Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 4
Ný stefna Til tals kom að loka fyrir umferð í miðborg Óslóar vegna svif- ryks. Líkt og hér er rykbinding að verða hluti af rekstri gatnakerfisins. TILRAUNIR Norðmanna með ryk- bindingu akvega í Bergen, Þránd- heimi og Ósló gefa tilefni til bjart- sýni um að takast muni að draga verulega úr svifryksmengun í borg- um landsins. Þetta er mat Pål Berg- er, framkvæmdastjóra norska fyr- irtækisins GC Rieber, sem telur aðferðina geta nýst vel hér á landi. Berger kynnti niðurstöður til- raunanna á fyrirlestri á vegum Salt- kaupa í Hafnarfirði fyrir helgi, þar sem hann rakti viðbrögð Norð- manna við svifryksmengun und- anfarin ár. Líkt og hér hefur meng- unin verið þar í brennidepli og gaumur gefinn að heilsufarslegum áhrifum hennar. Jón Rúnar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Saltkaupa, telur að- ferðina munu marka þáttaskil í mengunarvörnum hér. Hún hafi ver- ið notuð hér í tilraunaskyni á síðustu tveimur árum en nú standi til að taka hana í almennari notkun. Jón Rúnar segir aðspurður borg- aryfirvöld hafa gefið í skyn að þau hafi áhuga á slíkum aðgerðum. „Borgaryfirvöld hafa gefið það út að þau muni fara í þær aðferðir sem þarf til að halda svifryksmengun í skefjum eins og hægt er. Öllum er ljós sú staðreynd að svifryk er heilsuspillandi og því verður ekki hjá því komist að leggja út í kostnað til þess að draga úr menguninni. Heil- brigðisyfirvöld í Noregi hafa tekið þetta mjög alvarlega.“ Svifrykið minnkaði verulega Að sögn Bergers hófu Norðmenn að nota magnesíumklóríðblöndu til að rykbinda vegi á þurrum sum- ardögum þegar árið 1985 með góð- um árangri. Aðferðinni var síðan beitt í jarðgöngum í Bergen og var reynslan af því svo góð að tilefni þótti til að skoða mun víðtækari notkun hennar. Úr varð að gerðar voru tilraunir með notkun blöndunnar við rykbind- ingu í tveimur borgarhlutum í Þrándheimi, Rosendal og Elgeseter, yfir vetrarmánuðina í upphafi þessa áratugar. Þurrir akvegir voru sóp- aðir á þriðja tímanum að nóttu með litlum hreinsibílum og blöndunni sprautað á yfirborðið í kjölfarið. Niðurstöður mælinga í Elgeseter benda til að magn svifryks af korna- stærðinni 10 míkrómetrar eða þar yfir, í hverjum rúmmetra andrúms- lofts, hafi minnkað um 47%. Magn ryks af stærðinni 2,5–10 míkrómetr- ar minnkaði um 51% og ryk undir 2,5 míkrómetrum, hættulegasta tegund svifryks, minnkaði um 39%. Áhrifin voru mun minni í Rosendal og er það einkum rakið til þess, að eldiviður er brenndur í heimahúsum á svæðinu. Árangurinn í Elgeseter kemur vel í ljós þegar litið er á sólarhringsgildi svifryks af kornastærðinni tíu míkrómetrar á vetrum á árunum 2000 til 2004, þegar rykbinding og minni notkun nagladekkja eru taldar eiga þátt í að magnið minnkaði 36%. Nú standa yfir tilraunir með slíka rykbindingu í Ósló og að sögn Berg- ers hafa þær mælst vel fyrir, aukin vitund um skaðsemi svifryksmeng- unar eigi þátt í að almenningur setji ekki fyrir sig kostnaðinn við að ráð- ast í slíkar aðgerðir. Vitað sé um dauðsföll af völdum mengunarinnar. „Allir hafa áhyggjur af mengun- inni,“ segir Berger. „Allir verða að hjálpast að við að hreinsa loftið.“ Gúmmíið veldur líka mengun GC Rieber er stærsti saltsali Nor- egs og nemur sá þáttur starfsem- innar um fjórðungi af um 11 millj- arða kr. ársveltu fyrirtækisins. Spurður um umræðuna um or- sakavalda svifryksins í Noregi segir Berger þá almennt vera álitna nokkra samverkandi þætti. Skuld- inni hafi verið skellt á nagladekkin og ársgjald sem svarar um 13.000 ís- lenskum kr. lagt á notkun þeirra. Nú sé hins vegar viðurkennt að gúmmí- agnir af annars konar dekkjum geti einnig valdið rykmengun en að hann sé þó andvígur nagladekkjunum. Inntur eftir reynslu Norðmanna af gatnaþvotti til að draga úr svif- ryksmenguninni segir Berger að litl- ir hreinsibílar hafi verið notaðir í Þrándheimi sem hafi ekki reynst geta hreinsað ryk af kornastærðinni undir 2,5 míkrómetrum. Það sama megi segja um mjög dýra og stærri bíla í Ósló sem hafi gert takmarkað gagn. Því sé ryk- binding og náttúruleg hreinsun með úrkomu betri og ákjósanlegri leið. Þótt fullkomnir hreinsibílar kalli á töluverða fjárfestingu er magn- esíumklóríð ekki ódýr kostur. Jón Rúnar segir þessa lausn vera þá hagkvæmustu sem nú þekkist. Það að Norðmenn noti þessa aðferð staðfesti það að hans mati. Aðspurður hvernig hálkueyðing hér fari nú fram segir Jón Rúnar að ýmist sé eingöngu dreift þurrsalti eða þurrsalti með saltpækli. Ekki hafi verið gerðar neinar tilraunir með notkun magnesíumklóríðs til hálkueyðingar hér. Það sé vel þess virði að skoða þann möguleika nán- ar. Reynsla Norðmanna af notkun magnesíumklóríðupplausnar ásamt þurrsalti sé mjög jákvæð. Tilraunir Norðmanna með rykbindingu gefa góða raun 4 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður frábær kjör á ferðum til Tallinn í Eistlandi í apríl. Tallinn er í dag afar vin- sæll áfangastaður í borgarferð- um, enda býður borgin upp á einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Þetta er yndislegur tími í borginni, vorið á fleygi- ferð og borgin skartar sínu fegursta. Tallinn 23. og 26. apríl frá kr. 29.990 - SPENNANDI VALKOSTUR Verð kr. 29.990 - flug + gisting Flug, skattar og 3 nætur á Hotel Shnelli  m/morgunverði. 23. - 26. apríl. Netverð á mann Verð kr. 39.990 - flug + gisting Flug, skattar og 3 nætur á Hotel Shnelli  m/morgunverði. 26. - 29. apríl. Netverð á mann. Ótrúleg kjör - flug og gisting „VIÐ höfum fylgst með því sem er að gerast í kringum okkur í þessum efn- um og í framhaldi af því köllum við eftir atvikum í sprautubíla til þess að þrífa og sópa götur þegar þornar upp á veturna,“ segir Eysteinn Haralds- son, forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, um þá ákvörð- un að auka hreinsun gatna í bænum og jafnvel rykbinda vegi til að draga úr svifryksmengun. „Þetta fær núna aukið vægi hjá bæjarfélaginu. Þetta hefur ekki mikið verið gert áður og við erum að vona að þetta haldi í lág- marki eða geti minnkað svifryksmengun og ætlum okkur að auka þetta og fara síðan út í sprautun á götum ef með þarf. Við ætlum að vera algerlega á tánum í þessum efnum.“ Aðspurður hvort jafnvel verði gengið svo langt að rykbinda göturnar svarar Eysteinn því játandi, einnig standi til að sópa meira á sumrum. Sá möguleiki sé fyrir hendi að fá lánaðan búnað frá Reykjavíkurborg til að mæla og fylgjast með svifryksmenguninni í Garðabæ. Hann segir tækni- menn hafa vitað af svifrykinu en að aukin umræða að undanförnu eigi sinn þátt í aukinni vitund almennings um loftmengun. „Í framhaldi af þessu eru allir að velta fyrir sér hvernig bregðast megi sem best við þessu vandamáli. Þetta eru ekki bara nagladekkin þó að þau séu stór hluti af þessu, það eru mótvægisaðgerðirnar sem okkur ber skylda til að vaka yfir.“ Verða „algerlega á tánum“ GRÍMUR Gíslason, fréttaritari Ríkisút- varpsins á Blönduósi, andaðist sl. laugar- dag, 31. mars, á 96. aldursári. Grímur fæddist 10. janúar 1912 í Þórormstungu í Vatnsdal. Hann gekk að eiga Sesselju Svav- arsdóttur frá Akra- nesi árið 1941 og hófu þau búskap í Saurbæ vorið eftir. Bjuggu þau þar til vorsins 1969 er þau fluttu á Blönduós þar sem Grímur vann á skrifstofu Kaup- félags Húnvetninga. Grímur var af- ar félagslyndur og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Hann var m.a. oddviti í Áshreppi og starfaði mikið að félagsmálum á Blönduósi og víðar. Meðal annars var hann virkur í Lionshreyfing- unni og söng í kirkjukórum í um sjö áratugi, nú síðast í desember sl. Árið 2002 var Grímur gerður að heiðurs- borgara Blönduóss vegna starfa sinna að fjölmiðlun, veðurat- hugunum og heilla- drjúgu félagsmála- starfi. Ári síðar hlaut hann fálkaorðuna fyrir störf að félags- og byggðamálum. Grímur starfaði sem veðurat- hugunarmaður í 25 ár og lét af starfinu árið 2003. Á síðasta ári var honum til heiðurs reist afsteypa af veðurspá- manninum eftir Ásmund Sveinsson í miðbæ Blönduósbæjar. Eiginkona Gríms andaðist árið 2000 en þau eignuðust fjögur börn. „Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi“ voru ætíð lokaorð í fréttapistlum hans úr Austur- Húnavatnssýslu og má segja að hver sá sem með fréttunum fylgd- ist muni þau. Grímur Gíslason Andlát HANNA Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykja- víkur, segir að farið verði vel yfir sjónarmið íbúa við Laugardal, en þeir hafa gagnrýnt áform um að reisa íbúðarhús í austanverðum Laugardal. Hanna Birna sagði að tillaga um tvö lágreist hús, samtals um 450 fermetra, hefði verið auglýst. Þessi tillaga hefði ver- ið lögð fram til að koma á móts við óskir Ör- yrkjabandalags Íslands sem hefði haft áhuga á þessu um- hverfi. Algjör samstaða hefði verið um tillög- una í skipulags- ráði. Aðalskipulag gerir ráð fyrir íbúabyggð „Við hlustum auðvitað á sjón- armið íbúa sem fram hafa komið og munum fara vel yfir þau,“ sagði Hanna Birna. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir íbúa- byggð á þessu svæði, en það er þó skilgreint sem grænt í deiliskipu- lagi. Húsin tvö sem gerð er tillaga um að reist verði á þessum stað eru samtals með 12 einstaklings- íbúðum. Gert er ráð fyrir að sex íbúðir verði sambýli á vegum Ör- yrkjabandalagsins. Ekki er hins vegar búið að ganga frá því hverjir verða í hinum íbúðunum, en gert er ráð fyrir að þar verði einnig sambýli. Brýn þörf fyrir húsnæðið Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði að fyrirhugað væri að reisa svokölluð kjarahús fyrir geðfatlaða, en sambærileg hús væru til dæmis á Akureyri. Um væri að ræða fimm 60 fermetra íbúðir og eina þjónustuíbúð. Þessar íbúðir væru hugsaðar fyrir geðfatlaða sem hefðu þurft að dvelja á stofnunum áratugum saman. Þessir öryrkjar þyrftu að eiga aðgang að sólar- hringsþjónustu og það væri því ekki hægt að útvega þeim venju- legt íbúðarhúsnæði. Það væri for- senda fyrir því að hægt væri að endurhæfa þessa einstaklinga að þeir kæmust í nýtt húsnæði. Sigursteinn sagðist ekki telja rétt að tala um fjölbýlishús. Þetta væru hús á tveimur hæðum. Hann sagðist ekki telja líklegt að umferð ykist mikið á svæðinu með tilkomu þessara húsa. Íbúar þeirra keyrðu ekki bíl, a.m.k. ekki enn sem kom- ið væri. Sátt skapist um verkefnið Sigursteinn sagði að mikil þörf væri fyrir þetta húsnæði. Hann sagðist vonast til þess að sátt skapaðist um þetta verkefni. Það væri forsenda fyrir því að hægt væri að bæta stöðu geðfatlaðra að borginni tækist að útvega lóðir fyrir þau hús sem fyrirhugað væri að byggja. Hlustað verði á sjónar- mið íbúa Hanna Birna Kristjánsdóttir Fyrirhugað íbúðar- hús Öryrkjabanda- lagsins í Laugardal Sigursteinn Másson Pål Berger er fram- kvæmdastjóri stærsta saltsala Noregs. Baldur Arnarson ræddi við hann og Jón Rúnar Halldórsson hjá Saltkaupum um leiðir til rykbindingar. Jón Rúnar Halldórsson Pål Berger

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.