Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 30
Fréttir á SMS 30 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morgunblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi. Til að gera greinarnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins á birtingu fyrir kosningarnar, verður útliti þeirra breytt. Hafnfirðingar kjósa MARGT er rætt og ritað um stækkun álversins í Straumsvík þessa dagana og vil ég leggja lóð á vog- arskálarnar í þeirri umræðu. Ég er hlynntur stækkun og mun kjósa með samþykkt fyrirliggjandi deiliskipulags þann 31. mars næstkom- andi. Ákvörðunin er byggð á þeim stað- reyndum sem lagðar hafa verið fram varðandi málið og trausti til þeirra sem starfa hjá og stjórna fyrirtækinu. Starfsmenn ISAL í Straumsvík sýndu það og sönnuðu hvað í þeim býr þegar þeir börðust við straumleysi í einum ker- skálanum síðastliðið sumar. Nokkuð sem allir starfsmenn álvera óttast og vita að getur verið afdrifaríkt, eins og kom á daginn eftir um 9 klst straumleysi. Það var við- urkennt innan Alcan að frammistaða íslensku starfmann- anna og annarra sem að komu hefði verið framúrskar- andi. Þeim tókst að koma rekstrinum í gang á mettíma og þannig lágmarka tjónið. Tjón sem fyrirtækið var búið að sætta sig við og reikna með að yrði meira. Þetta væri í sjálfu sér nóg, en merkilegra fyrir það að nokkrir úr þessum hópi fengu allt í einu hlutverk við að hjálpa vinnufélögum sínum í álveri Alcan í Englandi við að koma kerum aftur í rekstur við svipaðar aðstæður. Það er gaman að fá staðfest að þessir menn sýndu mikla fagmennsku og lögðu sitt af mörkum til að koma starf- seminni aftur í gang. Það er einmitt málið að í alþjóð- legum fyrirtækjum er frammistaða einstakra eininga borin saman. Og Alcan á Íslandi eða ISAL, eins og við þekkjum það, hafði þarna eftirsóknarverða þekkingu og var öðrum fremri þegar til kom. Nokkuð sem fyrirtækið er að gera á mörgum sviðum þó að lítið sé um fjallað. Það er eftir því tekið að samhentur hópur stjórnenda og starfsmanna hefur gert ótrúlega hluti við að byggja upp fyrirtækið á Íslandi. Móðurfélagið Alcan er kan- adískt að uppruna og ætlaði sér örugglega að setja mark sitt á starfsemina á Íslandi þegar það sameinaðist algro- up frá Sviss fyrir um sex árum. Sú fyrirætlan reyndist óþörf þegar í ljós kom að metnaður okkar fólks var næg- ur til að gera fyrirtækið samkeppnisfært. Þetta snýst nefnilega um að viðurkenna það „þegar aðrir gera bet- ur“ og læra af þeim. Góður árangur í umhverfismálum er ágætt dæmi um þetta og þykir eftirtektarverður. Gamalgróið fyrirtæki eins og ISAL hefur gengið í gegn- um ýmislegt. Trúnaður starfsmanna og starfsaldur sýnir að eitthvað er í það spunnið. Frá mínum sjónarhóli hefur það sýnt meiri metnað fyrir hönd starfsmanna en mörg önnur fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Til dæmis þykir margt í umhyggju fyrir starfsmönnum betra en gengur og gerist í þessum iðnaði og má þar meðal annars nefna áherslu á öryggismál og heilsueflingu. Að ekki sé sleppt að fyrirtækið hefur með miklu frumkvæði í umhverfismálum lifað í góðri sátt við nágranna sína í Hafnarfirði. Það er vandasamt að starfrækja iðnað í nágrenni við íbúðarbyggð. Álverinu í Straumsvík hefur tekist það vel og gert betur en margur annar. Ekki vegna þess að aðrir hafa neytt fyrirtækið til þess heldur vegna þess að starfs- mönnum og stjórnendum hefur þótt það skipta máli. Þú býður ekki gestum heim nema vera stoltur af því sem þú hefur fram að færa. Við eigum ekki og megum ekki skemma þennan metnað hjá nágrönnum okkar í Straumsvík. Þeir hafa sannað að þeir eru traustsins verð- ir og gera betur en margir aðrir! Kosningar um deiliskipulag í Hafnarfirði eru fram- undan og mikilvægt að við göngum til þeirra að vel ígrunduðu máli. ISAL hefur kynnt stækkunaráform sín og lagt fram ítarleg gögn um málið. Fyrirtæki eiga ekki að þurfa að standa í kosningarbaráttu, ef þau uppfylla öll starfsskilyrði og lög sem um þau gilda. Hvað þá að ganga í gegnum allar lögformlegar leiðir og vera samt í óvissu um hvort það dugir. ISAL hefur sem betur fer haft ein- arðan metnað til umhverfismála og tekið skrefin til úr- bóta án þess að vera undir þrýstingi eða rekið til aðgerða. Það segir okkur að fyrirtækið er tilbúið að takast á við þær áskoranir sem fyrir það er lagt og byggja enn öflug- ara fyrirtæki í Hafnarfirði, í sátt við nágranna sína og nánu samstarfi við þá. Látum frammistöðuna njóta vaf- ans, því ekkert bendir til annars en að Alcan á Íslandi geti gert enn betur. Þegar aðrir gera betur Eftir Jón Gunnar Jónsson Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Alcan og íbúi í Hafnarfirði. Í LJÓSI hinnar óforskömmuðu og ólýðræðislegu framkvæmdar sem framundan er í Hafnarfirði tel ég mig knúinn sem íbúi Íslands að tjá mig um hvers vegna ég tel enn frekari stóriðjustefnu vera mesta glapræði í efnahags- og um- hverfissögu samtím- ans hér á landi. Við höfum fjöl- mörg dæmi úr heim- inum þar sem gegnd- arlaus ríkisumsvif í þágu afmarkaðra hagsmuna hafa orsakað stöðnun í heilu samfélögunum með þeim afleið- ingum að mjög hæfileikaríkt fólk hef- ur talið sig knúið til að flytja búferl- um til annarra ríkja þar sem það fær notið sín – sem og samfélagið þeirra. Slíkt gerðist einmitt á Indlandi. Í nokkur ár hefur Indland verið þekkt í banka- og viðskiptaheiminum sem svokallaður ,,annar kaupandi“ – þ.e. aðilinn sem kaupir hótelið, golfvöll- inn, verslunina og eignina eftir að fyrsti eigandi er farinn á hausinn og bankinn selur á 1⁄10 virði þeirra. Dæmi um þetta er þegar kaup- sýslumenn í kringum árið 2000 töldu engin takmörk geta orðið á gróða sínum í fjarskipta- og netheiminum – þar til netbólan sprakk. Á þessum tíma var gríðarleg offjárfesting á sviði ljósleiðara og fyrstu kaupendur kaplanna töldu sig ekki getað tapað á fjárfestingum sínum í endalausri út- víkkun hins stafræna heims. Netból- an sprakk, og hlutafjáreigendur stóðu eftir með verðlaus hlutabréf. Í kjölfarið urðu Indverjar ,,annar kaupandi“ og þeir gátu nýtt hin gríð- arlegu verðmæti sem lágu í ljósleið- urum um allan heim. Indverjarnir keyptu ekki beinlínis í ljósleiðarafyrirtækjunum – þeir högnuðust á offramboði á ljósleið- araköplum sem þýddi að þeir og við- skiptavinir þeirra gátu notað þá nán- ast ókeypis. Þetta er indverska heppnin. Indland hefur alla tíð verið ríkt af náttúruauðlindum (kol, járn, dem- antar) en á sama tíma þurft að fæða marga munna og hefur skortur alla tíð einkennt sögu landsins. Til að bregðast við þessum skorti hafa stjórnvöld á Indlandi alltaf lagt mikla áherslu á menntun elítunnar í vís- indum, verkfræði og læknavísindum. Meðal annars stofnaði Jawaharlal Nehru, fyrsti forsætisráðherra Ind- lands, sjö fyrstu tækniháskóla Ind- lands í Kharagpur. Á fimmtíu árum hafa hundruð þúsunda Indverja fengið inngöngu og útskrifast frá þessum tækniháskólum auk annarra einkarekinna tækni- og viðskiptahá- skóla. Í ljósi þess að á Indlandi búa rúmlega 20% mannkyns, útskrifast gríðarlega samkeppnishæft fólk úr þessum skólum þar sem hlutfallslega fáir komast inn í þá. Sumir segja að þetta sé eitt af því fáa sem Indverjar gerðu rétt. Hið fremur óskilvirka stjórnmálakerfi, auk tryggðar Nehru við sovéskt skipulag – sósíalískt efnahagskerfi, varð til þess að þar til um 2000 gat landið ekki útvegað nægilega góð störf fyrir hæfileikaríkasta fólkið. Það leiddi m.a. til þess að Bandaríkin urðu annar kaupandi á indversku hugviti. Ef þú varst vel menntaður og hæfileikaríkur var eina leiðin fyrir þig til að njóta þess að flytja til Bandaríkjanna eða annarra Vest- urlanda og vinna þar. Frá 1953 er tal- ið að um 25.000 Indverjar, menntaðir úr fyrrgreindum tækniskólum, hafi flutt til Bandaríkjanna og um leið lagt sitt af mörkum í það þekking- arsamfélag sem þar er; þökk sé m.a. niðurgreiðslu indverskra skattgreið- enda. Í grein The Wall Street Journal 16. apríl 2003, segir að ekki sé hægt að komast inn í indversku tækni- skólana með mútum, heldur eru kandídatar valdir eftir grimmilega erfið inntökupróf. Stjórnvöld hafa engin afskipti af skólastarfinu og vinnuálagið er gríðarlegt. Margir telja þó að það sé ekki óumdeilanlegt að það sé mun erfiðara að komast inn í indversku skólana en Harvard eða Massachusetts Institute of Technology (MIT). Vinod Khosla, annar stofnenda Sun Microsystems, segir að eftir að hafa klárað Delhí- tækniháskólann og haldið áfram í Carnegie Mellon í meistaranám hafi sér liðið eins og hann væri ,,á þægi- legri skemmtisiglingu“. Í fimmtíu ár má segja að Banda- ríkin hafi notið góðs af tækniskólum Indlands (kostakjör). Nýútskrifað, gríðarlega hæft menntafólk frá Ind- landi jók samkeppnishæfni banda- rísks efnahagslífs til muna allan þennan tíma en einn af hverjum fjór- um úr þessum skólum endaði í Bandaríkjunum. Sambærilegt ástand getur skap- ast hér á landi eftir nokkur ár ef ís- lensk stjórnvöld hyggjast halda áfram að reka sósíalíska stór- iðjustefnu í anda 5 ára áætlunar Stalíns. Þetta mun gerast ef stjórn- völd sjá ekki að sér. Eins mikið tískuorð og hugvit er þá er óumdeil- anlegt að gríðarlegir vaxtarmögu- leikar íslensks samfélags liggja í því að leggja rækt við þá starfsemi er byggist á hugviti. Ég tel það mesta glapræði að styðja þær tillögur sem stjórnmálaflokkar leggja fram og fela í sér enn frekari stækkun stór- iðju hér á landi. Álver, líkt og loforð um glæsilegar samgönguáætlanir og mikinn hagvöxt, hljómar vel í eyrum kjósenda en fórnarkostnaðurinn er einfaldlega allt of mikill til að ég láti glepjast af slíkum málflutningi. Ég neita að láta félagslega og orð- fræðilega vana mig með skilyrtum fullyrðingum stjórnmálamanna um nauðsyn álvera til að ná hagvexti. Aukin stóriðjustefna mun einungis gera íslenskt samfélag staðnað og draga úr kjarki fólks til að beita mesta og sterkasta meðali sínu, hug- vitinu. Ísland og Indland – fjarska líkt Eftir Atla Má Sigurðsson Höfundur er með BA-próf frá HÍ og stundar MA-nám í alþjóða- samskiptum við sama skóla. Jónas Gunnar Einarsson | 28. mars Auðlindafrumvarpið kosningaleikrit? VINGJARNLEG rödd í símanum spyr: Ertu fylgjandi eða andvígur þjóðareign á náttúruauðlindum? Svar: Fylgjandi! Spurning: Telurðu nægan tíma til að afgreiða frá Al- þingi fyrir þinglok frumvarpið um breytingu á stjórnarskránni sem kveður á um þjóðareign á nátt- úruauðlindum? Svar: Já, með nægum vilja og samstöðu um breytingar! Enga útúrdúra! Meira: jonasgunnareinarsson.blog.is Kristján Guðmundsson | 28. mars Lögfræði og lögleysa YFIRLÝSING stjórnarflokkanna um að samkomulag hafi náðst um breytingar á stjórnarskrá lýðveld- isins vakti upp sér- kennilegar yfirlýs- ingar frá svokölluðum lögspekingum. Hafa þessir lögspek- ingar, prófessorar, lýst skoðunum sínum á umræddu samkomulagi sem merkingarlausu og til þess fallið að skapa margs konar deilumál innan þjóðfélagsins. Meira: kristjangudmundsson.blog.is Ólafur Örn Pálmarsson | 28. mars Martröð í Draumalandinu LANDI er sökkt og náttúruverðmæti eyðilögð fyrir kom- andi kynslóðum. Mengandi stóriðja er það sem leggja skal áherslu á í atvinnu- uppbyggingu þjóðarinnar. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða hvað er framundan í stóriðjuáætlun ríkisstjórnarflokkanna og reyna að varpa ljósi á þær auðlindir sem verið er að ganga á. Meira: xyz.blog.is Magnús Orri Einarsson | 28. mars Vanþekking viðskiptaráðherra MANNI getur ekki annað en brugð- ið um leið og kalt vatn rennur manni milli skinns og hörunds við frétt um að viðskiptaráðherra haldi því fram án þess að blikna að það sé erfitt að afnema verðtryggingu lána. Að mað- urinn láti svona út úr sér eru hroða- legar fréttir fyrir Íslendinga, sem þjóð, að hafa svona mann sem ráð- herra og fyrrverandi seðla- bankastjóra. Meira: magnusorri.blog.is Ragnar Óskarsson | 28. mars Við erum svo sannarlega með ÞEIM fækkar óðum sem telja að hægt sé að „afgreiða“ Vinstri græn í pólitískri um- ræðu með því að segja einfaldlega: „Vinstri græn er flokkurinn sem alltaf er á móti.“ Um nokkurt skeið hefur þetta dug- að ótrúlega vel, svo vel að stefna flokksins hefur í raun verið auka- atriði fyrir marga. Nú er þetta að breytast og fólk lætur sér ekki nægja innantómar upphrópanir á borð við þá sem hér að framan er nefnd. Meira: ragnaro.blog.is Sigurður H. Pétursson | 28. mars Hlutabréf og lífeyrisþegar HÆSTVIRTUR for- sætisráðherra hélt ræðu á Viðskiptaþingi þar sem hann skýrði frá því að hann teldi eðlilegt að fella niður skatt á fyrirtæki vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa. Rök hans voru þau að með þessu móti væri síður hætta á að fyrirtæki myndu flýja land og jafnvel gæti far- ið svo að fyrirtæki streymdu inn í landið þar sem augljóst væri að mjög hagkvæmt væri að fjárfesta í hlutabréfum hér. Meira: sigurdurhpetursson.blog.is Guðlaug Helga Ingadóttir | 28. mars Ein til frásagnar AÐ KVÖLDI hins 11. janúar sl. ákvað ég að láta verða af því að lesa bókina, sem ég lét taka frá fyrir mig á bókasafninu. Hún hefur legið á nátt- borðinu mínu síðan fyrir áramót, ég vissi fyrir víst að þetta yrði krefjandi og erfið lesning og beið eftir sjálfri mér, að ég yrði tilbúin. Ég hélt að trúlega myndi ég kannski sofa illa og finna til í sálinni, en mér fannst eins og þetta væri skyldulesning fyrir mig. Þetta er jú saga konu sem lifir núna og er fáeinum árum yngri en ég. Meira: trunkona.blog.is Ingi Karlsson | 28. mars Sænska leiðin, aðrar leiðir MÁLEFNIÐ sem ég ætla að fjalla um hér er einmitt um þessar mundir til umræðu hjá ráðamönnum þjóðarinnar en það er vændi og leiðir til að sporna gegn því. Mikið hefur verið rætt um „sænsku leiðina“ – þ.e. að gera kaup á kynlífi refsiverð í stað þess að refsa þeim sem það stunda. Það er dapurlegt að hlusta á slík- an málflutning hjá þingmönnum og öðru þokkalega vel gefnu fólk sem velflest er í öruggum hálaunastörf- um og þarf ekki að hafa nokkrar ein- ustu áhyggjur af reikningum næstu mánaðamóta. Meira: ingikarlsson.blog.is Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 28. mars Stóri veggjakrotsvandinn NÝLEGA var ég nokkra daga í Reykja- vík í þeim erinda- gjörðum að sitja landsfund Vinstri grænna. Á leið minni úr Hlíðunum í áttina að fundarstaðnum við Sigtún gekk ég þrjá daga í röð um undirgöngin undir Miklubraut við Lönguhlíð og fram hjá Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Víða á þessari leið er veggjakrot – graffíti – ekki síst í undirgöngunum, en einnig á veggj- um Kennaraháskólans en mest þó á íþróttahúsi hans. Meira: ingolfurasgeirjohannes- son.blog.is BLOGG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.