Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 17
|mánudagur|2. 4. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Skólavefurinn hefur útbúið tíu
mismunandi undirbúnings-
námskeið fyrir nemendur í 10.
bekk. » 19
menntun
Í kommóðunni á heimilinu er
sparnaður heimilisins, öryggi
og velferð. Skúffurnar geta ver-
ið mismargar. » 18
fjármál
Morgunblaðið/ÞÖK
Kelirófur Kötturinn Alexander er af tegundinni „oriental-shorthair“ á
meðan Ísleifur tilheyrir tegund sem kallast „british-shorthair“.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Hann Alexander okkar ernú ekki beinlínis þekkt-ur fyrir fegurð greyið,en við kolféllum bara
fyrir honum vegna þess að hann er
svo mikil kelirófa. Ég hafði verið í
heimsókn hjá vinkonu minni sem
ræktar oriental-ketti og tók eftir
þessum kettlingi þar vegna þess hve
ljúfur og afslappaður hann var.
Hann sofnaði og kúrði sig upp við
alla sem komu og var svo vingjarn-
legur. Ég hugsaði með mér að þetta
væri rétta kisan fyrir litlu dóttur
mína, hana Þóru Dís, sem var rétt
orðin tveggja ára þarna og svolítið
lítil í sér og feimin.
Fyrst gekk sambúðin brösuglega
og henni leist ekkert á þennan kisa,
sem mjálmaði svo skrækt og
skringilega. En svo smullu þau allt í
einu saman og urðu óaðskiljanleg.
Hún tók Alex, eins og við köllum
hann, með sér í alla leiki. Hann hafði
unun af því að vera með henni og
naut sín vel í dúkkuvagninum henn-
ar. Eftir þetta varð Þóra Dís mun
öruggari með sig og vil ég meina að
það sé kisu að þakka,“ segir Guð-
munda Björk Matthíasdóttir í sam-
tali við Daglegt líf.
Ólíkir og einkar samrýndir
Alexander fluttist nýfæddur inn á
hafnfirska heimilið í febrúar 2005 og
hálfu ári síðar bættist Ísleifur í fjöl-
skylduna, einfaldlega vegna þess að
hann var svo sætur, en auk þess var
hann hugsaður sem félagsskapur
fyrir Alex. Högnarnir tveir eru mjög
ólíkir í útliti enda hvor af sinni teg-
undinni, en að sögn húsmóðurinnar
eru þessir tveir „fóstursynir“ Þóru
Dísar, sem nú er fjögurra ára,
einkar samrýndir og finnst gaman
að leika sér saman. „Ísleifur er mjög
skemmtilegur, en er ekki eins mikið
fyrir að vera í „mömmó“ og Alex.
Hann er meira fyrir að vera með
fullorðna fólkinu. Ísleifur er mikil
prímadonna og lætur Alex gjarnan
þrífa sig hátt og lágt og dekra við
sig,“ segir Guðmunda.
Fiskur til hátíðarbrigða
Litla fjölskyldan keypti kisurnar
sínar af íslenskum kattaræktendum.
„Við borguðum fimmtíu þúsund
krónur fyrir stykkið og sjáum svo
sannarlega ekki eftir því enda veita
þeir okkur góðan félagsskap og eru
mikið krydd í tilveruna. Þeir komu
með nöfnum og ættarbók til okkar
og við höfum svo alið þá upp sem
inniketti. Þeim er ekkert vel við að
vera úti þótt við sitjum úti í garði.
Þeir fá venjulega bara þurrfóður og
vatn í matinn, en stöku sinnum fisk
til hátíðarbrigða. Þeir eru hins veg-
ar ekkert fyrir blautfóður og þaðan
af síður vilja þeir kattanammi, sem
við höfum reynt að gleðja þá með.
Ég mæli eindregið með gælu-
dýrahaldi ef börn eru á heimilinu því
þau læra svo margt á því að um-
gangast svona dýr,“ segir heim-
ilisfaðirinn Garðar Eyjólfsson.
Sautján tegundir á Íslandi
Skábræðurnir Alexander og Ís-
leifur voru í góðum félagsskap á
sýningu Kynjakatta fyrir skömmu,
en félagið heldur reglulega tvær
sýningar á ári, á vorin og haustin.
Guðmunda Björk er gjaldkeri í
stjórn félagsins, en Kynjakettir er
félag kattaræktenda, kattaeigenda
og áhugafólks um ketti.
Félagið var stofnað vorið 1990 og
eru félagsmenn nú um tvö hundruð
talsins.
Eitt helsta markmið Kynjakatta
er að stuðla að kattarækt hérlendis
með hag kattanna að leiðarljósi og
stuðla að jákvæðu viðhorfi til katta
og kattahalds. Kynjakettir sjá um
ættbókarskráningu hreinræktaðra
katta, halda sýningar og gefa út
fréttablað tvisvar á ári, fé-
lagsmönnum til fróðleiks og
skemmtunar. Yfir þrjátíu kattateg-
undir eru viðurkenndar af Fife,
móðurfélagi Kynjakatta, en á Ís-
landi eru til sautján kattategundir.
Með skaplyndi ljúflings
Báðar eru kisurnar svartar að lit.
Alexander er af tegund sem
nefnist „Oriental-shorthair“, sem
sameinar glæsileika tígursins og
skaplyndi mestu ljúflinga, að sögn
Guðmundu. Hann er langur,
háfættur og grannvaxinn með langt
og mjótt skott og langan og grannan
háls. Höfuðið er þríhyrningslaga,
trýnið langt og mjókkar fram, eyrun
stór og sitja neðarlega á höfðinu.
Augun eru í meðallagi stór, skásett,
möndlulaga og skærgræn.
Oriental-kötturinn er, eins og
síamskötturinn, hávær og krefst
mikils félagsskapar við eigendur
sína og aðra ketti. Þeir halda lengi
leikgleði kettlings og allir eigendur
svona katta geta örugglega staðfest
að ef eitthvað fer í taugarnar á
oriental, þá eru það lokaðar dyr.
Saga oriental-katta er stutt miðað
við sögu margra annarra kattateg-
unda. Þeir hafa ekki neinar þjóðsög-
ur eða ævintýri sem vitna um upp-
runann. Þeir lifa hvergi í trúar-
legum tröllasögum og engar sögur
eru frá framandi löndum til að
styðja við getgátur um uppruna.
Oriental-kötturinn er næstum því án
sögu, en bara næstum því, því hann
er ein af fáum tegundum sem vitað
er nákvæmlega hvernig urðu til.
Breskir áhugamenn munu hafa par-
að heillita ketti og þá helst Russian
Blue vegna vaxtarlags hans við sí-
amsketti til að ná fram grönnu vaxt-
arlagi, sem þeim þótti eftirsókn-
arvert.
Þolinmóður og sjálfsöruggur
Hin kisan á heimilinu er af teg-
undinni British-shorthair. Sú teg-
und er sögð mjög kelin og eltir eig-
anda sinn frá einu herbergi til
annars. Skapgerðin er einstök og
brosið hrífandi. Hann er afar þol-
inmóður, sjálfsöruggur og semur vel
við börn og önnur gæludýr á heim-
ilinu. Hann er mátulega fjörugur og
lagar sig að hvers kyns heimilis-
aðstæðum. Breski stutthærði kött-
urinn þroskast seint og nær ekki
fullri stærð eða andlegum þroska
fyrr en eftir þriggja ára aldur.
Saga þessarar tegundar nær aftur
í aldir, en í ræktunarmarkmiðum
segir að hann eigi að vera með stutt-
an búk, sterklegur og samsvara sér
vel. Brjóstkassinn er breiður, lapp-
irnar stuttar og skottið þykkt og
stutt. Höfuð kringlótt og augun vel
opin og rafgul. Feldurinn er svo
snöggur, þéttur og silkimjúkur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölskyldan Hjónin Guðmunda Björk Matthíasdóttir og Garðar Eyjólfsson ásamt dótturinni Þóru Dís og kisunum
sínum sem má segja að séu hálfgerðir „skábræður“ og bera nöfnin Alexander og Ísleifur.
Einn er langur
og mjór, annar
feitur með
flatan haus
TENGLAR
.....................................................
www.kynjakettir.is
www.fifeweb.org
» Ísleifur er mikil
prímadonna og
lætur Alex gjarnan þrífa
sig hátt og lágt og
dekra við sig.