Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ % & ' ()    +  %  ( % , + - . ) ) /  '& '.   ' *+ ,  '.   (                                    !  !  "#  $ !    $  #   %    &  " '        (&  %! "#    !  ) (& * !  (&(&(+ ( , -        .       !      '&(& .   #     & / 0 1 & (          !"! # ! "#!  2 !  3                  (   (&# 3(&    4567( !# 867          9/#   #  : & ;  $    ;) "#8 9     98 # :      : 8  "/     < # 8     899  8=>?       "#  %   .%  (  &  &  1 & (  ; @A$7# !     (   BC "#  D8  E@A$7   (&( $ ;39   (  (&  & 3(&'(  +4F G H !9  (     (  &  # !     B665D ! %    !    (    ( !#   2 !  3    1 & (  9 # " J      .%   (    ! (&                                  )  *  ++%%%    %   ,-  *-      #   #. * -  /*-  #..0 -  % #*    ( &   K >LC  M  &    K <LC  M NON C NONHALNONHAPNON PNON  NON > NON <NON APNON AF QQQ   Greining er því mikilvæg áður en haldið er í ferðalagið og áætlun útbúin. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, www. fjolskylda.is/ fjarmal, er ein af þeim sem veita ráðgjöf.  2. skúffa Sparnaður Sú góða vísa er aldrei of oft kveðin að reglu- legur sparnaður ætti að vera regla, ekki und- antekning. Margt smátt verður eitt stórt. Inn- lánsvextir eru vissulega ekki eins háir og yfirdráttarvextir hér á landi en þeir eru góðir engu að síður á mörgum bókum. Auk þess eru aðrar sparnaðarleiðir í verð- og hlutabréfa- sjóðum í boði sem veita oft góða ávöxtun. Sparnaður getur annars vegar verið neyslu- sparnaður og hins vegar langtímasparnaður.  3. skúffa Áfallasjóður Það fer enginn í gegnum lífið áfallalaust. Það geta komið upp veikindi, slys eða eigna- tjón sem tryggingar ná ekki yfir eða greiða ekki út strax. Við slíkar aðstæður er gott að geta gengið í vísan áfallasjóð, hvers upphæð getur greitt skuldir eða útgjöld heimilisins í 3–6 mánuði.  4. skúffa Bílar Ef fjármálasérfræðingur ætti að greina fjár- málavit Íslendinga út frá kaupum þeirra á bíl- um síðustu árin fengi landinn sennilega ekki háa einkunn, t.d. vegna mikilla kaupa á nýjum bílum. Afföll á virði bíla eru mest á fyrsta árinu, frá 15–30%, en minni eftir það. Það er því skynsamlegra að kaupa nýlega notaða bíla og leita upplýsinga á Netinu og skoða neyt- endakannanir áður en ráðist er í kaupin.  5. skúffa Nýjasta tækni Nýjasta tækni er alltaf heillandi og oft auð- veldar hún lífið auk þess að vera skemmtileg. En nýjungarnar eru alltaf dýrastar þegar þær eru nýkomnar á markað. Það borgar sig því iðulega að bíða, þótt ekki væri nema í nokkra mánuði, og festa þá kaup á nýjasta tækinu eða tækninni. Samkeppnin er þá orðin meiri, sem lækkar verðið, auk þess sem tækin eru oftar en ekki, af sömu ástæðu, orðin betri.  6. skúffa Ferðalög Skipulagning borgar sig yfirleitt. Flug- félögin selja flugsæti í hverri flugferð á mis- munandi verði. Þau bjóða aðeins ákveðið mörg sæti á lægsta verðinu, líka lággjaldaflug- félögin. Hér gildir reglan; fyrstur kemur, fyrstur fær. Því fyrr sem pantað er því meiri líkur eru á að fá sæti á besta verðinu. Sparnaðurinn liggur í kommóðunni en fjárhagur þess er nánast beinlínis kominn í gjaldþrot. Við eigum að gleðjast yfir að gera skatt- skýrsluna okkar árlega, og skoða þá vandlega tekjur okkar, skuldastöðu og eignir. Að leggj- ast yfir skattskýrsluna gefur okkur frábært tækifæri til þess að fara yfir fjárhagsstöðuna, endurskoða neyslumynstur okkar, hverju við getum breytt og hvernig. Margt er nefnilega í okkar valdi eins og að virkja ósýnilegu hönd- ina. Stingið hendinni ofan í kommóðuna á heimilinu, hið raunverulega bókhald og fjár- hirslu, þar sem leynist sparnaður heimilisins, öryggi og velferð – gerið hann sýnilegan. Skúffurnar í kommóðunni Hér eru aðeins tilteknar nokkrar skúffur í kommóðunni. Það er mjög einstaklingsbundið hvernig fólk vill hanna sínar kommóður og hver verður að setja sína saman eftir efnum og aðstæðum.  1. skúffa Sjálfsskoðun Til þess að vita hvert maður ætlar verður maður að vita hvar maður er og hver maður er. fjármál heimilanna Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Nú eru flestir búnir að telja fram ogskila skattstjóra „heimilisbókhald-inu“ fyrir árið 2006. Síðustu tværvikur hefur mátt heyra háa sem lága agnúast út í blessaðan skattinn en samt ekki beinlínis skattinn sjálfan heldur skatt- skýrslugerðina. Það virtist ægilegt mál fyrir suma að taka saman bókhaldið, tekjurnar, skuldirnar og eignirnar – og samt voru þessir liðir oft og tíðum ekki flóknir og forskráðir hjá flestum! Á 21. öldinni eru peningar orðnir að gjald- miðli sem ekki er hönd á festandi í bókstaflegri merkingu. Við handfjötlum þá nánast aldrei. Við millifærum þá á milli korta og reikninga, reikninga og reikninga, úr tölvu í tölvu en þeir fara sjaldnast í gegnum hendur okkar. Þeir eru orðnir óáþreifanlegir. Það er höndlað með þá fyrir okkur. „Ósýnilegu hendurnar“ eru alls staðar og þá ekki í sömu merkingu og hag- fræðingurinn Adam Smith notaði um þá „ósýnilegu hönd“ sem hann taldi stýra mark- aðnum. Virkið nýju ósýnilegu höndina Það er þessi nýja ósýnilega hönd sem gerir skattskýrsluna fyrir okkur, skráir tekjur okk- ar, skuldir og eignir. Við þurfum í raun og veru bara að lesa hana yfir og kvitta undir að við samþykkjum gjörðir ósýnilegu handarinnar. Og svo erum við að kvarta. Er það ekki ná- kvæmlega þetta sem kallað er þjónusta? En stundum, og það er staðreynd, getur of mikil þjónusta veiklað fólk. Hún hamlar eðlilegri sjálfsbjargarviðleitni og meðvitund. Þegar peningar verða ósýnilegir brenglast verðskyn fólks, líka þegar fólk finnur ekki beinlínis fyrir því að vera í mínus um hver mánaðamót, vegna mikils lánaframboðs, fyrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.