Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 23 próf og blóðsýni til að fyrirbyggja hugsanlega járnofhleðslu. „Í fyr- irbyggjandi skyni ættu í reynd all- ir einstaklingar að fara til læknis eftir tvítugt og biðja um blóðprufu til að mæla járnbindigetuhlutfallið og genapróf, sem staðfest gæti hvort menn eru með járnofhleðslu eða ekki. Einstaklingar með arfgenga járnofhleðslu geta ekki full- komlega stjórnað henni með mat- aræði. Hinsvegar ber þeim að forðast járntöflur, járnríkan og járnbættan mat á borð við morg- unkorn. Og áfengi af öllu tagi ætti ekki að drekka með máltíðum. Reykingar eru sömuleiðis algjört eitur fyrir einstaklinga með jár- nofhleðslu, en hreyfing er í öllum tilfellum mjög holl,“ segir Hregg- viður. Morgunblaðið/Kristinn Sjúkdómsmerkin Járnofhleðsla í líkamanum getur haft svipuð einkenni og járnskortur, en þá er alveg bannað að auka járninntökuna. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 8 5 5 Aðalfundur Actavis Group 4. apríl 2007 kl. 12.00 Aðalfundur Actavis Group hf. verður haldinn miðvikudaginn 4. apríl 2007 á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 12.00. Á dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir síðastliðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins. 5. Stjórnarkjör. 6. Kjör endurskoðenda. 7. Tillaga um starfskjarastefnu. 8. Tillaga um heimild til handa stjórn til kaupa á eigin hlutum í félaginu. 9. Tillögur um nýjar samþykktir þar sem helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi: a. Ákvæði í 4. gr. um rafræna þátttöku í hluthafafundum og rafræna hluthafafundi. b. Ákvæði í grein 4.13 um að á dagskrá aðalfundar verði tillögur um starfskjarastefnu og um heimild til handa stjórn til kaupa á eigin hlutum í félaginu. c. Ákvæði í grein 5.1 um að auk 5 stjórnarmanna skuli á aðalfundi kjósa allt að 3 varamenn í stjórn félagsins. d. Ákvæði í greinum 5.2-5.4 um upplýsingar um framboðstilkynningu þeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu. e. Í 14. gr. er stjórn félagsins veitt ný heimild til hækkunar hlutafjár félagsins um allt að 100 milljónir króna að nafnverði. Skulu hinir nýju hlutir nýttir til að efna skuld- bindingar félagsins samkvæmt kaupréttarsamningum sem kunna að verða gerðir við starfsmenn á næstu árum. Gildir forgönguréttur hluthafa ekki um hækkun hlutafjár samkvæmt heimild þessari. Að öðru leyti eru efnisbreytingar minniháttar og varða eingöngu endurröðun greina og breytingar á orðalagi samþykkta. 10. Önnur mál. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins að Dalshrauni 1, Hafnarfirði, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.actavis.com. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 11.00 á fundarstað. Reykjavík, 27. mars 2007, stjórn Actavis Group hf. Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristmannsson í síma 535 2300 og í netfanginu hkristmannsson@actavis.com. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.