Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórunn Mál-fríður Jóns-
dóttir Mogensen
fæddist í Vest-
mannaeyjum 27.
október 1925. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 26. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Lúðvík Ágústsson,
f. 6.2. 1896, d. 12.10.
1942, og Kristín
Árnadóttir, f. 6.6.
1901, d. 21.7. 1974.
Systkin sammæðra eru Guðrún H.
Brynjólfsdóttir, f. 21.9. 1931, Árni
Brynjólfsson, f. 25.6. 1934, d. 15.5.
2004, og Bryndís Brynjólfsdóttir,
f. 4.12. 1945. Systir samfeðra er
Hekla G. Jónsdóttir, f. 31.3. 1929.
Fyrri maður Þórunnar var Ein-
ar Jónsson, f. 1924, d. 1972.
Hinn 20. janúar giftist Þórunn
Helga Mogensen mjólkurfræðingi,
f. 13.2. 1918, d. 26.12. 1973. For-
eldrar hans voru Peter Lassen Mo-
gensen, f. í Danmörku 4.8. 1872 d.
4.4. 1947, og Ingeborg Hermania
Mogensen, f. í Kaupmannahöfn
7.9. 1885, d. 21. október 1943. Þór-
unn og Helgi eignuðust fjögur
gift Joseph A. Woo, f. 20.3. 1969 og
eiga þau þrjú börn. b) Helgi Sig-
valdason, f. 12.1. 1978 og á hann
tvær dætur. c) Hrafn Sigvaldason,
f. 16.6. 1979, kvæntur Margréti
Rögnu Arnardóttur, f. 27.11. 1968
og eiga þau sex börn. d) Hjalti Sig-
valdason, f. 28.5. 1984. 4) Helga
Mogensen aðstoðarfram-
kvæmdastjóri, f. 12.4. 1954. Henn-
ar dætur eru a) Ylfa Edith Jak-
obsdóttir, f. 22. 2. 1971, gift
Haraldi Teitssyni, f. 31. 8. 1966 og
eiga þau eina dóttur, fyrir á Har-
aldur einn son. b) Hanna Eiríks-
dóttir, f. 6.10. 1979.
Þórunn stundaði nám við Versl-
unarskóla Íslands og lauk þaðan
verslunarskólaprófi. Árið 1942
flutti hún ásamt móður sinni og
fósturföður, Brynjólfi Gíslasyni
frá Haugi í Gaulverjabæ, á Selfoss
en foreldrar hennar höfðu þá fest
kaup á Hótel Tryggvaskála. Þór-
unn og Helgi stofnuðu heimili á
Selfossi og bjuggu lengst af á
Reynivöllum 8. Samhliða húsmóð-
urstörfum vann hún með fjöl-
skyldu sinni í Tryggvaskála. Árið
1968 söðluðu þau Helgi um og
fluttu til Reykjavíkur þar sem þau
keyptu Söluturninn v/Birkimel og
ráku hann um árabil. Síðustu
starfsár sín vann Þórunn hjá Fé-
lagsmálastofnun Reykjavík-
urborgar.
Útför Þórunnar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
börn, þau eru:
1) Brynjólfur Árni
Mogensen læknir, f.
4.10. 1947, kvæntur
Önnu Skúladóttur
löggiltum endur-
skoðanda, f. 18.6.
1948. Þeirra börn
eru a) Skúli Mogen-
sen, f. 18.9. 1968,
kvæntur Margréti
Ásgeirsdóttur, f.
23.4. 1969 og eiga
þau þrjú börn. b)
Helgi Már Mogensen,
f. 14.10. 1973 og c)
Brynjólfur Árni Mogensen, f. 10.
apríl 1981. 2) Mogens Rúnar Mo-
gensen lögfræðingur, f. 9.6. 1950,
kvæntur Diljá Gunnarsdóttur
framkvæmdastjóra, f. 8.2. 1950.
Þeirra börn eru a) Regin Freyr
Mogensen, f. 11.4. 1973, í sambúð
með Söru Þórðardóttur, f. 13.5.
1975, þau eiga tvö börn. b) Birta
Mogensen, f. 16.9. 1983 í sambúð
með Jónasi Árnasyni, f. 9.8. 1978,
þau eiga eina dóttur.
3) Kristín Ingeborg Mogensen
kennari, f. 3.2. 1952, gift Sigvalda
Þorsteinssyni stýrimanni, f. 30.9.
1956. Þeirra börn eru a) Sólveig
Erna Sigvaldadóttir, f. 9.2. 1974,
Það er með mikilli hlýju og kærleik
sem ég minnist ömmu minnar, Þór-
unnar Mogensen, og þeirra yndislegu
stunda sem við áttum saman.
Með ömmu Tótu var margt brallað.
Mjög sterkar minningar tengjast
ferðalögum, einna helst tjaldútilegum
hérlendis. Það var svo notalegt að
liggja með henni í appelsínugula Æg-
istjaldinu, á vindsængum, með gaml-
an gaslampa suðandi í bakgrunni,
með ullarteppi með skjaldarmerkinu
á. Þá var mikið skrafað og hlegið. Í
ferðalögunum var oft farið í sund og
það var sérstaklega spennandi að fá
að grípa í stýrið á bláa Daihatsuinum
hennar, honum Mósa. Amma gat ver-
ið stríðin og átti það til að keyra jafn-
vel aðeins á undan manni, þegar mað-
ur hafði lokað einhverju sveitahliðinu.
Amma var einkar handlagin, hún
prjónaði og saumaði falleg föt á dúkk-
una mína, hún skammaði mig ekki
mikið þegar ég klippti hárið á dúkk-
unni.
Þá eru þær ófáar minningarnar
tengdar spilamennsku, við hlógum
mikið saman yfir veiðimanni og vor-
um báðar jafn spenntar að ræna spi-
labunkum hvor af annarri.
Það var einhvern veginn alltaf jafn
notalegt að vera með henni, hvort
heldur var í fríi eða hversdags. Amma
kom fram við mann eins og jafningja,
hún var góður hlustandi. Þegar hún
kallaði mig Lucý sína, þá skynjaði ég
svo mikla ást og umhyggju í gegnum
talsmátann og nærveru hennar.
Samskipti okkar voru ávallt góð,
hún fylgdist vel með mér og því sem
ég hef verið að fást við. Við höfum átt
ótal mörg góð samtöl í síma og hún
var iðin við að skrifa mér þegar ég bjó
eða ferðaðist erlendis. Nú undir það
síðasta var svo yndislegt að koma í
heimsókn til hennar með dóttur mína
í vöfflukaffi. Í seinni tíð ræddum við
opinskátt um hin ýmsu mál, bæði
samfélags- og einkamál. Þá hún lýsti
hún af einlægni mörgum þáttum úr
sínu lífi sem gaf mér ómetanlega inn-
sýn í persónuleika hennar og aðstæð-
ur.
Ég er svo óendanlega þakklát fyrir
allt það sem ég hef orðið aðnjótandi
með ömmu minni, hún á svo stóran
hlut í hjarta mínu, lífsatburðum og
minningum. Kveðjustundin var
ógleymanleg, fallegri stund hef ég
ekki upplifað lengi. Mér finnst ómet-
anlegt að svo stór hluti fjölskyldu
hennar hafi verið hjá henni þegar yfir
lauk. Ég elskaði ömmu mína meira en
orð fá lýst, hún var ein af drottning-
unum í lífi mínu, ég mun ávallt geyma
minningu hennar á mjög sérstökum
stað í huga mínum og hjarta.
Ylfa.
Sólargeislarnir brutust í gegnum
skýjabakkana um það leyti sem þú yf-
irgafst okkur. Líkt og konunglegar
móttökur biðu þín í himnaríki, elsku
amma mín, og þú áttir þær svo sann-
arlega skilið.
Amma mín, Þórunn Jónsdóttir Mo-
gensen, var skemmtileg kona. Þegar
ég var lítil fannst mér fátt skemmti-
legra en jólatíminn í Suðurhólunum.
Þá fékk ég að hjálpa ömmu við að búa
til loftkökur í hakkavél. Það gerðist
ekki betra en það.
Amma var mikill húmoristi og afar
hnyttin kona. Skemmtilegast var að
sitja við eldhúsborðið hennar og
spjalla við hana yfir kaffi. Það var það
sem við gerðum svona í seinni tíð. Við
borðuðum vöfflur með miklum rjóma
og sultu og drukkum kaffi úr mávas-
tellinu. Nokkrum vöfflum seinna,
kveikti frúin sér ávallt í sígarettu.
Hún elskaði sígaretturnar sínar og
allir löngu hættir að tuða í henni um
það. Eldhúsið fylltist af reyk og
mamma mín flúði fussandi og
sveiandi yfir því að ólíft væri í íbúð-
inni. Þá hlógum við amma.
Minningarnar eru margar og ég
þakka fyrir þær. Allar stundirnar og
allt sem þú hefur gefið mér elsku
amma mín. Ég hef litlar áhyggjur af
þér núna enda ertu komin aftur í faðm
mannsins þíns eftir 34 ára fjarveru.
Ég veit að þú ert hamingjusöm núna.
Elska þig ofurheitt amma mín.
Hanna.
Þórunn Málfríður
Jónsdóttir Mogensen
✝ Guðríður EiríkaGísladóttir
fæddist í Reykjavík
7. október 1922.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ hinn 22.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnea Sig-
ríður Magnúsdóttir,
f. 25. nóvember
1895 í Kolsholts-
helli í Villingaholts-
hreppi, d. 18. mars
1980 og Gísli Ara-
son, f. 17. nóvember 1895 á
Ragnheiðarstöðum, Gaulverja-
bæjarhreppi, d. 25. júní 1986.
Foreldrar Magneu voru Sigríður
Magnúsdóttir, f. 22. ágúst 1861,
d. 3.ágúst 1941 og Magnús Þor-
steinsson, f. 25. september 1857,
d. 8. október 1942. Foreldrar
Gísla voru Ari Andrésson, f. 15.
ágúst 1854, d. 9. mars 1929 og
Sigríður Jónsdóttir, f. 15. októ-
ber 1858, d. 13. mars 1937. Systk-
ini Guðríðar voru Haraldur, f. 21.
október 1917, d. 20. september
1999, Ari, f. 25. október 1925, d.
11. desember 1992, Erla Hjördís,
f. 17. september 1927, d. 16. nóv-
ember 1983, og Sverrir Magnús,
f. 6. september 1929, d. 28. febr-
úar 2002.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
ríðar er Rafn Kristjánsson, pípu-
lagningameistari og síðar banka-
starfsmaður. Þau gengu í
hjónaband 11. mars 1944. For-
eldrar Rafns voru Ingibjörg
Ólafía Ólafsdóttir, f. 17.apríl
1894 á Ketilseyri í Dýrafirði, d.
14. október 1972 og Kristján
Matthías Rögnvaldsson, f. 25.
júní 1888 að Svarfhóli í Álfta-
firði, d. 14. júní 1984.
Guðríður og Rafn eignuðust
sex börn. 1) Magnús, f. 29. júní
1946, d. 21. desember sama ár. 2)
Ingibjörg, bankamaður í Reykja-
vík, f. 23. júlí 1948. 3) Magnús,
sagnfræðingur á Bakka í Bjarn-
arfirði, f. 9. ágúst 1950, maki
hans er Arnlín Þ. Óladóttir skóg-
fræðingur, f. 2. júlí 1953. Þau
eiga tvö börn: a) Hrönn, f. 17.
mars 1978 og b) Bjarki, f. 2. júní
1979. Dóttir Arnlínar er Lísa
Ólafsdóttir, f. 27.
september 1973,
hún á tvo syni. 4)
Sigríður, skrif-
stofumaður í Mos-
fellsbæ, f. 15. mars
1953, maki hennar
er Rafn Jónsson
flugstjóri, f. 28.
mars 1952. Þau
eiga fjögur börn: a)
Soffía Fransiska, f.
4. nóvember 1975,
sambýlismaður
hennar er Pelle
Hede. b) Eiríkur
Rafn, f. 5. ágúst 1978, sambýlis-
kona hans er Karólína Gunn-
arsdóttir. c) Hildur, f. 9. mars
1981. d) Þórdís, f. 9. mars 1981.
Sambýlismaður Þórdísar er Heið-
ar Bragi Hannesson. Þau eiga
einn son. Dóttir Sigríðar er Ölr-
ún Marðardóttir, f. 5. maí 1971,
maki hennar er Helgi Skúli
Helgason. Þau eiga þrjú börn. 5)
Auður Sveinborg, skrif-
stofumaður í Aberdeen Skot-
landi, f. 18. apríl 1955, maki
hennar er James Bett fyrrver-
andi atvinnumaður í knatt-
spyrnu, f. 25. nóvember 1959.
Þau eiga þrjá syni: a) Baldur, f.
12. apríl 1980. b) Calum Þór f. 3.
október 1981. c) Brynjar Lee, f.
25. október 1983. 6) Hjördís, bók-
ari í Hafnarfirði, f. 4. september
1960. Maki hennar var Einar
Bogi Sigurðsson, f. 28. júlí 1959
(þau skildu). Börn þeirra: a)
Ágúst Rafn, f. 28. júlí 1983, sam-
býliskona hans er Unnur Berg-
mann Steindórsdóttir. Þau eiga
einn son og Ágúst á áður annan
son. b) Matthías, f. 18. ágúst
1989. c) Erna f. 7. apríl 1993.
Guðríður bjó alla tíð í Reykja-
vík. Að loknu gagnfræðaprófi úr
Ingimarsskólanum starfaði hún
hjá Víkingsprenti og fylgdist eft-
ir það alla tíð grannt með ís-
lenskri bókaútgáfu. Síðan helg-
aði hún sig heimili og börnum.
Guðríður og Rafn bjuggu fyrst í
Nóatúni 19 þar sem börn þeirra
ólust upp en síðar bjuggu þau á
Laugarnesvegi 96.
Útför Guðríðar verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin kl. 13.
Daginn sem ég gekk í fyrsta sinn
inn á heimili Guðríðar Eiríku Gísla-
dóttur eða Buddu, eins og fjöl-
skylda og vinir kölluðu hana, fyrir
um 35 árum, var mér tekið opnum
örmum sem einum úr fjölskyldunni
og alla tíð naut ég góðvildar henn-
ar og hjálpsemi. Budda var af
gamla skólanum; allan sinn búskap
varði hún lífi sínu í að hlúa að og
hugsa um börn og bú og reyndist
hún börnum sínum og þeirra fólki
stoð og stytta þangað til heilsan
brast. Á heimili hennar kynntist ég
fjalltraustri fjölskyldu sem var
samhent og virti mikilvægi fjöl-
skyldutengslanna. Ég hef aldrei
kynnst jafn einhuga og samstíga
hjónum og Buddu og Rabba. Líf
þeirra var samtvinnað allt frá ung-
lingsárum og í rúmlega 63 ára
hjónabandi bar aldrei skugga á
samband þeirra. Mörg hjónabönd
hefðu efalaust brostið við frum-
burðarmissi, heilsubrest og félítið
heimili í áratugi en þeirra samband
var byggt á bjargi sem ekkert gat
brotið. Auður þeirra hjóna fólst í
fimm börnum þeirra sem komust á
legg og þau lögðu mikla rækt við
þann auð sinn. Þau nutu þess sem
þau höfðu og gerðu ekki miklar
kröfur til annarra né samfélagsins í
heild.
Budda var alltaf boðin og búin til
að létta undir með fjölskyldum
barna sinna með því að vera til
staðar þegar á þurfti að halda. Í
hæglæti sínu og hógværð ávann
hún sér traust, ást og væntum-
þykju tengdabarna og barnabarna
sem sakna hennar sárt nú, en eru
um leið þakklát fyrir að hún skuli
loks hafa fengið hvíldina lang-
þráðu.
Á ævikvöldi sínu dvaldi Budda á
hjúkrunarheimlinu Skógarbæ. Þar
naut hún einstakrar umhyggju
starfsfólksins sem aldrei verður
fullþökkuð né gleymd. Síðustu tæp
tvö árin hefur Rabbi dvalið þar hjá
henni við sama öryggi og hlýju og
hefur það verið mikils virði fyrir
þau hjón að njóta samvista til ævi-
loka Buddu. Þegar þau höfðu ekki
hvort annað var myndin ekki full-
gerð, því hafi hjón einhvern tímann
verið eitt, þá voru þau það. En nú
skiljast leiðir um sinn en ég er viss
um að þegar Rabbi vitjar Buddu
aftur mun hún taka á móti honum í
eilífðinni með nýbakaðar randalín-
ur og sjóðandi heitt kaffi. Rabbi og
afkomendur og vinir þeirra hjóna
hafa alla mína samúð.
Rafn Jónsson.
Nú þegar við kveðjum ömmu
okkar rifjast upp margar skemmti-
legar minningar.
Það var alltaf gott að koma til
hennar og afa á Laugarnesveginn,
þar ríkti þægilegt og barnvænt
andrúmsloft. Amma var húsmóðir
af Guðs náð og var ein af þeim kon-
um sem aldrei féll verk úr hendi.
Alltaf voru til nýjar jólakökur,
pönnsur, kleinur eða randalínur,
sem boðið var upp á með kaffinu
þegar gesti bar að garði. Fyrir
okkur barnabörnin var alltaf til
kókómjólk með góðgætinu.
Amma og afi voru einstaklega
samrýmd hjón, hann sinnti sinni
vinnu, hún heimili og börnum og
seinna barnabörnum. Í frítímum
var fjölskyldan í fyrirrúmi. Oft var
líf og fjör á Laugarnesveginum, því
barnabörnin voru velkomin hvenær
Guðríður Eiríka
Gísladóttir
✝
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
ÁSLAUG BOUCHER ÞÓRARINSDÓTTIR,
Tjarnargötu 41,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
26. mars síðastliðinn.
Sálumessa verður sungin fyrir hana mánudaginn
2. apríl kl. 11.30 í Kristskirkju, Landakoti.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Kaþólsku kirkj-
unnar á Íslandi, kt. 680169-4629, reiknnr. 513-14-370500.
Alice Kristín Estcourt Boucher,
Peter Alan Estcourt Boucher,
Kristófer Estcourt Boucher,
Katherine Estcourt Chandler
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Ásbjarnarstöðum,
verður jarðsungin frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi
miðvikudaginn 4. apríl kl. 14.00.
Þórdís Guðjónsdóttir, Loftur Sveinn Guðjónsson,
Sigríður Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir,
Steinunn Guðjónsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir,
tengdabörn, ömmubörn
og langömmubörn.
Minningarkort
588 9390
www.throskahjalp.is