Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 21 taða fyrir efur verið Það mun ví máli á ndinn sé í nar kosn- é stillt yf- n séu enn og spenn- Alcan á með úrslit sem einu versta áfalli sem verksmiðjan hefur orðið fyrir í nærri 40 ára sögu þess. Síðastliðið sumar olli alvarleg raf- magnsbilun því að 40% verksmiðj- unnar datt út og segir Rannveig að sá atburður ásamt niðurstöðu kosn- ingarinnar á laugardag séu verstu áföllin. „Við vorum nýstigin upp úr því [afleiðingum rafmagnsbilunar- innar] þegar við lendum í þessu,“ segir hún. „Þetta áfall kemur mjög seint í ferlinu því við höfðum í góðri trú keypt lóð, fengið starfsleyfi og farið í umhverfismat og fleira. Allt þetta hafði verið gert í góðri trú þeg- ar allt í einu kemur kosning sem við vorum ekki meðvituð um að við þyrftum að ganga í gegnum.“ Rannveig segir alla starfsmenn Alcan hafa unnið gott starf í barátt- unni fyrir stækkun álversins og jafn- framt hafi fyrirtæki í Hafnarfirði stutt við bakið á Alcan. „Þetta hefur þjappað hópnum okkar í Straumsvík vel saman. Við höfum verið með þessa einu áætlun um að stækka verksmiðjuna í gangi og framhaldið er óákveðið. Það verður að setjast yfir það en við einbeitum okkur að því að reka þessa verksmiðju. Við vitum að það er ekki eins ákjósan- legt og ekki til eins langs tíma eins og ef við hefðum fengið að stækka hana.“ Alcan hafði tryggt sér raforku til stækkunar en staðan er ný að lokn- um kosningunum og þarf nú að end- urmeta hana að sögn Rannveigar. Orðrómur um óheiðarlega framgöngu Sólar í Straumi Jóhanna Fríða Dalkvist, stjórnar- maður í Hagi Hafnarfjarðar, segir niðurstöðuna ekki þá sem búist var við, sérstaklega ef litið er til þess hversu kjörsókn var góð. „Við virki- lega trúðum að Hafnfirðingar sæu nauðsyn þess að hafa þetta fyrirtæki áfram í sveitarfélaginu, því bæði eru það svo mörg fyrirtæki, sem við stöndum fyrir, sem hafa gífurlega hagsmuna að gæta.“ Hún segir fé- lagsmenn enn vera að jafna sig en baráttunni sé ekki lokið. „Þetta er okkar framtíð sem þetta snýst um en við höfum ekki ákveðið það til fulls hvað við munum gera. Það er ým- islegt sem við fengum að heyra í gær, sem ber merki um óheiðarlega fram- göngu hjá Sól í Straumi,“ segir Jó- hanna og vísar þar til orðróms um að sjö hundruð manns hafi flutt lög- heimili sín til bæjarins eingöngu til að kjósa gegn stækkun álversins. Hún segir að enn sé aðeins um orð- róm að ræða en málið svo alvarlegt að nauðsyn er að kanna það nánar. Stjórn samtakanna fundað um málið á þriðjudag og verður þá ákveðið hvort þau muni bregðast við. Ekki áhyggjur af lokun Pétur Óskarsson, talsmaður sam- takanna Sólar í Straumi fagnar úr- slitum íbúakosninganna. Aðspurður segist Pétur ekki hafa áhyggjur af því að álverið í Straumsvík muni loka og fara úr Hafnarfirði þrátt fyrir að meirihluti kjósenda hafi kosið gegn stækkun álversins. Segist hann ekki vilja nota hug- takið sigur eða sigurvegari úr kosn- ingunum, heldur hafi málið snúist um tillögu sem borin var upp og henni hafnað af íbúum Hafnarfjarðar. „Það sem að liggur að baki er að það er allt óbreytt í Hafnarfirði. Alcan bar þessa tillögu upp við íbúana og henni var hafnað. Úr því að svo mjótt var á mununum eins og raun bar vitni, var betra að tillögunni skyldi hafnað vegna þess að það hefði orðið erfiðara fyrir samfélagið og hrinda af stað risaframkvæmd í óþökk nærri helmings bæjarbúa. Ég held því að niðurstaðan endurspegli að Hafnfirðingar hafi að vissu leyti valið friðinn.“ Pétur segir umræðu um hugsan- leg kosningasvinds koma flatt upp á sig og kannast hvorki við fjölgun íbúa né að Sól í straumi hafi nokkuð hvatt til slíks. r höfnuðu deiliskipulagstillögu sem hefði gert Alcan á Íslandi kleift að stækka álver sitt í Straumsvík ki að stækka Morgunblaðið/Brynjar Gauti ar sem talning atkvæða fór fram. iðla. Ekki atkvæðagreiðsla í Reykjanesbæ ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að niðurstaða kosninganna í Hafnarfirði breyti engu um gang mál varðandi byggingu álvers í Helguvík og ekki verði efnt til atkvæða- greiðslu um byggingu álversins meðal íbúa í Reykjanesbæ. Árni segir að þeir hafi á engan hátt tengt verkefnið í Helguvík verkefninu í Hafnarfirði. Orku- samningar séu ótengdir. Norðurál sé ekki með samninga við Lands- virkjun vegna Helguvíkur, heldur Orkuveituna og Hitaveitu Suð- urnesja og það líti allt ágætlega út. „Það eru í raun og veru allt aðrar aðstæður í Helguvík. Við höfum núna í tvö ár verið að und- irbúa þetta verkefni. Eftir að hafa kynnt álverið á íbúafundum töldum við ástæðu til að færa aðstöðu undir það fjær og sömdum um það við Garð. Það stendur mjög vel í landi og sést varla til þess. Við höfum verið að fara yfir línumál. Þau líta vel út. Það er samkomulag um að leggja streng- ina í jörð næst byggð og síðan eru þetta lagnir sem eru nánast í þeim lagnaleiðum sem fyrir eru á Reykjanesi,“ segir Árni enn- fremur. Hann segir að ekki verði efnt til atkvæðagreiðslu meðal íbúanna um álverið. Samningar við Norð- urál hafi verið gerðir í aðdrag- anda síðustu sveitarstjórnarkosn- inga. Þar hafi verið farið mjög ítarlega yfir þetta mál og enginn í bæjarstjórn hafi lagt fram tillögu þar um kosningu þegar þessir samningar hafi verið þar til um- fjöllunar. Ekkert sé í samning- unum sem setji fyrirvara um slíka kosningu. „Ég held líka að menn geri sér grein fyrir því að það þarf að bæta fyrir þau 700 störf sem hurfu af Suðurnesjum á síð- asta ári,“ segir Árni. Hann bætir því við að niður- staðan í Hafnarfirði styðji einnig að verkefnið í Helguvík fái að hafa sinn gang, en gert er ráð fyr- ir að fyrsti áfangi álversins verði komin í gagnið haustið 2010. Árni Sigfússon Norðurál heldur sínu striki við Helguvík RAGNAR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og framkvæmdasviðs Norðuráls, segir að fyrirtækið muni halda sínu striki hvað varðar fram- kvæmdir við nýtt álver í Helguvík og niðurstaða álverskosninganna í Hafnarfirði hafi engin áhrif í þeim efnum. „Við höfum verið að vinna sam- kvæmt ákveðnu ferli og það hefur gengið vel og við höldum því bara áfram,“ sagði Ragnar. Markmiðið er að fyrsti áfangi ál- versins hefji starfsemi haust- ið 2010 og geti framleitt 110– 120 þúsund tonn og að fram- kvæmdum verði lokið ekki síðar en árið 2015. Ragnar sagði að unnið væri að mati á umhverf- isáhrifum, auk þess sem ganga þyrfti frá skipulagsbreytingum bæði í Garði og Reykjanesbæ og hann vonaðist til að niðurstöður í þeim efnum yrðu lagðar fram nú í apríl. Síðan færi í gang ákveðið ferli þar sem almenningi gæfist kostur á að skoða og koma að at- hugasemdum. Það færi síðan til Skipulagsstofnunar og allt þetta ferli tæki dálítinn tíma. Stefnt væri að því að fá framkvæmdaleyfi í haust og vonir bundnar við að hægt yrði að hefja framkvæmdir fyrir árslok, en það væri háð því að öll tilskilin leyfi fengjust. Ragnar Guðmundsson Hefur ekki áhrif á virkjanir í Þjórsá ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að niðurstaðan í atkvæðagreiðsl- unni í Hafnarfirði hafi ekki áhrif á fyrirætlanir fyrirtækisins um virkj- anir í neðri hluta Þjórsár. Fram- kvæmdir muni hins vegar ekki hefjast fyrr en kaupandi að rafork- unni sé fundinn. Þorsteinn sagði að það hefði alltaf legið fyrir að fyr- irtækið myndi halda sínu striki varðandi virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þær framkvæmdir væru óháðar einstökum orkukaup- endum. Gengið hefði verið frá vilja- yfirlýsingu með Alcan í upphafi síð- asta árs og á þeim grundvelli hefði verið gengið frá raforkusamningi sem ekki hefði þó verið undirrit- aður. Þessi yfirlýsing hefði gefið Alcan forgang að þeirri raforku sem fengist frá virkjunum í neðri hluta Þjórsár fram á mitt þetta ár með fyrirvara um að það yrði af framkvæmdum. Það væri því hægt að semja við aðra um þessa raf- orku. „Við vitum af áhuga annarra. Hvað stóriðju varðar erum við auðvitað að tala um Century Aluminum (móð- urfélag Norður- áls), sem var í rauninni í keppni við Alcan um það hvor að- ilinn kæmist í samninga- viðræður við okkur. Við héldum hálfgert útboð á sínum tíma um það. Þá eru fleiri járn í eldinum ef svo má segja og almennur vöxtur í raforkunotkun í landinu á næstu árum fyrirsjáanlegur og þessir virkjunarkostir í Þjórsá eru mjög vænlegir að okkar mati.“ Þorsteinn sagði að Landsvirkjun myndi áfram vinna að því að ganga frá samningum við landeigendur og ríkið um virkjanaréttindin. Þá hefði hönnunarvinna og útboðs- gagnagerð fyrir þessar virkjanir verið boðin út. „Við viljum fullhanna virkj- anirnar og ganga frá útboðs- gögnum þannig að það sé hægt að bjóða þær út til framkvæmda og við viljum ganga frá samningum við landeigendur og vatnsrétt- areigendur, þar sem er fyrst og fremst um ríkið að ræða,“ sagði Þorsteinn ennfremur. Hann bætti við að niðurstaðan í Hafnarfirði hefði hins vegar gert það að verkum að óvissa hefði auk- ist um það hvenær yrði ráðist í framkvæmdir við virkjanirnar, þar sem ekki yrði farið af stað nema kaupandi að raforkunni væri fyrir hendi. Aðspurður hvort nið- urstaðan í Hafnarfirði væri áfall fyrir fyrirtækið sagði hann að þeir teldu að þeir hefðu getað náð mjög hagfelldum samningum við Alcan. Hins vegar ætti fyrirtækið sér marga aðra stóra viðskiptavini og Century Aluminum væri líka stór viðskiptavinur, auk þess sem mark- aður gæti verið fyrir fjölbreyttari not á raforkunni í framtíðinni. Þorsteinn Hilmarsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylking- arinnar, segir að kosningin í Hafn- arfirði marki sögu- leg tímamót fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að þetta muni hafa þau áhrif að aukin krafa verði um [íbúalýðræði] meðal íbúa, bæði í sveitarfélögum og á landsvísu.“ Aðspurð segir Ingibjörg að vel kunni að hafa verið gallar á framkvæmdinni og eðlilegt væri að reglur giltu, s.s. um gegnsæi í fjármögnun svona baráttu. „Ég held að það þurfi að reyna að passa upp á það í svona kosningum eins og öðrum að það gildi reglur um fram- kvæmdina. En niðurstaðan er fengin, fólkið hefur talað og þótt munurinn sé ekki mikill er hann samt fyrir hendi. Það hljóta því allir að virða þessa nið- urstöðu. Það er ljóst að þarna tókust á tvær ámóta stórar fylkingar og mik- ilvægt er að bera klæði á vopn og reyna að ná sátt,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mikilvægt að reyna að ná sátt „ÉG tel að þessar kosningar séu sögu- legar, eða úrslitin öllu heldur. Þetta er fyrst og fremst stór sigur fyrir lýðræðið, ekki síst í ljósi þess hversu ójafn leik- urinn var. Þarna voru umhverfisvernd- arhreyfing og almannasamtök með tvær hendur tómar gegn stórfyrirtæk- inu og öllum peningunum. Þeim mun sögulegri er þessi sigur,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, og bætir því við að niðurstaðan sé stærri sigur fyrir sjónarmið umhverfisverndar en menn átta sig á. „Ég tel að þetta sé upphaf að áfram- haldandi sókn þessara sjónarmiða sem orkufyrirtækin, iðnfyrirtækin og stjórn- völd verða að horfast í augu við. Núna eru breyttir tímar og þessi viðhorf hafa sótt gríðarlega á. Ég tel einnig merki- legt að þetta er til marks um að fólk læt- ur ekki hræðsluáróður slá sig út af lag- inu.“ Steingrímur J. Sigfússon „Núna eru breyttir tímar“ „ÞETTA kom ekki á óvart og ég átti í raun von á að mun- urinn yrði meiri,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjáls- lynda flokksins. „ Ég tel að það sé sterk undiralda í þjóðfélaginu hvað varðar að farið verði að vinda ofan af þessari stór- iðjustefnu og við þurfum að hugsa okkur vandlega um fyrir næstu skref í þessum efnum.“ Magnús segist vera þeirrar skoð- unar að Húsavík eigi að njóta for- gangs þegar kemur að álverum og efast um að kosningamálin í ár lúti að stóriðju og umhverfismálum. „Ég tel að skuldir heimilanna og atvinnu- málin í heild sinni hvíli meira á al- menningi en umhverfismál. Mestu átökin um þau mál eru í raun liðin hjá. Slagurinn var tekinn í kringum Kárahnjúka og það fór eins og það fór. Við verðum að reyna vinna úr því eins vel og við getum. Magnús Þór Hafsteinsson Úrslitin koma ekki á óvart ÓMAR Ragnarsson, bráðabirgða- formaður Íslands- hreyfingarinnar – lif- andi lands, segist vona að niðurstaðan gefi tóninn fyrir kom- andi alþingiskosn- ingar. „Niðurstaðan er mjög mikilvægur , þótt stríðið sé í raun allt slensku stóriðjuflokk- við þann möguleika að em muni þurfa alla virkj- ndsins – með ómældum m. En ég vona að bylgjan ssum árangri muni halda þannig að við sjáum fram f þessu tagi.“ að Hafnfirðingar hafi ð þá kenningu að á höf- inu hafi menn aðeins ma í veg fyrir álver á ni, en ekki á suðvest- nn er hins vegar á þeirri ðin öll hefði átt að kjósa ál, ekki aðeins Hafnfirð- son ð í raun t eftir ARNDÍS Björns- dóttir, formaður Bar- áttusamtakanna, bar- áttusamtök eldri borgara og öryrkja (BEÖ) og Höfuðborg- arsamtökin (HBS), segir kosninguna merkilegan áfanga en telur það liggja í augum uppi að niðurstaðan hafi fengist vegna þeirrar staðreyndar að álverið í Straumsvík er inni í byggð í bænum. Hún segist ekki viss um að útkoman hefði verið sú sama væru forsendur aðr- ar. „Þetta sýnir að fólk vill ekki hafa ál- ver við húsdyrnar. Það þykir mér eðli- leg krafa og ég get ekki ímyndað mér að íbúar í Vallarhverfi séu beinlínis glaðir með álversútsýnið,“ segir Arndís og bendir á að einnig sé byggð að byggj- ast upp meðfram strandlengjunni, suð- ur með sjó. Arndís segist einnig mótfallin því að orkuverði til stóriðju skuli vera haldið leyndu fyrir almenning og telur að það myndi að einhverju leyti sætta þjóðina að gera verðið opinbert. Arndís Björnsdóttir Fólk vill ekki ál- ver við húsdyrnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.