Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 29
Auglýstu
atburði
á þínum
vegum
hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýningar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mann-
fagnaði
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Frístundir og námskeið
Lesblindusetrið | Sérsniðin hraðlestrarnámskeið
fyrir krakka frá 10-18 ára. Gefðu barninu þínu tæki-
færi til að tvöfalda – jafnvel margfalda lestrarhraða
sinn. Kolbeinn Sigurjónsson.
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handav. kl. 9-12. Smíði/
útskurður kl. 9-16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé-
lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg-
unkaffi/dagblöð, bútasaumur, fótaaðgerð, sam-
verustund, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Uppl. í
s. 535-2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á
miðvikudögum kl. 13- 14. S. 554-3438. Félagsvist í
Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum
kl. 20.30. Félagsvist í Gullsmára á mánudögum kl.
20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds kl. 13. Kaffi-
tár kl. 13.30. Danskennsla Sigvalda, línudans kl. 18.
Samkvæmisdans byrjendur kl. 19 og framhald kl.
20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið-
beinandi verður til hádegis. Boccia kl. 9.30. Gler-
og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13. Lomber kl.
13.15. Canasta kl. 13.15. Kóræfing kl. 17. Skapandi
skrif kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9.05 postu-
línsmálun, kl.10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13
bridds, kl. 20.30 félagsvist FEBK.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl.
9, 9.50 og 10.45 í Kirkjuhvoli. Í Garðabergi er bíó-
sýning kl. 13, Garðaberg opið til 16.30.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa-
vinnustofan í Þjónustumiðst. Hlaðhömrum er opin
alla virka daga eftir hádegi. Margskonar handa-
vinna, t.d. kortagerð, postulínsmálun og skart-
gripagerð. Einnig standa yfir námskeið í tréskurði
og bókbandi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar. Kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing
fellur niður, Gerðubergskórinn syngur við messu á
Droplaugarstöðum miðvikud. 4. apríl kl. 14.30.
Fimmtud. 10. maí leikhúsferð í Borgarleikhúsið
„Ást“, skráning hafin á staðnum og s. 575-7720.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá
Sigrúnu, prjónaðar handstúkur og kortagerð. Jóga
kl.9-11, Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13-16.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s. 588-2320.
Hæðargarður 31 | Munið gönguferðina alla laug-
ardagsmorgna kl. 10 árdegis. Gengið alla virka
morgna kl. 9 eftir kaffisopa og blöðin. Hefurðu
heyrt um Halaferðina, tölvukennsluna, bútasaum-
inn, glerskurðinn, postulínið og bókmenntahópinn
og allt hitt? Samfylkingin 60+ miðvikud. kl. 14. Allir
velkomnir. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, þriðjudag, er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur í Garðaholti
þriðjudaginn 3. apríl kl. 20. Fróðlegur og páska-
legur fundur auk hefðar. Kaffinefndir hverfi: 2, 5, 6
og 11.
Kvenfélagið Heimaey | Farið verður í óvissuferð í
dag frá kirkjunni í Mjódd stundvíslega kl. 18. Mætið
helst kl. 17.30. Tvær rútur. Dússý, s. 565-6480;
864-2721; Palda, s. 895-1328, Fríða, s. 868-8038.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund kl. 10.30.
Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Uppl. í s. 552-4161.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
| Hátúni 12. Bridds í kvöld kl. 19. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia. Kl. 11-12
leikfimi. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-
15.45 kaffiveitingar.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 félagsráðgjafi (annan
hvern mánudag). Kl. 13 opinn salur. Kl. 13.15 leikfimi.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með morgunsöng
á Dalbraut 27, kl. 9.30 í dag.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12 ára í Grafarvogs-
kirkju kl. 17-18. TTT fyrir 10-12 ára í Húsaskóla kl. 17-
18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk í Graf-
arvogskirkju kl. 20. Lesið úr Passíusálmum séra
Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Sæunn Stef-
ánsdóttir.
Hjallakirkja | Páskaeggjabingó kl. 20. Margvíslegir
bingóvinningar, páskaegg, páskaskraut, sælgæt-
iskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar kr. 300. All-
ur ágóði af bingóinu rennur til barna- og æskulýðs-
starfs kirkjunnar. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja | Harðjaxlarnir kl. 16. Umsjón
María Magnúsdóttir. Kvenfélagsfundurinn sem
hefði átt að vera í kvöld venju samkvæmt fellur nið-
ur.
60ára afmæli. 31. marssíðastliðinn varð sex-
tugur Ingólfur Karl Sigurðs-
son. Af því tilefni tekur hann á
móti gestum í kvöld, mánu-
dagskvöldið 2. apríl, á Stór-
höfða 29 (gengið inn á bak
við), milli klukkan 19 og 21.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda til-
kynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is,
eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er mánudagur 2. apríl, 92. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)
Eggert Þór Bernharðssonsagnfræðingur flytur erindiá morgun, þriðjudag, semhluta af fyrirlestraröð
Sagnfræðingafélags Íslands. Yfirskrift
fyrirlestrarins er Ferð til fortíðar.
Sögusýningar á Íslandi, og hefst hann
kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminja-
safnsins.
„Viðfangsefni fyrirlestrarins er
miðlun sögunnar eins og hún birtist á
sögusýningum á Íslandi; hverju er
miðlað og hvernig,“ segir Eggert. „Á
síðastliðnum árum hefur mátt greina
ný viðmið í sýningagerð, litið er til
nýrra aðferða og framsetningar, og er
ný grunnsýning Þjóðminjasafnsins oft
nefnd í því sambandi.“
Eggert segir óvenjumargar sögu-
sýningar að finna á Íslandi miðað við
fólksfjölda: „Mikil uppgangur hefur
verið síðustu ár og margskonar sögu-
setur og sérsýningar hafa verið opn-
aðar í þéttbýli og dreifbýli,“ segir
Eggert. „Áður fyrr voru sýningar oft
samtíningur áhugaverðra gripa, en nú
má æ oftar sjá sérhannaðar og út-
hugsaðar sýningar þar sem nýstár-
legar miðlunaraðferðir eru notaðar til
að vekja athygli á efninu. Um leið hafa
tækniframfarir valdið byltingu í sýn-
ingarmöguleikum t.d. með aukinni
gagnvirkni.“
Eggert segir viðfangsefni sögusýn-
inga á Íslandi frekar hefðbundið, og
vill í fyrirlestrinum hvetja sýnendur til
dáða: „Gaman væri að sjá meira ögr-
andi sýningar þar sem tekin er sterk-
ari afstaða í málum eða valið efni sem
kallar á meiri viðbrögð gesta,“ segir
Eggert. „Samtímasagan hefur líka
orðið útundan í sögusýningum hér á
landi, nánar tiltekið saga 20. aldar frá
lokum seinni heimsstyrjalda. Fjölgun
sögusýninga í þéttbýli er þó að rétta
hlut samtímasögunnar, enda saga
þéttbýlis á Íslandi að stærstum hluta
20. aldar saga.“
Að sögn Eggerts eru sögusýningar
mikilvægur miðill fróðleiks: „Bæði er
safnkennsla mikilvægt tæki til að gefa
börnum og unglingum innsýn í sög-
una, en sýningar eru ekki síður til að
svala fróðleiksþorsta almennings,“
segir Eggert. „Tölur Hagstofu Íslands
sýna að mikil aðsókn er þennan miðil,
en árið 2005 voru gestir á söguminja-
söfnum á íslandi 625.000 og því ljóst
að áhuginn er mikill á spennandi sýn-
ingum.“
Finna má frekari upplýsingar á
slóðinni www.sagnfraedingafelag.net.
Sagnfræði | Fyrirlestur um sögusýningar í Þjóðminjasafninu á þriðjudag kl. 12.05
Ferð til fortíðar
Eggert Þór
Bernharðsson
fæddist í Reykja-
vík 1958. Hann
lauk stúdentsprófi
frá MS 1978, BA í
sagnfræði og
stjórnmálafræði
frá HÍ 1983 og
cand. mag. í sagn-
fræði frá sama skóla 1992. Eggert hef-
ur stundað ritstörf og rannsóknir og
er höfundur Sögu Reykjavíkur 1940–
1990. Hann hóf störf við HÍ 1987 sem
stundakennari, síðar aðjúnkt og dós-
ent frá 2006. Eggert er kvæntur Þór-
unni Valdimarsdóttur sagnfræðingi
og eiga þau tvo syni.
PÁSKAHELGIN er framundan og eru íbúar Oviedo á Spáni meðal
þeirra sem huga að hátíðahöldum. Meðfylgjandi mynd var tekin í
einni af fjölmörgum skrúðgöngum sem fram fara í páskavikunni ár
hvert á Spáni og eru aðdráttarafl fyrir þúsundir ferðamanna.
Líður að páskum
MENNINGARSJÓÐUR Glitnis styrkir Verzl-
unarskóla Íslands og Alþjóðaskólann (Inter-
national School of Iceland) um samtals 15 millj-
ónir svo efla megi nám á ensku. Íslenskir sem
erlendir nemendur eiga nú kost á að ljúka nærri
allri sinni skólagöngu í íslenskum skólum þar
sem kennt er á ensku.
Samkvæmt samningnum greiðir Glitnir sam-
tals 15 milljónir króna til skólanna tveggja
næstu þrjú ár svo að efla megi nám á ensku. Með
þessum styrk mun Alþjóðaskólinn innleiða að
fullu alþjóðanámskrá (International Primary
Curriculum) fyrir nemendur sína sem eru á aldr-
inum 5 til 13 ára. Þá mun Verzlunarskóli Íslands
hefja kennslu á námsbraut þar sem allt náms-
efnið og öll kennsla fer fram á ensku og auka
þannig valmöguleika nemenda á framhalds-
skólastigi. Íslenskum börnum sem leggja stund á
nám við skólana verður gert að stunda krefjandi
nám í íslensku. Gerðar eru strangar kröfur til
þeirra sem sækja um inngöngu í námið. Enn sem
komið er geta skólabörn á Íslandi ekki valið
enskumælandi nám á miðskólastigi, eða frá 13 til
15 ára aldri.
Nám á ensku
eflt til muna
Morgunblaðið/G. Rúnar
Styrkur Berta Faber frá Alþjóðaskólanum, Ingi Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Verslunarskólans, og
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Glitnis á Íslandi, undirrita samninginn.
Reuters