Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍFFRÉTTIR SPÁÐ er súld eða rigningu um sunnan- og vestanvert landið næstu dagana en bjartara veðri um norðan- og austanvert landið. Talsverður hiti miðað við árstíma verður næstu daga eða 10–15 gráður en spáð kólnandi eftir miðja vikuna og hugsanlega slyddu eða snjókomu áður en hlýnar aftur um páskahelgina. Mikið hefur rignt undanfarna daga, einkum um vestanvert landið og á Vestfjörðum. Þannig rigndi eins og hellt væri úr fötu á Vestfjörðum á laug- ardag og við þessa miklu úrkomu verða litlar ár eins og stórfljót, eins og myndin ber með sér. Vegurinn upp á Dynjandisheiði frá Flókalundi var við það að breytast í fjallalæk sem sjatnaði svo í þegar rigningunni slotaði. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er greiðfært víðast hvar um landið en þungatakmarkanir sumst staðar á vegum þar sem frost er að fara úr jörðu. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Miklir vatnavextir fyrir vestan MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fyrrver- andi aðstandendum flugfélagsins Iceland Express: „Undirritaðir eru furðu lostnir yf- ir þeim ummælum forstjóra Sam- keppniseftirlitsins að linnulaus und- irboð Icelandair gagnvart Iceland Express á árunum 2003 og 2004 hafi engin áhrif haft á eignarhald okkar í Iceland Express og því sé ekki við samkeppnisyfirvöld að sakast. Okkur sýnist forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins hafa takmarkaða þekk- ingu á þessu máli. Fram kemur í úr- skurði Samkeppniseftirlitsins að Icelandair hafi árin 2003 og 2004 selt gríðarlegt magn farmiða undir kostnaði í samkeppni við Iceland Express. Fyrir vikið drógust far- þegatekjur Icelandair saman um 3 milljarða króna árið 2003 og 2 millj- arða árið 2004. Allt var þetta gert til að koma Iceland Express á kné. Þess vegna og aðeins þess vegna misstu stofnendur Iceland Express eignarhald sitt á fyrirtækinu – vegna þeirra brota á samkeppnislögum sem nú hefur verið úrskurðað um. Aðgerðir hins markaðsráðandi fyrirtækis fældu fjárfesta frá Ice- land Express í stríðum straumum, en þeir hefðu vissulega getað lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar í samkeppninni við Icelandair. For- stjóri Samkeppniseftirlitsins sýnir af sér fádæma ósvífni þegar hann segir að í október 2004 hafi Iceland Express verið komið með „kjölfestu- fjárfesta“. Má af orðum hans ráða að þar með hafi fyrirtækið verið hólpið. Þessir „kjölfestufjárfestar“ voru menn sem biðu eins og hrægammar eftir því að Iceland Express væri komið að fótum fram vegna undir- boða Icelandair. Þá komu þeir og buðust til að taka við rekstrinum og borguðu 15 milljónir króna fyrir 89% hlut í fyrirtækinu. Þessir sömu menn voru stórir hluthafar og stjórnarmenn í Icelandair á þeim tíma sem fyrirtækið stóð í sem mest- um undirboðum gagnvart Iceland Express. Þeir nýttu sér þannig að- stöðu sína til að eignast keppinaut- inn fyrir smánarpeninga. Að kalla þetta „kjölfestufjárfesta“ eru örg- ustu öfugmæli. Þá eru undarleg þau ummæli for- stjóra Samkeppniseftirlitsins að gögn hafi ekki legið fyrir til að taka bráðabirgðaákvörðun til að stöðva undirboð Icelandair. Ef samkeppn- isyfirvöld telja sig þurfa margra ára undirbúningsvinnu til að geta tekið bráðabirgðaákvörðun hafa þau ann- an skilning á þessu úrræði en venju- legt fólk. Einnig má spyrja hvern það hefði skaðað að taka bráða- birgðaákvörðun? Varla Icelandair því þá hefði félagið verið neytt til að hækka fargjöld sín og þannig hefði dregið úr tapi þess. En bráðabirgða- ákvörðun hefði fyrst og fremst hjálpað Iceland Express og gert stofnendum þess kleift að halda áfram rekstri og eignarhaldi. Vegna getuleysis samkeppnisyfir- valda máttu eigendur Iceland Ex- press sætta sig við að tapa fyrirtæk- inu út úr höndum sér. Ábyrgð samkeppnisyfirvalda er algjör og væri forstjóra Samkeppniseftirlits- ins fremur sæmandi að biðja hlut- aðeigandi afsökunar á úrræðaleysi stofnunarinnar heldur en reiða fram hallærislegt og ótrúverðugt yfir- klór.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Aðal- steinn Magnússon hagfræðingur, Guðmundur Þór Guðmundsson lög- fræðingur, Ólafur Hauksson blaða- maður og Sigurður I. Halldórsson lögfræðingur. Undrast ummæli forstjóra Sam- keppniseftirlitsins MIKLAR breytingar verða á fyr- irkomulagi Kauphallar Íslands í dag, er nafn hennar breytist form- lega í OMX Nordic Exchange á Ís- landi og 25 skráð íslensk félög verða hluti af norrænu félögunum sem skráð eru á aðalmarkað Nor- dic Exchange. Sérstök athöfn verður í kaup- höllinni í dag þar sem Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra mun hringja viðskipti dagsins af stað kl. 10. Viðstaddur verður m.a. for- stjóri OMX Nordic Exchange, Finninn Jukka Ruuska, en nor- ræna kauphöllin samanstendur af dönskum, sænskum, finnskum og íslenskum félögum. Norska kaup- höllin er enn sem komið er ekki að- ili að OMX. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, ICEX-15, mun í dag breytast í OMXI15 og íslensk félög munu eiga möguleika á að fá skráningu í OMX Nordic 40 vísitöluna hinn 3. júlí nk. þegar næst verður valið í vísitöluna. Sú vísitala byggist á þeim félögum sem mest viðskipti eru með í Nordic Exchange. Af þessum 25 félögum skráðum hér eru níu flokkuð sem stór félög, þ.e. eru yfir 1 milljarði evra að markaðsvirði. Þetta eru Actavis, Bakkavör, Exista, FL Group, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn, OMX AB og Straumur-Burðarás. Meðalstór félög eru tíu talsins, með markaðsvirði upp á 150–1.000 milljónir evra, eða Alfesca, Atorka, Eimskipafélagið, Icelandic Group, Icelandair Group, Marel, Mosaic Fashions, Teymi, Tryggingamið- stöðin og Össur. Smærri félög inn- an OMX á Íslandi teljast sex, með minna en 150 milljón evra mark- aðsvirði. Þetta eru 365, Atlantic Petroleum, Flaga Group, Nýherji, Sláturfélag Suðurlands og Vinnslu- stöðin. HB Grandi og Hampiðjan verða eftir sem áður á First North- hlutabréfamarkaðnum innan OMX. Kauphöllin verður OMX Nordic Exchange Morgunblaðið/Kristinn Breyting Frá og með deginum í dag nefnist Kauphöll Íslands OMX Nordic Exchange á Íslandi, og verða 25 íslensk félög skráð á aðalmarkað OMX. Fjármálaráð- herra hringir bjöllum í dag ● KAUPÞING hefur áhuga á því að bjóða í breska fjárfestingabankann og verðbréfafyrirtækið Bridgewell Securities, að því er segir í frétt breska dagblaðsins The Independ- ent. Fram kemur í fréttinni að breski fjárfestingarbankinn hafi átt erfitt uppdráttar og í síðustu viku hafi hann greint frá því að nokkrir aðilar hafi sett sig í samband varðandi kaup og þar sé Kaupþing banki fremstur í flokki. Kaupþing orðað við breskan banka VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... Verslanakeðjur takast á ● SAMKEPPNI House of Fraser- og Debenhams-verslanakeðjanna í Bretlandi fer harðnandi, en HoF er að stórum hluta í eigu Baugs Group. Segir í frétt breska blaðsins Ob- server að HoF ætli að herða til muna sóknina gegn Debenhams, meðal annars með því að opna fjölda nýrra smárra verslana um landið allt. Debenhams hafði áður tilkynnt um opnun smárra verslana. Tchenguiz eltist við La Tasca ● FASTEIGNAJÖFURINN breski Ro- bert Tchenguiz heyr nú baráttu við Blackstone-fyrirtækið um veitinga- húsakeðjuna La Tasca. Dótturfélag Blackstone, Tragus, hækkaði fyrir skömmu yfirtökutilboð sitt úr 185 pensum í 192 pens á hlut, en Tchenguiz hafði í millitíðinni boðið hluthöfum La Tasca 188 pens á hlut. Kaupþing fjármagnar yfirtökutilboð Tchenguiz. GJALDÞROT sænska lággjaldaflug- félagsins FlyMe hefur vakið mikla at- hygli þar í landi og koma sífellt fleiri fletir á málinu í ljós. Eins og kunnugt er komu Pálmi Haraldsson og við- skiptafélagar hans að félaginu en yf- irgáfu það á haustdögum. Þá sló í brýnu á milli þeirra og Norðmannsins Christian Ager-Hansen sem varð til þess að Norðmaðurinn keypti hlut Pálma og félaga fyrir um 40 milljónir sænskra króna. Að öllu jöfnu hefðu þeir peningar átt að koma úr vasa þess er keypti en nýlega greindi Västnytt, svæðis- fréttastofa sænska ríkissjónvarpsins í Gautaborg og nágrenni, frá því að hluti þeirra fjármuna sem notaðir voru til þess að kaupa Pálma og félaga út úr FlyMe var tekinn beint úr sjóð- um félagsins. Talden Holdings Sama dag og Pálmi og félagar yf- irgáfu hóp eigenda FlyMe bættist breski kaupsýslumaðurinn John Ro- bert Porter í eigendahópinn og félag- ið keypti hlutabréf að andvirði 40 milljóna sænskra króna í River Don, félagi í hans eigu. Peningarnir fóru þó aldrei þangað en samkvæmt frétt Västnytt voru 40 milljónir sænskra króna greiddar af reikningi FlyMe inn á reikning lögmannsstofunnar Hamilton í Gautaborg þann dag. Það- an var helmingur fjárins færður inn á reikning Talden Holdings SA í gegn- um Kaupþing í Lúxemborg, sem hluti af greiðslu fyrir hluti Pálma og félaga í FlyMe en eigandi Talden er einmitt Pálmi Haraldsson. Í samtali við Väst- nytt staðfestir hann að greiðslan fyrir hlutafé hans hafi borist gegnum Kaupþing í Lúxemborg en hann vill ekki velta vöngum yfir hvaðan féð kom. Skv. fréttinni ber hann þó ekki mikið traust til Ager-Hansen. Þess ber að geta að einn eigenda að áðurnefndri lögmannsstofu er Staffan Edh, einn stjórnarmanna í FlyMe og viðskiptafélagi og vinur Ager-Hansen til margra ára. FlyMe keypt fyrir fé FlyMe Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sænskt félag Pálmi Haraldsson og viðskiptafélagar hans áttu í sænska flugfélaginu FlyMe þar til í fyrrahaust, þegar þeir seldu hluti sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.