Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÆGT verður að hefja framkvæmdir við ál- tæknigarð í Þorlákshöfn á næsta ári, en í því mun m.a. felast bygging 60.000 tonna álvers, sem stækkað yrði í áföngum uns 270.000 tonna fram- leiðslugetu á ári yrði náð. Unnið hefur verið að hönnun áltæknigarðsins undanfarin tvö ár, en verkefnið var fyrst kynnt opinberlega á málþingi um framtíð Suðurlands á Selfossi síðastliðinn föstudag. Fyrirtæki í áltæknigarðinum munu fyrst og fremst vera í fullvinnslu áls, en eins og áður segir er gert ráð fyrir byggingu álvers og mun stærð þess ráðast af orkuframboði. Álverinu er svo ætlað að sjá fullvinnslufyr- irtækjunum fyrir áli. Orkan notuð í héraði Í fréttatilkynningu frá Jóni Hjaltalín Magnússyni, verkfræðingi og einum að- standenda verkefnisins, kemur fram að í tengslum við byggingu áltæknigarðsins sé stefnt að uppbyggingu alþjóðlegrar náms- brautar á háskólastigi á sviði málmtækni á Selfossi. Er gert ráð fyrir því að rannsókn- artæki fyrirtækjanna í áltæknigarðinum muni nýtast fyrir þá kennslu og rannsóknir. Einnig muni starfsemi í áltæknigarðinum verða til þess að gerð stórskipahafnar í Þor- lákshöfn verði flýtt. Í fréttatilkynningunni segir að á mál- þinginu hafi greinilega komið fram hjá fundarmönnum að þeir vilji að orka á Suð- urlandi verði í framtíðinni fyrst og fremst notuð í héraði. Hafi margir fundarmanna sagt að þeir hafi beðið í fjörutíu ár eftir öfl- ugum orkunotanda á Suðurlandi eða síðan Búrfellsvirkjun hafi verið byggð. Að verkefninu eru sagðir standa innlend- ir og erlendir fjárfestar, þeirra á meðal stórfyrirtæki frá Kína og Japan auk banda- rískra og evrópskra aðila í áliðnaði. Álgarður rísi í Þor- lákshöfn Jón Hjaltalín Magnússon Stefnt að byggingu 60 þúsund tonna álvers GREINT var frá því í Morgunblaðinu í gær að notendum mbl.is gæfist tækifæri til þess að taka þátt í gagnvirku vefvarpsbloggi á vef Morgunblaðsins. Gagnvirknin var hins vegar ekki meiri en svo að um aprílgabb var að ræða. Mbl.is þakkar hins vegar fyrir jákvæð viðbrögð. Gagnvirkt aprílgabb ♦♦♦ ÞAÐ varð vorlegt í fjárhúsunum hjá Jónasi Jónassyni, bónda á Héðinshöfða, um helgina því þá fæddust fyrstu lömbin þegar ærin Snjóka bar tveimur hrútum sl. laugardag. Jónas hafði ekki átt von á fyrirmálslömbum, en þegar hann lét ómskoða ærnar í vetur kom í ljós að ærin var langt gengin. Þetta kom þægilega á óvart því alltaf er gaman að hafa líf í húsunum þegar fer að vora, en Jón- ast segist ekki áður hafa fengið lömb í mars í sínum búskap. Hrútar þessir eru frískir og eru þegar farnir að leika sér. Þeir hafa verið nefndir Kóngur og Prins enda má búast við því að þeir verið stórir og tignarlegir í haust. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fyrirmálshrútar á Héðinshöfða PÁLMI Haraldsson, fjárfestir og einn eigenda flugfélagsins Iceland Express, segir það fjarri öllum sanni að aðild sín og Jóhannesar Kristjánssonar að félaginu á sínum tíma hafi verið með þeim hætti sem fyrrverandi forsvarsmenn hafa lýst í fjölmiðlum í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins. Pálmi segir tilraunir stofnenda Iceland Express til að upphefja sjálfa sig á kostnað nýrra eigenda félagsins ekki taka nokkru tali og ljóst sé að fyrrverandi forsvars- menn hafi verið reynslulausir ein- staklingar í forstjóraleik án þess að hafa svo mikið sem lágmarkskunn- áttu í flugfélagarekstri. „Af hálfu stofnenda IE er ekki nema hálf sagan sögð,“ segir Pálmi. „Við borguðum 15 milljónir króna fyrir ákveðinn hluta af bréfunum í IE en þess er hins vegar í engu getið af hálfu þessara manna að sam- hliða jukum við hlutaféð í IE um 250 milljónir króna með beinhörðum peningum úr okk- ar eigin sjóðum. Við gerðum þetta vegna þess að þegar þarna var kom- ið sögu rambaði IE á barmi gjald- þrots og hefði ekki þraukað út vik- una. Ástandið var svo alvarlegt í félaginu að vörsluskattarnir voru í vanskilum upp á tugi milljóna kr. og voru greiddir með peningum okkar í hlutafjáraukningunni. En sjaldan launar kálfur ofeldi og ég fullyrði að ef við Jóhannes hefðum ekki komið til skjalanna hefðu fyrrverandi stjórnendur ÍE lent í fangelsi og tugir þúsunda Íslendinga tapað flugmiðum sínum, því IE lifði ein- göngu á fyrirframgreiddum tekj- um. Stjórnendur félagsins höfðu aldrei skotið nema örfáum krónum til hliðar í hlutafé. Félaginu blæddi óskaplega Vandamál IE á þessum tíma- punkti voru stóralvarleg og í þokka- bót voru stjórnendur félagsins í for- stjóraleik. Þeir voru alveg reynslulausir, höfðu ekki minnstu hugmynd um hvað þeir voru að gera. Þeir sköpuðu gífurlegt of- framboð á flugferðum sem gerði það að verkum að félaginu blæddi óskaplega. Og í upphafi ársins 2004 ráku þeir Jóhannes Georgsson, sem var sá eini í hópnum sem hafði vit á flugrekstri. Það sem gerði það að verkum að okkur Jóhannesi Krist- jánssyni tókst að snúa rekstrinum við var að okkur tókst að láta leigu- flugfélagið Astraeus taka aðra flug- vél IE umsvifalaust úr umferð og setja hana í verkefni í Asíu. Við minnkuðum flugframboð IE strax um 50% og tókst þannig að skrúfa niður hið geysilega tap sem var á fé- laginu. Okkur tókst að endursemja við alla birgja félagsins og lækka rekstrarkostnað IE um tugi millj- óna.“ Voru í forstjóraleik og án allrar reynslu í flugrekstri Pálmi Haraldsson Pálmi Haraldsson fjárfestir um fyrrverandi forsvarsmenn Iceland Express Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FYRSTU niðurstöður rannsókna vísindamanna frá Bretlandi og Kan- ada, sem byggðar eru á tilraunum með nýja meðferð við astma, eru taldar geta gefið mjög góða raun og bætt líðan fólks sem þjáist af astma. Rannsóknirnar leiddu í ljós að á heilu ári eftir meðferðina dró veru- lega úr einkennum astma hjá sjúk- lingum, þörf þeirra fyrir lyf minnk- aði verulega og astmaköstum fækkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í síð- ustu viku í vísindatímaritinu New England Journal of Medicine. Sigurður Þór Sigurðarson, sér- fræðingur í lungnalækningum, segir að um sé að ræða frumniðurstöður úr rannsókn. Þó að hún sé fremur lítil sé hún engu að síður mjög spennandi og þær niðurstöður sem nú liggja fyrir lofi mjög góðu. Sjúklingar þurfa að gangast undir berkjuspeglun í nokkur skipti þegar þessari meðferð er beitt en hún felst í að notaðar eru rafsegul- bylgjur til að hita berkjuvegginn í um það bil 65 gráður. Við það þynn- ast vöðvar og þroti í berkjuveggnum minnkar. „Þetta leiðir til þess að einkenni astmasjúklinga minnka og þeir nota minna af lyfjum. Þetta er alveg nýtt af nálinni og kemur því ekki í al- menna notkun alveg á næstunni en þessar frumniðurstöður virðast lofa mjög góðu. Þetta eru mjög spenn- andi rannsóknir,“ segir hann. „Þetta er frekar fyrir þá sem eru með meðalslæman eða slæman astma. Það er ekki mjög stór hópur hér á landi en fyrir þá getur þetta skipt verulegu máli. Ennþá er þetta á tilraunastigi en lofar góðu,“ bætir hann við. Í frásögn af rannsókninni kemur fram að 112 sjúklingar gengust þrisvar sinnum undir meðferðina með þriggja vikna millibili en með- ferðin stendur yfir í um klukkustund í hvert skipti. Haft er eftir Neil Thomson, prófessor í öndunarfæra- sjúkdómum við Gartnavel-sjúkra- húsið í Glasgow, að niðurstöðurnar staðfesti fyrri vitneskju og veki von- ir um að meðferðin verði tiltæk öll- um sjúklingum, sem fá astmaein- kenni þrátt fyrir lyfjanotkun. Betri líðan og minni lyfjaþörf  Vísindamenn kynna niðurstöður nýrrar meðferðar við astma sem lofar mjög góðu  Þörf sjúklinga fyrir lyf minnkaði verulega og astmaköstum fækkaði Í HNOTSKURN »Talið er að allt að 5% Ís-lendinga séu með astma. »Astmi er mun algengarihjá börnum en fullorðnum eða 18–28% eftir aldri skv. upplýsingum landlæknis. »Rannsóknum á nýrri með-ferð verður haldið áfram. Sigurður Þór Sigurðarson NÝ aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum var opnuð í gær á veg- um utanríkisráðuneytisins og hefur Eiður Guðnason tekið við starfi að- alræðismanns. Auk hans starfar staðarráðinn ritari á skrifstofunni. Skrifstofan er til húsa í svo- nefndri Fógetastofu í miðbæ Þórs- hafnar en húsið var byggt árið 1770. Húsið stendur alveg niðri við höfnina í miðbæ Þórshafnar. Um er að ræða 150 fermetra hús en þar af eru um 40 fermetrar undir súð. Í næsta nágrenni eru stjórnarbygg- ingar Færeyinga. Í tilefni dagsins var efnt til mót- töku í Norræna húsinu í Þórshöfn og síðan var opið hús á aðalræð- isskrifstofunni þar sem boðið var upp á veitingar, s.s. íslenskar klein- ur og pönnukökur. Opnað í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.