Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞRÍR ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæð- inu á laugardagskvöld og í fyrri- nótt. Tveir voru stöðvaðir í mið- borginni, fyrst kona á sextugsaldri en hún var tekin skömmu fyrir mið- nætti og klukkan að ganga þrjú var karlmaður á fertugsaldri stöðvaður fyrir sömu sakir. Þriðji ökumað- urinn var svo tekinn í Kópavogi um fimmleytið en sá er karlmaður á fimmtugsaldri. Hinn sami má líka búast við sekt fyrir hraðakstur. Til viðbótar stöðvaði lögreglan ungan ökumann sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Sá er 16 ára og vantar enn nokkra mánuði upp á að fá bíl- próf. Átján umferðaróhöpp voru til- kynnt lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu á síðasta sólarhring, nær öll minniháttar. Teknir fyrir ölvunarakstur í miðbænum VINNUSLYS varð um borð í flutn- ingaskipinu Kársnesi í Hafnarfjarð- arhöfn, þegar maður féll af gámi sem verið var að hífa á skipinu. Til- kynnt var um slysið um kl. 18 á laugardagskvöld. Að sögn lögreglu stóð maðurinn ofan á gámnum og þegar byrjað var að hífa hann upp kom slinkur á gáminn. Maðurinn missti jafnvægið og féll 2,8 metra niður á skipsgólfið Hann kenndi sér eymsla í báðum handleggjum, hægri fótlegg og andliti og var fluttur á slysadeild en hann var með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu. Féll nærri 3 metra í skipi Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÞEKKINGARMIÐSTÖÐ sem þjónar blindum og sjónskertum námsmönnum á öllum skólastigum þarf að komast á laggirnar hér á landi sem allra fyrst. Þetta segir Halldór Sævar Guðbergsson, for- maður Blindrafélagsins. Hann bindur vonir við að nýstofnaður framkvæmdahópur á vegum menntamálaráðuneytisins geti unnið hratt, en um 130 börn á aldrinum 0-18 ára hafa 30% sjón eða minna en það. Halldór segir stöðu mála hér á landi alvarlega og mikið skorti á að námsskilyrði blindra barna og unglinga séu full- nægjandi. Halldór heimsótti nýlega Má Gunnarsson, sex ára blindan dreng og fjölskyldu hans, sem nú eru bú- sett í Lúxemborg. Þangað fluttist fjölskyldan svo Már litli gæti notið fullnægjandi kennslu. Í Lúxemborg kynnti Halldór sér þekkingarmiðstöð sem þar hefur verið komið á laggirnar og leist mjög vel á. Hann segir oft erfitt fyrir Íslendinga að bera sig saman við það sem gerist í útlöndum enda séum við fámenn þjóð. Í Lúxem- borg búi um 450.000 manns en þrátt fyrir það sé mjög góð þjón- usta veitt í þekkingarmiðstöðinni við 93 börn sem þurfa á henni að halda. Íslendingar ættu að geta fylgt í þessi fótspor. Nemendurnir öðlist sjálfstæði Starf þekkingarmiðstöðvarinnar sé byggt þannig upp að hverjum og einum nemanda sé veitt þjón- usta í sínum skóla allt frá einum og upp í tuttugu tíma á viku, eftir getu einstaklinganna. Í þekking- armiðstöðinni vinni saman teymi sálfræðinga, sjónþjálfa, umferlis- kennara, kennara og annars fag- fólks. „Lykilsetning hjá þeim er að þau reyni að gera sig óþörf, að nemendurnir verði það sjálfstæðir að tímunum sé smátt og smátt fækkað. Það er mælikvarðinn á gæði þjónustunnar,“ segir Halldór. Már hóf skólagöngu í Lúxemborg í haust en hann fær 20 tíma kennslu í blindraletri á viku. Már kunni ekkert í letrinu þegar hann hóf námið, enda hafði hann ekki fengið kennslu í því á Íslandi. „Það var virkilega gaman að sjá hvað Má hefur farið mikið fram á stuttum tíma. Hann er alveg á fleygiferð með að læra blindraletur og annað en slíka kennslu fékk hann ekki á Íslandi. Ég skil núna svo vel, eftir að hafa heimsótt foreldrana og hann sjálfan, að þau hafi tekið þessa ákvörðun eftir að þau voru búin að skoða aðstæðurnar úti,“ segir Halldór. Hann viti nokkur dæmi þess að fólk hafi flust úr landi með blind börn sín svo þau geti notið betri kennslu en hluti þess hóps vilji gjarnan snúa aftur verði gerð bragarbót á kennslu- málunum hér. Eitt af því sem vakti athygli Halldórs í þekkingarmiðstöðinni í Lúxemborg er að þar vinna saman á sama stað kennararnir og þeir sem búa til námsefnið. „Það voru sex starfsmenn í að búa til og að- laga námsefni fyrir blinda og sjón- skerta.“ Á Íslandi sjái Blindra- bókasafnið um að útbúa námsefni á blindraletri og stækkuðu letri og einn til tveir starfsmenn safnsins sinni því. „Þetta sannaði fyrir mér að það er hægt að byggja upp öfluga og góða þjónustu þó að við séum fá- menn. Ég er enn sannfærðari um að þekkingarmiðstöð er það sem við þurfum.“ Fagþekking fljót að tapast Spurður um hvers vegna slíkri miðstöð hafi ekki verið komið á fót nú þegar segir Halldór að senni- lega skýri það margir samverkandi þættir. Árið 2004 hafi komið út skýrsla á vegum menntamálaráðu- neytisins þar sem fram hafi komið að stofna ætti þekkingarmiðstöð. „Síðan hefur ósköp lítið gerst og þjónustan hefur versnað,“ segir Halldór. Blindradeild Álftamýrar- skóla, þar sem blind og sjónskert börn fengu menntun, var lögð nið- ur árið 2004 og ekkert hefur komið í staðinn. „Það sem gerist er að fagþekkingin glutrast niður á mjög skömmum tíma,“ segir Halldór. Hann bætir við að Blindrafélagið og Blindravinafélagið hafi óskað eftir samstarfi við Kennaraháskóla Íslands um stofnun sjóðs sem eigi að mennta kennara og annað fag- fólk. „Við erum að vinna að stofn- un sjóðsins sem verður innan tíðar en stofnframlagið er 20 milljónir króna.“ Blindrafélagið hafi mestar áhyggjur af þeim hópi barna sem sjá 10% eða minna. „Við viljum að sjálfsögðu að öllum þessum börn- um sé sinnt og þau fái aðgang að öllum hjálpartækjum og kennslu og fái námsefni á því formi sem hentar þeim.“ Halldór segist vonast til þess að þekkingarmiðstöð komist á fót hér innan skamms tíma. „Það má ekki bíða í mörg ár meðan menn rífast um það hver á að borga og hver á að veita þjónustuna. Það verður einhver að taka af skarið og menntamálaráðherra hefur gert það með stofnun framkvæmda- hópsins.“ Þarf þekkingarmiðstöð Formaður Blindrafélagsins kynnti sér starf þekkingarmiðstöðvar í Lúxemborg þar sem öflug þjónusta við blinda er veitt í 450 þúsund manna samfélagi Blindrastafir Halldór Sævar og Már, sex ára, bera saman stafina sína. NOKKUR erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Margar kvartanir bár- ust vegna hávaða í heimahúsum og ekki fóru öll samkvæmin vel fram. Ástandið í miðborginni var hins vegar skárra en oft áður en þar voru ekki mjög margir á ferli. Að sögn lögreglu var samt eitt- hvað um pústra og einn gestur skemmtistaðar fór nefbrotinn heim. Þá sló 18 ára piltur tvo lög- reglumenn í andlitið og var hand- tekinn á staðnum. Erilsamt hjá lögreglunni Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „HANN tók bláa flugu – bláa drottningu!“ kallaði Kristinn H. Þorsteinsson til félaganna sem voru að veiða með honum á Bökkunum við Vatnamótin í Skaftá í gærmorg- un, þegar hann setti í fyrsta fiskinn. Klukkan var rétt rúmlega níu og þetta var fyrsti sjóbirtingur morg- unsins, á fyrsta stangveiðidegi árs- ins. „Þetta er ekkert aprílgabb,“ sagði Kristinn þegar hann landaði átta punda fiski fimmtán mínútum síðar. Veðrið lék við veiðimenn sem tóku að egna fyrir birtinginn í Vest- ur-Skaftafellssýslu í gærmorgun; hægur suðvestanandvari, hlýtt og bjart í kjölfar regnvotrar nætur. Veiðimönnum sem óðu langt út á vatnasvæði Vatnamótanna, og leit- uðu að fiski í skilum ferskvatns og jökulvatns, gekk vel. Á fyrstu tveimur tímunum settu þeir í og lönduðu hátt í tug birtinga. Þegar heilsað var upp á veiði- menn í Tungulæk, vestan við Skaftá, voru allir með kengbognar stangir við veiðistaðinn Holuna, næst jökulánni. Þeir voru búnir að landa á þriðja tug fiska fyrir há- degi. Mikið af geldfiski á bilinu 45 til 50 cm en inn á milli voru langir niðurgöngufiskar, allt að 80 cm. Jó- hannes Sturlaugsson fiskifræð- ingur var veiðimönnunum til að- stoðar og skráði aflann. Hann leitaði einnig að einhverjum þeirra 200 birtinga sem hann merkti í Tungulæk í vor. Einn var kominn í leitirnar. Þórarinn Kristinsson, eigandi lækjarins, var ánægður með morg- uninn en bjóst við örum tökum að nýju undir kvöld. Og það gekk eftir, í gærkvöldi voru 89 komnir á land. Nokkru vestar, í Tungufljóti í Skaftártungum, veiddu Valgarður Ragnarsson og félagar hans 15 birt- inga í gærmorgun. „Aðstæðurnar hafa verið erfiðar, það er mjög mik- ið vatn og skolað,“ sagði Valgarður þar sem hann kastaði flugunni á Fitjarbakka. Hann bætti við að fisk- arnir hefðu verið smærri en síðustu tvö ár, mikið um sex pund. Veiðimenn sem opnuðu Minni- vallalæk í Landsveit í gærmorgun veiddu 12 urriða, alla í Stöðvarhyl. Seinnipartinn tóku Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og tveir fé- lagar hans við, þeir voru fljótlega komnir með átta, einnig úr Stöðv- arhyl. „Við vorum allir með fisk á í einu áðan, en svo datt takan niður,“ sagði Jónmundur. Víða voru vatnavextir og skolað vatn að gera veiðimönnum erfitt fyrir. Erfitt var um vik í Geirlandsá og í Varmá/Þorleifslæk, þótt ein- hverjir fiskar hafi veiðst þar. Þá var Sogið skolað. Á Vesturlandi voru Hítará og Grímsá óveiðandi og meira að segja Hraunsfjörður var skolaður. Hins vegar var góð veiði í opnun Litluár í Kelduhverfi, sjö birtingar komu þar á land í blíðunni í gærmorgun. Áttatíu og níu úr Tungulæk Morgunblaðið/Einar Falur Sá fyrsti Hjalti Magnússon snarar fyrsta birtingi dagsins á land í Vatnamótunum, fyrir Kristin H. Þorsteinsson. STANGVEIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.