Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 15 ERLENT Vitur er sá sem vaknar fyrr. Úrval verslana og þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aldrei verið glæsilegra. Þess vegna skaltu gefa þér góðan tíma í Flugstöðinni og njóta þess að gera góð kaup. Innritun hefst kl. 5:00 eða tveimur tímum fyrir brottför. Flugstöð Leifs Eiríkssonar ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 36 51 3 03 /0 7 ENGINN veit hvers vegna þeir ákváðu að flytja höfuðborgina en herforingjastjórnin í Búrma (Myan- mar) gaf erlendum blaðamönnum tækifæri til þess í gær í fyrsta skipti að líta augum nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw, sem byggð hefur verið frá grunni í miðju land- inu. Naypyidaw tekur við hlutverki Rangoon, sem er syðst í landinu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar herforingjastjórnin tilkynnti að ákveðið hefði verið að skapa nýja höfuðborg frá grunni. Borgin hefur verið reist á svæði þar sem áður var frumskógur og þurfti að rýma mikil landsvæði til að finna henni stað. Nýjar byggingar teygja sig nú til skýjanna og glæsileg breiðstræti setja svip sinn á borgina. Fullkomin átta akreina hraðbraut liggur inn í borgina, samkvæmt lýsingum vest- rænna blaðamanna sem fengu að koma til Naypyidaw, en víða annars staðar í Búrma eru vegir slæmir og anna engan veginn umferð. Ríkisstarfsmenn þurftu að flytja heimili sín til Naybyidaw fyrir einu og hálfu ári og sumir þeirra hafa kvartað undan því að í borgina vanti sárlega verslanir og veit- ingastaði. Æðstu yfirmenn herforingja- stjórnarinnar, sem hrifsaði til sín völd í Búrma 1992, hafa byggt sér rammgirt vígi í útjaðri nýju höf- uðborgarinnar. Than Shwe hers- höfðingi, leiðtogi herforingjastjórn- arinnar, flutti sjálfur ræðu við sérstaka hersýningu sem haldin var í gær með þátttöku fimmtán þús- und hermanna en orðrómur hefur verið á kreiki um að hann væri orð- inn heilsulítill. Than virtist hins vegar við bestu heilsu í gær og fátt virðist benda til að tök herforingj- anna á valdataumunum í Búrma séu að linast. Glæný höfuðborg risin í miðju landi Reuters Tilkomumikið Than Shwe, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Búrma, heilsar þátttakendum í hersýningunni í Naybyidaw að hermannasið í gær. TONY Snow, talsmaður Hvíta hússins, er með krabbamein í lif- ur. Snow var skorinn upp gegn krabba í ristli fyrir tveim- ur árum. Sl. mánudag var fjarlægt pínulítið mein en við að- gerðina kom í ljós að krabbinn hafði breiðst út í lifrina. Snow mun undirgangast lyfjameðferð til að reyna að vinna bug á meininu. Snow með krabba ÞRJÁTÍU biðu bana þegar tveir flutningabílar voru sprengdir í loft upp í Talafar í Norður-Írak í gær. 50 til viðbótar særðust. Þá týndu a.m.k. tíu lífi í sjálfsmorðs- sprengjuárás í Ramadi, vestur af Bagdad. Tugir féllu í Írak TALSMAÐUR íranska utanríkis- ráðuneytisins fordæmdi í gær um- mæli Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, í sambandi við „fanga- málið“ og sagði þau ögrandi, en málið væri í réttum farvegi. Blair sagði að bæru samningaviðræður ekki árangur yrðu Bretar að beita öðrum ráðum til að tryggja að bresku sjóliðunum 15, sem Íranar handtóku á föstudag, yrði sleppt úr haldi. Reuters Eftirlitsferð Breskir sjóliðar að störfum á Persaflóa. Ólgan vex STARFSMENN ástr- alskrar hjálparlínu hafa ekki undan við að svara símtölum frá sjúklingum sem hafa upplifað furðu- lega hluti eftir að hafa tekið þekkt svefnlyf. Meðal ann- ars hafa þeir borðað í svefni og skaðað sig. Hjálparlínan, sem rekin er af stjórnvöldum, er ætluð fólki sem tekur lyf. Einn sjúk- lingur hefur þyngst um 20 kg eftir að hann byrjaði að taka svefnlyfið Stilnox, sem einnig er þekkt undir nafninu Ambien. Alls hafa borist um fjögur hundruð símtöl frá sjúk- lingum. Einhverjir hafa vaknað undir stýri á bíl, aðrir vakna þar sem þeir eru að elda eða reykja í svefni. Eru áströlsk heilbrigðisyf- irvöld að ræða aðgerðir og ætla að fara fram á að framleiðendur svefnlyfsins gefi út viðvaranir vegna lyfsins á umbúðum þess. Óvenjulegar aukaverkanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.