Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 33 ✝ Guðleif Árna-dóttir fæddist í Akri á Eyrarbakka 17. janúar 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni Helgason, skipstjóri og út- gerðarmaður, f. 30.11. 1884, d. 10.9. 1977, og Kristín Halldórsdóttir hús- móðir, f. 7.10. 1888, d. 27.8. 1933. Systk- ini Guðleifar voru Guðfinna, Bjarni, Sveinn, Guðrún, Steinn og Dagbjört og eru þau öll látin. Guðleif giftist 17. maí 1941, Þórarni Gísla Sigurjónssyni, f. 11.10. 1913, d. 3.10. 1991. Börn þeirra eru: 1) Kristín Þórarins- dóttir, f. 1941, maki Bjarni Ólafs- son, áður gift Guðmundi Ólafs- syni, d. 1999, börn þeirra eru Guðleif Þórunn Stefánsdóttir, Ólaf- ur Guðmundsson, Þórarinn Gísli Guð- mundsson og Guð- mundur Tómas Guðmundsson, d. 1998. 2) Sigurjón Árni Þórarinsson, f. 1943, maki Sidsel Karlson, áður kvæntur Lilju Hall- grímsdóttur, börn þeirra eru Val- gerður Bragadóttir, Bryndís Sigurjóns- dóttir og Kristín Sigurjónsdóttir. 3) Björg, f. 1948. 4) Guðlaugur Þór, f. 1957, maki Lilja Hreins- dóttir, áður kvæntur Jónínu Páls- dóttur. Langömmubörn Guðleifar eru ellefu og langalang- ömmubarnið er eitt. Útför Guðleifar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Um döggvota jörð gekk drottinn með englum tveim, er dagur reis og eldurinn tók að brenna, og dýrlegt var að horfa um allan heim og heyra skógana syngja og vatnið renna. En nú hafði röðull risið í morgna sjö og reifað þann stofn, er aldrei mundi brotna. Hvar skyldu þau vera, skógarbörnin tvö, sem sköpuð voru til þess að elska og drottna? Um himin og jörð fór nýtt og vaxandi vor, og veröldin skein í öllum regnbogans litum, og englarnir gengu glaðir í drottins spor, og gróðurangan lagði að allra vitum. Öll sköpunin var í eldi styrkt og stælt og sterkar taugar í öllum máttarviðum. Þó grasið væri á stöku stöðum bælt, var stjórnin góð og regla á öllum sviðum. Í gegnum skógana brutust björn og fíll, úr briminu leituðu selir upp til strandar. Í fljótunum leyndist lax og krókódíll, um loftið flugu hvítir, vængjaðir andar. Um velli og skóga lék sér léttfætt hjörð, í liminu fuglar morgunglaðir sungu, og öll sú lofgerð um líf á nýrri jörð var líkt hreim af einni og sömu tungu. Langt inni í skógi sá drottinn mey og mann og minntist þess, hve honum var ljúft að gefa, en þó hann vissi, að allir hylltu hann var himnanna bergmál: efa, efa, efa. Þá duldist ekki drottni sitt mikla verk og dreymdi um hrausta menn og frjálsar þjóðir, því konan var bæði kærleiksrík og sterk og kjörin til þess að verða hin fyrsta móðir. Því blés hann áður í brjóst hins fyrsta manns að blygðast sín aldrei við saklaust móður hjarta, en fylgja urðu þau fyrirmælum hans og forðast að blanda geði við orminn svarta. Úr þessu var stofnsins gæfa tengd þeim tveim og tryggð við þann, er skapaði stjörnu- sæinn. Og einn gekk drottinn með englum sínum heim – en allir vita hvað gerðist – sjöunda daginn. (Davíð Stefánsson) Almáttugi guð og faðir, blessa þú móður okkar. Þakka þér allt og allt, elsku mamma. Þín Kristín, Bjarni, Björg, Guðlaugur og Sigurjón. Amma fæddist frostaveturinn mikla, árið sem fraus í koppunum á Eyrarbakka. Æska hennar birtist mér í rómantískum ljóma þar sem lesið var við kertaljós og börnin deildu bæði rúmi og herbergi eftir kynjum. Þar var alltaf sleðafært á veturna og sólin skein allt sumarið. Hún ólst upp í menningarborginni Eyrarbakka þar sem töluð var danska alla daga nema sunnudaga en þá var töluð franska. Í mínum barnshuga stækkuðu öll hlutföll á Bakkanum þrátt fyrir að ég færi oft austur fyrir fjall um ,,gömlu“ Kamb- ana með tilheyrandi bílveiki og sjoppustoppum við Geitháls og aðra góða staði þar sem keyptur var opal og ,,bróssykur“. Heimilið í Akri var mér sem æskuhöll í frásögn ömmu og hann varð henni draumahöll síð- ustu mánuði. Þangað gat hún farið og dvalið í huganum, þar sagðist hún stytta sér stundirnar í minningun- um. Henni var mjög hlýtt til æsku- heimilisins og á milli systkinanna þaðan var alla tíð sterkur strengur. Það sem mér er efst í huga núna við kveðjustund er þakklæti í hennar garð. Þakklæti fyrir allan þann tíma sem hún gaf mér í æsku, fyrir asa- leysið og virðinguna, fyrir skjólið sem hún alltaf var mér. En einnig fyrir Eyrarbakkahúmorinn sem birtist víða í fjölskyldunni, trúna á fjölskylduna, hjónabandið og kær- leikann. Ég á mér mínar fyrstu æskuminningar frá heimili ömmu og afa þar sem ég bjó megnið af fyrstu sex árunum og fram að níu ára aldri dvaldi ég þar oft meira en í foreldra- húsum og eftir að ég flutti frá Reykjavík sóttist ég í helgardvöl hjá ömmu og afa. Þannig að gildismat ömmu og afa mótaði mig fyrstu ár mín. Amma var falleg kona, átti hug afa allan og var hans skjól og gleði. Mér er minnisstætt hvað hann dýrk- aði hana og dáði. Hann furðaði sig lengi á hvað hún hélt sér unglegri og hvað hárið á henni væri dökkt og fal- legt. Jafnvel eftir að einn grár lokk- ur fékk að halda sér fannst honum bara sniðugt að hún hefði litað einn lokkinn gráan. En reyndin var að laumuspilið var mikið í kringum þessar litanir og af mér var tekið heilagt loforð um að kjafta ekki frá. En afi átti sér líka svona stundir, þau höfðu bæði yndi af útivist, veiði- túrar voru tíðir og oft farið í Kald- aðarnesið við Ölfusá. Eitt skiptið fór afi með mig og Guðlaug frænda minn í veiðitúr og amma kom ekki með. Ekkert veiddist en málunum var reddað á leiðinni heim og aflinn keyptur í Kaldaðarnesi. Af mér var tekið heilagt loforð að segja ekki frá sem ég átti bágt með í það skiptið því erfitt var að vera óheiðarlegur við ömmu sem manni fannst sjá gegnum holt og hæðir og beint inn í sálina á manni. Einnig var hugsan- legt að tungan í manni væri kolbi- kasvört og hún myndi sjá það meðan ég borðaði aflann. En í minningunni er það óljóst hvort ég hafi kjaftað frá eða ekki. En vafalítið hafa þau hald- ið ástinni við með þessum leikjum. Amma var mjög félagslynd og hafði mjög gaman af að hitta ætt- ingja og vini á hátíðisstundum með- an aldur entist til eða á meðan hún treysti sér til. Hún var alla tíð bók- hneigð en gaf sér ekki mikinn tíma fyrir lestur fyrr en á efri árum. Mér unni hún þess vel að hverfa niður í djúpa hægindastóla með bók. Ég held að hún hafi notið þess að sjá mig lesa hverja bókina af annarri af áfergju og hlusta svo á mig segja frá innihaldinu. Sjálf kunni hún ógrynn- in öll af ævintýrum og ljóðum. Á mínu heimili höfum við alltaf dáðst að minni hennar á ljóð sem hún heyrði bæði í æsku og seinna á lífs- leiðinni. Hún orti sjálf fyrir skúffuna en einnig var hún dugleg að skrifa niður ljóð eftir minni núna í seinni tíð. Ljóðin voru henni oft mikil lífs- speki sem hún nýtti sér til að árétta það sem hún vildi sagt hafa. Hún skammaðist aldrei en átti það til að syngja vísubút til að tjá það sem við átti. Í mínu tilfelli kom reyndar fyrir að um frumsamda vísubúta væri að ræða þar sem oft var ástæða til þar sem ég átti bágt með að vera kyrr, áður en ég lærði að lesa. Lang- ömmubörnin voru í hávegum höfð eftir að þau komu í heiminn og alltaf gat langamma ,,galdrað“ eitthvert góðgæti handa þeim. Í seinni tíð varð heimsending á prins pólói vís- bending um heimsókn á Hrafnistu til langömmu. Yfir ömmu var rósemi og hlé- drægni um eigin hagi, jafnvel þannig að fólk minnist þess að hún hafi ver- ið dul. En engu að síður átti hún til mikið lífsfjör og tók þá sporið við ömmustelpuna sína í eldhúsinu þar sem hún kenndi mér að dansa charleston og söng undir, þá var fjör. Einnig bjó hún yfir frásagnar- gáfu ef maður hitti rétt á hana og ég varðveiti margar þær sögur sem hún sagði mér um eigin hagi í æsku eins og dýrmætan fjársjóð. Jákvæðu og björtu hliðarnar í fari hvers manns er gjarnan það sem minnst er við kveðjustund og það er ekki erfitt að minnast þín þannig, elsku amma mín. Þú sem kenndir mér bænirnar og trúna á það góða í manninum. Ég veit að líf þitt var fagurt og þú gast tjáð það undir það síðasta hve þakklát þú værir fyrir þitt og þína. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt og allt. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson.) Guðleif Þórunn Stefánsdóttir. Guðleif Árnadóttir Afi sem… fær aldr- ei leið á að segja frá Brimaborgarsöngvur- unum og leikur hljóðin í öllum dýrunum í hvert sinn sem sagan er sögð. Afi sem… kennir manni að drekka kaffi í staðinn fyrir mjólk þegar eng- inn annar er kominn á fætur, lykill- inn er mikil mjólk – og sykurmoli. Afi sem… leyfir manni að sitja fram í þegar allir aðrir segja að mað- ur sé of lítill til þess. Afi sem… hefur svo gott lag á dýrunum að kindurnar gegna hon- um næstum því jafn vel og hundar. Afi sem… hleypur á eftir spóaunga til að leyfa manni að klappa honum. Afi sem… hleypur hraðar en mað- ur sjálfur – þó hann sé í stígvélum. Afi sem… kennir manni á drátt- arvél þó árin í bílprófið séu nokkuð mörg. Afi sem… verður aldrei reiður þó svo dráttarvélarhæfileikar manns séu afspyrnu litlir. Afi sem… fer að hlæja og býður manni að sitja í sinni dráttarvél þeg- ar maður rekur múgavélina utan í og segist skömmustuleg aldrei munu keyra dráttarvél aftur. Afi sem… býr til tilefni svo við getum farið í bíltúr og keypt súkku- laðirúsínur. Afi sem… sýnir manni hreiður og segir söguna af erninum í Hagafjalli. Afi sem… leyfir manni alltaf að vera með, verður aldrei reiður og á vísu í kaupbæti við öll tilefni. Afi sem… maður lítur alltaf upp til. Afi sem… hefði orðið níræður í dag var yndislegur afi. Takk fyrir allt og allt afi minn, veit þú ert einhvers staðar lítill fugl á laufgum teigi. Tinna Þ. Við fráfall sveitarhöfðingjans Jóns Tryggvasonar er horfinn af Jón Tryggvason ✝ Jón Tryggvasonfæddist í Finn- stungu 28. mars 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 7. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduós- kirkju laugardaginn 17. mars. vettvangi maður sem ekki gleymist þeim sem urðu þess aðnjót- andi að kynnast hon- um. Ég held að varla sé hægt að hugsa sér sannari Íslending svo samgróinn var hann landi og lýð, sýndar- mennska dagsins í dag var víðsfjarri dagleg- um háttum hans. Hann var maður morgunsins í fyllstu merkingu, og vorið var hans tími, gróandi lífs og lands var hluti af honum, að fara út á morgnana fyrir almenna fótaferð og drekka í sig dýrðina við fyrsta kvak lóunnar var toppur til- verunnar. Um sumt átti hann sérstöðu, t.d. tæknilegar framfarir í búskap, og á öðrum sviðum lét hann gjarnan aðra um, að lifa af landinu og láta svo guð og gæfuna ráða var hans lífsmáti. Á heiðum uppi var hann fullur af sögum, sögnum og ljóðum sem hann kunni ótæpilega af. Minnist ég nokk- urra heiðaferða með honum sem urðu mér ógleymanlegar. Sögurnar um Kurrbrand, Ruglu og hugljúfar viðkvæmnisögur frá Galtará flutti hann með svo mikilli innlifun að ekki mun gleymast, fjölgáfaður maður sem hann gerði slíkar sagnir að heimsbókmenntum. Léttleiki hans kom víða fram bæði í starfi og leik og göngumaður var hann í sérflokki þar sem hann leið yfir mosaþembur og annan gróður, á víðáttum heið- anna. Hann átti sinn uppáhaldsstað milli Galtarár og Haugakvíslar sem hann nefndi „Í Fóhorni“, þessi staður var grasigróinn bolli sem fjárgæslu- menn gerðu að sínu aðsetri þegar þeir vöktuðu Blönduvöð og ná- grenni, svo að ekki færi fé milli Auð- kúlu og Eyvindarstaðaheiðar vegna mæðiveiki sem þá herjaði. Dreymin hugljómun geislaði af ásjónu Jóns þegar hann sagði frá dvöl sinni og félaga þar, og andi heiðanna gerði þessa menn að „skáldum“, því verð- ur ekki á móti mælt. Félagsmálamaður var hann af bestu gerð, héraðið naut hans líka sem tónlistarmanns við ólík tæki- færi, sem ég býst við að aðrir geri betri skil. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Gestur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR fyrrverandi kaupmaður, Goðalandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. mars kl. 13.00. Kristjana Jónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Sif Thorlacius, Gylfi Jón Ásbjörnsson, Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR MOGENSEN, Suðurhólum 18, Reykjavík, lést mánudaginn 26. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Brynjólfur Mogensen, Anna Skúladóttir, Rúnar Mogensen, Diljá Gunnarsdóttir, Kristín Mogensen, Sigvaldi Þorsteinsson, Helga Mogensen, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÓLAFSSON, Skagfirðingabraut 11, Sauðárkróki, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, sunnu- daginn 25. mars. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 7. apríl kl. 14.00. Dóra I. Magnúsdóttir, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Guðmundur G. Halldórsson, Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, Stefán Skarphéðinsson, Halla S. Rögnvaldsdóttir, Haukur Steingrímsson, Magnús H. Rögnvaldsson, Sigríður Valgarðsdóttir, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, Ólafur Jónsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.