Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 39 Páskarétturinn í ár er lambahryggur með chili-apríkósugljáa. Sjá nýstárlegar uppskriftir á www.lambakjot.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 0 0 9 RÉTT eftir að myndin hefst sjáum við aðalsöguhetjuna, stöðumæla- vörðinn Roger (Heder), vera að rýna í bók sem heitir Hvernig á að þrauka þótt ekkert gangi, eða eitthvað ámóta gæfulegt. Sjálfsagt hefur það verið ætlunin að School for Scound- rels yrði gamansöm ádeila á pen- ingaplokkið á bak við hjálpaðu-þér- sjálfur-iðnaðinn, þótt niðurstaðan sé ekki jafnfyndin og hún hefði auð- veldlega getað orðið með meiri yf- irlegu og metnaði hjá handritshöf- undinum og leikstjóranum Phillips (Starsky and Hutch). Roger er stöðumælavörður í New York, vansæll og uppburðarlaus. Hann verður fyrir endalausu áreiti í lífinu, er niðurlægður af vinnufélög- unum, smáður af borgurunum og það líður yfir Roger af skelfingu þegar hann reynir að reyna við Amöndu (Barrett), stelpuna í næstu íbúð. Þá er honum bent á endurhæf- ingarskóla dr. P. (Thornton), sem beitir óhefðbundnum aðferðum við að hjálpa skræfum að hrista upp í sálartötrinu og leita vandfundinnar karlmennskunnar. Stefnir allt í já- kvæðan árangur uns doksi fer að reyna við Amöndu. Það tekur smátíma að átta sig á því að Heder er enginn annar en náunginn sem lék svo eftirminnilega aulabárðinn Napoleon Dynamite, hér er hann ósköp geðþekkur venju- legur strákur með hörmulega sjálfs- mynd. Billy Bob er skemmtilega ósvífinn og undirförull flagari sem hagnýtir sér vesaldóm annarra á all- an hátt. Samleikur þeirra gerir myndina að óvæntri, þokkalegri af- þreyingu, ef aðeins er hugsað um augnablikið. Stöðu- mælavörð- ur hristir af sér volæðið KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Todd Phillips. Aðalleikendur: Billy Bob Thornton, Jon Heder, Jacinda Barrett, Michael Clarke Duncan, Luis Guzman. 101 mín. Bandaríkin 2007. School for Scoundrels  Sæbjörn Valdimarsson Kennarinn „Billy Bob er skemmti- lega ósvífinn og undirförull flagari sem hagnýtir sér vesaldóm annarra á allan hátt.“ ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu dóms Heiðu Jóhannsdóttur um frönsku myndina Vísindi svefnsins (La Science des rêves) að leikarinn Gael Garcia Bernal var sagður leik- kona en ekki leikari. Rétt umsögn er: „Gael Garcia Bernal gefur sig al- gerlega á vald þeirrar undarlegu en fallegu persónu sem Stephane er og sýnir hér óvæntar hliðar á sér sem leikara.“ Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT STÖKKBREYTTU táninga- ofurskjaldbökurnar Rafael, Dona- tello, Leonardo og Michelangelo þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Þessar bardagaglöðu teiknimyndasögufíg- úrur náðu feikivinsældum á 9. ára- tugnum, þegar þær voru söguhetjur í sjónvarpsþáttum. Líkt og flestar slík- ar hófu þær göngu sína á síðum has- arblaðanna og enduðu á hvíta tjald- inu. Bíómyndirnar eru orðnar allnokkrar, TMNT, sú nýjasta, segir frá baráttu þeirra við forsögulegar óvættir sem auðmaður í New York vekur upp til að nota í illum tilgangi. Það er fátt nýtt undir sólinni í ver- öld skjaldbaknanna, þær eru eins og aðrar ofurhetjur ódrepandi þegar upp er staðið. Hiksta dálítið á tímabili en sögulokin jafnan fyrirsjáanleg. Í myndarbyrjun er risið lágt á bræðrunum fjórum, Rafael er sá eini sem enn berst að hætti Kónguló- armannsins og allra hinna við rumpu- lýð New York-borgar. Af nógu að taka þrátt fyrir skrúbbinn hans Giuli- anis. Upphaflega voru söguhetjurnar hugsaðar sem skopstæling á þeim urmul teiknimyndasagnahetja sem tröllríða afþreyingarheiminum. Þau skil eru horfin, eftir sitja frekar óaðl- aðandi söguhetjur sem hafa litlu við að bæta löngu mettað framboðið. Tölvutæknin er tekin við og útlitið hefur batnað og er óaðfinnanlegt, en söguna og fígúrurnar skortir tilfinn- anlega einhvers konar taugakerfi og sjarma sem áhorfendur geta tengt sig við. TMNT er hröð og vandvirkn- isleg en fjarlæg og húmorslaus. Skaðlaus bægaslagangurinn sjálfsagt ætlaður krökkum komnum undir fermingu. Skjaldbökuhetjur stíga upp úr skólpræsunum KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Kevin Munroe. Teiknimynd með ensku tali. 87 mín. Hong Kong/ Bandaríkin 2007. TMNT  Sæbjörn Valdimarsson TMNT „Hröð og vandvirknisleg en fjarlæg og húmorslaus.“ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.