Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STJÓRNMÁLAFLOKKAR OG AUGLÝSINGAR Það er ástæða til að fagna þvísamkomulagi sem tekizt hefurá milli stjórnmálaflokkanna um að takmarka auglýsingakostnað sinn við 28 milljónir króna vegna þingkosninganna í vor. Vonandi er þetta fyrsta skrefið af mörgum sem flokkarnir eiga eftir að taka til þess að koma á heilbrigðari starfsháttum á vettvangi stjórnmálanna. Löggjöfin sem sett var seint á síð- asta ári um fjármögnun á starfi flokkanna var bylting. Hún leggur grunn að því að flokkarnir verði eng- um háðir, hvorki fyrirtækjum né ein- staklingum, um fjármagn. Nú þegar er ljóst að með þessari löggjöf er tryggt að fjársterkir aðilar hafa mjög takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á starfsemi flokkanna. Þessi löggjöf stuðlar að heilbrigðara sam- félagi. Fólki hefur ofboðið það auglýs- ingamagn sem komið hefur frá stjórnmálaflokkunum fyrir kosning- ar. Í sumum tilvikum hefur mátt ætla að flokkarnir teldu auglýsingar geta komið í staðinn fyrir hefðbundinn málflutning frambjóðenda. Þrátt fyrir samkomulag flokkanna um takmörkun á fjármagni, sem var- ið er til auglýsinga, eru 28 milljónir miklir peningar í þessu skyni. Von- andi tekst í næstu kosningum að tak- marka þessa upphæð enn frekar. Í kosningum á kjósandinn að ráða – ekki fjármagnið. Bæði löggjöfin um fjármögnun á starfi flokkanna og það samkomulag, sem þeir hafa nú náð, stuðla að heil- brigðari kosningabaráttu. Að því leyti til marka þessar kosningar ákveðin tímamót. Baráttan, sem háð hefur verið í Hafnarfirði vegna kosninganna sem þar fara fram um helgina um stækk- un álversins, hefur vakið upp ýmsar spurningar. Í gær var tilkynnt að há- spennulínur vegna fyrirhugaðrar stækkunar yrðu lagðar að hluta til í jörð ef af yrði og Alcan mundi greiða þann viðbótarkostnað. Það er ánægjulegt, ekki sízt í ljósi þess að hingað til hefur verið lítið um und- irtektir við slíkar hugmyndir sem Morgunblaðið hefur m.a. sett fram. En dettur einhverjum í hug að það sé einber tilviljun að þessi vilji Alcan til þess að greiða þann viðbótarkostnað sem um er að ræða birtist einmitt nú? En svo má líka spyrja: hverjum dett- ur í hug að Hafnfirðingar láti ákvarð- anir á borð við þessa hafa áhrif á at- kvæði sitt? Virðingarleysið gagnvart kjósandanum er of mikið til þess að þessi ákvörðun Alcan hafi nokkur áhrif á úrslit kosninganna nema þá öfug á við það sem að var stefnt. Fólk er of vel upplýst til þess að það láti baráttuaðferðir af þessu tagi hafa áhrif á sig. Höldum okkur við það stjórnskipu- lag að málefni ráði atkvæði í kosn- ingum en ekki peningar. Á LITLA-HRAUNI? Getur það verið, að 15 ára ungling-ur sé látinn dvelja í gæzluvarð- haldi á Litla-Hrauni? Jafnvel full- orðnir karlmenn, sem hafa marga fjöruna sopið og verið vistaðir þar, lýsa aðstæðum á Litla-Hrauni á þann veg, að spyrja má, hvort ekki sé tíma- bært að endurskoða þá starfsemi, sem þar fer fram, frá grunni. En hvað sem því líður er ljóst, að 15 ára unglingur á ekki heima þar, jafn- vel þótt hann hafi framið afbrot. Ef það er rétt, að þessi unglingur sé vistaður á Litla-Hrauni, verður að breyta þeirri ákvörðun þegar í stað. Það er örugglega fullur vilji til staðar hjá þeim sem að þessum málum standa til að bjarga þessum unglingi frá því að gerast afbrotamaður um alla framtíð. En honum verður ekki bjargað ef hann er vistaður á Litla- Hrauni. Ekki þarf að tala við marga fanga, sem dvalið hafa á Litla- Hrauni, til þess að átta sig á þessum einfalda veruleika. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Steinunni Bergmann, formanni Barnaverndar Reykjavíkur, að vel komi til álita að Barnavernd hlutist til um að þessi unglingur verði fluttur til í gæzlu. Steinunn segir að sér finn- ist ekki viðunandi að 15 ára ungmenni sé í fangelsi en hugsanlega sé ástæð- an úrræðaleysi lögreglunnar. Hver sem ástæðan er gengur þetta auðvitað ekki. Það hafa tiltölulega litlar umræður farið fram opinber- lega um fangelsismál hér og ekki skal gert lítið úr vanda þeirra, sem um þau fjalla frá degi til dags. Hins vegar er tímabært að slíkar umræður fari fram. Það geta verið margar ástæður fyr- ir því, að börn og unglingar leiðist út í afbrot. En þeim mun mikilvægara er að samfélagið taki skynsamlega á þeim brotum og leitist við að finna leiðir til að stöðva afbrotaferilinn þá þegar. Sporin frá Breiðavík hræða. Ekki eru nema örfáar vikur síðan kona í Hafnarfirði sagði átakanlega sögu sonar síns og fjölskyldu. Son- urinn var tekinn af heimili hennar og sendur á Breiðavík, opinbert með- ferðarheimili eftir hnupl og bíður þess aldrei bætur. Þar voru opinberir aðilar að verki. Opinberir aðilar, sem tóku ákvörðun um að taka barnið af heimilinu og opinberir aðilar, sem ráku meðferðarheimilið, þar sem barnið var misnotað með þeim hætti að líf þess var lagt í rúst. Á að endurtaka þetta með því hvernig mál barna og unglinga, sem staðin eru að afbrotum, eru með- höndluð? Hver ætlar að tryggja, að unglingur, sem sendur er á Litla- Hraun, verði ekki fyrir varanlegum skaða það sem eftir er ævinnar af þeirri ráðstöfun? Hver ætlar að tryggja að Breiðavíkurmálið endur- taki sig ekki á Litla-Hrauni fjórum áratugum síðar? Sá hinn sami gefi sig fram. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hægt er að leggja 2+2 Suð-urlandsveg fyrir 7,5–8milljarða króna og ljúkaundirbúningi og verkinu öllu á þremur árum. Þetta er nið- urstaða Ístaks, sem unnið hefur hönnunar- og kostnaðaráætlun fyrir Suðurlandsveg í samvinnu við Sjóvá. Þessi lausn byggist á því að nota hringtorg frekar en mislæg gatnamót og að styttra verði milli akreina þannig að minna fyllingarefni þurfi í veginn. Vegagerðin áætlaði nýverið að kostnaður við gerð 2+2 Suðurlands- vegar næmi 13,5 milljörðum króna, en 2+1 vegur kostaði 5,8 milljarða. Ásgeir Loftsson, verkfræðingur hjá Ístaki, sagði að kostnaðarútreikn- ingar Ístaks og ráðgjafa fyrirtæk- isins byggðust á sama grunni og Vegagerðin. Hönnun Ístaks byggðist hins vegar á annarri útfærslu en hjá Vegagerðinni. Kostnaðurinn yrði þar af leiðandi annar. Önnur útfærsla en hjá Vegagerðinni Vegagerðin byggist á því að 11 metrar séu á milli akstursleiða og að byggð verði u.þ.b. 11 mislæg gatna- mót á leiðinni frá Reykjavík til Sel- foss. Hugmyndir Ístaks og Sjóvár eru um að byggður verði 2+2 vegur þar sem 2,5 metrar eru milli akstursleiða og vegaxlir verði 2 metrar. Gert er ráð fyrir að vegrið skilji að aksturs- leiðir alla leiðina. Þá er gert ráð fyrir að lýsing verði á eyjunni, en ekki til hliðar við veginn. Ásgeir sagði að á fyrsta hluta veg- arins út úr Reykjavík yrðu hringtorg. Á öðrum hluta leiðarinnar, frá Gunn- arshólma að Hveragerði, væri reikn- að með þremur mislægum gatnamót- fæli í sér góða fram tryggði öryggi veg minnti á að notast væ líkt og væru í hönnu inum milli Reykjavík bæjar. Ásgeir sagði vegarins þar sem no torg, þ.e. út úr Re Hveragerðis og Selfo þéttbýli og því væri ráð fyrir minni umf væri hins vegar ljós arins væru minni m en mislægum gatn um eða öðrum lausnum, m.a. svokölluðum U- vegamótum. Á þessum kafla, sem er 28 km langur, væri gert ráð fyrir óhindraðri umferð. Á þriðja hluta leiðarinn- ar, milli Hveragerðis og Selfoss,væri reiknað með hringtorgum. Ásgeir sagði að við hönnun vegarins hefði Ístak stuðst við slysatöl- ur frá Sjóvá sem hefði verið mjög gagnlegt. Út úr þessu samstarfi hefði m.a. komið sú tillaga að staðsetja ljósastaura á eyju milli veganna og á milli veg- riðanna. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, sagði að út frá slysatölum Sjóvár mætti áætla að tjón vegna áreksturs á ljósastaura á Reykjanesbraut næmi um 100 milljónum á ári. Þetta væru oft mjög slæm slys þar sem líkams- tjón væri verulegt, en það væru dýr- ustu slysin. Góð framtíðarlausn Ásgeir sagðist telja að sú útfærsla sem Ístak og Sjóvá hefðu lagt fram 2+2 Suðurlands kostar 7,5–8 mil Suðurlandsvegur Tillaga Ístaks gerir ráð fyrir vegriði milli a Ásgeir Loftsson Þór Sig Ístak og Sjóvá hafa látið hanna nýjan 2+2 Suður- landsveg sem myndi kosta 7,5–8 milljarða króna. Vegurinn er 30–40% dýr- ari en 2+1 vegur og mun ódýrari en útfærsla á 2+2 vegi sem Vegagerðin hef- ur hannað. Egill Ólafsson skoðaði tillöguna. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Nýr sendifulltrúi Jap-ans á Íslandi, Moto-katsu Watanabe,telur að hægt sé að auka mjög áhuga ferðamanna í Japan á að koma hingað til lands. „Við höfum lagt áherslu á að kynna Ísland og efnt hefur verið til beinna flugferða hingað frá Japan en samt er fjöldinn sem hingað fer ekki nema um sex eða sjö þúsund á ári. Sjáðu til, Japanar fara gjarn- an til staða eins og Hawaii, Guam, Ástralíu og Filippseyja og þá er það einkum sól, sandur og búðaráp sem heillar fólk. En þið getið lagt áherslu á allt aðra hluti. Þið getið bent á að hér eru goshverir, frábær fiskur og það sem mestu skiptir: hér er öruggt að vera. Japanskir ferðamenn hika nú við að fara til Bali í Indónesíu vegna hryðjuverkanna þar fyrir nokkrum árum. Þeir eru upp- l í I N h þ e J kaupmenn reyni ekki að græða á skorti með því að hækka vöruverð. Japanar séu stoltir af ímynd sinni sem öguð og siðuð þjóð. „En ímyndin verður að vera raunsönn, oft byggist hún á misskilningi og mýtum, staðal- ímyndir eru hættulegar. Sann- teknir af öryggismálum, í Jap- an vill fólk geta gengið ótta- laust um göturnar að næturlagi. Ef til er öruggara land en Japan þá er það Ís- land.“ Sendiherra Japans hér á landi hefur aðsetur í Ósló en æðsti fulltrúi hans hérlendis er nefndur sendifulltrúi. Wat- anabe kom hingað frá Indlandi en hann hefur gegnt störfum fyrir japönsku utanríkisþjón- ustuna í ýmsum ríkjum, þ. á m. Bandaríkjunum og Danmörku. Hann ræðir um ímyndir þjóða og segir að fyrir skömmu hafi orðið mikill jarðskjálfti í Japana, kona fórst og allmargir slösuðust. Mun harðari jarð- skjálfti olli miklu eigna- og manntjóni í Kobe á sínum tíma. En Watanabe segist vera stolt- ur af því að þegar slíkar ham- farir verði í landinu sýni lands- menn mikla samhjálp í verki. Enginn reyni að misnota sér aðstæður og stela að fremja önnur afbrot í skjóli ástandsins, Goshverir, frábær fis Fleiri ferðamenn? Motokatsu Wat Japans á Íslandi, vill auka tengsl þj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.