Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NÚTÍMASAMFÉLAGI er mikilvægt að styrkja og efla vett- vang fyrir neyt- endavernd. Það er á ábyrgð neytenda að vera virkir þátttak- endur við að veita fyr- irtækjum og stjórn- völdum aðhald. Neytendur eru stærsti hagsmunahóp- urinn, því við erum öll neytendur í okkar samfélagi. Hvað er neytendavernd? – Neytendavernd felst í því að fylgjast með og hafa áhrif á það sem fer fram á hinum al- menna markaði og í umboði stjórn- valda. Lækkun matarskatts er dæmi um stjórnvaldsaðgerð þar sem neytendur hafa lykilhlutverki að gegna því hagsmunirnir eru þeirra. Neytendasamtökin hafa brugðist við með þeim hætti að stofna til neyt- endavaktar, þar sem almenningi gefst tæki- færi á að nálgast eyðublöð á heimasíðu samtakanna, www.ns.is og skrá verðbreytingar á ein- stökum vörum og síð- an senda þær til sam- takanna sem fylgist með óeðlilegum ver- breytingum. Neytendasamtökin byggjast á þeirri meg- instefnu að stuðla að og styrkja neyt- endavernd. Verkefni samtakanna eru margþætt og birtast m.a. í því að vera: 1. Vettvangur verð- og gæða- samanburðar einstakra vara hér á landi og erlendis. Upplýsingaveita er starfrækt á heimasíðu samtak- anna, www.ns.is, í gegnum öflugt alþjóðlegt samstarf sem auðveldar almenningi að gera þennan sam- anburð. Hér er um að ræða að- gengilegan vettvang fyrir neyt- endur sem geta treyst því að um sé að ræða óháðar og réttar upp- lýsingar um viðkomandi vöru. 2. Vettvangur fyrir ráðgjöf og móttöku kvartana, sem felst í því að taka á móti kvörtunum vegna vöru eða þjónustu, skrá þær og fylgja þeim eftir þar sem við á. 3. Þátttakendur í alþjóðlegu kvörtunarferli sem búið er að koma upp á EES-svæðinu. Þetta kvörtunarferli nær til allra aðild- arríki á EES-svæðinu. Neytenda- samtökin sinna þessu hér á landi samkvæmt samningi við við- skiptaráðuneytið. 4. Vettvangur sem veitir sér- tæka ráðgjöf og stuðning við ein- staklinga vegna einstakra hags- munamála neytenda, t.d. studdu samtökin einstakling í baráttunni við að ná rétti sínum fram vegna samráðs olíufélaganna. Hér um að ræða mál sem er fordæmisgefandi og sem getur opnað farveg fyrir aðra einstaklinga til að fá sínum rétti framgengt. 5. Vettvangur umbóta á löggjöf til hagsbóta fyrir neytendur. Hér er um að ræða mikilvægt umsagn- arhlutverk um gerð fjölmargra laga og reglugerða sem snúa að hagsmunum neytenda. Það er þín ábyrgð, sem neyt- anda, að vernda hagsmuni neyt- anda. Því hvetjum við þig lesandi góður til að ganga í Neytenda- samtökin og styrkja stöðu og vett- vang neytenda með því að taka virkan þátt í neytendavernd. Styrkjum stöðu neytenda! Anna Margrét Jóhannesdóttir skrifar um tilgang Neytenda- samtakanna »Neytendasamtökinbyggjast á þeirri meginstefnu að stuðla að og styrkja neyt- endavernd. Anna Margrét Jóhannesdóttir Höfundur situr í stjórn Neytenda- samtakanna. ÁHRIF af áratugalangri óstjórn í umferðar- og skipu- lagsmálum höfuðborgarsvæð- isins verða nú æ augljósari. Hlutar borgarinnar breytast í bílaeyðimörk á hverjum degi með tilheyrandi mengun og slysahættu. Skuggi einkabílism- ans teygir sig yfir borg- arhverfin og börnin okkar eru hætt að ganga. Þá rísa bæjarstjórar á höf- uðborgarsvæðinu upp og krefj- ast 7–9 milljarða til aukinna vegaframkvæmda. Þannig á að koma á móts við aukna umferð og fjölgun bíla. Í stað fjórfalds ljósorms á leið inn til Reykja- víkur á hann að verða sexfaldur eða áttfaldur. Hvílík framtíð- arsýn! Fleiri bílar munu einnig þurfa sitt pláss á leiðarenda og blikkið mun leggja miðborgina enn frekar undir sig. Eða þá að suðvesturhornið verður loks al- vörubílaborg, án nokkurs kjarna. Eitt atkvæði í hverjum bíl, takk fyrir, og við setjum svifrykið í stokk! Ó, þið náttúrubörn Íslands sem sitjið á kaffihúsunum, hvar er rödd ykkar nú? Munuð þið slást í för með þessum hug- umstóru mönnum sem nú banka upp á hjá fjárlaganefnd í að- draganda kosninga og biðja um 7–9 milljarða í malbik og steypu? Mönnum sem af ein- skærri umhyggjusemi fyrir út- svarsgreiðendum tímdu ekki að láta örfáar milljónir í almenn- ingssamgöngukerfið í fyrra? Mannkynssagan kennir okkur að á þrengingatímum eru það frumlegar og djarfar lausnir sem skilja eftir sig spor. Fram- búðarlausn á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins fæst ekki með því að byggja stærri um- ferðarmannvirki fyrir fleiri bíla, þar sem einn maður tekur með sér tonn af blikki í vinnuna. Hún felst í því að ráðast nú ein- usinni í raunverulegar end- urbætur á almennings- samgöngukerfinu, laga það að þörfum notenda og gefa því for- gang fram yfir einkabílinn. En til þess þarf pólitískan kjark og á honum er skortur um þessar mundir. Áskell Örn Kárason Umferðarhnútur Höfundur er sálfræðingur og býr í Reykjavík en er að flytja út á land. ANNA Kristín Gunnarsdóttir alþing- ismaður skrifar alveg stórfurðulega grein í Morgunblaðið sl. mið- vikudag. Greinin er sögð vera svar við grein minni í blaðinu frá 24. þessa mán- aðar. Þegar að er gáð eru skrifin víðsfjarri yfirlýstum tilgangi. Í rauninni er greinin líkt og opinberun þess að þessi þingmaður Samfylkingarinnar hafi gert þingmenn úr Frjálslynda flokknum að leiðtogum lífs síns og verði henni að góðu. Hún rifjar upp, en fer rangt með, það sem eftir mér var haft fyrir kosningarnar árið 1995. Þar lýsti ég því yfir að ég styddi ekki ríkisstjórn sem ekki gerði breyt- ingar á kvótakerfinu. Þetta var sagt í kjölfar mikilla umræðna sem höfðu orðið um fiskveiðistjórn- arkerfi smábáta, stöðu þeirra og þýðingu fyrir Vestfirði. Þess er skemmst að minnast að á kjör- tímabilinu urðu grundvallarbreyt- ingar á þessu kerfi. Þar með var lagður grundvöllur að stórauknum fiskveiðiréttindum smábáta, þess hluta flotans sem nú eru kallaðir krókaleyfisbátar. Þetta var ekki óumdeilt. Æ síðan hefur það verið harðlega gagnrýnt að hlutur þessara báta hafi vaxið og á kostnað annarra skipa. Ástæðan fyrir því að ég og fleiri lögðumst á árarnar fyrir þessa báta var einföld. Við töldum að með því sköpuðum við skjól fyrir minni byggðir og veittum þeim rétt. Og það tókst. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hvað gerði hún sjálf? Svo lætur Anna Kristín eins og hún harmi að dagakerfi smábáta sé ekki enn við lýði. En gáum nú að. Hvað ætli hún og hennar flokkur hafi haft um þau mál að segja? Fyrir síðustu kosningar boðaði flokkur hennar að fyrna skyldi veiðirétt dagabáta, rétt eins og annarra skipa og báta í land- inu. Fyrst átti senni- lega að klippa af sunnudaga, svo mánu- daga og svo koll af kolli. Um málefni dagabáta stóðu hins vegar mikil átök. Öll- um var ljóst að óbreytt gat dagakerfið ekki gengið og við- leitni okkar margra – og meðal annars daga- bátaeigenda sjálfra – gekk út á að setja inn í það sókn- artakmarkandi þætti. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þessir bátar fóru inn í krókaaflamarkið og fengu verulegar aflaheimildir. Fjórfaldar heimildir miðað við það sem lá til grundvallar þegar þess- um bátum var markaður sess í fiskveiðistjórnarkerfinu, sem bátar er lutu sóknarstýringu. Flokks- félagar Önnu Kristínar fluttu af þessu tilefni fjálglegar ræður um þau miklu veiðiréttindi sem væri verið að afhenda útgerðarmönnum þessara smábáta, sem að jafnaði voru bátar á landsbyggðinni. Ég trúi því að þeir hafi ekki vakið máls á þessu vegna þess að verið væri að þeirra dómi að fara illa með þennan bátaflokk sem hún þykist nú bera fyrir brjósti; eða hvað? Anna Kristín Gunnarsdóttir sat á Alþingi þegar þetta átti sér stað. Hún þagði sem fastast í umræðum um málið, en fylgdi félögum sínum í Samfylkingunni samviskusamlega að málum. Ekki með andstöðu við lagabreytingarnar, heldur með því að sitja hjá. Við sama heygarðshornið Það er svo athyglisvert að Anna Kristín er við það heygarðshorn, sem við höfum séð svo vel síðustu misserin. Þaðan sem gagnrýnin fer fram. Hvergi örlar á tillögum. Hins vegar er þess freistað að gera lítið úr gagnsemi þess fyrir byggðirnar að sá hluti flotans sem er uppi- staðan í veiðum minni byggðanna hefur fengið stóraukinn veiðirétt. – Það gagnast kannski í Bolung- arvík, segir þingmaðurinn, en ekki miklu víðar. Heyr á endemi! Það er eins og þingmaðurinn fari um land- ið með bundið fyrir augun og eyr- un. Trúir hún því virkilega að stór- aukinn veiðiréttur smábáta vítt og breitt í byggðum landsins hafi engu breytt? Kannski trúir hún því sjálf, ef marka má skrifin, en þá er það sennilega upptalið. Vissulega eiga ýmis sjávarpláss undir högg að sækja. Sannarlega hafa þau ýmis misst veiðiréttinn. Og aldrei nokkurn tímann hef ég haldið því fram að við sjávarsíðuna sé allt í himnalagi. Því fer fjarri. Þvert á móti vitum við að á ýmsum stöðum er háð mikil og erfið varn- arbarátta. Fyrir því eru marg- víslegar ástæður, sem hér verða ekki raktar. En þessi sannindi gefa ekki reyndum stjórnmálamanni af landsbyggðinni, eins og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, tilefni til slíkra dómadags sleggjudóma og einfaldana sem þeirra, sem hún viðhefur í grein sinni. Mér dettur á hinn bóginn ekki einu sinni í hug að kalla eftir henn- ar úrræðum. Það tel ég löngu orðið fullreynt. En eitt var þó athygl- isvert. Þingmaðurinn nefndi ekki fyrningarleið Samfylkingarinnar á nafn í grein sinni nú síðast. Í þetta sinn fór hún því ekki algjöra erind- isleysu. Hún hefur því væntanlega lært af mistökum flokksins síns. Það er heilmikill áfangi og hann skiptir máli. Við skulum ekki van- meta það. Dómadags sleggjudómar Einar K. Guðfinnsson svarar grein Önnu Kristínar Gunnarsdóttur » Það er eins og þing-maðurinn fari um landið með bundið fyrir augun og eyrun. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Á ÞESSU kjörtímabili hafa verulegir fjármunir verið settir í barnabætur og stuðning við barnafjölskyldur. Var þetta gert að mestu leyti í tveimur stórum þrepum 2006 og 2007. Barnabæt- ur hafa frá árinu 2003 hækkað um 3,1 milljarð að krónutölu og ríflega 2,1 milljarð umfram verð- lag. Ótekjutengdar barnabætur sem greiddar eru til barna undir 7 ára hafa hækkað um tæplega 60% á kjörtímabilinu og skerð- ingarmörk barnabóta sem eru tekjutengdar hafa hækkað um sama hlutfall. Þá er rétt að minnast þess að barnabætur eru nú ekki aðeins greiddar til 16 ára aldurs eins og áður var held- ur miðast greiðslurnar við 18 ára aldurinn. Hækkun bóta, lækkun skerðingarhlutfalla og hærri ald- ursmörk gera það að verkum að barnafjölskyldur hafa að jafnaði fengið meiri kaupmáttaraukn- ingu en aðrir þjóðfélagshópar. Þó hefur kaupmáttaraukning orðið mjög veruleg hjá öllum hópum. Árni M. Mathiesen Barnabætur hafa hækkað um ríflega 3 milljarða Höfundur er fjármálaráðherra. GLÆSILEG þátttaka í íbúa- kosningum um stækkun álversins í Straumsvík endurspeglar skýrt þann breiða stuðning sem er við að íbúar fái í auknum mæli að koma beint að stórum ákvörð- unum sem skipta miklu um þróun samfélagsins. Kosningarnar voru eðlilegt framhald þess að árið 2002 setti Samfylkingin inn ákvæði í samþykktir Hafnarfjarð- arbæjar sem tryggja að bæj- arstjórn beri að leggja þau mál sem hún álítur vera mjög þýðing- armikil fyrir bæjarfélagið í dóm kjósenda. Í kosningunum 2006 sagði Samfylkingin í Hafnarfirði skýrt að þannig yrði staðið að verki þegar stækkun álversins í Straumsvík væri annars vegar. Íbúar Hafnarfjarðar hafa sýnt stuðning sinn við þessa stefnu í tvígang á einu ári. Fyrst með því að velja Samfylkinguna áfram til forystu í síðustu bæjarstjórn- arkosningum og ekki síður nú um helgina þegar nær 80% íbúa bæj- arins mæta á kjörstað. Í þing- kosningunum 12. maí nk. mun Samfylkingin áfram leggja áherslu á að lýðræðisleg vinnu- brögð verði aftur hafin til öndveg- is í íslenskum stjórnmálum. Þar hafa aðrir stjórnmálaflokkar farið undan í flæmingi, verið á móti eða sýnt áhugaleysi. Samfylkingin vill hinsvegar gera landið að einu kjördæmi, taka upp þjóð- aratkvæðagreiðslur þegar það á við og stuðla að því að innleiða beinar kosningar um þýðing- armikil mál á sveitarstjórnarstigi, líkt og í Hafnarfirði. Við viljum tryggja lýðræðisleg mannréttindi. Samfylkingin hræðist ekki beint íbúalýðræði. Við treystum íbúun- um landsins. Gunnar Svavarsson Lýðræðismál í öndvegi Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.