Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT minnkaði hún þegar í ljós kom að 8,9 milljónir manna höfðu fylgst með honum, 300.000 fleiri en horfðu á Sarkozy. Áhorfið hafði þar með fest sig í sessi sem mælikvarði á ár- angur. Með „venjulegu fólki“ Tveir þættir helgaðir stjórn- málum, sem franska ríkissjónvarpið miðlar nú í beinni útsendingu, hafa mælst afar vel fyrir. Þar ræðir ann- ars vegar um þáttinn „Þér eruð dómarinn“ (fr. „A vous de Juger“) og „Ég er með spurningu fyrir yður Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is MÖRGUM þykir þróunin yfir- gengileg og lítt sæmandi slíkri menningarþjóð. Aðrir, og þeir eru ábyggilega mun fleiri, telja sjón- varpsvæðingu stjórnmálanna óhjá- kvæmilega og þátttöku almennings í þáttum þeim helguðum eðlilegan lið í framþróun lýðræðisins. Ekki er um það deilt að sjónvarpið hefur aldrei áður gegnt svo mikilvægu hlutverki í kosningum í Frakklandi. En ýmsum sýnist sem ímyndir hafi leyst inntak af hólmi í baráttunni, sem nú fer fram vegna forsetakosn- inganna í næsta mánuði. Umræða um „ameríkaníseringu“ stjórnmálanna varð nokkuð áber- andi í aðdraganda kosninganna, einkum þegar stjórnmálamenn á vinstri vængnum hófu baráttu um að hljóta útnefningu sem forseta- frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Frambjóðendur háðu sjónvarps- kappræður og svöruðu spurningum flokksfélaga. Þetta var nýlunda og urðu margir til þess að andmæla þessu fyrirkomulagi og hafa það til marks um aukin bandarísk áhrif í frönskum stjórnmálum. Ségolène Royal varð hlutskörpust innan Sósíalistaflokksins. Hún þótti nýta Netið með hugvitsamlegum hætti en mestu skipti trúlega fram- ganga hennar í sjónvarpi. Rétt er það, henni tókst vissulega misjafn- lega upp á þeim vettvangi en fram- boð hennar náði flugi á ný síðla í febrúarmánuði þegar tæpar níu milljónir manna fylgdust með sjón- varpsþætti þar sem hún svaraði spurningum valinna áhorfenda. Helsti keppninautur hennar, hægri maðurinn Nicolas Sarkozy, hafði hálfum mánuði fyrr komið fram í sama þætti. Mikil gleði ríkti í her- búðum Royal eftir þáttinn og ekki (fr. „J’ai une question à vous pos- er“). Í þáttum þessum leysir „venju- legt fólk“ spyrla og fréttamenn af hólmi. Beinar útsendingar frá slíkum borgarafundum með forseta- frambjóðendum hafa reynst afar vinsæl nýlunda í Frakklandi. Marg- ir lofa þessa nýbreytni, telja hana lið í þróun hins virka og beina lýð- ræðis. Hið pólitíska vald eigi enda uppruna sinn hjá lýðnum í landinu og því sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem leiti eftir umboði al- mennings svari spurningum fólksins beint og milliliðalaust. Sjálf er Ségo- lène Royal boðberi „umræðustjórn- mála“ og „þátttöku-lýðræðis“ og hefur einkum nýtt Netið í því skyni að raungera þessi hugðarefni sín. Aðrir frambjóðendur hafa og nýtt Netið til að stofna til „samfélags“ með kjósendum og því er haldið fram í fullri alvöru að þeir svari sjálfum spurningum þeim og erind- um sem berast. Aðrir telja „sjónvarpsspuna“ og ímyndarsköpun á góðri leið með að svipta kosningarnar öllu inntaki. Miðjumaðurinn François Bayrou hefur gagnrýnt keppinauta sína harðlega fyrir yfirborðsmennsku og segir stjórnmálin hafa snúist upp í sjónarspil. Almenningur sjái í gegn- um skrumið og tilbúninginn. Borgarafundirnir sæta einkum gagnrýni fyrir að skila einfaldlega ekki tilætluðum árangri. Spyrj- endur, sem valdir eru fyrirfram, beini um of athygli sinni að málum sem séu þeim hjartfólgin og snerti jafnvel persónulega hagsmuni við- komandi t.a.m. bætur, eftirlaun og þátttöku ríkisins í kostnaði vegna gleraugnakaupa. Fyrir vikið fari lít- ið fyrir djúpum umræðum um utan- ríkismál eða stöðu ríkissjóðs svo dæmi séu tekin. Að auki sé það svo, að skólaðir stjórnmálamenn geti auðveldlega stjórnað umræðunni í slíkum þáttum. „Venjulegt fólk“ hafi lítið að gera í pólitíska atvinnumenn. Ömurlegt sjónvarpsefni Á móti er bent á að mjög mörgum þyki hefðbundin umfjöllun um stjórnmál ömurlegt sjónvarpsefni. Hið viðtekna umræðuform í sjón- varpi þar sem spyrill sé einhvers konar „fulltrúi almennings“ sé staðnað og fallið til að tryggja við- gang valdastéttarinnar. Vissulega hafi afar formlegar lokakappræður frambjóðenda á stundum reynst minnisstæðar en aðrir tímar ríki nú. Þætti franska ríkissjónvarpsins geta áhugamenn nálgast á Netinu (fljótlegast er að slá frönsk heiti þeirra inn í leitarforrit). Vart verður um þá sagt að hjarðmennskan sé yf- irgengileg og ekki verður annað séð en ný nálgun hafi skilað tilætluðum árangri. Talsmenn sjónvarpsstöðva segja áhorfstölur taka af allan vafa um að þessi nýbreytni falli Frökk- um vel í geð. Borgarafundir þeirra Sarkozy og Royal hafi t.a.m. slegið tíu ára gamalt áhorfsmet. Áhuginn sýni að lýðræðið sé við góða heilsu. Óþjóðleg sjónvarpsvæðing stjórnmála? Borgarafundir forsetaframbjóðenda eru afar vinsælt sjónvarpsefni í Frakklandi nú um stundir Reuters Ímyndir Aðdáendur Ségolène Royal halda á lofti spjöldum fyrir framan risastóra mynd af frambjóðanda Sósíal- istaflokksins. Í Frakklandi hafa ýmsir áhyggjur af auknum bandarískum áhrifum á sviði stjórnmálanna. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RÚMUM FIMM árum eftir að hann var tekinn höndum með liðsmönnum talibanahreyfingarinnar í Afganist- an hefur Ástralinn David Hicks, sem vísað hefur verið til sem „ástralska talibanans“, játað að hafa stutt hryðjuverkastarfsemi fyrir sérstök- um herrétti í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Þótt játningin sé líkleg til að flýta fyrir því að Hicks verði fluttur í fangageymslur í heimalandinu er ljóst að aðeins er um að ræða lok eins kafla í langri og eldfimri deilu. Nokkrir mánuðir kunna að líða þangað til hrossaþjálfarinn frá Ade- laide, sem snerist til íslamstrúar, sótti þjálfunarbúðir al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Afganist- an – þar sem hann er sagður hafa hitt Osama bin Laden – snúi aftur heim. Ekki er ofmælt þegar fullyrt er að málareksturinn gegn Hicks hafi haft mikla pólitíska þýðingu í stjórnmál- unum suðurfrá og hefur stjórn Johns Howards forsætisráðherra legið undir miklum þrýstingi andstæðinga sinna um að greiða fyrir heimkomu hans. En eins og Matt Price, dálka- höfundur hjá dagblaðinu The Aust- ralian gerði að umtalsefni í gær þá færir játningin stjórninni nú það kærkomna tækifæri að snúa vörn í sókn í málinu, tímabundið. Ýmis teikn eru þó á lofti um að það ráðrúm reynist æði skammvinnt og hafa þegar sprottið upp deilur um hvernig játninguna bar að. Að sögn verjenda Hicks gekkst hann við ákæru um að hafa veitt hryðjuverka- samtökum stuðning en lýsti sig sak- lausan af ákæru um að hann hefði haft í hyggju að fremja glæpi. Hámarksrefsing fyrir slíkan stuðning er lífstíðarfangelsi en sak- sóknarar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni ekki fara fram á hana. Áður en játningin var gerð yfir- gáfu helsti lögmaður hans Joshua Dratel og aðstoðarkona hans Re- becca Snyder dómsal- inn, eftir að Ralph Ko- hlmann dómari gaf Dratel að sök að hafa ekki farið að reglum um dómsmál fyrir her- rétti, og var Michael D. Mori einn eftir úr liði verjendanna. Ekki var langt um liðið frá því að hinn 31 árs gamli Adelaide-búi átti fund með föður sínum og systur í búð- unum og þar til játning lá fyrir og lýsti fyrr- verandi lögmaður hans, Stephen Kenny, yfir mikilli undrun yfir játn- ingunni. „Það áttu sér stað samningavið- ræður áður um játningu en hann hef- ur aldrei samþykkt þær,“ sagði Kenny, sem var rekinn úr starfi lög- manns Hicks í febrúar 2005. Sneri heim breyttur maður Telur Kenny, sem gegnir stöðu lagalegs ráðgjafa föður hans, Terry Hicks, að hann hafi lagt fram játn- ingu til að losna úr búðunum. Undir þetta sjónarmið tóku nokkrir stjórnarandstæðingar í gær, þeirra á meðal Bob Brown, leiðtogi Grænna, sem lýsti herdómstólnum í Guantanamo sem skrípaleik. Hicks telst víst seint til gæfu- manna og er honum lýst sem rótlaus- um unglingi sem hafi flakkað á milli starfa; hann fláði kengúrur, fór á há- karlaveiðar og starfaði á nautgripa- búum þar sem hann loks hitti Jodie Sparrow, konu af ætt frumbyggja sem eignaðist tvö börn með honum. Eftir fjögurra ára sambúð, 1996, slitnaði upp úr sambandinu og líkt og svo margir Ástralar ákvað Hicks þá að freista gæfunnar í Japan og tók þar að sér hrossaþjálfun. Þar urðu dularfull straumhvörf í lífi hans og dag einn tjáði hann föður sínum símleiðis að hann hefði gengið til liðs við frelsissveitir Kosovo, UCK, til að berjast gegn Serbum. Hann sneri svo breyttur maður heim til Ástralíu, sótti um inngöngu í her- inn og söfnuð evangelista en var hafnað, snerist til íslamstrúar og hélt til Pakistans, þar sem hann gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Las- hkar-e-Toiba, sem sökuð eru um hryðjuverkastarfsemi á Indlandi. Hann tjáði föður sínum nokkrum sinnum að hann tæki þátt í verkefn- um við landamærin að Kasmír-hér- aði og það var svo árið 2001 að hann sækir þjálfunarbúðir al-Qaeda í Afg- anistan og námskeið samtakanna í upplýsingaöflun, að því er fram kem- ur í skýrslum bandaríska varnar- málaráðuneytisins. Af hálfu ákæranda var því ekki tal- inn vafi á að Hicks hefði stutt mál- stað hryðjuverkamanna og vestan- hafs hefur játningin verið túlkuð sem nokkur sigur fyrir stjórn George W. Bush forseta, sem geti nú réttað yfir og dæmt fangana á Kúbu, eftir dóm hæstaréttar í fyrra. Játningin geti því rutt brautina fyrir fleiri játning- um áður en Bush lætur af embætti. „Ástralski talibaninn“ játar  Gekkst við ákæru um að styðja hryðjuverkastarfsemi  Hrossaþjálfari frá Adelaide sem snerist til íslamstrúar  Stjórn Howards gagnrýnd í málinu Áður Hicks var harla venjulegur maður. Eftir Hann gekk til liðs við frelsissveitir Kosovo. Í HNOTSKURN »Hæstiréttur Bandaríkj-anna úrskurðaði í júní sl. að Bush forseti hefði tekið sér of mikið vald með því að stofna herdómstólinn. » Í haust samþykkti þingiðný lög um dómstólinn og er Hicks sá fyrsti sem réttað er yfir eftir að því ferli lauk. GEYSISTÓR, eitraður reyrfroskur fannst nýlega í Darwin í Norður- Ástralíu, vegur hann um 860 grömm og er á stærð við smá- hund. Er þetta eitt stærsta ein- takið af þessari froskategund sem veiðst hefur í landinu og hefur hlotið heitið Toadzilla. Umrædd froskategund er búin eiturkirtlum aftan við augun og á baki og er eitr- ið svo sterkt að það getur banað á nokkrum mínútum stórum dýrum, þ. á m. krókódílum ef þau éta frosk af þessari tegund. Um er að ræða froskategundina Bufo marinus sem flutt var til Ástr- alíu frá Suður-Ameríku um 1930 til að ráða niðurlögum bjallna, sem átu sykurreyr á ekrum á norður- ströndinni. Froskarnir hafa hins vegar orðið meira meindýr en bjöll- urnar. Hafa þeir breiðst út um allt norðursvæðið og valdið miklu tjóni á dýralífi. Toadzilla er karldýr en kvendýrin eru yfirleitt stærri. „Þetta er risi; það væri ægilegt að hitta systur hans,“ sagði Graeme Sawyer, starfsmaður umhverf- isverndarsamtakanna Froska- vaktin. Þau skipuleggja reglulegar froskaveiðar til að fækka dýrunum en þeim fjölgar mjög hratt, talið að þau séu nú allt að 200 milljónir. Dýrin eru blinduð með sterku ljósi til að fanga þau, síðan aflífuð með gasi og hökkuð í áburð. „Toadzilla“ veiddur í Darwin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.