Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 19
menntun MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 19           !!!  " #  $   #% &'' !! ((( 2    #8    ;    & !   . "      .         (  ,99! / .& .   . .&   (   #        .%  I Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is UNDIRBÚNINGUR tíundubekk- inga fyrir samræmdu prófin er smám saman að aukast. En hver á að hjálpa þegar mamma og pabbi eru búin að steingleyma alge- brunni úr gaggó og tekið er að fenna yfir stafsetningarreglurnar hjá þeim? Skólavefurinn býður nú upp á sérstök þjálfunarnámskeið á Net- inu fyrir samræmdu prófin en að sögn Ingólfs Kristjánssonar, eins af ritstjórum vefjarins, er með því verið að svara kalli foreldra og nemenda eftir undirbúningsefni af þessum toga. „Undirbúningurinn fyrir samræmdu prófin mæðir svolítið á heimilum landsins, ekki síst í tíunda bekk,“ segir hann. „Fólk er að leita að efni sem að- stoðar það við að skipuleggja þennan undirbúning. Efnið auð- veldar því líka að átta sig á því hvað eigi að læra, hvernig er best að þjálfa sig í mismunandi aðferð- um og komast að því hvar skórinn kreppir.“ Námskeiðin byggjast á 20–30 kennslustundum þar sem farið er yfir samræmd próf fyrri ára og einstök atriði útskýrð. „Í stærð- fræðinni eru dæmi t.d. skýrð út á myndrænan hátt og í hverri kennslustund eiga krakkarnir að reikna fimm, sex dæmi, svo þetta getur verið 20 mínútna vinna í senn. Ef eitthvað er sem krakk- arnir skilja ekki geta þeir svo leit- að í skýringabankann.“ Hraði eftir þörfum Námskeiðin eru að sögn Ingólfs svolítið mismunandi enda ólíkir kennarar sem sjá um að útbúa efni fyrir mismunandi fög. „Það eru samræmd próf í sex fögum en í raun má segja að námskeiðin séu tíu talsins því samfélagsfræðin skiptist upp í landafræði, sögu og þjóðfélagsfræði og eins skiptist náttúrufræðin upp í lífvísindi, jarðvísindi og eðlisvísindi.“ Nem- andinn getur svo ákveðið hversu hratt og hvenær hann tekst á við efni námskeiðanna. Ingólfur segir að í fyrra hafi verið boðið upp á einfaldari út- færslur af námskeiðum sem þess- um. „Það mæltist gríðarlega vel fyrir og fólk vildi geta sótt sér enn meiri skipulagningu. Þetta virðist líka hjálpa foreldrum og nemendum að vinna saman. Námsefnið er orðið svo mikið að margir foreldrar geta hreinlega ekki hjálpað börnunum sínum – eru kannski búnir að gleyma þessu frá því að þau voru í skóla o.s.frv. Þarna geta þeir hins vegar leiðbeint sjálfum sér til að geta hjálpað barninu betur.“ Skólavefurinn er einnig með þjálfunarnámskeið fyrir samræmd próf í fjórða og sjöunda bekk og stefnir að því að bjóða þjálfunar- efni fyrir stærðfræði á framhalds- skólastigi líka. En hvernig getur fólk skráð sig á þessi námskeið? „Í raun skráir fólk sig ekki heldur er þetta efni opið fyrir áskrifendur Skólavefjarins,“ svar- ar Ingólfur. „Með því að greiða áskriftargjald, sem er 1.290 krón- ur á mánuði, hafa menn aðgang að þjálfunarnámskeiðunum sem og öllu okkar efni öðru.“ Morgunblaðið/Eyþór Lærdómur Námskeiðin byggjast á 20–30 kennslustundum þar sem farið er yfir samræmd próf fyrri ára og einstök atriði útskýrð. Þjálfun á Netinu fyr- ir samræmdu prófin Skólavefurinn hefur útbúið tíu mismunandi undirbúningsnámskeið fyrir nemendur í 10. bekk » Skólavefurinn er einnig með þjálf- unarnámskeið fyrir samræmd próf í fjórða og sjöunda bekk og stefnir að því að bjóða þjálfunarefni fyrir stærðfræði á framhalds- skólastigi líka. www.skolavefurinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.