alltaf til staðar, tilbúin að
eyða stundum með okkur. Allt frá
því að segja sögur, kenna á spil, fá að
gramsa í fataskápunum og klæða sig
upp sem var mjög vinsælt og einnig
varstu lagin við að leyfa okkur að
hjálpa til við hin ýmsu heimilisstörf
sem var mjög spennandi í okkar
augum. Það er óhætt að segja að
okkur leiddist aldrei í þínum fé-
lagsskap þrátt fyrir að þar væri
hvergi dót að finna, tölvur, sjónvarp
eða annað slíkt. Við eigum það þér
að þakka að kunna að spila og að
geta setið tímunum saman og spilað
er eitthvað það skemmtilegasta sem
við gerum í dag. Hvort sem við sitj-
um tvær heima á þriðjudagskvöldi,
erum saman fjölskyldurnar í sum-
arbústað eða í partíi í góðra vina
hópi, þá er spilastokkurinn ekki
sjaldan dreginn fram. Þessari iðju
ætlum við svo sannarlega að halda á
lofti og eru börnin okkar strax farin
að fá í arf hluti sem þú kenndir okk-
ur, spil eins og kasínu og kollí, sögur
eins og fagur fiskur í sjó og margt
fleira.
Það var svo margt sem þú gerðir
vel, þú varst dugleg að halda fjöl-
skyldunni saman, hafðir alltaf áhuga
á því sem var að gerast í lífi okkar og
vina okkar. Sagðir okkur ósjaldan
sögur af fjölskyldunni hvort sem það
var í nútíð eða um þá fjölskyldu sem
lifði fyrir okkar tíma en við þekkjum
svo vel í dag, þökk sé þér.
Það má eiginlega segja að við höf-
um átt tvær móðurömmur og það
eru ekki margir sem eru svo ríkir.
Elsku Nína, við erum þér svo
þakklátar fyrir ótal hluti. Þú hefur
kennt okkur svo margt og minning
þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar.
Agnes og Katla Ástvaldsdætur.
Kristbjörg Nína
Hjaltadóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristbjörgu Nínu Hjaltadótt-
ur bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: Helga Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti
Jónsson og Ólafía Jóna Eiríksdóttir.
þeim vínber og las fyrir þær úr Hjem-
met. Gömlu frænkurnar voru ekki
endilega frænkur hennar en það
skipti ekki öllu máli. Heimili hennar
og afa stóð alltaf opið og þar dvaldi oft
heilu dagana fólk sem þau afi þekktu
eða bara fólk sem þekkti einhvern
sem þau afi þekktu. Amma stóð líka í
bréfaskriftum við fólk úti um allan
heim. Stundum velti maður fyrir sér
tengslum hennar við þetta fólk og
kom þá oftar en ekki í ljós að amma
var að viðhalda pennavinasambandi
fyrir einhvern sem af einhverjum
ástæðum gat það ekki lengur. Svona
var amma einstök. Amma var einstök
í klæðaburði. Hún prjónaði sér heilu
dressin og gekk yfirleitt ekki í öðru
en þeim. Hún var líka eina amman
sem ég þekkti sem átti strigaskó og
hlógum við nöfnurnar oft að því. Þá
átti hún líka rauðan vindjakka, sem
henni þótti eitthvað svo venjulegur.
Hún saumaði því minkakeip á hett-
una og notaði hann óspart eftir það.
Svona var hún amma mín einstök.
Ég á henni ömmu minni svo óend-
anlega margt að þakka. Hún hefur
verið svo stór hluti af mínu lífi frá því
ég man eftir mér og miklu lengur en
það. Alltaf hafði hún tíma fyrir mig.
Hvort sem þurfti að finna heimildir
um Valla víðförla fyrir skólaritgerð
eða hekla heilan árshátíðarkjól fyrir
ungling með sérþarfir. Hún gaf sér
tíma til að þýða fyrir mig upphátt og
jafnóðum heilu krimmana úr Hjem-
met, bara af því hún vissi að mér
þættu þeir skemmtilegir. Ófáum
stundum eyddum við amma saman
við borðstofuborðið í Bergi 3, að
spjalla um heima og geima á meðan
við drukkum te úr svarta katlinum og
borðuðum ristað brauð með geitaosti,
löngu áður en geitaostur fékkst hér á
landi. Geitaostinn dýrmæta fékk
amma nefnilega sendan frá Noregi og
geymdi fyrir okkur barnabörnin. Iðu-
lega var líka á borðum púslið sem
amma var að glíma við þá stundina og
afi var allajafna ekki langt undan.
Samband ömmu og afa var einstakt.
Þau voru svo ótrúlega samrýmd og
samstíga alla tíð. Frá því afi veiktist í
lok árs 1992 og hætti að vinna var
verkefni ömmu fyrst og fremst að
hugsa um hann. Og það gerði hún svo
sannarlega. Þau eyddu löngum
stundum saman, oft í Hálsakoti, og
kunnu að meta samveruna. Toppa,
litli gleðigjafinn, kom til sögunnar ár-
ið 1994. „Enginn skal vanmeta ást á
litlu dýri,“ sagði amma svo eftir-
minnilega um ást sína á Toppu. Þau
þrjú áttu saman mörg góð ár og góðar
stundir.
Síðustu árin voru ömmu minni erf-
ið. Hún naut þess þó sem hún hafði
áður sáð og um hana var alltaf vel
hugsað. Ég veit varla til þess að liðið
hafi sá dagur að ekki kom einhver og
heimsótti hana í Skógarbæ eða bauð
henni í heimsókn. Hún Edda amma
mín var einstök. Þess vegna veit ég að
minning hennar mun alltaf lifa.
Edda Björk
Elsku amma.
Ég mun sakna þín svo mikið, mikið.
Ég mun alltaf muna eftir þér. Ég vildi
bara segja þér að ég elska þig mest af
öllum. Ég vildi gefa þér lítið ljóð. Hér
er það:
Elsku amma, ég mun sakna þín
þú gafst mér allt.
Öllum þykir vænt um þig.
Fremsta ósk mín var að þér batnaði.
Ég elska þig.
Vonandi líður þér vel þar sem þú
ert.
Þín
Andrea Rut
Fleiri minningargreinar
um Eddu Ragnarsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Birg-
itta, Rebekka og Helena, Anna Bar-
bara og Andri, Sigríður og Björn
Önundarson, Guðrún Steph., Ingi-
björg Ýr og Stella.