Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 37 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / ÁLFABAKKA HOT FUZZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára HOT FUZZ VIP kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali VIP kl. 3:40 - 5:50 WILD HOGS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára 300 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára SMOKIN' ACES kl. 10:30 B.i.16.ára MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 3.40 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ / KRINGLUNNI ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL 3D WILD HOGS kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 5:50 LEYFÐ STÆRSTA GRÍNMYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Á ÞESSU ÁRI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee V.J.V. eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS eeee VJV, TOPP5.IS eee VJV, TOPP5.ISSÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI RENÉE ZELLWEGER VAR TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI. SANNSÖGULEG MYND UM BEATRIX POTTER, EINN ÁST- SÆLASTA BARNABÓKA- HÖFUND BRETA FYRR OG SÍÐAR „HREIN UNUN FRÁ BYRJUN TIL ENDA“ eeee SUNDAY MIRROR eee L.I.B. - TOPP5.IS SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ Ef skipuleggja á óvissuferð verður að vera vissa fyrir því að áfangastaðir, veitingar, aðstaða og afþreying í ferðinni sé pottþétt og skilji eftir ánægjulegar endurminningar eftir að ferðinni lýkur. Við bjóðum ferðalöngum ● Glæsileg húsakynni. ● Metnaðarfulla matargerð. ● Hrífandi sýningu - Tónmilda Ísland, íslensk tónlist og náttúra í aðalhlutverkum. ● Náttúrulegt umhverfi og einstakt útsýni. ● Skemmtilega leiki - Leikjastétt og 18 holu mini-golfvöllur. ● Frábært Karaoke - topp græjur - 2.000 lög. ● Einstakar ljósmyndir af náttúru Íslands. ● Mátulegar gönguferðir. ● Heita potta, góða skiptiklefa og sturtuaðstöðu. ● Forvitnilegt vinyl-plötusafn. ● Að kasta kveðju á skessuna. ● Upplýsta Tröllafossa. Að kvöldi dags, þegar allri óvissu hefur verið eytt, er haldið heim. Reykjavík - Fossatún 88 km eða um 1 klst. akstur. Beygt er út af þjóðvegi 1 áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni inn á veg nr. 50 - Borgarfjarðarbraut, sem liggur að Hvanneyri, Reykholti og Húsafelli. Fossatún er í um 18 km fjarlægð eftir að beygt er og blasir við þegar farið er yfir brúna á Grímsá. Nánari upplýsingar í s. 433 5800 - www.steinsnar.is - www.fossatun.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SHOGUN, rokksveit af höfuðborg- arsvæðinu, er sigurvegari Músíktil- rauna 2007. Tónlist sveitarinnar er níðþungt rokk, en slíkt átti síðast upp á pallborðið á Músíktilraunum 2001, þegar mulningsrokksveitin Andlát sigraði. Undanfarin misseri hefur verið nokkur uppgangur í öfga- kenndu rokki og árangur Shogun er til marks um þá þróun. Það tók nokkurn tíma að jafna sig eftir spilamennsku Shogun-liða. Upp- lifunin var líkust því að vera fastur í hríðarbyl, eða þá inni í þotuhreyfli. Shogun var geysiþétt á úrslitakvöld- inu, og meðlimir sem einn maður. Ástríðan skein úr hverjum tón og hreyfðist sveitin til á sviðinu eins og hún væri að flytja okkur nútímadans- verk. Við lok þriðja lagsins var maður hálfvankaður, líkt og eftir duglegt kjaftshögg. Kynnir kvöldsins, Ólafur Páll Gunnarsson, hitti naglann kirfi- lega á höfuðið þegar hann sagði að hægt væri að nýta orkuna úr Shogun til að knýja eitt ef ekki tvö álver. Öskrað „Við vorum algerlega búnir að af- skrifa þetta,“ segir Guðmundur Rún- ar Guðmundsson gítarleikari, sýni- lega hissa, þegar blaðamaður ræðir við hann u.þ.b. einni mínútu eftir að Shogun kláraði að spila sitt aukalag sem sigursveit. Guðmundur er reynd- ar í hálfgerðu sjokki. „Við áttum alls ekki von á þessu,“ segir hann og undir það tekur Jóakim Snær Sigurðarson bassaleikari. Spjall þetta á sér stað í hlið- arherbergi aftan við sviðið í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og aðrir meðlimir uppteknir við að róta eða þá að faðma vini, aðdáendur og vandamenn. Þetta eru þeir Andri Freyr Þorgeirsson, hinn litríki trym- bill, Vernharður Tage gítarleikari (sem sportaði forláta Sigur Rósar- bol) og söngvarinn stæðilegi sem heitir Axel Lúðvíksson. Axel, sem öskraði eins og líf hans lægi við, er merkilegt nokk að leysa söngvara sveitarinnar af en sá er staddur er- lendis. Hann heitir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og er leikmaður með meistaraflokki Fylkis í knattspyrnu! Tónlist Shogun er tilraunakennt og framþróað harðkjarnarokk. Stílteg- undum ægir saman og heyra mátti svíametal (At the Gates), grindcore, metalcore, dauðarokk og tilrauna- skotinn harðkjarna að hætti Con- verge, allt í sama laginu (áhrifin frá Converge báru meðlimir bókstaflega utan á sér. Axel söngvari er með húð- flúr á handleggnum, henni til heið- urs). „Já, við erum markmiðsbundið að hræra þessu öllu saman,“ segir Guð- mundur. „Við leggjum metnað í það að búa til eitthvað nýtt og vera skap- andi.“ Mikilvægar Músíktilraunir Shogun hefur verið til í núverandi mynd í um mánuð. Þeir félagar eru á því að Músíktilraunir hafi gert sitt- hvað í að koma þeim almennilega í gírinn. „Þetta gefur manni spark í rassinn hvað æfingar og lagasmíðar varðar,“ segir Andri, sem er nýkominn úr rótinu. „Við drulluðumst t.d. loksins til að fá okkur bassaleikara!“ Guðmundur og Jóakim hafa báðir keppt í Tilraununum áður og bera þeir keppninni sömuleiðis vel söguna, segja hana mikilvægan fasta í tónlist- arlífi landans. Það skipti ekki endi- lega máli að vinna, keppnin veiti tug- um sveita tækifæri til að reyna sig í almennilegum tónleikasal, nokkuð sem þær ættu ekki kost á annars. Stefnan er nú tekin á plötu og ný lög eru tekin að fæðast. Guðmundur er niðri á jörðinni engu að síður. „Við látum hverjum degi nægja sína þjáningu … en við erum alger- lega í skýjunum núna og mjög glaðir með þetta. Ég get ekki neitað því. En næsta verkefni er tiltölulega ein- falt … og það er að fagna þessu ær- lega!“ Inni í þotuhreyfli Morgunblaðið/ Björg Sveinsdóttir Kraftmiklir „Hægt væri að nýta orkuna úr Shogun til að knýja eitt ef ekki tvö álver,“ sagði kynnir Músíktirauna, Ólafur Páll Gunnarsson. GRÆNT slím og ropkeppni var meðal þess sem einkenndi Nickelo- deon Kids Choice-verðlaunahátíð- ina sem fram fór í Los Angeles síð- astliðið laugardagskvöld. Popparinn Justin Timberlake var kynnir á hátíðinni og kvöldið hófst á því að hann fékk vænan skammt af slímklessu á sig allan. Ekki leið á löngu þar til Hollywoodstjörnurnar Adam Sandler, Ben Stiller og Vince Vaughn voru orðnir slímugir frá toppi til táar. Stiller fékk svokölluð „Wan- nabe“-verðlaun, sem þýðir að hann er sú stjarna sem flest börn vilja vera. Timberlake þótti besti söngv- arinn en hann tapaði hins vegar fyrir áhorfendum í ropkeppni. Nickelodeon er bandarísk kap- alstöð sem sýnir sjónvarpsefni ætl- að börnum. Slím og rop Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.